Dagur - 14.04.1977, Blaðsíða 4

Dagur - 14.04.1977, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrífstofur Hafnarstræti 90, Akureyri Símar: Ritstjóm 11166, Augl. og afgreiðsla 11167 Ritstj. og ábyrgðarm.: ERLINGUR DAVÍÐSSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Bjömssonar hf. Leikhúsið okkar Leikfélag Akureyrar var stofnað fyr- ir sextíu árum og minnist afmælis síns með hátíðasýningu í leikhúsi bæjarins á föstudaginn og hefur gef- ið út afmælisrit. Afmælisdagurinn er 19. apríl. í afmælisritinu er margs konar fróðleikur um þetta gamla áhugamannafélag í leiklistinni, sem ekki verður rakinn hér. En upp af starfi margs áhugafólks um leiklist, bæði fyrr og síðar, hefur nú verið stofnað atvinnuleikhús, hið eina ut- an höfuðborgarinnar, með styrk bæj- arfélags og ríkissjóðs. En sá styrkur er mikil viðurkenning á leikhús- störfum áhugafólksins, bæði hæfni þess og dugnaði og jafnframt felst í því sú staðfesting bæjaryfirvalda, að leiklistin sé svo mikilvægur þáttur bæjarmenningar að hana beri að efla. Leiklistin er, eins og aðrar list- greinar, tilraun mannsins til að gera sér grein fyrir tilveru sinni, og á þann hátt að bregða upp líkingu af raunveruleikanum með persónugerv- ingum leikskáldsins á sviðinu. Leik- ritaskáldið og leikarinn reyna að bregða upp líkingum af þeim hug- myndum, sem þeir gera sér um heim- inn, hvort sem verið er að gera grín að honum eða lofa hann, og hvort sem leikskáldið er að dýrka guð sinn, eða jafnvel aðra veröld á bak við þá, sem við þekkjum og lifum í. Leiklist- in er talin öðrum listgreinum eldri. Trúarbrögðin tóku hana snemma í sína þjónustu, vegna þess hve mátt- ug hún er. En valdið hefur einnig haft hana meira og minna í sinni þjónustu, bæði peningavald og stjómvöld og þá þjónar hún hagsmunum þeirra í hlekkjum. Leiklistin, frjáls og skap- andi, tekur til allra mannlegra sam- skipta og lætur sér ekkert óviðkom- andi, en öll bregður hún upp mynd- um eða líkingum af því, sem menn halda um umhverfið eða veröldina. Leiklistin er framhald af viðfangs- efnum bamanna, sem snemma líkja eftir þeim fullorðnu, en þroska síð- an með sér framtíðaróskimar, leika þær og gera sér læti.. Sköpunarlöng- unin, til þess að laga heiminn eftir sinni þrá, hefur löngum fylgt mann- inum og speglast oft hvað skírast. á leiksviðinu. Góður listamaður er auðmjúkur gagnvart þeirri listgrein, sem hann helgar krafta sína. Og í leiklistinni eru auðmýktin og óttinn ætíð á næstu grösum. — Leiklistarmenn- imir verða að geta staðið einir sér, trúir sínum hugmyndum og hugsjón- um, án þess að reiða sig á almennings- álitið, kraft auglýsinganna eða stuðn- ing voldugra aðila. Megi Leikfélagið jafnan eiga marga slíka. □ Hér er hópurinn úr Garðaskóla í Hlíðarfjalli. (Ljósm. fvar B.). Nemendur Garðaskólans í verðlaunaferð hér Dagana 8. til 12. mars sl. dvaldi