Dagur - 19.02.1966, Blaðsíða 4

Dagur - 19.02.1966, Blaðsíða 4
1 5 Skrifstofur. Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssönar h.f. Ný iðngreirs þarl VONANDI hafa stjómarvöld lands- ins, eins og allur almenningur, skil- ið það nægilega vel, að stálskipasmíð- arnar þarf að styðja á þann veg, að hin nýja og mjög þarfa iðngrein nái sem skjótustum þroska og verði þess umkomin að leysa þau margháttuðu og stórkostlegu verkefni, sem henn- ar bíða í sambandi við nýsmíði og viðhald á mestum liluta fiskiskipa- flota íslendinga. Þing og stjórn hafa raunar þegar sýnt þann skilning að nokkra, en betur má ef duga skal. Hér á Akureyri vantar nú dráttar- braut og er það mál mjög á dagskrá °g Slippstöðina h.f. vantar tilfinnan- lega stórhýsi til að geta fært stálskipa- smíðarnar undir þak. Munu þá vél- ar og vinnukraftur notast mun betur en nú er. Naumast þarf að undirstrika þann gjaldeyrissparnað, sem innlendar skipasmíðar hafa verið þjóðinni og verða það e. t. v. í enn ríkara mæli við tilkomu stálskipasmíðanna. Og benda má á það, að án þeirrar vinnu fjölda járniðnaðannanna hér í bæ við fyrsta stálskipið, hefðu mat'gir þessir ágætu iðnaðarmenn þurft að leyta sér atvinnu á öðrum vettvangi og á einhverjum öðrum stað. Goð heimsókn ÞÓTT Akureyringar séu menn gest- vanir, var því veitt sérstök athygli, er hingað kom nál. sextíu manna hópur nemenda Háskóla Islands. Voru þetta nemendur viðskiptadeild- ar, ásamt Árna Vilhjálmssyni pró- fessor, kennara sínum. í hópnum voru fjórar konur, einnig nemendur deildarinnar. Ekki er blaðinu kunn- ugt livað mikið fyrirtæki kvnna verð- andi viðskiptafræðingum starfsemi sína eða hvort slíkt tíðkast yfirleitt. Hitt má ljóst vera, að nokkurs er um vert að þetta sé gert og ávinningur- inn að geta orðið gagnkvæmur, og er því ánægjulegt að fá þennan fríða hóp ungra námsmanna hingað norð- ur þótt til skammrar dvalar sé. Stór fyrirtæki skilja æ betur þýðingu þess að fá sénnenntað fólk til hinna ýmsu starfa, og er fremur líklegt, að ein- hverjir þessara nemenda verði kall- aðir til starfs hjá stærsta kaupfélagi Iandsins, KEA. Jóhann Óiafur Haraldsson tónskáld F. 19. ágíist 1902 - D. 7. febrúar 1966 FÁIR íslenzkir biskupar hafa átt eins stutta og þó eins merki- lega sögu og Árni Þórarinsson, er sat á Hólastóli frá árinu 1784, þar til hann lézt af brjóstveiki, þann 5. júlí 1787. Um hann er sagt, að hann hafi verið gáfu- og dugnaðar- maður, stórlyndur og hinn mesti þrifnaðar- og reglumaður. Á þrem árum tókst honum að koma Hólastóli og skólahaldi þar til vegs á ný. Prentverk, sem legið hafði niðri, lét hann endurreisa. Það sem biskupi var þó hugstæðast og hafði legið næst hjarta hans var sönglist- in. Og hann hafði lengi haft með höndum messu- og söngbókar- gerð, sem átti að leysa grallar- ann af hólmi. Smekkvísi hans má ráða af því, að til þessa starfs hafði hann m. a. kvatt Jón Þorláksson, skáld og prest að Bægisá. Eins og svo oft í sögu þjóðar okkar, lézt þessi mikilhæfi mað ur um aldur fram, aðeins 46 ára. Sonur Árna biskups var síra Páll, prestur að Bægisá, sonur hans var Jóhann, bóndi að Syðri-Bægisá, en sonur hans var Jóhann, faðir hinnar ágætu og greindu konu Katrínar, móð- ur Jóhanns O. Haraldssonar. Ég rek þessi ættartengsl, vegna þess, að þau eru mér kunn, og mér hefur oft fundizt þetta skýrt dæmi um, að gjafir