Dagur - 17.10.1964, Blaðsíða 4

Dagur - 17.10.1964, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1166 og 1167 RHstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar hJ. Fjárlagafrumvarpið FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ nýja, fyrir 1965, sem útbýtt var til þing- manna mánudaginn 12. október gef ur nokkra liugmynd um þessi „ýmsu vandamál", sem framundan eru. í frumyarpinu er gert ráð fyrir að rekstursútgjöld ríkissjóðs verði RÚMLEGA ÞRJÚ ÞÚSUND MILLJÓNIR KRÓNA árið 1965. Þar við bætast svo afborganir af rík- islánum og ýmis framlög, sem talin eru að venju til eignaaukningar, rúmlega 200 milljónir kr. Samtals útborganir þá rúml. 3200 milljónir króna. j En hér er ekki öll sagan sögð: Nú j á næstunni verður væntanlega lögð fram vegaáætlun fyrir næstu fjögur ár, 1965-1968, að báðum áru'm með- töldum. Tekjur og útgjöld þeirra á- ætlunar verður varla lægri en á þessu ári eða rúmlega 200 milljónir kr., umfram það, sem ríkissjóður sjálfur greiðir vegna áætlunarinnar (47 millj. kr.) af tekjum sínum. En ef gera á samanburð milli fjárlaga fyrr og nú, verður að taka vegaáætl- unina með. Upphæðin er þá komin upp í a.m.k. 3400 milljónir kr. fyrir árið 1965. Það er alveg bersýnilegt, að í fjár lagafrumvarpinu er sleppt mjög stór um fjárupphæðum, sem talið hefur verið nauðsynlegt að greiða úr ríkis sjóði. Er þar þá fyrst að nefna, að þama em niðurfelld útgjöld til stuðnings sjávarútveginum, sem sam þykkt voru a þingi í fyrra og greidd af söluskattsviðbótinni, sem látin er haldast. Þá er þess að geta, að ekkert í frum varpinu er ætlað til að standa straum af hinum nýju niðurgreiðslum á vöruverði landbúnaðarvara innan- lands, sem ákveðið var í haust að inntar yrðu af hendi fyrst um sinn. Verði þeim niðurgreiðslum hætt, mun vísitala hækka og þar með allt kauPgjald, en vísitölunni er nú hald ið niðri í 163 (eins og hún var í vor) með þessum niðurgreiðslum. I síðustu fjárlögum, sem afgreidd voru í tíð vinstri stjórnarinnar, þ.e. fyrir árið 1958, voru greiðslur úr rík issjóði og þar með álögur á þjóðina — innan við 900 milljónir. Nú er þessi upphæð að verða MEIRA EN FJÓRFÖLD. Það er sem sé útlit fyr ir, að landsmenn greiði fjómm sinn um meira fé til ríkisþarfa árið 1965 en þeir greiddu árið 1958. Þetta kann að þykja ólíklegt — en stað- reyndimar tala og verða ekki vé- fengdar. Og nú eru sérfræðingar ríkisstjórn arinnar önnum kafnir að leita uppi nýja skatta, því að gömlu skattarnir og tollarnir eru orðnir svo háir, að ekki þykir gerlegt að liækka þá meira en orðið er. Séð heini að Selnesi. (Ljósmynd: E. D.) r. I c • Ciinbi [iinn a l3 el nesi FYRIR nokkrum vikum ló leið- in vestur á Skaga. Haustlitirnir fögru voru farnir að setja svip sinn á lyng og flesjur. En litir gróðursins leika árstíðabundið við hið fasta og óumbreytanlega á Skaga, grjótið gráa í urðum, stuðlabergi og ísnúnu stórgrýti, sem þar er nóg af. Sjórinn var hvítur af logni en þungar öldur földuðu hvítu um leið og þær brotnuðu á skerjum og flúð um eða steyttu á standbjörgum. Kunnugur samferðamaður Skag firðingur að ætt, Björn Guð- mundsson heilbrigðisfulltrúi á Akureyri, nefndi bæi og kenni- leiti. Á austanverðum Skaga er Sel nes. Þangað var förinni heitið til að hitta að máli