Dagur - 04.06.1969, Blaðsíða 1

Dagur - 04.06.1969, Blaðsíða 1
LII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 4. júní 1969 — 24. tölublað FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJOSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING Skrár um útsvör og aðstöðugjöld á Akureyri fyrir árið 1969 Lagt var á eftir gildandi útsvarsstiga (sbr. meðfylgjandi greinar- gerð framtalsnefndar), en síðan voru öll útsvör hækkuð um 3.5% til þess að ná útsvarsupphæð samkvæmt fjárhagsáætlun með lög- boðnu lágmarksálagi (5%). Eftirtaldir gjaldendur bera yfir kr. 120.000.00 í útsvar: Einstaklingar: Guðmundur Karl Pétursson, yfirlæknir..................kr. 228.900.00 Sigurður Ólason, læknir............................... — 205.600.00 Baldur Jónsson, læknir................................ — 197.700.00 Baldur Ingimarsson, lyfjafræðingur.................... — 187.700.00 Bjarni Rafnar, læknir................................. — 154.300.00 Pétur Valdimarsson, forstjóri......................... — 148.400.00 Magnús Þórisson, bakari............................... — 147.000.00 Davíð Gíslason, læknir................................ — 146.600.00 Jónas Oddsson, læknir................................. — 144.800.00 Oddur C. Thorarensen, lyfsali......................... — 142.300.00 Gissur Pétursson, læknir.............................. — 133.900.00 (Framhald á blaðsíðu 5) Sjómannadagurinn á Akureyri 1969. (Ljósm.: E. D.). Sjómannadagurinn á Akureyri SJÓMANNADAGURINN var að venju haldinn hátíðlegur á Akureyri. Veður var sólríkt þann dag en svöl hafgola er á daginn leið. Hátíðasvæðið var Ný verksmiðja og önnur í undirbúningi Sauðárkróki 2. júní. Mikill afli- hefur borizt hér á land í vetur og vor, sem annarsstaðar á Norðurlandi. Útgerð Drangeyj- ar hefur gengið vel og sýnt okk ur, að það er hægt að gera út ÁTTI TVENNA TVÍLEMBINGA STEFÁN ÁRNASON, Höfða- brekku á Grenivík segir svo frá: í vor bar ein ærin mín og átti hrút og gimbur, og voru lömbin bæði hvít. Tveim dög- um síðar, 19. maí, bar hún aft- ur og átti tvö grákollótt lömb, mjög lítil en vel frísk. Þegar ærin bar í fyrra skipt- ið var hún í húsi með bornum ám eingöngu, og í síðara skiptið var hún ein sér. Hér fer því ekkert milli mála. Þess má geta, að í vetur gengu tveir hrútar, hvítur og grár, lausir í ánum í 50 kinda húsi. □ fiskiskip frá Sauðárkróki. Afli skipsins frá febrúarlokum er orðinn um eitt þús. lestir. Fjöldi fólks hefur haft at- vinnu við vinnslu aflans í landi. Sokkabuxnaverksmiðja hefur hafið framleiðslu á Sauðár- króki. Að undanförnu hafa vél- ar og tæki verksmiðjunnar ver- ið reynd og virðist allt í bezta lagi. Þarna fær nokkur hópur fólks atvinnu og vonandi verð- ur framtíð þessa fyrirtækis björt. Samverk á verksmiðjuna, og Pálmi Jónsson er aðaleig- andi. Á bæjarstjórnarfundi 20. maí sl. var fyrirtækinu Loðskinn hf. veitt lóð til verksmiðjubygging- ar í iðnaðarhverfi bæjarins við Borgarmýri. Loðskinn h.f. er það fyrirtæki, sem hyggst reisa hér og reka sútunarverksmiðju fyrir 150—200 þús. gærur. Bygg ingaframkvæmdir munu hefjast mjög bráðlega. Á sama fundi bæjarstjórnar var samþykkt, að næsta íbúða- Ragnheiður Vídalín 11 ára vann til Akureyrarferðar í teikni- samkeppni á vegum fegrunarviku Reykjavíkurborgar. Með n henni kom kennari liennar, Jósefína Ilansen. (Ljósm.: M. G.) svæði yrði skipulagt fyrir Sauð árkrók á Sauðárhæðum. Stefnt verður að því, að úthluta þar lóðum næsta vor. Svo til allar lóðir, sem byggingarhæfar eru, (Framhald á blaðsíðu 2) tún sunnan