fjórtán manna hópur nemenda úr Garðaskóla, Garðabæ, í Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli. Var þetta verðlaunaferð fyrir þá nemendur skólans, sem þóttu að mati kennararáðs hafa skarað framúr í félagsstarfi í skólan- um. Með þeim var tómstunda- leiðtogi skólans, Hörður Rögn- valdsson. Fréttamaður blaðsins hitti hópinn í Skíðahótelinu síð- asta daginn sem hann dvaldi á Akureyri að þessu sinni. Garðaskóli-grunnskóli? Garðaskóli er grunnskóli og í honum eru 520 nemendur. — Skólastjóri er Gunnlaugur Sig- urðsson, ættaður frá Siglufirði. Félagslíf í skólanum er mikið og á hans vegum er svokallað „opið hús“ á miðvikudagskvöld- um og föstudagskvöldum. Á miðvikudagskvöldum er aðal- lega klúbbstarfsemi, svo sem borðtennisklúbbur, frímerkja- klúbbur, kvikmyndaklúbbur, ljósmyndaklúbbur, radíóklúbb- ur, spilaklúbbur, taflklúbbur, tónlistarklúbbur og vélhjóla- klúbbur. Aðsókn að „opna hús- inu“ er miög góð og á síðasta ári var meðalaðsókn á mið- vikudagskvöldum 195 og á föstudagskvöldum 264, en þá er m. a. diskótek og dansað til kl. 23.30. Foreldraráð er starfandi við skólann og hefur verið reynt að fá einhverja úr þeirra hópi til að leiðbeina í hinum ýmsu klúbbum og á námskeið- um. í upphafi hvers skólaárs er kosin stjórn nemendafélagsins, ásamt fulltrúum í hinar ýmsu nefndir og ráð, þ. á. m. í fram- kvæmdaráð „opins húss“. Skól- inn gefur út upplýsingabækling fyrir opna húsið, svo er í lok hvers starfsárs gefin út starfs- skýrsla þess fyrir skólaárið. Nemendur í 9. bekk geta tek- ið félagsmálanámskeið sem val- grein, og er þá reynt að haga því svo að eldri nemendur kenni sem mest á því námskeiði. Bæj- arráð Garðabæjar styður æsku- lýðsstarf skólans dyggilega, og eiga nemendur fulltrúa í æsku- lýðsnefnd bæjarins. Þá heldur skólinn árlega veglega árshátíð og einnig eru stærri hátíðir fyr- ir jól og páska. Nemendafélagið gefur út skólablað, sem heitir Níðhöggur og kemur það út nokkrum sinnum á vetri og er hið vandaðasta. Gott að vera á Akureyri? Við höfum verið á skíðum þessa daga og sú aðstaða sem hér er boðið uppá er stórkostleg, og ekki fyrir hendi í okkar heima- byggð. Nemendur rómuðu dvöl- ina í hótelinu og kváðu aðbúnað hafa verið mjög góðan. Ollum hefði farið töluvert fram í skíða- íþróttinni, en hana höfðu flest lítið stundað áður. Að vísu kváð ust þeir aðeins hafa fengið einn sólardag, en þó aldrei vont veð- ur. Á milli þess er þau iðkuðu skíði fóru þau í bæinn og skoð- uðu ýmsar deildir hjá KEA, Út- gerðarfélag Akureyringa og Slippstöðina, þar sem þeim var m. a. boðið að snæða. Þá sögðu þeir æskulýðsfulltrúa Akureyr- arbæjar hafa sýnt þeim Dyn- heima o. fl., þar sem æskulýðs- starf fer fram. Á föstudagskvöld kváðust þeir hafa farið á dans- leik í Gagnfræðaskólanum, en sögðust hafa orðið fyrir von- brigðum með hann. í fyrsta lagi kváðu þeir nemendur