forfeðranna, góðar sem illar, vitji manna oft jafnvel í fimmta og sjötta lið. Af löngum kynnum mínum við Jóhann O. Haraldsson vissi ég að hann var gáfu- og dugn- aðarmaður. Hann var einnig ein hver sá mesti þrifnaðar- og reglumaður, sem ég hefi kynnzt. Jóhann var sérstaklega drátt- hagur maður á ritað mál. En það, sem átti hug hans allan var tónlistin. Jóhann virtist ekki aðeins hafa erft eðliskosti þessa for- föður síns, hann erfði líka þau álög, að þurfa að ganga í ber- högg við sama vágest, berkla- veikina. Hún varð. honum ekki beinlínis að aldurtila, en hin einstæða barátta hans við þá vá og fjárskortur, fjötraði hann, svo að hann náði ekki að afla sér þeirrar menntunar, sem gáf- ur hans og hugur stóðu til. Þær góðu gjafir, tónbók- menntirnar, sem Jóhann færir heimabyggð sinni og þjóð, eru því ávöxtur þrotlauss sjálfs- náms og erfiðs starfs, sem Jóhann leysti af hendi meðan aðrir hvíldu sig. En það starf hefði hann aldrei getað leyst af hendi, ef ekki hefði komið til óvenjuleg tónlistargáfa, dugnað ur og sá metnaður, að láta aldrei neitt frá sér fara, fyrr en það var að fullu unnið. Faðir Jóhanns, maður Katrín-_ ar Jóhannsdóttur, var Haraldur sonur Páls Pálssonar, bónda að Brekku í Kaupangssveit og konu hans Elísabetar Jónsdótt- ur. Haraldur var hinn mætasti maður. Hann var gæddur góð- um tónlistargáfum, og hann var organisti við Glæsibæjar- og Möðruvallakirkj u. Frá honum hefur því Jóhann einnig erft mannkosti og tónlistargáfur. Jóhann var elztur fjögurra systkina. Tvö þeirra eru Árni, bóndj að Hallfríðarstöðum og frú Elísabet, kona Aðalsteins, bónda að Öxnhóli. Látin er Laufey, sem var gift Eiríki kennara Stefánssyni á Akur- eyri. Jóhann fæddist að Dagverðar eyri við Eyjafjörð. Hann dvald- ist með foreldrum sínum og systkinum, þar til hann fluttist til Akureyrar árið 1928, utan þann tíma, er hann stundaði nám við Gagnfræðaskóla Akur- eyrar, en þaðan var hann brott- skráður með ágætri einkunn vorið 1923. Við, sem lítum til baka um nær tvo aldarfjórðunga, finnum, að við höfum lifað á merkilegri öld. Að baki okkar finnst okk- ur, að hæst beri bjartan og fagr an morgun aldarinnar. Þá var íslenzka þjóðin vonglöð og djörf. Nýr gleðihljómur yfir- gnæfði tregann og ný skáld komu og mörkuðu nýjar stefn- ur, ekki sízt í ljóðlist og tón- list. Þessir björtu morgunhljómar munu lifa með íslenzku þjóð- inni um allan aldur, og til þeirra mun leitað, ef einhverntíma skyldi þurfa að vekja hana aft- ur af værum blundi. Jóhann Ó. Haraldsson fylgdi öldinni. Ungur drekkur hann af veig- um þessara ármanna, og ungur tekur hann að semja lög við kvæði þeirra, þau sem voru hon um hugstæðust. Og tónarnir sækja svo fast að honum, að hann verður að fara heim til bæjar frá heyönnunum til þess að skrifa niður það, sem brýzt fram í huga hans. En tónlistin er honum einnig huggun í raunum, en af þeim fer hann ekki varhluta. Fyrri konu sína, Þorbjörgu Stefánsdóttur, missir hann frá tveggja ára gömlum syni síðast á árinu 1931. Sjálfur verður hann að dvelja sem sjúklingur á Kristneshæli frá því í ársbyrj- un 1933 til þess í júní 1934. Jóhann hafði starfað hjá Landssíma íslands, þar til veik- indi hans bar að höndum. En eftir að hann komst aftur til starfa, tók hann að sér skrif- stofu- og afgreiðslustörf, meðal annars fyrir Þorstein Thorlac- ius, bóksala og vikublaðið