Dagur - 10.08.1977, Blaðsíða 4

Dagur - 10.08.1977, Blaðsíða 4
Útgcfandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Ffafnarstracti 90, Akureyri Simar: Ritstjóm 11100, Augl. og afgrciðsla 11167 Ritstj. og ábyrgðann.: ERLINGUR DAVÍÐSSON Augl. og afgr.: JÓFIANN KARL SIGURÐSSON Prcntun: Prcntvcrk Odds Bjömssonar hf. Vinna og tómstundir Merkur eyfirskur bóndi sagði fyrir nokkru, að hann tímdi ekki að eiga fleiri kýr í fjósi. Hann skýrði það svo, að hann vildi ekki fækka frí- stundum sínum, sem hann hefði með hóflegri bústærð. Þetta sjónarmið hefur lítið verið rætt, en framleiðslu- magn og sala búvaranna því meira. En þá er illa komið, ef eingöngu er litið á sveitirnar sem verksmiðjur mjólkur og kjöts, en fólkið líf þess, starf og hamingja hverfur í skugga framleiðsluhagfræðinnar. í framhaldi af þessu má geta um það einstaka fyrirbæri á íslandi, að fólk vann um skeið á þessu ári að- eins átta klukkustundir á dag, í stað tíu klukkustunda eða jafnvel miklu fleiri. Yfirvinnubannið, sem notað var til aðhalds í samningum um kaup og kjör á milli launþega og at- vinnurekenda, færði mönnum upp í hendurnar sómasamlegan vinnu- tíma og viðbrögð hins þreytta fólks var að þetta væri allt annað og betra líf. Sumir atvinnurekendur létu það Jjá einnig í ljósi, að óþreytt verka- fólk skilaði litlu minna dagsverki eða alls ekki á átta klukkustundum, en þreytt fólk á lengri vinnutíma. En allt er nú komið í sama farið. Mikill þorri láglaunafólks hér á landi vinn- ur óhóflega langan vinnutíma og er þrælkað af vinnu. Orsakir þessa er mikil eftirspum eftir vinnuaflinu og sú þörf f jöldans að greiða lán og lög- boðin gjöld, auk þess að hafa eitt- hvað til hnífs og skeiðar. Allir stjóm- málaflokkar ættu að sjá sóma sinn í því, svo og aðilar vinnumarkaðarins, að aflétta vinnuþrælkuninni. ByggÖastefna eða hvaö? Borgarstjórinn í Reykjavík kom ný- lega fram í sjónvarpi og svaraði spurningum um skýrslu eina, sem hann eða . borgarstjómarmeirihlut- inn hefur látið semja um atvinnumál borgarinnar. í skýrslu þessari kemur óbeint fram hörð gagnrýni á borgar- stjórn fyrir það að hafa ekki sem skyldi gætt hagsmuna borgarinnar í atvinnulegu tilliti. Hinsvegar taldi borgarstjórinn, að hér væri öflug byggðastefna að verki er rýrði hlut borgarinnar. I skýrslunni kemur fram, að æ fleiri stunda þjónustu- störfin en þeim fækkar, sem fram- leiðslustörf stunda. Reykjavík er fyrst og fremst þjónustumiðstöð landsins og hefur um langa tíð fleytt rjómann af þjóðartekjunum með margvíslegum hætti. Þetta varð svo augljóst mál, að loksins tóku allir stjórnmálaflokkar byggðastefnuna svokölluðu upp á arma sína. Að sjálfsögðu vilja landsmenn allir veg höfuðborgarinnar góðan. En það væri mjög ósanngjarnt, að ætlast til þess að byggðastefnan sé brotin á bak aftur vegna umdeildrar íhalds- stjómar Reykjavíkurborgar. Laxárdalur í Suður- Þingeyjarsýslu Gunnlaugur Tr, Gunnarsson segir frá Laxá kemur úr Mývatni, renn- ur um Laxárdal, síðan um Að- aldal og fellur þar til sjávar. Laxárdalur, frá Laxárvirkjun að Mývatni, er um 20 kílómetr- ar, og þar eru nú aðeins fimm bæir byggðir. Dalurinn er frem ur þröngur á milli lágra, vel gróinna og viða kjarri