Dagur - 10.10.1973, Blaðsíða 4

Dagur - 10.10.1973, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarma'ður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. ALÞINGI í DAG verður Alþingi sett. Er það þriðja þingið frá því ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar var rnynduð og bíða þess mörg mikilvæg verkefni. Efna- hagsmálin verða meðal þeirra stærstu, ef að vanda lætur. Nú eru allir kjarasamningar lausir og fram eru komnar ákveðnar kröfur laun- þega um launaliækkanir og aukin fríðindi. Við þessar kröfugerðir er það markverðast, að launahærri stétt- irnar setja fram margfalt hærri kröf- ur en hinar. Allir munu viðurkenna, að fólk í lægstu launaflokkum þarf kauphækkanir og á að fá þær, þar sem möguleikar eru fyrir liendi. Ýinsar greinar atvinnurekstrar geta mætt launahækkunum, aðrar ekki. Fjárlagafrumvarpið mun tilbúið og að venju verður það lagt fram í upphafi þings. Eflaust þykir mörg- um skattheimta ríkisins tilfinnanleg og svo hefur það jafnan verið. En líta verður samhliða á þá staðreynd, að núverandi ríkisstjórn er fram- kvæmdasöm við uppbyggingu at- vinnuvega og framkvæmda um land allt og krefst það rnikils fjármagns. En aukin framleiðsla á flestum svið- um og næg atvinna hefur verið ein- kenni síðustu ára. Utanaðkomandi áhrif, en fyrst og fremst ný og djörf stjórnarstefna, hefur markað þetta nýja og mikla framfaraskeið. LANDHELGISMÁLIÐ LANDHELGISMÁLIÐ er enn í brennidepli, meira en nokkru sinni. Fyrri ríkisstjórn, sem sat í meira en tólf ár á valdastóli, hélt algerlega að sér höndum í því stórmáli. Núver- andi stjórn gerði landhelgismálið að máli málanna, bæði í kosningabar- áttunni og síðan í verki, svo sem alþjóð er kunnugt. Ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar sameinaði þjóðina undir eitt merki í baráttunni fyrir útfærslu landhelginnar. Allar þjóðir virtu útfærsluna nema V.-Þjóðverjar og Bretar og hinir síðamefndu sendu herskip úr flota sínum til að vemda veiðiþjófa sína innan fimmtíu mílna fiskveiðimarkanna. Samþykkt Fram- sóknarmanna á Hallormsstaðafund- inum markaði tímamót í deilunni. í kjölfar hennar var stjórnmálaslit- um lýst yfir frá 3. október að telja, ef Bretar hefðu þá ekki fært herskip sín úr íslenzkri landhelgi. Bretar drógu herskip sín til baka og brezki forsætisráðherrann bauð íslenzka for- sætisráðherranum til viðræðna í London. Þær viðræður fara fram á mánudaginn. Framundan er nú tími samningaviðræðna í viðkvæmu deilu máli grannþjóða. Forsætisráðherra okkar nýtur fyllsta trausts allrar þjóðarinnar í þessu máli og fylgja honum ámaðaróskir á hinum nýja vettvangi lancllielgisdeilunnar. □ t INGVAR GISLASON ALÞM. SEGIR FRA RÁÐGJAFARÞING Evrópu- ráðs í Strassborg hélt árlegan haustfund sinn dagana 24. sept. — 2. okt. sl. Á Ráðgjafarþinginu sitja þjóð þingsmenn 17 Evrópuríkja, alls yfir 150 fulltrúar. íslendingar eiga 3 sæti á Ráðgjafarþinginu og eru þar fámennastir ásamt Möltumönnum og Lúxemborg- urum, sem einnig eiga 3 full- trúa hvor þjóðin. Fjölmennustu ríkin, eins og Bretland og Frakk land, eigá 18 sæti. Ráðgjafarþingið hefur til með ferðar fjölmörg erindi og tillög- ur, sem snerta starfsemi Evrópu ráðsins og evrópska samvinnu, einkum