Dag. Allt frá því að hann settist fyrst að á Akureyri, fær tónlist- in drjúgan skerf af starfsdegi hans. Hann þjálfar og æfir félaga sína í karlakórum á Akureyri og söng sjálfur, því að Jóhann hafði mikla og fagra söng- rödd. Og einmitt á þess- um árum semur hann lög fyrir þessa kóra, sem hafa sung ið sig inn í hvers manns huga, og það má með sanni segja, að íslenzk alþýða hafi skipað þeim í sæti með þjóðlögum, sem ekki fyrnast. Stærri tónverk Jóhanns, sem hann semur við Ijóðaflokka Guð mundar Guðmundssonar skálds, ásamt með sálmalögum og ein- söngslögum, eru áreiðanlega bautasteinar, sem blasa við. Það sem á þá er letrað, er gert af skaphita og innlifun og þvílíkri nákvæmni, að þar má aldrei breyta neinu. Alls mun Jóhann hafa samið á annað hundrað lög og styttri tónverk. Það er skerfur hans til hinna björtu morgunhljóma ald arinnar. Þrátt fyrir þá erfiðleika, sem að Jóhanni steðjuðu á lífsferli hans, var hann hamingjusamur maður. í tónlistinni átti hann athvarf og yndi, sem svo fáum er gefið. í starfi sem endurskoðandi hjá Kaupfélagi Eyfirðinga naut hann virðingar og trausts, en því gegndi hann frá árinu 1942 og til dauðadags. En það sem Jóhanni var þó ástfólgnast seinni hluta ævinn- ar, var eiginkona hans í seinna hjónabandi, frú María Kristjáns dóttir, en henni kvæntist Jóhann 15. júní 1946. Hún bjó honum fagurt heimili að Víði- völlum 8 hér í bæ, þar sem hann gat varið tómstundunum til þess að sinna hugðarefnum sín- um. Þangað safnaðist stundum heil meyj arskemma, þegar sex dætur Ingva Rafns, rafvirkja- meistara, sonar Jóhanns, og Sól- veigar Stefánsdóttur, konu hans, heimsóttu afa og ömmu. Því skyldum við ekki einmitt nú minnast þeirra björtu stunda. Við samstarfsmenn og vinir Jóhanns sendum fjölskyldU hans og venzlamönnum innileg- ar samúðarkveðjur. Far þú vel og þökk fyrir sam- fylgdina. Blessuð sé minning þín. Björn Bessason. RAFORKU SKORTIR (Framhald af blaðsíðu 1.) ið hvernig rafmagnsmálin verða leyst. Virkjun Lagarfoss eða Laxár hlýtur að leysa málið. En ákveða verður virkjunar- stað og undirbúa framkvæmdir áður en rafmagnsskorturinn truflar og tefur eðlilegar breyt- ingar athafnalífsins í þessum landshluta. V. S. LAXÁR LEIGÐAR Blönduósi 17. febrúar. Óvenju langvarandi stillt veður hefur verið hér, allmikil frost, nokk- ur snjór í héraði og mikill hér á Blönduósi. Vatnsleysi þjáir suma bændur í vestanverðum Vatnsdal og víðar. Hér varð stöðvun við garnahreinsun vegna vatnsskorts. Menn blóta þorra, því til þess viðrar vel og vegir eru greið- færir. Margir buðu í veiðiréttinn í Blöndu og Svartá, en tilboðin hafa ekki verið opnuð ennþá. í fyrra voru þessar Ár leigðar til stangveiði fyrir 660 þúsund krónur. Búið mun vera að leigja Miðfjarðará og Víðidalsá sömu aðilum og í fyrra. Mun leiga hafa hækkað a. m. k. á Miðfjarðará. Ó. S. ALUMIMUMVERKSMIÐJAN (Framhald af blaðsíðu 1.) hefur átt við efnahagslega örð- ugleika að stríða og búið við það ástand, að margt ungt fólk hefur flutt þaðan af því að það vantaðj viðfangsefni. Bygging aluminiumverksmiðjunnar er raunverulegur þáttur í viðleitni stjórnarvaldanna til að stuðla að því að vandamál afskekktra byggðarlaga verði leyst.