skólans hafa fengið að reykja í einni skólastofunni, og einnig hefðu nokkrir verið ölvaðir á þeim dansleik og hefði það verið látið óátalið. f sínum skóla, sögðu þeir, að reykingar væru aldrei leyfðar innan veggja skólans, og það bann sé mjög vel haldið. Þá sögðu þeir mjög strangt eftir- ht með ölvun á dansleikjum og öðrum samkomum skólans, og vandræði þar að lútandi mjög sjaldgæf. Þá sögðust þeir telja, að skoðanir unglinga á tóbaki Umsóknarfrestur um starf framkvæmdastjóra Hitaveitu Akureyrar rann út 20. mars. — Eftirtaldar umsóknir bárust: Aðalsteinn V. Júlíusson, tæknifræðingur, Akureyri. Baldur Halldórsson, skipasmiður, Akureyri. Bergþór Ragnarsson, pípulagnnigameistari, Rvík. Brynjar E. Eyjólfsson, pípulagningameistari, Rvík. Eiríkur Jónsson, verkfræðingur, Akureyri. Frans Árnason, tæknifræðingur, Akureyri. Frímann Júlíusson, gagnfr., Reykjavík. Gunnar A. Sverrisson, verkfræðingur, Reykjavík. nyrðra og áfengi væru að breytast á þá leið, að ekki væri nauðsynlegt, að það fylgdi skemmtanahaldi eins og hingað til hefur tíðkast, og að sjálfsagt væri, að í skól- um væru ákveðnar reglur þar að lútandi. Að lokum kváðust ungling- arnir vilja þakka öllum, sem greitt hefðu götu þeirra hér á Akureyri, svo sem ívari Sig- mundssyni hótelstjóra, Her- manni Sigtryggssyni æskulýðs- fulltrúa, forráðamönnum KEA, Slippstöðvarinnar og Útgerðar- félagsins, skólastjórum Gagn- fræðaskólans og Menntaskólans o. fl. Að lokum skal þess getið, að viðmælendur blaðamannsins voru, auk Harðar Rögnvalds- sonar tómstundaleiðtoga skól- ans, Dagur Sigurðsson formað- ur skólafélagsins, Úlfar Berg- þórsson form. skákklúbbs, Páll Björnsson gjaldkeri ritnefndar, Kristinn Jens Sigurþórsson rit- stjóri skólablaðs, Bragi Braga- son formaður íþróttanefndar, Valborg Guðnadóttir vélritari skólablaðs, Steinunn Unnsteins- dóttir ritari stjómar nemenda- félags, Guðrún Brynjólfsdóttir formaður skemmtinefndar, Hanna Fríða gjaldkeri skóla- félags, Ragnar Óskarsson úr listanefnd, Helgi Bragason skáld og gæslumaður skólans, Magn- ús E. Kristjánsson form. skemmtananefndar og fvar Brynjólfsson form. leiklistar- nefndar. □ Hilmar J. H. Lúthersson, pípulagningameistari, Rvík. Jón Helgason, tæknifræðingur, Reykjavík. Kristján Baldursson, tæknifræðingur, Noregi. Sigurður Oddsson, tæknifræðingur, Akureyri. Sigurhans V. Hlynsson, rafsuðumeistari, Reykjavík. Skúli M. Gestsson, pípulagningameistari, Rvík. Þorvaldur Vestm. Magnússon, tæknifræðingur, Reykjavík. Wilhelm V. Steindórsson, tæknifræðingur, Hafnarfirði. Hitaveitunefnd samþykkti á fundi sínum 1. apríl einróma, að Gunnar A. Sverrisson, verk- fræðingur verði ráðinn hita- veitustjóri. Framkvæmdastjóri ráðinn 4•DAGUR Fremri röð frá vinstri: Jón Bj., Halldór, Haraldur, Jón I. Aftari röð frá vinstri: Hólmgrímur, Albert, Guðmundur, Margeir. Minningarmót haldið um Júlíus