á sviði menningarmála, mannréttindamála, félagsmála og heilbrigðismála. Þá fjallar þingið um önnur evrópsk mál- efni og samskipti við ríki utan ráðsins eftir því sem tilefni gefst til. Af íslendinga hálfu sátu fund inn alþingismennirnir Ingvar Gíslason, sem er formaður ís- lenzku sendinefndarinnar, Þor- valdur Garðar Kristjánsson og Björn Fr. Björnsson. í viðtali við blaðið skýrði Ingvar Gíslason frá því, að meðal helztu viðfangsefna þings ins hafi verið skýrsla og þings- ályktunartillaga, sem fyrir lá um hafréttarmál og væntanlega hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Urðu miklar umræð- Ingvar Gíslason. ur um þessi efni, og tóku fyrst og fremst þátt í þeim brezkir þingmenn og allir íslenzku full- trúarnir. Það kom fram í um- ræðunum, að allir ræðumenn töldu mikilvægt að hafréttar- ráðstefnan yrði haldin sem fyrst og að henni mætti ekki fresta. Hins vegar létu brezku þingmennirnir í ljós efa um, að ástæða væri til þess að búast við skjótum árangri af ráðstefn- unni, töldu þessi mál svo flókin og umdeild, að erfitt yrði að ná fullnaðarsamstöðu um þau. Ingvar kvaðst að mörgu leyti hafa verið ánægður með það, sem fram kom hjá brezku þing- mönnunum og kvað ástæðu til að veita ýmsu af því sérstaka athygli. Ég gat ekki betur heyrt en að brezku þingmennirnir hefðu meiri áhyggjur af ýmsum öðrum hafréttarmálum en út- færslu íslenzku fiskveiðiland- helginnar, sagði hann. Utfærsla íslenzku fiskveiðilandhelginnar snertir aðeins fámennan hóp í Bretlandi. Aðaláhyggjuefni Breta er það, að siglingar verzl- unarskipa þeirra og herflota verði torveldaðar með yfirlýs- ingum um 200 mílna almenna landhelgi og lokun þröngra sunda, sem telja verður alþjóð- legar siglingaleiðir. Þetta er sameiginlegt áhyggjuefni allra stórveldanna, ekki sízt Sovét- ríkjanna, svo og siglingaþjóða yfirleitt. Að sjálfsögðu var talsvert vik ið að málefnum íslendinga í þessmn umræðum. íslenzku þingfulltrúarnir skýrðu sinn málstað svo sem unnt var í Til sölu bifreiðin A-500, Volvo De Lux árgerð 1971 í mjög góðu lagi. Uppl. í síma 1-11-94. Bifreiðin A-1039 Merce- des Benz 220 árg. 1955 til sölu. Tilboð óslcast. Til sýnis á Víking s. f., Furuvöllum 11, Til sölu SKODA 110 L árgerð 1972. Uppl. í síma 2-17-43. Til sölu Plymouth Belevedere árg. 1966 með vökvastýri. Uppl. í síma 1-24-09 eftir kl. 7 á kvöldin. Til sölu Chevrolet vöru- bifreið, 5 tonna, árg. ’59. Uppl. gefur Hallgrímur Gíslason, Þórshamri. Til sölu er bifreiðin A-170, Ford Cortina árgerð 1970. Uppl. í síma 1-12-56 milli kl. 7 og 8 e. h. Til sölu pall- og sturtu- laus 7 tonna Thems Trader vörubifreið með vökvastýri árg. 1965. Uppl. gefur Jóhannes Hermundarson, sími 1-18-22. Rósa Björg Guðbrandsdófiir ÁSTVINUM Þú hafðir vina svo létta lund og lífsvon var björt og heið. Því verður nú þessi stóra stund sem stjama á þinni leið. Við þökkum öll þína lífsins leið nú Ijósenglar gæta þín. Miimingin lifir svo mæt og heið og morgun í austri skín. Opnar nú Jesús ástarann þar eilífðar sólin skín. Hann Ieggur þig vina blítt við barm í blómstrandi náðarlín. Sæirðu mann með sorg á brá er söknuður lýsti af. Vinstri höndin hún vissi ei þá hvað veglega hægri gaf. Nú er að kveðja og