“ Víða í umræðum norskra þingmanna kemur þetta sama sjónarmið fram, og ekki sé ég, að neinum hafi dottið í hug að kalla það „hreppapólitík11. í skýrslu um orkufrekan iðn- að í Noregi, sem ríkisstjórnin lagði fyrir Stórþingið veturinn 1962—’63 segir svo: „Eins og nú hagar til í at- vinnulífi landsins verður að miða efnahagspólitíkina að mjög verulegu leyti við skipu- lagða uppbyggingu. Þetta er nauðsynlegt til þess að tryggja efnahagslegar framfarir í þeim landshlutum, sem nú standa höllum fæti efnahagslega11. Á öðrum stað í skýrslunni er að því vikið, að nýjar alumin- iumverksmiðjur og önnur stór- iðjuver muni verða staðsett í fámennum (smá) og efnahags- lega veikum sveitarfélögum11. Síðar segir svo: „Við staðsetningu nýrra iðn- aðarfyrirtækja verður að taka eðlilegt tillit til þeirra hug- mynda, sem uppi eru um fram- tíðarskipulag landsbyggðarinn- ar (hvordan man tenker sig, at den framtidige bosettnings- struktur skal vere i landet)11. Vakin er athyggli á því, að 100 þús. tonna aluminiumverk- smiðja sé atvinnuleg undirstaða (grunnlag) 8—10 þús. manna byggðar a. m. k. Hér séu því mjög miklir möguleikar til að skipuleggja dreifða landsbyggð (helt enestáende anledning til regional planbygning). Hinir útlendu aðilar, sem stóðu að því að koma upp Hús- nesverksmiðjunni, eru Swiss Aluminium Ltd. og fésýslufyrir tækið Compadec, sem starfar í Frakklandi og Sviss, en hið síð- arnefnda sá að verulegu leyti um útvegun erlends fjármagns til virkjunar og verksmiðjubygg ingar. Til að eiga og reka verk- smiðjuna var stofnað nýtt hluta félag með heimilisfangi í Nor- egi, Sör-Norge Aluminíum A/S. f þessu nýja hlutafélagi eru 20% af hlutafénu norskt en 80% eign hinna erlendu aðila. Hlutaféð er 100 millj. n. kr. (ca. 600 millj. ísl. kr.) 3 af 5 stjórnarmönnum eru norskir þ á. m. stjórnarfor- maður. Nokkrar tilteknar ákvai'ðanir eru háðar samþykki noi'sku hluthafanna, m. a. ákvörðun arðs af hlutabi'éfum. Um stofnun og stai'fsskilyi-ði vei'ksmiðjunnar gilda: 1. Samningur norsku ríkis- stjómai’innar við Swiss Alum- inium og Compadec dags. 29. júní 1962 og viðbótai'samningur dags. 2. okt. 1963. 2. Orkuleyfi til Sör-Norge Aluminium A/S dags. 26. apríl 1963. 3. Orkusölusamningur milli noi-sku Landsvii'kjunai'innar og Sör-Noi'ge Aluminium A/S. Leyfi til samningsgerðar sam- þykkt í Stórþinginu 10. des. 1962. Um skatta og tolla, sem vei'k- smiðjan greiðir, fer eftir norsk- um lögum hverju sinni, og tek- ið er fi-am, að norska stjói'nin taki ekki á sig neinar skuldbind ingar í því sambandi aðrar en þær, að túlkun laga og notkun heimildarákvæða skuli vera sanngjöi-n miðað við það, sem almennt tíðkist í landinu. Tekið er fram, að ekki sé nú greidd- ur innflutningstollur af alumin- íum og að ekki séu nú uppi áform um breytingar á því sviði. Vernd vei'ksmiðjunnar í þessum efnum mun talin vera í því fólgin, að mikill aluminium- iðnaður var fyi-ir í landinu. Út- flutningsvex'ð verksmiðjunnar á aluminium er háð samþykki norsku ríkisstjórnarinnar sam- kvæmt 12. tölulið orkuleyfis- ins. í 4. tölul. eru ákvæði um hugsanlegt tjón af fluoi'gasi og ráðstafanir í því sambandi. Ekki vei'ður séð, að vei’k- smiðjufélagið hafi umsamið leyfi til frjálsi'ar gjaldeyrisráð- stöfunar. Hinsvegar eru í samn- ingi ákvæði um, að það skuli fá nauðsynlegan gjaldeyri. Orkuvei'ð til verksmiðjunnar er 1,8 norskir aurar + 17% af þeirri upphæð pr. Kwst. Þetta samsvarar rúml. 12,6 aurum ís- lenzkum, og helzt óbreytt til 1. júlí 1972. Þá breytist vei'ðið