vaxinna heiða. Hraun hefur fyrrum runnið um Laxárdal. Það, og Laxá, sem þar liðast milli bakka og fagurra hólma, setja öðru fremur svip sinn á dalinn og gera hann sérstæðan og einkar fagran. Allt frá þeim tíma er ég fyrst kom ungur maður í Laxárdal i stutta heimsókn, er hann í huga mínum bæði fagur og sérkennilegur. Frá þeim tíma minnist ég sér- staklega, auk jafnaldra minna, Hallgríms Þorbergssonar og Bergþóru Magnúsdóttur og söngkonunnar dáðu, frú Lissy- ar, konu Páls bónda, sem öll bjuggu á Halldórsstöðum, auk Torfa og Kolfinnu, sem ég kynntist minna. En það var ein mitt á þennan bæ, sem leið mín lá fyrst. Þá var vor og veður blítt, gróðurinn angaði og fjöldi fugla synti á lygnri ánni. Fáir staðir eða engir hafa fangað huga minn með slíkum hætti við fyrstu kynni. í minningunni um þessa heimsókn blandast fag- ur söngur Lissýar og svo kraft- mikill hressileiki Hallgríms bónda, að hann hefði getað hrakið burt ólund úr heilum landshluta. Blómstóð hinna mörgu eyja í Laxá í Laxárdalnum, hraunið, gróðurinn í því, kjarrið og margbreytt fuglalíf, stendur mér ætíð fyrir hugskotssjónum, þegar minnst er á þennan sér- kennilega dal. Þá rifjast það einnig upp, að eitt sinn er við Pétur heitinn í Árhvammi vor- um að veiðum í ánni, tók hann mig ofurlítið afsíðis og benti mér á svolítið afmarkaðan reit í helluhrauninu, ekki langt frá bænum. í fyrstu sýndist þetta ekkert sérstakt. En svo opnuð- ust augu mín smám saman. Á þessu gamla helluhrauni uxu skófir, mosar og fléttur og lit- irnir voru allt frá dökkbrún- um til mjög ljósra, næstum hvítra lita og litbrigðin nánast óendanleg. Mjög smávaxnar blómplöntur höfðu fest rætur á þessum bletti, sem ég ekki kann nafn á. En samanlagt var þetta sá reitur, sem ég í þessari för naut lengst og nýt enn. Hjá honum kraup ég niður og drakk í mig þessa látlausu og undur- samlegu fergurð langa stund. — Það þarf ekki alltaf stóra ver- öld til þess að hrífa og gleðja. Búendur í Laxárdal nú eru þessir: í Kasthvammi búa Gunnlaugur Tr. Gunnarsson og Þóra systir hans félagsbúi á móti Bergsteini Gunnarssyni og Aðalbjörgu Jónasdóttur. í Ár- hvammi búa Jón Pétursson og Hildur Jónasdóttir, í Árhólum Hallur Hallgrímsson og Guðrún Pétursdóttir og á Auðnum Jón Benediktsson og María Krist- jánsdóttir. Á Þverá búa bræð- urnir Jón og Áskell Jónassynir með móður sinni, Höllu Jóns- dóttur, og á Halldórsstöðum á William Franz Pálsson heima. Eyðijarðirnar eru: Hamar, Brettingsstaðir, Ljótsstaðir og svo Halldórsstaðir, að því leyti, að þar er enginn búskapur rek- inn, en eyðijarðirnar eru nytj- aðar. Byggðar jarðir eru vel hús aðar og allir bændurnir hafa súgþurrkun í hlöðum sínum, sem kemur sér vel í sumar. Á Auðnum er sauðfjárbú, en blandaður búskapur á hinum jörðunum. Um Laxárdal fyrr og nú rædd um við Gunnlaugur Tr. Gunn- arsson í Kasthvammi fyrir fá- um dögum, en hann er frétta- ritari Dags í dalnum, er fæddur þar og upp alinn og er marg- fróður maður og minnugur. Hann gaf mér þessar upplýsing- ar og heldur nú áfram frásögn sinni. Fyrrum var margt fólk í Lax árdal, svo það er ósambærilegt við það, sem nú er. Ég held, að flestir hafi íbúarnir orðið 128, en það var um 1880. Ekið er í