þakka þér á þessari sorgarstund. En frelsarinn sem í upphæð er mun ávaxta vel þitt pund. Ástvinir þakka svo mikið og margt því minningin fögur skin. Það verður um þig svo undra bjart í upphæðum Rósa mín. Biðjum svo guð að gefa í dag þó grói yfir sporin þín: Að sjáum við enn um sólarlag hvar sumarsins rósin skín. H. J. KVEÐJA FRÁ stuttu máli og brezk'u þing- mennirnir gerðu landhelgismál íslands að umtalsefni, á sinn hátt. Orðaskipti, sem þarna áttu sér stað leiddu að sjálfsögðu ekki til neins uppgjörs milli okkar, sagði Ingvar Gíslason. En ég fullyrði, að það kom fram meiri skilningur á þörfum ís- lendinga fyrir stækkun fisk- veiðilandhéigi en ég hef þorað að vona. Það, sem sett er út á okkar aðgerðir, er hin einhliða útfærsla. Það er þrástagast á því, að við hefðum átt að bíða niðurstöðu hafréttarráðstefn- unnar. Eins og við er að búast verður að ráðast, hver sannfær- ist og hver ekki. En það var ánægjulegt að heyra hvern Bretann á fætur öðrum lýsa yfir því, að gömlu stórveldin og þá fyrst og fremst Bretland, verði að líta með frjálslyndi á lausn hafréttarmála og beri að forðast úreltar kreddur og ný- lendusjónarmið. Það kom einn- ig fram hjá flestum brezku þing mönnunum, að þróun hafréttar- mála gengi öll í þá átt, að 200 mílna auðlindalögsaga hlyti að eiga mestu fylgi að fagna á haf- réttarráðstefnunni. Það var eftir minnilegt að heyra Patrick Wall frá Hull, sem íslendingar þekkja sem harðan andstæðing, lýsa yfir því, að Bretland og önnur Evrópulönd ættu að búa sig undir hafréttarráðstefnuna með það í huga, að 200 mílna auðlindalögsagan verði alþjóða- lög áður en varir. - □ - Héraðsfundurinn í Hrísey (Framhald af blaðsíðu 8) Héraðsfundurinn beinir þeirri eindregnu áskorun til Alþingis, að frumvarp til laga um afnám prestkosninga verði samþykkt. Fundurinn lýsir andstöðu sinni við meginatriði framkom- ins frumvarps um fóstureyðing- ar. Fundurinn telur slíka laga- setningu, sem hömlulítið heimil ar að deyða líf, í grundvallar- atriðum í andstöðu við kristna lífsskoðun og þá mannhelgi, sem kristin trú skal halda vörð um. Prófastur í Eyjafjarðarpró- fastsdæmi er Stefán Snævarr. HÓLMGEIR Þorsteinsson frá Hrafnagili hefur safnazt til feðra sinna. Hann andaðist 27. september og var jarðsettur á Grund í Eyjafirði 4. október, og var hann nær níræður að aldri, er hann lézt. Hólmgeir fæddist í Ytra-Dals- gerði í Saurbæjarhreppi í Eyja- firði 4. desember 1884. Faðir hans var Þorsteinn Indriði Páls son, fæddur á Hánefsstöðum í Svarfaðardal 26. ágúst 1858, en móðir hans, Kristjana Guðrún Einarsdóttir, fæddist á Gríms- stöðum við Mývatn 1856. En leiðir þeirra beggja lágu til Eyja fjarðar og giftu þau sig 1883, voru í húsmennsku í Ytra-Dals- gerði, en fengu ábúð litlu síðar og bjuggu þar í 30 ár. Þar ólst Hólmgeir upp. Haustið 1904 fór Hólmgeir í Gagnfræðaskólann á A.kureyri, en varð að hætta þar eftir einn vetur vegna fátæktar, en lauk náminu síðar og las þá tvo efri bekkina í einu. Kom þar í ljós kapp hans og góðir hæfileikar til náms. Einnig naut Hólmgeir kennslu í skóla hjá Ingimar Eydal, en skóla þann stofnsetti Magnús Sigurðsson á Grund haustið 1906. Hugur hins unga Eyfirðings stóð til kennaranáms erlendis, en