Bogason skákmann Gjafir - áheit Til minningar um Sumarrósu áigurbjörnsdóttur frá Sigríði Guðmundsdóttur kr. 1000. — Gjöf frá Ragnhildi Jónsdóttur, Elliheimili Akureyrar kr. 10.000 — Til minningar um Helga Jak- obsson, Ytra-Gili, frá börnum Eiríks Helgasonar frá Dvergs- stöðum kr. 10.000. — Gjöf frá Oddnýju Jónsdóttur kr. 5.000. — Til barnadeildar, í minningu Júlíu Stefánsdóttur, frá afa og ömmu, Þuríði Jónsdóttur og Magnúsi Júlíussyni, Sunnu- hvoli, kr. 10.000. — Til minn- ingar um Gunnar Baldvinsson, Ólafsfirði: frá Kristjáni Rögn- valdssyni kr. 5.000, frá Finni Bjömssyni kr. 1.000, frá Vigfús- ínu og Gunnlaugi Vigfússyni kr. 5.000. — Gjöf frá Guðfinnu Jónsdóttur kr. 11.800. — Frá Eyfirðingafélaginu í Reykjavík til Bamadeildar kr. 250.000. — Til minningar um hjónin Jak- obínu Guðbjartsdóttur og Jón Almar Edvaldsson frá börnum þeirra kr. 100.000. — Gjöf frá öskudagsliði kr. 1.300. — Áheit frá K. G. G. kr. 1.000. — Til Barnadeildar frá Margréti og Guðfinnu kr. 1.000. — Frá þakk- látum vini kr. 40.000. — Gjöf frá Guðrún Á., Guðlaugu, Heiðu, Hafdísi og Karen til Barnadeildar kr. 12.700. — Með þakklæti og bestu óskum til gefenda. - Torfi Guðlaugsson. Kasthvammi 2. aprfl. Snjór er orðinn nokkuð mikill og vegna hvassviðris er hann í sköflum, en ekkert fannfergi þó, en ég held, að snjór hafi ekki verið svona mikill síðan 1966, þá að vísu miklu meiri. Féð hefur ekki komið út úr húsi síðan 27. nóvember og á morgun er inni- staðan orðin 18 vikur, og það á eftir að togna úr henni. Ég held að ekki hláni teljandi í þessum mánuði. Flestir hér um slóðir hafa rú- ið fé sitt. Samgöngur hafa verið dálítið erfiðar og verða þar til hreinsað verður. Úr miklu er að velja á leik- listarsviðinu. Efling var með ágætan leik, og einnig hafa komið leikflokkar. Leifur heppni úr Kelduhverfi kom með Kjarnorku og kvenhylli, Um páskana var haldið í Félags- borg skákmót til minningar um Júlíus Bogason, sem féll frá á síðasta ári. Júlíus var í áratugi einn bezti skákmaður norðan- lands, m. a. varð hann Skák- meistari Norðurlands fimm sinn um og Akureyrarmeistari nítján sinnum. Bifreiðastöðin Stefnir, en þar starfaði Júlíus lengi, gaf veglegan farandbikar til að og Vaka úr Grýtubakkahreppi kom með Konu í morgunslopp, hvort tveggja góðar skemmtan- ir. Einnig kom leikflokkur úr Öngulsstaðahreppi og var látið ágætlega af þeim leik. Síðast en ekki síst má svo nefna Leikfélag Húsavíkur með í deiglunni. En leiksýningar L. H. eru alltaf mestu leiklistarviðburðirnir í sýslunni, a. m. k. austanverðri. Á Húsavík eru leikarar, sem allir vilja sjá á sviði, svo sem Sigurð Hallmarsson og Krist- jönu Helgadóttur, auk margra annarra, sem okkur eru að góðu kunnir. Mig vantar alltaf heimtu- fréttir Óla á Gunnarsstöðum og hrossabeitarfréttir úr Skagafirði og Húnavatnssýslum. G. Tr. G. keppa um, en Skákfélag