einsetu- manninn Jón Norðmann Jónas- son, sem rýnir í forn fræði, fæst við sjálfstæðar skýringar á Háva málum og fær viðvaranir um hættur, ennfremur fréttir af ýmsum hlutum frá velviljuðum nágranna, sem á bein sín í of- urlitlu kumli skammt frá bæn- um og lítinn spöl frá gamla virkinu hans Kolbeins unga, er hann sat í og safnaði liði fyrir Flóabardagann, einu sjóorrust- una, sem íslendingar hafa háð sín í milli. Ofan við Selnesið er hamra- belti með sléttum brúnum. En sjálft er nesið þurrt og grösugt. Þar er tún Selnesbónda en fremst á nestánni er æðarvarp. í hlé við nesið er gömul báta- lending. Þar á bóndi bát í nausti gaflbyttu og þar á nágranni ann an bát. Á þessum stað var áður fiskmóttaka og fiskverkun. Nú er hljótt um vík og vör að öðru leyti en því, að brim brotnar á nesinu, sjófuglar synda með landi, Selá fellur til sjávar skammt innar, þar sem heitir Selvík. Þar en mor í fjörum og nokkrir stærri spítur. Tveir rösklegir unglingar snúa heyi í flekk en Jón bóndi gengur á móti gestum. Hann er fremur lágur vexti, ljóshærður, skegg- laus, fullur í vöngum og hinn alúðlegasti í viðmóti. Hann leið ir .gesti í nýlegt steinhús, sem hann sjálfur byggði fyrir nokkr- um órum, biður afsökunar á þeim svip, sem konulaus bær jafnan ber og býður vel þegn- ar góðgerðir. Svartur hundur, stór og fallegur, situr á eldhús- gólfinu. Hann flaðrar hvorki eða urrar en sleikir sár á fæti. Talið berzt að búskapnum. Jón Norðmann Jónasson Jón segir, að héðan séu engar fastar ferðir til Sauðárkróks, mjólk sé ekki framleidd til sölu heldur aðeins til heimilisþarfa en sauðfé sé létt á fóðrum, víða sé reki og fleiri hlunnindi, svo sem æðarvarp. Hvað mikið þarf að gefa kind- inni yfir veturinn? Það er misjafnt. í fyrravetur hýsti ég aðeins tvær nætur eftir áramót og fram að sauðburði. Einn eða tveir baggar er oftast nægilegt fóður. En við höfum fengið hingað vondan gest, en það er minkurinn. Hann drep- ur fuglinn í hrönnum. Það er grátlegt að sjá æðarkollurnar hausbitnar við hreiðrin. Mink- urinn sýgur úr þeim blóðið. Við ýms vötn á Skaga var fyrrum mikið andavarp, jafnvel svo að eggin voru metin í hest- burðum. Nú sést þar ekki fugl. Minkurinn spillir líka stórlega silungsveiði í ám og vötnum. Refum höfum við líka nóg af, en þeir hafa ekki lagst mikið á fé, t.d. hafa þeir aldrei drepið neitt af mínu fé. Svo tók nú hrafninn upp á því í vor, að drepa fyrir mér lömb. En ég held hann láti sér hægt eftirleið is, hér um slóðir, því ungarnir voru skotnir. Fuglalífið er hér ekki nema svipur sjá sjón síðan minkurinn kom. Hvað ertu búinn að búa hér lengi? í 7 ár hefi ég búið hérna, en áður var ég hér tíma á sumrin við að byggja íbúðarhúsið. Ég byggði það að mestu einn og varð að flytja mölina frá Sauð- árkróki sem er 37 km. héðan. En hvað starfaðir þú áður, Jón? Ég var 31 ár barnakennari í Reykjavík. Samkvæmt kjörorð- um ungmennafélaganna hérna áður fyrr skyldu menn helga sig ræktun lands og lýðs. Ég er nú búinn að vinna fyrir lýðinn rúm 30 ár og hef þess vegna líklega ekki skift jafnt. En nú stunda ég bú- skapinn það sam eftir er - hefði h'klega átt að byrja á því fyrr. Selnes mun vera mikil reka- jörð? Já, stundum rekur hér mikið. En síðustu 3 árin hafa verið lé- leg rekaár. Ég sel