heilsuleysi föður hans gerði þá áætlun að engu. Vorið 1909 réðist Hólmgeir til Magnúsar á Grund og fékk hann nær tvöfalt vinnumanns- kaup og gat hann þá lagt vel til bús foreldranna, og hjá Magn- úsi vann Hólmgeir sjö ár, fyrst sem heimiliskennari, síðan við verzlunarstörf, til 1916. Hólm- geir kvæntist Valgerði dóttur Magnúsar og Guðrúnar á Grund árið 1915. Vorið 1916 réðist Hólmgeir bókari hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga og var Hallgrímur Kristins son þá kaupfélagsstjóri, og 1917 sendi hann Hólmgeir til Dal- víkur til að stofná þar útibú KEA, sem síðan hefur starfað þar. Eftir tveggja ára dvöl á Dalvík lá leiðin á ný inn í Eyja- fjörð. Fyrir áeggjan konu sinn- ar keypti Magnús á Grund nú Hrafnagil og bauð síðan Hólm- geiri ábúð þar. Fluttu þau Hólm geir og Valgerður að Hrafna- gili 1919, en síðan a'ð Grund, voru þar sex ár en aftur á Hrafnagili frá 1929—1952. Fluttu hjónin þá með fjölskyldu sína til Akureyrar, og áttu þar heima síðan. Þar andaðist Val- gerður 1949. Á meðan Hólmgeir bjó á ScltlstlL AU 505 94 WOTT KR. 22.800 EIGUM FYRIRLIGGJANDI: AU 101 STEREO MAGNARINN 2x25 KR. 15.400. - 2 ÁRA ÁBYRGÐ. NÝJUSTU 45 SN PLÖTURNAR AU 555 85 WÖTT KR. 25. 935 GÓÐIR SKILMÁLAR Á ÖLLUM TÆKJUM PHILIPS Svanfríður / Jibby jey Magnús Kjartansson / I Didnt Know Stories / Brother Louie Donny Osmund / Young Love Jóhann G. Jóhannsson / Dont Try to Fool Me Logar / Minning um mann Diana Ross / Touch Me In The Moming The Osmunds / Going Home Stevie Wonder / Higher Ground Paul Simon / Kodachrome Chicago / Feelin Stronger Every Day Dawn / Say Has Anybody Seen My Sweet Gypsy Rose Little Jimmy Osmund / Tweedlee Dee og margt fleira. STEREO PLÖTUSPILARAR MEÐ MAGNARA OG HÁTÖLURUM 220 VOLT + BATTERY GF 604. KR. 14.950. GF 347. KR. 16.750. immívm® v,ÐGERÐarSto STEFÁNS HALLGRlMSSONAR . Glerárgötu 32 . Slmi 11626 . Akureyri PÓSTSENDUM Hrafnagili hlóðust á hann marg vísleg störf. Hann var til dæmis 24 ár í hreppsnefnd Hrafnagils- hrepps og þar af 20 ár oddviti sveitarstjórnar. í stjórn búnað- arfélagsins og skattanefnd og yfirskattánefnd, fulltrúi á Bún- aðarþingi, varaalþingismaður sýslunnar 1942—1946, endur- skoðandi KEA frá 1929—1959, endurskoðandi fyrirtækja SÍS á Akureyri í 35 ár, umboðsmaður Brunabótafélagsins í Hrafna- gilshreppi og svo framvegis. Dætur þeirra Hólmgeirs og Valgerðar eru fjórar: Guðrún, Steingerður, Kristjana og Hólm fríður, allar giftar og búsettar á Akureyri. Hólmgeir Þorsteinsson var einlægur samvinnumaður. Með honum og Hallgrími Kristins- syni og þeim bræðrum var bæði frændsemi og vinátta. Mun það því hafa verið nokkuð erfið ákvörðun fyrir hann, að hætta störfum hjá KEA og hefja bú- skap á Hrafnagili og lét hann þess getið eitt sinn, er atvikin högu'ðu því svo, að við unnum nokkrar vikur saman hjá Degi, fyrir mörgum árum. Hólmgeir var hinn ágætasti samstarfs- maður, töluglöggur, skarpur, hlýr í viðmóti og gamansamur, fróður og minnugur. Oft leita'ði ég til háns síðar og jafnan með góðum árangri. Hann var skarp greindur maður, ritfær í bezta lagi, góður ræðumaður og mik- ill málafylgjumaður. Hann var kunnugri samvinnusögunni hér á landi en flestir aðrir, einlægur og óhvikull