Akur- eyrar sá mn framkvæmd móts- ins. Ákveðið var að hafa þetta fyrsta mót lokað, þ. e. bjóða til mótsins. Þátttakendur voru skákfélagar Júlíusar heitins, þeir Albert Sigurðsson, Guð- mundur Búson, Halldór Jóns- son, Haraldur Ólafsson, Hólm- grímur Heiðreksson, Jón Björg- vinsson, Jón Ingimarsson og Margeir Steingrímsson. Úrslit urðu þau að Halldór Jónsson sigraði, hlaut 6 vinninga, nr, 2— 3 Jón Björgvinsson og Hólm- grímur Heiðreksson með 4% vinning hvor. 27. marz var haldið hraðskák- mót um Einisbikarinn. Kepp- endur voru 14 og tefldu einfalda umferð. Sigurvegari varð Gylfi Þórhallsson með. 13 vinninga, vann allar sínar skákir, nr.. 2 varð Sveinbjörn Sigurðsson með 11 vinninga og þriðji Har- aldur Ólafsson með 10y2 vinn- ing. í unglingaflokki sigraði Ní- els Ragnarsson alla keppinauta sína 9 að tölu. Skákstjóri var Albert Sigurðsson. 2. apríl kom hingað harðsnú- ið lið Húsvíkinga og tefla við heimamenn. Fullorðnir tefldu á 15 borðum og unglingar á 6 borðum. Úrslit urðu þessi: Fullorðnir, Akureyri, 9 vinninga. Húsavík 6 vinninga. Unglingar, Akur- eyri, 4 vinninga. Húsavík 2 vinningar. í hraðskák sigruðu heimamenn naumlega með 15Vz vinningi gegn 14V2 vinn- ingi en akureyrsku unglingamir unnu örugglega með 9V2 vinn- ingi gegn 2Vz vinningi. Það hlánar ekki mikið í apríl • Baráttukveðja frá konu. Kona úr nágrannahéraði skrifar meðal annars 27. mars: Ævinlega er nú gaman að fá Dag. Það er eins og að fá gaml- an kunningja í heimsókn. Ég les meira að segja auglýsing- arnar með mestu ánægju, enda er þar margar fréttir að fá. í síðasta blaði var fólk hvatt til að koma áhugamálum sínum til blaðsins, og ekki þarf ég mikla hvatningu þegar ég sé, að rætt er um mál, sem ég hef ekki aðeins áhuga á, hieldur brennandi áhuga og þar á ég við „brekkubúa", sem berst við kílóin sín. Fyrir nokkru síðan hafði ég samband við tvær heilsugæslu- stöðvar í Reykjavík og spúrðist fyrir um það, hvort þær gætu veitt konum úti á landsbyggð- inni einhvem stuðning og e.t.v. bréfaskipti til skamms tíma, til að auðvelda konum að ná af sér aukakílóunum. Því miður fékk ég engar undirtektir á öðrum staðnum og mjög daufar á hin- um. Síðan þetta var, hefur heilsu- ræktarstöð tekið til starfa á Ak- ureyri og heyrt hef ég, að þar hafi náðst mjög góður árangur. En ekki komast allar þangað, sem þangað ættu erindi. Nýlega tókum við okkur sam- an, nokkrar þriflegar konur, í því skyni að leggja af. Árang- urinn varð 18 kíló, sem við fjórar þurfum ekki að bera lengur. Það sem hefur reynst mér vel, er meðal annars: Að drekka mikið vatn, helst tvo lítra á dag, taka eina vítamínpillu á dag, taka hálftíma gönguferð, borða hveitiklið, jurtafræ og yfirleitt góðan mat. Sund er ágætt að iðka og nota þarf vigtina dag- lega. Engri máltíð á að sleppa, og hafa þarf hugfast, að maginn er enginn ruslafata, og það er alveg óþarfi að vera sífellt að stinga upp í sig brauðmolum, eða borða afgang frá börnunum. Allar afsakanir eru auðveldasta leiðin til að láta megrunarkúr- inn mistakast. Auðvitað eiga konur að leita sérfræðilegra leiðbeininga hjá læknum, bæði um matinn og aðra þætti, sem stefna eiga að því að auka vel- líðan og hreysti fólks. Með baráttukveðju. 