girðingastaura og fæ 25 krónur fyrir stykkið. Stór tré er erfitt að eiga við nema að saga þau í hæfilegar lengdir, eða 6 fet, á staðnum, svo unnt sé fyrir einn mann að koma þeim undan sjó. Stundum bregðurðu þér á sjóinn til að fiska eða skjóta fugl og sel? Sjóinn sæki ég mjög lítið. Ég skrapp á færi núna um daginn en fékk ekki nema einn þara- þyrsling. Á vorin legg ég hrogn kelsanet. Áður var hér útræði og fiskmóttaka, og fiskurinn var þurrkaður hér á grundinni upp af lendingunni. Með byssu fer ég ekki og skil ekkert í þeim mönnum, sem ekki geta séð fugl í friði. Mig hryllir við dráp- fýsninni og þessari dauðastefnu, sem gætir hjá svo mörgum, í stað þess að vinna með lífinu og fyrir það. Kríurnar eru vinir mínir, og nokkuð er það, að aldrei veitast þær að mér, þótt ég gangi nálægt hreiðrum þeirra. En þær ráðast á annað fólk og allt annað kvikt, sem nálægt þeirra heimilum kemur. Rjúpurnar eru líka góðir kunn- ingjar mínir. Þær halda sig oft hér heima við á vorin, setjast við garðinn hérna á kvöldin, óhultar fyrir fálkanum og flytja sig svo upp á húsþakið á morgn- ana og heilsa mér þegar ég kem út. Þær verpa hérna við túnið og eru ákaflega gæfar. Fálkinn sést ekki eins oft og áður. Ég sá aðeins tvo fálka í sumar. Einhverntíma tamdirðu fálka? Já, það var þegar ég var að Fyggja hérna. Þá ól ég upp fálkaunga. Hann var vanafastur svaf á sama stað og át á sama stað. Hann varði varpið en drap aldrei kollu eða unga. Hann vildi fremur fisk en kjöt og ætíð hafði hann sama hátt á, þegar hann hafði fengið fisk- eða kjöt- bita, að hann flaug með hann nokkra metra upp í loftið, sleppti honum og greip hann svo í vinstri klóna á fluginu. Að því loknu hófst máltíðin. Ef mat urinn hans gleymdist, gerði hann mér aðvart. Nuddaði hann þá hausnum á sér við fætur mín ar og barmaði sér ósköpin öll þar til úr var bætt. Við vorum góðir vinir. Endalok hans urðu ömurleg. Hann eignaðist böm og bú og heimsótti mig með fjölskylduna. Sjálfur settist hann þá á sinn vana stað og allir þáðu góðgerðir. En hann var of gæfur og ekki nógu hræddur við mennina. Hann féll fyrir byssuskoti. Þú hefur kynnst að nokkru lifnaðarháttum fálkans? Já, að vissu leyti. Ég sá til dæmis hvernig þessi fálki sló fugla með fætinum en ekki með vængnum, eifts ög maígir hafa haldið fram. Þetta sá ég oftar en einu sinni. Einu sinni man ég að fálkanum mínum lenti sam- an við krumma. Fálkinn sló hann með fætinum. Ég sá þetta glöggt. Og það var ekki dregið af högginu. Krummi varð hálf- lamaður og flyksaðist hérna upp fyrir. Ég held hann hafi drepist. Fálkinn sló með vinstri fæti, var víst örvfættur. Fálkinn vildi lifa reglu- bundnu lífi. Hann fór alltaf að sofa klukkan 9 að kvöldi en vaknaði kl. 5 á morgnana og vakti mig þá með einhverjum ráðum. Hann fór á gluggann ef ég ekki opnaði bæinn og þar kveinaði hann og volaði þang- að til ég sinnti honum. Hvemig gengur búskapurinn í þínu nágrenni yfirleitt? Þetta er nokkuð misjafnt. Því miður eru noklirar jarðir að fara í eyði um þessár mundir. Til brotflutnings úr sveit geta legið hinar margvíslegustu á- stæður og sumar fullgildar. En sú stefna að yfirgefa landið, moldina og samlífið við náttúr- una og auðlegð náttúrunnar er þjóðarmein. Sú stefna hefnir sín grimmilega þegar