og síðan á 5 ára fresti með hliðsjón af hækkun heildsöluverðs á raf orku í Noregi samkvæmt 4. gr. orkusölusamningsins. Gert er ráð fyrir að oi'kunotkun 60 þús. tonna verksmiðju verði 950 millj. kwst. á ái'i, og er verk- smiðjunni skylt að greiða fyrir % þeirrar notkunar, þótt minni verði. Leyfisgjald til ríkisins er 2 n. kr. pr. kw. Gildistími samn- ingsins er 40 ár. í samningnum eru ýms ákvæði um viðskipti við noi'sk vátryggingafélög, kaup á norsk- um vörum, vernd starfsmanna, sem lenda í vinnudeilum o. s. frv. Það má og þykja athyglis- vei't, að vei-ksmiðjunni ber að leggja fé í séi-stakan sjóð til tryggingar fjái'hag hlutaðeig- andi sveitax’félags og í sjóð vei'k smiðj ustax-fsmanna, sem vei'ða hj álpai'þui'fi. Hér kemur enn fram sú landsbyggðarstefna, sem sýnilega hefir verið ráð- andi í Noi'egi við meðfei'ð þessa máls. Slit á vegum, brúm og hafnarmannvii-kjum vegna vei'k smiðjustarfseminnar bei’ henni INNILOKAÐIR Raufarhöfn 17. febr. Við erum hér innilokaðir nema á sjó, því landleiðir eru allar ófærar sök- um snjóa. Aðeins er skroppið á sjó og aflað á færi í soðið. Hrognkelsanet hafa verið lögð, en án árangui-s. Auðunn heitinn Eii-íksson póstur var jai'ðsunginn frá Rauf arhafnarkirkju í fyrradag. G. Úlafur Ólalsson læknir einnig að bæta. Verksmiðjunni ber að i-eka sjúki-ahús og sjá starfsmönnum fyrir sjúkra- hjálp. í oi'kusölusamningnum er ákvæði um norskan gei-ðardóm í deilumálum. Onnur gerðai'- dómsákvæði virðast ekki vera umsamin. Vii-kjunai'lánin sem Compadec útvegar eru til 15 og 20 ára með 5%—6% vöxtum. Eins og getið hefir verið um í fi'éttum hér á landi, urðu, er fi’á leið, allmiklar deilur um þessj mál. Ástæðan var sú, að í Noregi tókst ekki á tilsettum tíma að fá þau hlutafjárframlög (20%), sem gert hafði verið ráð fyrir, og keyptu þá hinir út- lendu aðilar, sem þeir og höfðu rétt til, mestöll hlutabréfin. Var talið, að ráðherra hefði átt að . vera kunnugt um, að ekki væri eins og á stóð hægt að selja 20% af hlutabréfunum innanlands og oi'sakir þess, sem hér vex'ða ekki raktar. Með viðbótarsam- komulaginu við Swiss Alumin- ium og Compadec haustið 1963 virðist þessu hafa verið kippt í lag. Mér sýnast þingi'æður og þing skjöl benda til þess, að stað- setning vei'ksmiðjunnar og hin í-íkjandi landsbyggðarsjónai-mið í Noregi hafi ráðið miklu um afgreiðslu málsins. En einnig að öðru leyti ei'u nox'sku Húsnes- samningax-nir talsvert frá- brugðnir þeim samningum, sem í ráði er að gera hér á landi. G. G. F. 13. janíiar 1924 - EINN hinna yngri starfandi lækna á Akui'eyri, Olafur Ol- afsson, lézt í Wásterás í Sví- þjóð 5. febrúar sl., aðeins 42 ára gamall. Hann var læknir við Fjóx'ðungssjúki'ahúsið hér í bæ frá 1958 og nálega til ái's- loka 1964, er hann fór utan til sérfræðináms og var langt kom inn á þeiri'i braut, er hann lézt. Ekkja Ólafs er Sigi'ún ísaks- dóttir og áttu þau sex böx-n. Ólafur Ólafsson var vinsæll læknir á Akureyri, röskur og ti'austur og á allan hátt hinn mætasti maður, sem margir sakna nú við leiðarlok. Ólafur var Reykvíkingur, fæddur þar og uppalinn, sonur Ólafs Gunnarssonar læknis og Rögnu Gunnai'sdóttur konu hans. Hann brautskráðist frá Menntaskólanum á Akui'eyri 1946. Að því búnu stundaði hann kennslustörf, bæði í Ólafs firði og við Héraðskólann að Reykjum en hóf síðan lækna- nám af sínum alkunna dugnaði