170—74. K. G. íslandsmótið á Siglufirði Skíðalandsmótið 1977 var að þessu sinni haldið á Siglufirði og fór það fram að vanda nú yfir páskana. Á föstudaginn langa var ekki keppt en þá haldið skíðaþing. Á þinginu var Hákon Ólafsson endur- kjörinn formaður Skíðasam- bands íslands, og þá var einnig ákveðið að næsta íslandsmót yrði haldið í Reykjavík. Veð- ur og færi var nokkuð gott meðan á mótinu stóðst, og stóðust flestar tímaáætlanir mótsstjómarinnar. Úrslit -ein- stakra greina mótsins urðu þessi: 10 km ganga 17—19 ára. mín. Guðm. Garðarsson Ó 41,28 Björn Ásgrímsson S 42,37 Jón Konráðsson Ó 44,40 15 km ganga 20 ára og eldri. Halldór Matthíasson R 56,39 Magnús Eiríksson S 57,24 Haukur Sigurðsson Ó 59,37 Norðmaðurinn Martin Hole keppti sem gestur í þessari grein og kom fyrstur í mark, fékk tímann 55,42 mín. Kepp- endur voru 19 talsins og luku allir keppni. 15 km ganga 17—19 ára. Guðm. Garðarsson Ó 48,38 Jón Konráðsson Ó 49,35 Björn Ásgrímsson S 60,11 30 km ganga 20 ára og eldri: Magnús Eiríksson S 92,46 Halldór Matthíasson R 95,04 Haukur Sigurðsson Ó 104,12 Til leiks voru skráðir 13 kepp- endur, en 11 mættu til leiks. Aðeins 6 luku keppni að þessu sinni. Tvíkeppni, 15 og 30 km ganga, 20 ára og eldri stig. Magnús Eiríksson S 513,43 Halldór Matthíasson R 507,46 Haukur Sigurðsson Ó 417,65 Knattspyrnan: Albertsmótið hefst um helgina Um næstu helgi hefst fyrsta knattspyrnumót vorsins hér á Akureyri og er það þið svo- kallaða Albertsmót. Þátttak- endur eru frá Akureyrarfélög- unum KA og Þór, Reyni, Ár- skógsströnd og Völsungum, Húsavík. Á laugardag leika Þór og Völsungar á Akureyri og á sunnudag KA og Reynir. Þór sigraði í Albertsmótinu í fyrra og hitteðfyrra, og ef þeir sigra núna vinna þeir bikar- inn sem um er keppt til eign- ar. Tvíkeppni, 10 og 15 km ganga, 17—19 ára: stig. Guðm. Garðarsson Ó 519,49 Bjöm Ásgrímsson S 483,97 Jón Konráðsson Ó 464,72 Boðganga. 1. Sveit Reykjavíkur: Ingólfur Jónsson, Guðmundur Sveinsson og Halldór Matthíasson 115,40 2. sveit Ólafsfjarðar 115,54 3. Sveit Siglufjarðar 117,32 Stökk 20 ára og eldri: stig. Marteinn Kristjánsson S 215 Björn Þór Ólafsson Ó 208,5 Ásgrímur Konráðsson Ó 204 Lengsta stökk f þessari keppni átti Marteinn Kristjánsson 56,4 metrar. Skráðir voru 9 keppendur til leiks og 8 mættu. Stökk 17—19 ára: stig. Guðm. Garðarsson Ó 219,9 Jóhann Sigurðsson Ó 183,2 Helgi Ástvaldsson Ó 176,6 Norræn tvíkeppni 20 og eldri: stig. Björn Þór Ólafsson Ó 486,49 Þorst. Þorvaldsson Ó 399,67 Sigurjón Geirsson S 391,37 Norræn tvíkeppni 17—19 ára: Guðm. Garðarsson Ó 492,29 st. Fleiri mættu ekki til keppni. Stársvig karla: Einar Valur Krist.son í 136,37 Haukur Jóhannsson A 136,38 Hafþór Júlíusson í 136,53 Brautin var 1150 m löng, fall- hæð 450 metrar og hlið 52. 