Laxárdal að norðan og liggja vegir beggja vegna ár fram í Ljótsstaði. Þaðan er ekki bílfært um miðju dalsins og þar eru eyðijarðirnar nema Birningsstaðir. Laxárdalur á sína sögu, svo sem aðrar sveitir. Nú er hann helst kunnur vegna veiðiskap- ar í ánni. En upphaf stangveið- anna má rekja til Englendinga, sem dvöldu á Þverá og veiddu á stöng. Þá var samvinnumað- urinn góðkunni, Benedikt á Auðnum, ungur að árum og var fljótur að tileinka sér þessa nýju veiðiaðferð í ánni. Mun þetta hafa verið rétt eftir 1870. Þeir ensku mokveiddu og það gerði Benedikt einnig og heyrði ég hann segja það, að þá hefði silungurinn í Brettingsstaða- landi verið eins og í potti, svo mikið hefði verið af honum. Helgi og Sigurbjörn í Hólum tileinkuðu sér stangaveiðina einnig mjög fljótt. Nokkru síð- ar, en þó fyrir aldamótin, tóku Englendingar ána á leigu, bjuggu á Halldórsstöðum og veiddu mikið. Til munu veiði- skýrslur frá þeim tíma. Eng- lendingarnir voru fínir menn, sem kallað var og veiðitækin þeirra voru einnig fín, að því er sagt var og vöktu ungum mönnum forvitni, svo sem nærri má geta. Og enn er veitt { Laxá á þessum gömlu veiðislóðum. Þar veiðist mjög feitur urriði, en fossar neðst í Laxárgljúfr- um var laxinum hindrun og því hefur hann ekki gengið upp í dalinn. — Nú er hins vegar laxastigi í smíðum og þegar smíðinni er lokið verður þess- um fiski greið leið allt til Mý- vatns og lengra þó. Veiðihús var byggt á einum fegursta stað í dalnum og hef- ur verið notað síðan 1974 og er einkar vinsæll staður. Þar hef- ur öll árin verið veiðivörður, veiðimönnum til leiðbeiningar og fyrirgreiðslu. Árið 1884 tóku til starfa á Halldórsstöðum í Laxárdal hin Gunnl. Tr. Gunnarsson. ar sögufrægu tóvinnuvélar Magnúsar Þórarinssonar bónda þar, sem hann sjálfur kom upp og rak til 1923, er bruni batt enda á þann rekstur. í velum þessum var unninn lopi og band og síðar var þangað keypt spuna vél, en hún reyndist þurfa meiri orku, en fyrir hendi var. En vélar þessar gengu fyrir vatnsafli. Skurður var grafinn úr Þverá og vatnið leitt eftir honum til vélanna, líklega um þriggja km veg. Páll nokkur Jóakimsson mældi fyrir skurð- inum og var verkstjóri við gerð hans .búfræðingur að mennt. Á Halldórsstöðum var þríbýli frá 1890 til 1960 eða þar um bil. — Nú á þar heima Willi- am Frans Pálsson, 81 árs, mik- ill náttúruskoðari, safnari og hefur fengist við margháttaða verslun. En þess má þá geta í leiðinni, að Páll á Halldórsstöð- um verslaði mörg ár með ensk föt, hafði fataverslun og voru fötin hans mjög ódýr og hin sæmilegustu. Áttu margir föt frá honum, svo sem þannig var frá sagt: Páll þurfti að inn- heirrtta fataverð hjá öllum á Hraunsrétt. Faðir minn átti góð föt frá Páli og það átti ég einn- ig- Árið 1882 var fyrsta kaupfé- lag landsins stofnað að Þverá í Laxárdal. í dalnum var þá strax stofnuð félagsdeild og hér er hún enn. Þótt mér sé málið skylt, álít ég Laxdælinga ein- hverja allra traustustu sam- vinnumennina í þessu héraði, bæði fyrr og síðar_ kannski meira ihugsjónasamvinnumenn en hagsmunasamvinnumenn. En saga Kaupfélags Þingeyinga verður ekki sögð hér. Nú er Laxárdalur úr alfarar- leið, þótt við höfum oftast marga