samvinnumaður, einn af hinum eldheitu ung- mennafélögum og skeleggur baráttumaður Framsóknar- flokksins frá fyrstu tíð, fyrsti varaþingmaður flokksins í sýsl- unni um skeið. Hann gaf Fram- sóknarfélögunum fallega spildu af eignarjörð sinni Hrafnagili, og sýnir það öðru fremur hug hans til þess félagsskapar. Á efri árum hneigðist hugur Hólmgeirs mjög að ættfræði og mun í handritum hans ýmislegt í þeim fræðum og margskonar sagnaþættir, skrifaðir með hinni frábæru rithönd hans. Fyrir tæpu ári veiktist Hólm- geir og dvaldi á sjúkrahúsi og svo á Kristneshæli, þar til yfir lauk. Hólmgeir Þorsteinsson er einn þeirra aldamótamanna, sem ég var svo lánsamur að kynnast og starfa með um skeið. Hans kynslóð vann hörðum höndum að alhliða framförum í landinu og lagði grundvöllinn að efnalegu, andlegu og stjórn- arfarslegu sjálfstæði þjóðarinn- ar, fremur en nokkur önnur. Henni ber þökk og virðing. E. D. HANDKNATTLEIKSKEPPNIN HEFST SENN AKUREYRARFÉLÖGIN Þór og KA undirbúa kappsamlega þátttöku sína í íslandsmótinu í handknattleik, sem hefst innan tíðar. Eins og kunnugt er sigraði Þór í 2. deild í fyrra og leikur því í 1. deild þetta keppnistíma- bil. Mikið og erfitt verkefni bíð- ur þeirra, og þrautalaust verður það ekki fyrir þá að tryggja sér áframhaldandi veru í deildinni. Hreiðar Jónsson þjálfari Þórs sagðist vera bjartsýnn á að það takist, og vonandi gengur þeim vel. Þórs-liðið hefur undirbúið sig vel fyrir keppnina, í sumar og haust, og menn bíða þess spenntir að sjá hvernig þeim vegnar. KA keppir í 2. deild, og hafa þeir ráðið til sín Brynjólf Mark ússon, fyrrum leikmann ÍR, sem þjálfara. Brynjólfur ætlar líka að leika með liðinu, og ekki er að efa, að hann verður liðinu mikill styrkur. í sumar sagði ég frá því hérna í blaðinu, að Vil- hjálmur Sigurgeirsson ÍR-ingur mundi leika með KA í vetur, en af því verður ekki. Eftir að KA- menn höfðu undirbúið komu hans hingað, hætti hann við að koma norður KA-félagar hafa fullan hug á að sigra í deildinni og vonandi leika tvö Akureyrar lið í 1 deild að ári, hver veit? Við óskum handknattleiks- mönnum okkar góðrar „vertíð- ar“ og vonum að fyrirætlanir þeirra takist. Þriðji aðilinn mun einnig leika heimaleiki sína í hand- knattleik í íþróttaskemmunni á Akureyri í vetur, nefnilega Völsungur á Húsavík. íþrótta- hús þeirra er ekki af löglegri stærð, og því verða þeir að leika „heimaleiki11 sína hérna á Akureyri. Völsungur sigraði með yfir- burðum í 3. deild í fyrra, svo búast má við því að þeir veiti KA og öðrum liðum deildarinn- ar harðvítuga keppni. Völsung- ur hefur á að skipa vaskri sveit pilta, og alltaf er hressilegur blær á leik þeirra. Af framansögðu má vera ljóst að ekki mun vanta áhorfendur á liandboltaleikina í vetur. íslandsmótið hefst í nóvem- ber. SKÍÐAMENN j HEFJA ÆFINGAR ! ALLMARGIR skíðamanna okk- ar hafa æft í allt sumar, svo búast má við góðum afrekum af þeirra hálfu í vetur. Um helgina 22. og 23. sept. sl. efndi Skíðaráðið til æfingabúða dvalar fyrir me'ðlimi sína að Illugastöðum í Fnjóskadal. Þar var dvalið við æfingar og leiki. Um það bil 35 manns tóku þátt Ldvölinni að Illugastöðum. í októbermánuði hyggst Skíða ráðið senda fólk sitt til æfinga á