og lauk því 1957. En þá hafði hann fyrir nokkrum árum stofn að eigið heimili. Og er hann fór utan til séi-fræðináms, flutti hann fjölskyldu sína með sér. Fjölmargir vinir og kunningj ar Ólafs Ólafssonar læknis hér á Akureyri kveðja hann nú með þakklæti og söknuði, um D. 5. febrúar 1966 leið og þeir flytja ástvinum hans innilegustu samúðar- kveðju. □ Nokkur orð um góðan dreng ÞANN 5. þ. m. andaðist 42 ái-a gamall íslendingur úti í Váster- ás í Svíþjóð, læknir, seríx fór frá Akui-eyi'i haustið 1964 til þess að bæta við stai-fskunnáttu sína og ná sér í séi'fræðingaréttindi. Vart mun nokkui-s jafnaldra þessa manns jafnalmennt sakn- að hér í bæ, sem hans, svo ein- lægt traust og velvild var til hans borið. Ég hygg að enginn aðfluttur maður á Akui'eyi'i hafi náð slíkum vinsældum á jafn- skömmum tíma. Þessi maður hét Ólafur Ólafsson, sem flestir þekktu sem Óla Ól. Ég var einn af þeim, sem vaf svo lánsamur að eiga Óla að vini og er hann fyrir mér sem séi'stæðastur allra minna félaga. Hann var mjög alvai-lega hugsandi maðui-, en þó allra manna kátastur og fjöi-mestux-. Ég minnist ætíð þess, er við vorum 18 ára gamlir, að mér varð eitt sinn, sem oftai-, gengið upp á súðax-hei-bergið hans, og var eitthvað daufur yfir tilver- unni, að þá sagði hann við mig: „Okkur er gefinn skrokkurinn og sálin, svo við getum verið til, og það ber okkur skylda til að vera, svo lengi sem leyft er“. Hafi nokkur af mínum félög- um verið til, þá var það Óli. Hvar sem hann kom ui’ðu við- staddir varið við hann. Honum þótti gaman af, að tefla á tvær hættui', enda djarfur skákmað- ur ef hann settist að tafli, sem honum þótti mjög skemmtilegt. Hann var mikið fyrir að rök- í'æða, og tók hann afstöðu til flestra mála, er fyrir hann bai-, og hélt þá fast fram sinni skoð- um, en var þó fyrstur til að' við- urkenna hvar kunnáttu hans þi'aut. Hann var mjög vaskur mað- ui-, en þó hið mesta ljúfmenni, sem vildi ætíð alli-a vandræði leysa, sem til hans komu, og þeir voru margir, sem þangað leituðu, og þá virtist aldrei skipta hann nokkru máli, hvort heldur var dagur eða nótt, enda eignaðist hann traust og vin- semd alli-a, sem til hans leituðu. Ólafur var giftur Sigi'únu fsaksdóttur, ákaflega geðþekkri stúlku frá Bjai'gi á Seltjarnai-- nesi, sem bjó honum mjög myndarlegt heimili, sem var þekkt fyrir gestrisni og rausnar skap. Þau eignuðust sex börn. Um leið og ég bið Guð að varðveita konu og börn Ólafs, bið ég vini mínum blessunar og vona að mega hitta hann síðai-. Jón E. Aspar. i i Rauðhausafélagið | Saga eftir SIR ARTHUR CONAN DOYLE ■<S><$>>$><^>^><J>+++<Í+<ÍKÍ>+®’ DAG NOKKURN í fyrrahaust fór ég að finna vin minn, Sherlock Holmes. Ég hitti hann niðursokkinn í samræður við roskinn mann, sem var rnjög feitlaginn, rjóður í andliti og með eldrautt hár. Ég var í þann veginn að víkja aftur úr dyrunum með afsökunarbón vegna ónæðisins, þegar Holmes greip skyndilega í mig, dró mig inn í stofuna og lokaði dyr- unum. — Þú gazt ekki, kæri Watson, hitt betur á en einmitt núna, sagði hann alúðlega. — Ég er hálfhræddur um, að þú sért önnum kafinn. — Ég er jrað, og það svo sannarlega. — En ég bíð þá bara hérna í næstu stofu. — Alls ekki. Þetta er maðurinn, herra Wilson, sem verið hefur félági minn og aðstoðarmaður í mörgum þeim mál- um, þar sem mér hefur heppnazt bezt. Ég er alveg sann- færður