sumargesti og fögnum þeim. En í fyrri daga voru það tóvinnuvélarnar á Halldórsstöð um, sem juku gestakomurnar í dalinn. Menn komu með ull til vinnslu úr öllum sveitum í Suður-Þingeyjarsýslu, allt frá Ljósavatnsskarði og svo úr tveimur vestustu hreppum Norður-Þingeyjarsýslu, Öxar- fjarðarhreppi og Fjallahreppi. Fjöldi af þessum mönnum gisti hér í dalnum á ýmsum bæjum. Okkur bárust þá fréttir ur öllu héraðinu og þá var Laxárdalur- inn eins konar miðstöð. Þá lá póstleiðin frá Akureyri að Grenjaðarstað og svo frá Grenj aðarstað í Grímsstaði. Jóhannes Jónatansson á Birningsstöðum í Laxárdal var orðinn póstur fyrir 1880. Hann dó í póstferð í sæluhúsinu við’ Jökulsá á Fjöllum. Veit ég ekki betur en við starfi hans hafi tekið sonur hans, Kristján, síðar bóndi á Jódísarstöðum í Eyjafirði og hann var póstur til 1916, að Guðlaugur Sigmundsson tók við. Og Guðlaugur fór síðustu póstferðina þessa leið, frá Ak- ureyri til Grímsstaða á Fjöll- um 1927. Lengi lá póstleiðin frá Grenj aðarstað til Grímsstaða um Lax árdalinn að vestan, upp í Skútu staði og lágu þá raunar tvær póstleiðir um dalinn. Það var ótrúlega mikil umferð um Lax- árdalinn allt árið og sakna ég hennar raunar alla tíð síðan og hinna mörgu næturgesta. Eitt með öðru var sérkenni- legt við Laxárdal á fyrri árum, þótt nú sé af lagt, en það var veiðiskapurinn í Kringluvatni, sem er hér uppi á heiðarbrún- inni, austan við Kasthvamm. Um stærð vatnsins veit ég ekki, Veiðimannahúsið í Laxárdal. (Ljósm. E. D.) 4•DAGUR en liklega er um klukkustund- ar gangur í kringum það. Það hafði tíðkast lengi, að þarna var dregið, sem kallað er, og margir bændur komu jafnvel nokkuð langt að til að draga. Landeigendur áttu bátinn og netin og fengu helminginn af aflanum, en veiðimenn hinn helminginn og reiddu hann heim með sér. Mesta veiði hjá einu dráttarúthaldi var 480 pund, svo til eingöngu bleikja, fremur smá, en hinn besti mat- ur. En ekki var farið að leggja net í vatnið fyrr en 1914 og veiddist mikið í vatninu um ára bil og oft síðan. Við megum draga eins og við viljum, því nauðsynlegt er að fækka silungnum í vatninu, en veiðiskapurinn er nú lítið stund aður. Góð reynsla er af þvi, að í fyrra var dregið í Langavatni og nú í sumar hefur veiðst stærri silungur og feitari en áð- ur. En nú er svo komið í Kringlu- vatni, að mikið er þar orðið af urriða, í stað bleikjunnar áð- ur. Fyrrum var það ráð tekið til að halda urriðastofninum niðri, að stífla á þá sem úr Kringluvatni rennur og Kringlu gerðisá heitir, en taka síðan urriðann, sem í ánni var, hið næsta vatninu. Var það oft gott búsílag og var þetta gert á haustin, en þá gengur urriðinn gjarnan niður í ár ef úr vatni renna, gagnstætt bleikjunni. Þá er þess að geta, að tvisvar voru bleikjuseiði flutt í Kringluvatn úr Mývatni og þótti bleikjuveið in batna nokkuð við það. Einn 13 punda urriða hef ég veitt í vatninu og annan jafn þungan veiddi Akureyringur þar. Eflaust hafa þessir risar haft líf margra bleikjuseiða á samviskunni, en sjálfir voru þeir mikið búsílag. Sagt er, að yfir Laxá í Suður- Þingeyj arsýslu hafi verið byggðar fleiri brýr en aðrar ár, 7 talsins. Eitt sinn á Alþingi var Karl Kristjánsson að vinna að framgangi brúarsmíði á Laxá. Einhver þingmanna hafði orð á því í spurnartón, hvort Þingeyingar vildu ekki helst byggja yfir alla ána. Karl svar- aði af sinni kunnu rósemi á þessa leið: „Nei, til þess þykir okkur hún of fögur.