stundir líða. Milljónir manna þjást af land- leysi, eins og nú þegar er farið að bera á í þrautræktuðum lönd um. Hið mikla og lítt ræktaða land hér, er mesti þjóðarauður- íslendinga. En ef Llendingar vanrækju landið sitt og byggja það ekki, verður það etv. öðr- um gefið. Við erum ekki lengur 5 neinn sérstakur heimur, langt úr alfaraleið, eins og áður var. í þessu efni höfum við aðeins eitt ráð handbært og eigum að nota það; að byggja allt byggj- anlegt land sjálfir og treysta meira en verið hefur á land og landgæði, enda er flest valtara á að treysta þegar vel er að gáð. Að minsta kosti getur síldin brugðist, h'ka þorskurinn og- verður við hvorugt ráðið. En nú er sá tími upprunninn, að við höfum t.d. grassprettuna nijög á valdi okkar og þar með fóð- uröflun handa margfalt meiri ! kvikfénaði en nú er í landinu. Ég held líka, að þjóðinni sé það nauðsyn að nokkuð stór hluti hennar sæki afl og hreysti bæði andlega og líkamlega séð, í samlífið við náttúruna. Það eru ekki einungis börnin eða einhverjir óþekkir unglingar, sem vaxa og þroskast í sambúð við gróður og dýr. Þar getur enginn lifað á náunganum af vafasömurri viðskiptum og dáð- lausu lífi eins og ýmsum tekst í borgum og bæjum. í búskap við sveit og við sjó verða menn að treysta á eigin manndóm því engum tekst að svíkja náttúr- una sér til framdráttar, án þess að verknaðurinn feli í sér dóm- inn. Þú hefur hérna tvo unga kaupamenn? Já, og þeir eru mér bæði til gagns og gleði. Gamlir nemend- ur mínir úr Reykjavík eru allt- af að biðja mig fyrir börn sín á sumrin. Þessir drengir vilja helst ekki fara suður á haustin til að hefja skólagönguna, þrátt fyrir allt, sem hér vantar. Ertu hér einn á vetruni? Já, já, aleinn með skepnunum mínum. Póst fæ ég öðru hverju og sírna hef ég líka. Myrkfæl- inn er ég ekki og dálítið á ég af bókum. Stundum ber gesti að garði. Allt þetta veitir mér ánægju. Svo skrepp ég stundum út fyrir landsteinana. Ég dvaldi um tíma í Þýzkalandi á næst- síðasta vetri og raunar víðar. í fyrrahaust fór ég líka utan og var þá mest í Kaupmannahöfn. Já, það eru mikil viðbrigði að búa hér einn en vera svo allt í einu kominn í milljónaborg. En menn þurfa að lyfta sér upp, bændur auðvitað eins og aðrir, til þess að víkka sjóndeildar- hring sinn. Bændur fara náttúr- lega ekki um sláttinn. En það er heppilégt að fara þegar haust ar að og fá þá kannski ofurlít- inn sumarauka eftir haustann- irnar. Fæst þú ekki eitthvað við rit- störf á vetrum, þegar þú ert heima? Lítilsháttar. Því miður eru ís- lenzku kvöldvökurnar ekki til þess fallnar nú, að helga þeim fræðimannsstörf eins og fyrrum. Þá voru íslendingasögur. lesnar og ýmsar sögur sagðar. Ein- hver varð að segja börnunum sögur á meðan hitt fólkið fékk sér rökkursvefninn. Sömu sög- umar voru sagðar oft, sömu bækumar oft lesnar. Börnin lærðu og mundu og notuðu þennan sagnafróðleik síðar á ævinni. Svona gekk það kynslóð eftir kynslóð allt fram undir síðustu áratugi. En hvers virði var þetta ekki bókmenntum okkar frá fyrri öldum? íslend- ingasaga og Landnáma voru ekki skráðar jafnóðum. Það liðu 200 ár þar til skrásetning þeirra fór fram. En atburðirnir höfðu geymst vel á fyrrgreind- an hátt. Það hefur heyrzt að þú hafir lagt stund á sérstakar skýringar