Dagur - 10.12.1969, Blaðsíða 2

Dagur - 10.12.1969, Blaðsíða 2
2 - Bókin sem aldrei var rifuð (Framhald af blaðsíðu 5). áframhaldandi sölu bókarinnar. Eitt var merkilegt við ritdóm þennan. Svo sem að lí'kur læt- ur koma fyrir fáeinar villur í bókinni Búvélar og ræktun. þnð hefði verið undur, ef slíkt hefði ekki átt sér stað, þegar um slíka frumsmíð var að ræða. En rit- dómarinn bendir ekki á eina einustu • villu, virðist ekki hafa uppgötvað neina slíka. Þannig ber meira á viljanum til að lasta bókina og höfund hennar, held- ur en getunni að leiðrétta. Þessum mikla dómi þeirra Búnaðarfélagsmanna var aldrei svarað, ekki einu orði. Forlagið taldi það vera fyrir neðan virð- ingu sína, að snúast í því, að fá dæmdar dauðar og ómerkar ósæmilegar aðdróttanir ritdóm- andans í garð forlagsins, þótt slíkt hefði verið auðvelt. Ég þagði lí'ka, nennti ekki að fást við að hnek'kja fjarstæðum og beinum ósannindum í ritdómi þessurn, vildi heldur láta reynsl una skera úr um það hvort bók in kæmi að notum. Og svo vel tókst til, þrátt fyrir það, þótt ritdómarinn segði, að bókin væri „lapgt frá því ,að vera not- h;ef“ sem kennslubók (sjálfur sagði óg í formála, að bókin væri „ekki venjuleg kennslu- bók“), var bókin um 15 ára skéið notuð sem kennslubók við bændaskólana báða. Var þáð langt framar öllum vonum, þar eð slíkar bækur verða fljótt úreltar að nökkru, svo fljótt breytist tækni og vélakostur við búskapinn, er það hlutur sem allir bændur kannast við. — x — Til hvers er ég svo að rifja þetta upp, nú eftir 18 ár, úr því að ég þagði við ósómanum 1952? Til þess ber margt, en þó mest eitt, að ég rýf nú þögnina. Nú get ég fært bændum þau gleði- tíðindi, að hin vonda og voða- lega bók; Búvélar og ræktun, var uppseld að fullu fyrir árs- lok 1968. Nú er hún eltki lengur að þvælast fyrir betri bókum um búfræði. Og nú vaknar spurningin: Eru bændur nú ekki búnir að ná sér eftir það áfall sem þeir urðu fyrir, er þeir keyptu Búvélar og ræktun, 1950 og næstu ár? Er ekki alveg óhætt fyrir snjalla og stórlega búlærða menn, sem þá voru a-uð vitað þess albúnir að gera betur en ég gat gert, samanber ritdóm inn margnefnda, að fara að skrifa bækurnar sem bændurn- ir bíða eftir og hafa engi beðið eftir. Ég nefni aðeins sem dæmi: Góða bók um búvélar, hentuga til notkunar við kennslu í bændaskólunum. Bók um traktora, þar . er margt nýtt í efni. Bók um viðhald og við- gerðir búvéla, slík bók myndi möi’gum bóndanum kærkomin. Og hvað um bók um sauðfjár- rækt? Við írlendingar eru-m eina þjóðin á Norðurlöndum sem á enga bók um sauðfjár- rækt, þar geta Grænlendingar skákað okkur þótt fámennir séu. Fleira mætti auðvitað nefna. Útgáfa búnaðarbóka virðist hafa lent í undarlegum öldudal 10—12 ár. eftir 1950. Óhugsandi að 'kenna hinni fánýtu bók Bú- vélar og ræktun, um það, fleira hlýtur