“ En ein þessara brúa er óbílfær en þó traustleg og vel byggð, góð fyr- ir gangandi menn og búfé og er hjá Brettingsstöðum í Lax- árdal. Félagsskapur einn í Lax- árdal, sem hafði safnað nokk- urri fjárhæð til samkomuhúss- byggingar, lagði það fé í brúna og að öðru leyti var brú þessi smíðuð fyrir giafafé og samskot fólks í Reykdælahreppi og Skútustaðahreppi, þótt engar séu um þetta skráðar heimildir. Brú þessi var byggð 1902, en síðan endurbyggð 1932. En brú þessi var byggð eftir að tveir menn höfðu drukknað í ánni og voru þeir á báti. Var annar Guðjón Sigurgeirsson frá Belg í Mývatnssveit en hinn var Stef án Sigurðsson, þá orðinn bóndi á Brettingsstöðum. Brúarstöplarnir voru hlaðnir og sementsbundnir strax haust ið 1901. Um forgöngumenn, einn eða fleiri, veit ég ekki. En hitt veit ég, að brúarstöplana hlóð Steinþór Björnsson á Litlu strönd, sem var faðir Stein- gríms forsætisráðherra. Brú þessi var vígð vorið 1902 Steingrími Jónssyni sýslumanni og var þetta fjölmennur atburð ur og mikið sungið. Frú Elísa- bet var þá með söngflokk í Reykjadal og er líklegt að söng flokkurinn hafi verið fenginn til að syngja við brúarvígsluna. En Elísabet var kona séra Helga Hjálmarssonar á Helgastöðum, Helgasonar Ásmundssonar, Helgasonar Halldórssonar Leifs sonar. Brúin var mikil samgöngu- bót, ekki aðeins fyrir Laxdæl- inga, heldur miklu fremur fyrir svo marga aðra, svo sem Mý- vetninga norðan vatns og yfir- leitt fjölmarga ferðamenn, eins og leiðirnar lágu þá, og fjöldi bænda þurfti að nota brúna á rekstrarleið austur og vestur, svo sem kunnugir þekkja. Dagur þakkar frásögnina. SAMBANDSFRÉTTIR Mestur hluti dilkakjötsins til Noregs. Samkvæmt upplýsingum Gunn- laugs Björnssonar aðstoðar- framkvæmdastjóra Búvöru- deildar er nú búið að flytja út 2.841 lest af dilkakjöti frá ára- mótum. Af þessu magni hafa 1.564 lestir farið til Noregs, en það er um 400 lestum meira en gert hafði verið ráð fyrir. f Noregi er nú langbesti mark- aðurinn fyrir íslenskt dilkakjöt, og af haustframleiðslu ársins 1976 af dilkakjöti hafa í heild verið seldar þangað 2.900 lestir. Samtals nemur útflutningur á dilkakjöti frá sl. hausti nú um 4.700 lestum. Er ekki gert ráð fyrir öllu meiri útflutningi, nema hvað sendir verða að venju einn til tveir bílfarmar af kjöti til Færeyja með hverri ferð Smyrils fram á haustið. Fækkar kaupfélögunum um tvö? Eins og kunnugt er hefur sú þróun verið nokkuð áberandi innan samvinnuhreyfingarinn- ar síðustu árin, að smærri kaup- félög í fámennum byggðarlög- um legðu niður sjálfstæða starf- semi og sameinuðust öðrum stærri nágrannakaupfélögum. Af þeim sökum hefur kaupfé- lögunum innan Sambandsins fækkað nokkuð frá því sem var um skeið. Við skýrðum frá því fyrir nokkru, að Kaupfélag Ólafs- fjarðar hefði óskað eftir sam- einingu við Kaupfélag Eyfirð- inga á Akureyri. Þetta mál var til umfjöllunar á aðalfundi KEA fyrir skömmu, sem sam- þykkti sameininguna. Þá hefur annað félag, Sam- vinnufélag