Hávamála? Já, ofurlítið. Vinur minn í Pensinvalíu, prófessor Michael Bell að nafni, maður ítalskrar ættar, sérfræðingur í gotnesk- um málum, er að þýða þessar skýringar mínar. Hann kenndi við Harvardháskóla í fyrravet- ur. Honum þóttu skýringar mín ar dálítið merkilegar og hann kom og var hérna hjá mér í hálfan mánuð. Það var mjög ánægjulegt, þótt ég hefði þá í of mörgu að snúast til að geta sinnt honum eins vel og ég hefði viljað. Hann hefur farið mjög vinsamlegum orðum um þessa dvöl sína hér. Og honum þótti athuganir mínar þess virði að vilja halda þeim á lofti, seg- ir Jón Norðmann, eins og ekk- ert væri sjálfsagðara en ein- yrkjabóndi á íslandi hefði slíkt bókmenntalegt framlag á reið- um höndum. En nú þarf ég að fara að sjóða handa drengjun- um mínum, segir Jón allt í einu. Fyrst verð ég þó að sýna ykkur nesið hérna. Við göngum fram nesið. Gras rótin er þurr og mjúk, vaxin lágu en þéttu grasi. Língresið er fagurt í sólskyninu. Við göngum framhjá naustinu og bátnumnn og að litlu, grænu kumli fremst frammi á sjávar- bakkanum á nesinu austan- verðu. Ofan á því eru hálfsokkn ir steinar. Hér hvílir þýzkur maður, segir Jón, nemur staðar tekur ofan húfu sína alvarlegur, og hátíðlegur á svip og gerir krossmark. Hérna ofar eru leyfar af gömlu virki Kolbeins unga, og bóndi sýnir okkur hina fornu virkisveggi, sem eru mjög sign- ir en þó vel greinilegir. Með- fram virkisveggjunum að utan, sem hlaðnir voru úr torfi, er enn skurður, sem ætla má að hefði torveldað árás óvinveittra manna. Já hérna bjó hann um sig og safnaði til sín liði um lengri tíma og hafði stór áform í huga. Hér var Kolbeinn árið 1244 og ætlaði síðan að fara með hernað á hendur Vestfirðinga. En í þeirri ferð sinni mætti hann Þórði kakala og varð þar fyrsta og síðasta sjóorrusta ís- lendinga háð, á Húnaflóa svo sem sagan greinir frá. Við göngum nokkra stund um rústir hins forna virkis, þar sem engu hefur enn verið rótað af mannahöndum og greinilega sést fyrir virkisvegg, skurði um hverfis og dyrum, og svo um svæði það, sem mörgum öldum síðar var notað til að þurrka á saltan fisk, svo og naust og bátalendingu. En hver hvílir annars í kuml- inu, sem við gengum hjá áðan? Það er Þjóðverji, sem lést um eða rétt fyrir miðja 18 öld. Hann mun hafa verið á hollensltu skipi. Skip koma oft hingað á víkína til að liggja af sér vond veður og hafa eflaust lengi gert. Þessi Þjóðverji hefur verið milli tvítugs og þrítugs þegar hann dó, einmitt hér á víkinni, og svo verið fluttur í land og greftr aður. Hefurðu orðið hans var? Já, ég hef séð hann mjög glöggt. Hann var bláeygur með jarpt skegg og ég verð hans oft var og sé hann stundum. Hvernig hófust ykkar kynni? Þegar ég kom hingað fyrst átti ég margar ferðir um nesið, eins og gefur að skilja og gekk oft fram hjá leiðinu. Eg hugsaði hlýlega til hins ókunna manns, er þar hvíldi. Og ég hef þann sið að signa yfir leiðið hans þeg ar ég á leið þar um. Kannski var það þetta, ég veit það ekki Ketubjarg á Skaga er einstaklega fagurt. (Ljósmynd: E. D.) Fossinn í Fossá á Skaga var liinn fegursti í morgunsólinni, cn ekki sáum við lax í hyl. (Ljósmynd: E. D.) En hann birtist mér skömmu eft ir að ég kom hingað á nesið. Er hann þér þá hjálplegur? Já, en ég veit ekki hvort