um, að hann verður mér einnig mikill styrkur í þessu máli yðar. Sá holdugi reis til hálfs úr stólnum og lineigði sig lítið eitt, um leið og hann leit á mig sem snöggvast með spurn í aua;um, sém voru hálfsokkin í fitu. — Vittu, hvernig fer um þig í sófanum, Watson, sagði Holmes, lét fallast í hægindastólinn og tyllti fingurgómun- um sam'án framan á sér, eins og vandi hans var, þegar hann braut heilann um einhverjar ráðgátur. — Ég' veit, kæri Watson, að okkur er það sameiginlegt, að unna öllu óvenjulegu, öllu, sem þverbrýtur gamlar hefðir og þrautleiðinlegar hversdagsvenjur. Ekkert sannar betur smekk þinn í þessum efnum en sá brennandi áhugi, sem hefur komið þér til að skrá, og. . . . þú fyrirgefur, að ég skidi segja það.. .. og punta svolítið upp á ýmis smá-ævin- týri mín. — Rannsóknir þínar hafa verið mér harla kært áhugaefni. — Þú manst, að ég nefndi það við þig hérna á dögunum, rétt áður en við tókurn til við smávægileg vandamál frök- en Sutherland, að hina óvenjulegu atburðarás og fáheyrðu söguflækjur fyndum við helzt hjá lífinu sjálfu, sem ævin- lega er stórum mikilfenglegra en nokkrir hugarórar ímynd- unaraflsins. — Staðhæfing, sem ég leyfi mér að efast um. — Já, það gerðirðu. En þrátt fyrir ]xað vona ég, að þú komist sem fyrst á mína skoðun, því að annars verð ég að hlaða staðreynd á staðreynd ofan, unz vafi þinn verður und- an að láta, og þú viðurkennir, að ég hafi rétt fyrir mér. En nú er svo mál með vexti, að herra Jabez AV'iIson hefur sýnt mér þann heiður að sækja mig heim. Og hann var nýbyrj- aður að segja mér þá sögu, sem ég gæti trúað, að væri sú einstæðasta, sem ég hef heyrt langa lengi. Þig rámar kannske í, að ég hef einhvern tíma haldið því fram, að hin eftir- minnilegustu atvik eru oft og tíðum ekki tengd stórglæp- unum, lieldur einmitt þeirn, sem ern minni háttar, jafnvel á stundum þeim atburðum þar sem hægt er að efast um, að nokkur glæpur hafi verið drýgður. Enn hef ég ekki heyrt meira en svo af sögu herra Wilsons, að ég treysti mér alls ekki til að segja um, hvort mál það, sem hér um ræðir, er glæpamál eða ekki. En framvinda atburðanna í sögunni er einhver sú furðulegasta, sem ég hef nokkru sinni heyrt. Þér vilduð nú kannske, herra Wilson, vera svo elskulegur að byrja aftur á sögu yðar. Ég bið yður ekki um þetta einungis vegna vinar míns, dr. Watson, heldnr einnig vegna þess, að hin sérstæðu efnisatriði hennar valda því, að mér er í mun að heyra hvert smáatriði hennar af yðar eigin vörum. A enjan er sú, að þegar ég hef heyrt drepið á fáein efnis- atriði atburðarásar þeirra mála, sem menn óska aðstoðar minnar við, get ég ráðið í það, sem vantar, af þúsundum sambærilegra mála, sem mér eru í minni. í því tilfelli, sem hér um ræðir, er ég hins vegar neyddur til að viðukenna, að umræddar staðreyndir eru, eftir því sem ég bezt veit, alveg einstæðar. Hinn holdugi komumaður þandi út brjóstið með nokkru stolti og dró upp óhreint og krukklað dagblað úr vasa sínum innan á frakkabarminum. Ég virti manninn vandlega fyrir mér, þar sem hann laut höfði yfir blaðið, sem liann hafði flatt út á kné sér. Meðan hann renndi augum niður auglýsingadálkana, reyndi ég, í samræmi við venjur vinar rníns, að lesa úr þeim vísbendingum, sem í'áða mátti af fatnaði mannsins og útliti. Framhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.