Fljótamanna í Haga- nesvík, óskað eftir sameiningu við Kaupfélag Skagfirðinga á Sauðárkróki. Þetta mál var sömuleiðis til umræðu á aðal- fundi Kf. Skagfirðinga í byrjun júní, sem samþykkti fyrir sitt leyti, að sameining félaganna færi fram þegar stjórnir þeirra ákvæðu. Samvinnufélag Fljóta- manna hefur átt í nokkrum rekstrarerfiðleikum undanfar- ið. Stafa þeir fyrst og fremst af því, að þjóðvegurinn um Haga- nesvík, sem verslunarhús félags- ins stóð við, hefur verið fluttur til, svo að verslunarhúsið er nú talsvert úrleiðis. Nær fjórðungs aukning á framleiðslu frystra afurða. Ólafur Jónsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sjávarafurða- deildar sagði okkur, að á fyrri helmingi þessa árs hefði orðið 23,7% aukning á heildarfram- leiðslu þeirra frystihúsa, sem deildin selur fyrir. Varð fram- leiðslan samtals 13.056 lestir á móti 10.552 lestum sama tima í fyrra. skoraði þrennu r Armann KA og Þróttur frá Neskaup- stað léku sinn seinni leik í annarri deildinni s.l. laugar- dag. Fyrri leik þessara aðila lauk með jafntefli og máttu KA-menn þá hrósa happi að ná í það stig. Þróttarar hafa mjög komið á óvart í deild- inni og hafa nú hlotið 9 stig, unnið þrjá leiki og gert þrjú jafntefli. Leikurinn var ekki nema nokkurra mínútna gamall þeg ar Ármann Sverrisson skoraði fyrsta mark KA eftir góða fyr irgjöf frá Magnúsi Vestmann, en KA-menn léku undan nokk urri golu í fyrri hálfleik. KA- menn sóttu heldur meira næstu mínútur og um miðjan fyrri hálfleik átti t. d. Eyjólf- ur gullfallegan skallabolta að marki Þróttar í bláhornið uppi en markmaður varði í horn. Nokkru síðar stöðvar Guðbergur markmaður góða sókn Þróttara með úthlaupi. Aukaspyrna var dæmd á Þrótt rétt utan vítateigs fyrir miðju marki, og Eyjólfur skaut falleg um bolta fram hjá varnarvegg Þróttara en boltinn hafnaði í markstönginni og fyrir mark- ið, en Þróttarar ná að bjarga í horn. Skömmu fyrir lok hálf leiksins er gefinn langur bolti á Óskar fram á kantinn og hann gefur strax fyrir markið og þar kom Ármann aðvífandi og skallaði örugglega í markið og þannig lauk fyrri hálfleik, tvö mörk gegn engu fvrir KA. Þróttarar hófu seinni hálf- Næstu leikir N. k. laugardag leikur KA við Selfoss hér á Akureyri og ætti það að vera auðveldur sigur fyrir KA, en boltinn er hnött- óttur og allt getur því skeð í þeim leik. Þá leika einnig Þróttur R. og Reynir Árskógs- strönd, ÍBÍ og Reynir Sand- gerði, Þróttur Neskaupstað og Ármann, og - Völsungar og Haukar. N. k. föstudagskvöld leika á Akureyrarvelli Þór og KR og þá verður eflaust um mjög skemmtilegan leik að ræða í botnbaráttunni. Bæði liðin eiga fræðilega möguleika á til veru sinni í deildinni fyrir þennan leik, en það sem tapar fellur örugglega í aðra deild. Á laugardag leika ÍA og ÍBK, og á sunnudag FH og Valur, Fram og UBK, og á mánudag klárast þessi umferð með leik Vals og Fram. Staðan að loknum 12 umferð- um í annarri deild: KA 12 9 1 2 31-17 19 ÞrótturR. 