sundlaugar bæjar- ins. Samkvæmt umsögn Baldvins Þorsteinsson skipstjóra,' for- manns Sjómannadagsráðs hér, fóru kappróðrar fram á laugar- daginn. Þar sigruðu sjómenn af Árskógsströnd og hlutu til eign ar bikar sem um er keppt. Þess má geta, að þetta er í sjötta sinn sem róðrarsveit af Árskógs strönd sigrar í þessari keppni, í röð, nema 1968 féll kappróður niður. Róðrarsveitir voru átta. Auk þess kepptu ungtemplarar og Æskulýðsfélag kirkjunnar á öðruvísi bátum og sigruðu templarar. Af landsveitum vann Vatnsveitan og Kaldbakur varð sigursælust sjósveita. Á sunnudaginn safnaðist fólk (Framhald á blaðsíðu 2). Nýtt bankaútibú LANDSBANKAÚTIBÚIÐ á Akureyri hefur fætt af sér ann- að útibú í Stórholti 1. Það heitir þó ekki útibú heldur afgreiðsla og er hún opin kl. 1—6 virka daga. □ Fegrunarvikan á Akureyri ÁRLEG fegrunarvika á Akur- eyri er nú ákveðin samkv. sam- þykkt aðalfundar Fegrunai'- félagsins og síðan bæjarstjórn- ar, þar sem samþykkt var eftir- farandi: „Bæjarstjóm Akureyrar sam þykkir að ein vika á hverju Hafísinn rekur fram og aftur Skagaströnd 2. júní. Mikil há- tíð var á Skagaströnd á Sjó- mannadaginn. Meðal annars var kappróður nokkurra sveita og sigraði áhöfn á Helgu Björgu og ýmislegt var annað af íþrótta taginu. Margt fólk var saman komið og sólin skein glatt. Dansað var á tveim stöðum í lok hátíðahaldanna og fór allt slysalaust fram þótt nokkuð væri um ölvun. Nógur fiskur hefur verið og töluvert góð atvinna. Grásleppu afli glæddist og varð góður fyr- ir viku, en ísinn kom í veg fyrir full not þeirrar göngu. Nú í morgun var fullt af haf- ís svo langt sem sást, en nú er hann farinn að gisna. ísinn rek- ur fram og aftur hér á Húna- flóanum og stafar af honum kuldi eins og jafnan. Jakar eru miklu þynnri en í fyrra. Kvenfélagið afhenti neyðar- fatnaðinn, sem áður var búið að minnast á, til sjómanna og var það þakkað. X. vori skuli vera fegrunarvika. Fegrunarfélagi Akureyrar, bæj arverkfi'æðingi og Skrúðgarða- nefnd skal falið að annast fram kvæmdir og velja vikuna." Nefnd sú, er kjörin var til að sjá um framkvæmdir, samkv. framanskráðu skipa: Jón Krist- (Framhald á blaðsíðu 7) Landsliðið kemur á morgun ÞAÐ verður islenzka landsliðið, sem leikur fyrsta leik sumars- ins að þessu sinni við ÍBA, og fer leikurinn fram annað kvöld (fimmtudagskvöld) kl. 8.30 á íþróttavellinum. Ekki var vitað, þegar blaðið fór í prentun livernig landsliðið verður skip- að, en ekki er að efa að beztu knattspyrnumenn sunnanlands skipa það. Líklegt teljum við að knatt- spyrnuunnendur hér nyrðra fjölmenni á þennan fyrsta leik sumarsins, og verður því for- sala aðgöngumiða frá kl. 1 á finuntudag í söluskýlunum við íþróttavöllinn. □ SÉRA Pétur Sigurgeirsson sókn arprestur á Akureyri varð fimmtugur 2. júní. Ilann fluttist hingað fyrir 22 áruin, var fyrsta árið aðstoðarprestur en var síð- an skipaður þar sóknarprestur og hefur gegnt því starfi síðan. Kona hans er Sólveig Ásgeirs- dóttir og eiga þau fjögur böm. Séra Pétur Sigurgeirsson nýt ur niikillar virðingar og vin- sælda og er það verðugt. Dagur sendir honuin og fjöl- skyldu hans hinar beztu árnað- aróskir og ég þakka ágæt sam- skipti. E. D. ÚTSVARSSKRÁIN var lögð fram 2. júní á Akureyri og er hún kjörið umræðuefni næstu daga og vikur. Lagt var á 3245 gjaldendur. Álögð útsvör nema samtals kr. 74.191.800.00. Þar af eru einstaklingar 3140 og bera...............kr. 70.146.000.00 og félög 105 og bera................................ — 4.045.800.00

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.