að koma til. Þótt á þess- um árum kæmu út -þrjú, fjögur afmælisrit varðandi landbúnað- arstarf-semi og félög, kemst hin bóklega búfræði ekki upp úr öldudalnum svo að um muni fyrr en 1966, er hinn kjarkaði maður Gunnar Bjarnason bændakennari sendir frá sér hina miklu og sérstæðu bók sína Búfjórfræði, sem Bókafor- lag Odds Björnssonar gaf út með glæsibr-ag. Með þessari bók sinni slær Gunnar stói'u striki yfir alla hremminguna, sem tal- ið var að bændur hefðu orðið fyrir 1950, er þeir voru með „auglýsingaráróðri" narraðir til að kaupa Búvélar og ræktun. — Vel sé honum fyrir það. Nú er öldin önnur heldur en var 1950, nú kippa bændur sér ekki upp við smámúni, nú leggur enginn Fjérmagn tii Siippsföðvarinnar AÐ SUNNAN bárust þær frétt- ir í gær, að ríkisstjórnin telui' skynsamlegt að styðja rekst-ur stálskipasmíða á Akureyri. Um þetta segir þingfréttaritari Tím ans: , „í breytingatillögum fjárveit- inganefndar kemur fram, að ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja 10 milljónir króna úr ■ ríkissjóði sem hlutafé í Slipp- stöðina h.f. á Akureyri, „enda nemi heildarhlu-tafé í fyrirtæk- inu eigi lægri fjárhæð en 30 milljónum króna“, eins og segir í nefndaráliti m.eirihlutans, sem lagt var fraim á Alþingi í gæi'. Mun ríkisstjórnin því. hafa hætt við að fylgja fram frum- varpi sinu um breytingar á lög- um um Framkvæmdasjóð ís- lands, sem rökstutt var með því, að ætlunin væri að Fram- kvæmdasjóður leggði fram hlutafé í Slippstöðina.“ n SKÚR BRANN VINNUSKÚR norðan viðbygg- ingar Hraðfrystihúss Ú. A. brann í fyrradag. Mun hafa kviknað í tjörupotti. Nokkrir bifreiðaárekstrar hafa orðið í hálkunni undan- farna daga. Ölvun er nokk-ur öðru hverju í bænum, en rólegt á vettvangi lögreglunnar, þegar á heildina er litið, tjáði hún blaðinu í gær. □ Félag enskukennara á fslands FYRIR nckkru var haldinn stofnfundur Félags enskukenn- ara á íslandi. Markmið félagsins er að auka innbyrðis kynningu allra ensku-kennara á öllum skólastigum o-g að vinna að fræðslu um enskukennslu. Fé- lagið er opið öllum enskukenn- urum á landinu. Stofnfundurinn var mjög vel sóttur, og hafa þegar um 70 manns gerzt stofnfélagar. Á fundi þessum voru kosin í stjórn félagsins: Heimir Áskels- son (form.), Auður Torfadóttir, Leo Munro, Haukur Sigurðsson og Arngi'ímur Sigurðsson. Framhaldsstofnfundur var síð an haldinn í Menntaskólanum við Hamrahlíð laugardaginn 6. des. Auk venjulegra fundar- stanöa voru á fundinum sýndar nokkrar fræðslukvikmyndir úr myndaflokknum View and Teach. Myndi-r þessar eru gerð- ar af BBC í samvinnu við British Gouncil, se-m hefur lán- að -þær hingað til lands fyrir milligöngu ræðismanns Breta •hér. (Fréttatilkynning frá Félagi enskukennara). út í að hræða bændur eins og gert var með ritdómnum um- rædda 1952, í Frey, enda væri nú að ráðast á hærri garð