12 8 2 2 26-13 18 Haukar 12 5 7 0 18-7 17 Ármann 12 6 3 3 21-13 15 Reynir S. 12 5 3 4 19-20 13 ísafjörður 12 4 4 4 14-16 12 Þpóttur N. 12 3 3 6 15-21 9 Völsungur 12 2 3 7 11-21 7 Selfoss 12 2 2 8 9-21 6 Reynir Á. 12 1 2 9 12-27 4 leik af miklum krafti, og skömmu síðar sendu þeir knöttinn í netið hjá KA mönn um, og minnkuðu muninn í tvö gegn einu. Um miðjan seinni hálfleik einlék Ármann upp vinstri kantinn og upp að endamörkum, lék á varnar- mann og skoraði fallegt mark, og jafnframt sitt þriðja í þess- um leik. Næst skora Þróttarar eftir slæm varnarmistök hjá KA. Skömmu fyrir leikslok er Gunnari Blöndal illa brugðið Þórsarar máttu þola tap fyrir Val í Reykjavík s.l. laugardag, en Valsmenn skoruðu fjögur mörk gegn tveimur hjá Þór. Valsarar voru fyrirfram taldir sigurstranglegri í þess- ari viðureign en þeir tróna nú einir á toppi fyrstu deildar, en Þórsarar reka lestina í deild- inni ásamt KR. Valsmenn skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins í fyrri hálfleik, en Sigþór kom Þórs- Reynir vann Reynir Árskógsströnd og Sel- fyssingar mættust á Árskógs- velli á laugardaginn. Bæði lið- in berjast í fallbaráttunni og var því sigur í leiknum mjög kærkominn hvoru liðinu sem var. Selfyssingar skoruðu fyrsta mark leiksins en Magnús Jóna tansson jafnar úr víti. Þannig var staðan í hálfleik. Fyrsta mark síðari hálfleiks skorar svo Magnús aftur beint úr aukaspyrnu skammt utan vítateigs. Enn var Magnús á ferðinni þegar markmaður Sel fyssinga ætlaði að henda út, Það er nú ákveðið að Gústaf Agnarsson lyfingamaður verði hér á Akureyri um mánaðar- tíma síðast í september. Gústaf mun þjálfa þá Akureýringa sem valdir hafa verið til keppni fyrir íslands hönd á NM í lyftingum fyrir unglinga. Þá mun hann einnig æfa aðra akureyrska keppnismenn, svo innan vítateigslínu Þróttara og dæmdi dómarinn umsvifa- laust vítaspyrnu. Eyjólfur Ágústsson skoraði úr vítinu, og þá var staðan fjögur gegn tveimur og lauk þannig leikn- um. Með þessum sigri færði KA sig á topp deildarinnar því Þróttur Reykjavík tapaði óvænt fyrir Reyni frá Sand- gerði, og þá gerðu bæði Hauk ar og Ármann jafntefli í síð- ustu leikjum sínum. urum á blað í seinni hálfleik með góðu marki. Valsmenn juku nú muninn í fjögur gegn einu, og skömmu síðar gerir Jón Lárusson annað mark Þórs. Skömmu fyrir leikslok gerir Sævar þriðja mark Þórs með hörkuskoti af löngu færi, en dómarinn taldi Jón Lárus- son hafa verið rangstæðan og dæmdi því markið af. Þannig lauk leiknum með sigri Vals, fjórum mörkum gegn tveimur. sinn leik 3-2 en tókst ekki betur til en það að hann henti til Magnúar sem skaut viðstöðulaust í markið. Var nú staðan orðin þrjú gegn einu fyrir Reyni. Selfyssingar gerðu sitt annað mark nokkru síðar en síðasta orðið átti Björgvin Gunnlaugsson er hann skoraði fjórða mark Reynis og þannig lauk leikn- um, fjögur gegn tveimur fyrir Reyni. Var þessi fyrsti sigur Reynis mjög kærkominn, og eygja nú Reynismenn smá von um að halda sér í deildinni. og halda námskeið fyrir byrj- endur. Þá mun það nýmæli að Gústaf mun halda námskeið fyrir Old boys lyftingamenn, en það mun vera mjög heilsu- samlegt fyrir þá sem komnir eru af léttasta skeiði að reyna sig við lóðin. Námskeið þessi verða nánar auglýst síðar svo og innritun á þau. Gústaf Agnarsson lyftingamaður. Enn tapar Þór, nú 4-2 Gústaf þjálfar á Akureyri DAGUR* 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.