30 keppendur mættu til leiks en 16 luku keppni. Bestum braut- artíma í fyrri ferð náði Hauk- ur Jóhannsson A 69,13 sek, en í seinni ferð Bjöm Víkingsson A 66,22 sek. Stórsvig kvenna: Steinunn Sæm.dóttir R 116,17 Jórunn Viggósd. R 117,44 Margrét Baldv.d. A 119,15 Brautin var 800 metra löng, fallhæð 330 m og hlið 37. — Steinunn Sæmundsdóttir náði bestum tíma í báðum ferðum, 57,51 sek. í fyrri ferð og 58,66 sek. í þeirri seinni. 20 vom skráðar til leiks en 17 luku keppni. Svig karla: Hafþór Júlíusson Tómas Leifsson Jónas Ólafsson Skíðakennaranámskeið Mánudaginn 18. apríl hefst í Skíðahótelinu á Akureyri námskeið fyrir skíðakennara og stendur í viku. Námskeið þetta er haldið á vegum hót- elsins og ÍSÍ, og verður Magn- ús Guðmundsson kennari. — Magnús hefur eins og kunnugt er dvalið í Bandaríkjunum undanfarin ár við skíða- kennslu með mjög góðum ár- angri. Er því mikill fengur fyrir væntanlega skiðakenn- ara að njóta leiðsagnar hans. Ætlast er til að nemendur séu í 115,38 A 116,38 R 117,09 Margrét Baldvinsdóttir. íslandsmeistari í svigi. Svig kvenna: Margrét Baldvinsd. A Jórunn Viggósd. R Sigríður Jónasdóttir A Alpatvíkeppni karla: stig Hafþór Júlíusson í 0,74 Jónas Ólafsson R 23,47 Tómas Leifsson A 26,48 Alpatvíkeppni kvenna: stig. Jórunn Viggósd. R 9,09 Margr. Baldvinsd. A 15,95 Steinunn Sæm.d. R 27,05 Flokkasvig karla: 1. Sveit Akureyrar 321,96 stig. Haukur Jóhannsson Björn Víkingsson Tómas Leifsson Ámi Óðinsson 2. Sveit Reykjavíkur 469,97 st. Fleiri sveitir luku ekki keppni en auk þessara tveggja kepptu ísfirðingar og Húsvíkingar. Flokkasvig kvenna: 1. Sveit Akureyrar 263,83 stig. Guðrún Leifsdóttir Sigríður Jónasdóttir Margrét Baldvinsdóttir 2. Sveit Reykjavíkur 268,52 st. Sveit ísfirðinga lauk ekki keppni. Verðlaun skiptust þannig milli þátttökufélaga: Ólafsfjörður 6 gull, 4 silfur, 7 brons. Reykjavík 4 gull, 7 silfur og 2 brons. Siglufjörður 3 gull, 4 silfur og 3 brons. Akureyri 3 gull, 3 silfur og 3 brons. ísafjörður 3 gull, 0 silfur og 1 brons. vel skíðandi og þurfa þeir að leggja fram skíðaútbúnað. — Þátttökugjald er kr. 500 á dag fyrir þá sem vilja halda til í Skíðahótelinu og er þá fæði innifalið. Þeir sem hafa áhuga á að sækja námskeiðið til- kynni þátttöku sína til fvars Sigmundssonar framkvæmda- stjóra vetraríþróttamiðstöðv- arinnar í síma 96-22930 og gef- ur hann allar nánari upplýs- ingar. Reiknað er með að á námskeiðið komist ca 20 manns. Haukur Jóhannsson, var aðeins hundraðasta hluta úr sekúndu á eftir þeim sem varð fslandsm. í stórsvigi. DAGUR•5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.