held- ur en þá var. Ótrúlega fátt og magurt hefir þó verið skrifað um Búfjárfræði Gunnars, og við að lesa formálsorð hans að bók- inni, læðist að manni sá grunur, að enn sé nokkuð eftir af þeirri húð, sem af var rist, er forráða- menn búnaðarmála dæmdu Bú- vélar og ræktun 1952, þótt nú sé farið hægar í sakirnar. í næstu grein kem ég að enn einni búnaðarbók, sem ekki hefir verið rituð, og ég tel um- ræðuvert. Reykjavík, 28. janúar 1969. Árni G. Eylands. ÓSKILALAMB! Síðastliðið haust var mér dregið grátt hrútlamb með mínu marki: biti aftan liægra, stýft, iriti aftan vinstra. Þetta lamb á ég ekki og getur réttur eigandi vitjað andvirðis ]>ess til mín. Gunnþóra Jónsdóttir, Skógum, Öxarfirði. KVENÚR ftindið. Uppl. í síma 1-23-14. TAPAÐ Eyíirðingar — Nær- sveitamenn! Rauðjörp HRYSSA tap- aðist um mánaðamót júní-júlí s.l. Hún er 8 vetra, íremur smá, ]>étt- vaxin. Marik: Biti fram- an, fjöður aftan bægra. Biti aftan vinstra. — Brennimerkt á framhóf- um: S8. AK. Þeir, sem gætu gefið upplýsingar um dvalarstað bennar' vinsamlegast bringi í síma 2-13-65. Fjögurra sæta SÓFI til sölu. Uj>pl. í síma 2-10-35. Til sölu: BRÚÐARIvJÓLL og slör, st. 12. — Til sýnis í Brekkugötu 6. BARNALEIKGRIND, sem leggja má saman, til sölu. Uppl. í síma 2-11-43. Til sölu: Ódýrt BORÐSTOFU- BORÐ, ifjórir stólar og rúmfataskápur. Uppl. í síma 1-16-80. Ný BORÐSTOFU- HÚSGÖGN til sölu. Mjög falleg. Uppl. í síma 1-28-23. HOKOPELLITTA snjóhjólbarðar Eyrirliggjandi í flestum stærðum. JÓHANN SIGVALDASON, Smurstöð ESSO — við Þórshamar. RÚMTEPPI SÆNGURVERADAMASK DÚNHELT LÉREFT FIÐURHELT LÉREFT GÆSADÚNN HÁLFDÚNN PLASTKURL VEFNAÐARVÖRUDEILD Nýjustu bækur Máls og menningar og Heimskringlu REYKJAVÍK Verð íb. og í litprentaðri öskju, kr. 1200.00. LETKRIT - IV. bindi William Shakespeare. Helgi Hálfdánarson J>ýddi. Verð ób. kr. 400.00, íb. kr. 500.00, skinnb. kr. 600.00. INNAN HRINGSINS Guðmundur Böðvarsson. Ljóðabók. Obundin kr. 290.00, íb. kr. 370.00. ÞAÐ SEM ÉG HEF SKRIFAÐ Skúli Guðjónsson. Ritgerðaúrval 1931—1966. — Verð ób. kr. 360.00, íb, kr. 450.00. MANNSÆVI - I og II Konstantín Pástovskí. Halldór Stefánsson þýddi. Verð hvors bindis ób. kr. 300.00, í 1>. kr. 360.00. UPPELDI UNGRA BARNA Mattbías Jónasson sá um útgáfuna. Verð ób. kr. 320.00, íb. kr. 410.00. ÚRVALSRIT Karl Marx og Friedrich Engels. Tvö bindi. Verð íl). kr. 600.00. ÆVISAGA ÁRNA PRÓFASTS ÞÓRARINSSON AR Þórbergur Þórðarson. Fyrra bindi. Verð ób. kr. 540.00, íb. kr. 650.00, skinnb. kr. 760.00. GRIÐASTAÐUR William Faulkner. Skáldsaga. Guðrún Jfelga- dóttir þýddi. Verð ób. kr. 270.00, íb. kr’ 350.00. LJÓÐMÆLI Grímur Thomsen. Sigurður Nordal sá um útgáf- una. Verð ób. kr. 600.00, íb, í alskinn kr. 900.00. (Verðið er tilgreint án söluskatts). MÁL og MENNING LAUGAVEGI 18 REYKJAVÍK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.