ég má blaðra um hann og okkar skifti. Að minsta kosti á ekki við að það mál sé haft í flimt- ingum, hvorki af mér eða óðr- um. En ég skal sarnt nefna tvö dæmi af mörgum um okkar við skifti. Það var einu sinni í vet- ur, að ég stillti loftrör miðstöð- varinnar eftir veðri, því það deyr aldrei í miðstöðinni. Það var stafalokn og hagaði ég still- ingunni eftir því og gekk svo til náða en þá fór að hvessa. Veðr- ið herti skjótlega og var innan stundar komið norð-austan rok. Ég fór því á fætur, tók eldinn úr miðstöðinni og lét hann í gryfju hérna úti og slökkti hann þar. Svo lagði ég mig og sofnaði. En- ég var tæplega búinn að festa svefninn þegar mér fannst sagt við mig: Farðu strax upp á loft með vatn. Þetta var svo kröftug fyrirskipun, að ég hent- ist fram úr rúminu áður en ég áttaði mig á því, sem var að ger ast. Og ég hlýddi, tók vatn í fötu og fór með það upp. Þá var kominn eldur í tréspjaldið og eldurinn var að komast í þakið. Ég setti aluminíumkúlu í loft rörið til bráðabirgða og gat strax slökkt. Eftir fáein andar- tök hefði björgun verið útilokuð og allt hefði brunnið, sem brunn ið gat. Og svo er það um rekann, heldur Jón Norðmann áfram, hann segir mér ævinlega þegar eitthvað rekur á austanverðu nesinu. En þeim reka þarf að bjarga sem fyrst, annars tekur hann út aftur. Það var einhverju sinni að við Trausti bóndi á Bergskála, sem er næsti bær, vorum á gangi hérna útfrá. Allt í einu er sagt við mig: Það er stór spíta niðri á Löngufjöru. Á hvaða tungumáli niælir hinn framliðni inaður við þig? Eg heyri engin orð á sama hátt og þegar við ræðum sam- an. Þetta eru hugtök eða eitt- hvað þessháttar. Ég skil ekki hans móðurmál, þýzkuna. Ég finn þetta eða skynja, fremur en um heyrn sé að ræða. En þetta er mjög sterkt stundum. Já, hann var búinn að segja mér frá spítunni. Það var nú komið myrkur og ég sagði Trausta frá þessari spitu og hann bauðst til að hjálpa mér morguninn eftir. Við gengum svo daginn eftir á Löngufjöru. Þar var 14 álna tré. Það var svo þungt og mikið, að við urðum að búta það sund um til að koma því undan sjó. En ég þarf að fara að gera eitthvað við leiðið hans, áður en sjórinn nær að brjóta það. Eg lá hérna uppi á dívan þegar ég sá hann fyrst. Það er annars skrít- ið fólk, sem er myrkfælið. Það hlýtur að vera einhverskonar veiklun. Þjóðverjinn hérna aust ur á nesinu er frá Vestfalen en lenti með Hollendingum til sjós líklega hefur hann verið á hol- lenskri duggu, eftir því sem ég hef komist næst, segir Jón. Og nú tekur hann upp neftóbaks- dósimar og býður í nefið. Þetta er nú eini munaðurinn, sem ég veiti mér daglega, segir hann. Það stendur þannig á því, að húsráðandi, þar sem ég dvaldi nokkur ár hjá á meðan ég var í Reykjavík ,tók í nefið og var alltaf að bjóða mér. Stundum tók ég korn hjá honum. En áður en ég vissi af var mig farið að langa í þennan óþverra og hef svo tekið í nefið síðan. Við kveðjum einyrkjubónd- ann og fræðimanninn, Jón Norð mann Jónasson á Selnesi með þakklæti fyrir móttökurnar og biðjum ungu kaupamennina af- sökunnar á því að þeir fengu hádegismatinn í seinna lagi. Veg urinn liggur í stórum boga upp á klettabrúnina sem brátt byrg- ir útsýni yfir Selnes. E. D.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.