Siglufirði. Þar er nægur snjór fyrir hendi og verða lyftur hafðar í gangi meðan á dvöl Akureyringanna stendur. Þátt- takendur munu búa á Hóli, en þar er ágæt aðstaða fyrir hendL LÉKU EKKI í RANDERS LIÐ ÍBA dvaldi á ítalíu fyrir skömmu, eins og áður hefur verið getið um hér í blaðinu. Ætlunin var að segja frá leik, sem fyrirhugað var að leika við danska liðið Randers Freja, í heimleiðinni. Af þeirri frásögn verður ekki, vegna þess að af einhverjum ástæðum fórst leik- urinn fyrir. Liðið lék einn leik í ferðinni, við lið flugvallar- starfsmanna. Leiknum lyktaði með sigri ÍBA, sem skoraði 5 mörk gegn engu. Æfingar hjá liðinu liggja að mestu leyti niðri, nema hvað komið er saman á föstudögum og leikin innanhússknattspyrna. Ekki er vitað um verulegar breytingar á liðinu næsta keppnistímabil, aðrar en þær, að Árni Stefánsson markvörður, mun að sögn sunnanblaðanna, leika með einhverju liði syðra. Ef frétt þessi reynist rétt, hlýt- ur hún að vekja ugg í brjóstum akureyrskra knattspyrnuunn- enda. Árni er sá leikmaður ÍBA- liðsins, sem sýnt hefur hvað bezt tilþrif, og verður vissulega vandfyllt skarð það, sem hann lætur eftir sig. Vonandi gera forráðamenn knattspyrnunnar hérna allt sem í þeirra valdi stendur til þess að Ámi hverfi ekki úr röðum okkar liðsmanna. Að sögn Kristjáns Kristjáns- sonar formanns Knattspyrnu- ráðs, hefur ekki verið gengið frá ráðningu knattspymuþjálf- ara fyrir næsta keppnistímabil. Ekld er seinna vænna að leita fyrir sér um þjálfara, þar sem langflest liðin í 1. deild hafa þegar ráðið sér menn, eða eru í þann veginn að gera það. Ekki er lengur til setunnar boðið, ef ekki á að lenda í algjörum ógöngum í þjálfaramálunum. □ - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8) Námskeið lyrir þá, sem vilja hætta að reykja NÁMSKEIÐ, sem nefnist „fimm daga áætlun," fyrir fólk, sem vill hætta að reykja, hefst á Akureyri sunnudagskvöldið 14. október kl. 20.30 í Varðborg. Þetta er sams konar námskeið og haldið var í Norræna húsinu og Árnagarði í Reykjavík í fyrra og gáfu þau góða raun. 85% þátttakenda hættu að reykja, en þegar til lengdar læt- ur eru það rúm 50%, sem losna algerlega við reykingar. Norskur læknir, W. Jordalh, fræðir á námskeiði þessu og flytur erindi og sýnir kvikmynd um þessi mál. En námskeið þessi em haldin á vegum ís- lenzka bindindisfélagsins. Innritun og nánari upplýsing- ar fer fram í síma 12778 á Akur- eyri. Forstöðumaður er Jón H. Jónsson. (Fréttatilkynning frá íslenzka bindindisfélaginu) RJÚPNAVEIÐI AÐ HEFJAST Rjúpnaveiðin hefst um miðjan niánuðinn. Rjúpnastofninn vex ár frá ári, sanikvæmt „sveiflu- kenningunni“. En samkvæmt henni á stofninn að vera í há- marki þegar ártalið endar á sex, en í lágmarki þegar ártalið end- ar á átta. Á rjúpum því að fjölga enn til 1976. Veiðimenn verða eflaust margir ef gó'ð verður tíð. En liættan í sambandi við meðferð skotvopna er nokkur, ennfrem- ur sú, að rjúpnaskyttur séu ekki nægilega vel búnar til a'ð mæta hörðum veðrurn og villu- gjörnum á fjöllum uppi. En ef- laust freistar hinn hvíti og frið- sami fugl margra áhugamanna, nú eins og ætíð áður, þótt fáir verði víst af því ríkir. j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.