Dagur - 29.05.1979, Blaðsíða 4

Dagur - 29.05.1979, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreióslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaðamaóur: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Kaldar kveðjur til bænda Bændastéttin fékk kaidar kveðjur frá forystumönnum Sjálfstæðis- fiokksins og Alþýðuflokksins, er þeir gripu til ofbeldisaðgerða í neðri deild Alþingis tii þess að hindra, að ríkisstjórnin fengi heimild til að ábyrgjast sérstakt ián fyrir Framleiðsluráð landbún- aðarins. Lánið átti að nota til að draga út tekjuskerðingu þeirra bænda, sem við erfiðust fjárhags- kjör búa. Það vakti sérstaka at- hyggli, að Geir Hallgrímsson for- maður Sjálfstæðisflokksins, gekk manna harðast fram í þessari að- för við bændastéttina. Hafa þeir bændur, sem sett hafa traust sitt á þennan stjórnmáiafiokk, enn einu sinni orðið að þola auðmýkingu af hanns hendi, jafnframt því að verða vitni að því, að sá flokkur svífst einskis í stjórnarandstöðu og skiptir um skoðun eftir því hvernig vindurinn blæs. Afstaða Alþýðuflokksins kemur bændum hins vegar ekki á óvart, því al- þýðuflokksmenn hafa verið í „heilögu stríði“ við sveitafólkið og fara ekki dult með það,. Þeir vilja útrýma bændastéttinni, vegna þess að þeir hafa ekki skilning á þessari atvinnugrein og trúa betur á flest annað en sitt eigið iand. Alþýðubandalagið hefur leikið tveim skjöldum í landbúnaðar- málum. Allstór hluti þingflokksins ber álíka hug til bænda og alls sveitafólks og kratar, svo ekki munar miklu. Alþingismenn úr þeirra röðum hjálpuðu við að fella tillögur Framsóknar, sem að því miðuðu að draga úr kjaraskerð- ingu bænda. Það hefur enn einu sinni sannast, að Framsóknar- flokkurinn er eini málsvari bændastéttarinnar, heill og óskiptur. Það heyrir hins vegar undartekningum til, ef menn úr öðrum flokkum láta sig hagsmuni sveitafólks varða. Það skilnings- leysi, sem nú hefur komið svo berlega fram er hryggðarefni. Eftir að svo hefur tekist til, að andstæðingar landbúnaðarins hafa hindrað lántöku Fram- leiðsluráðs, er tæplega annað til ráða, en álagning verðjöfnunar- gjalds á búvörur. Slíkt er auðvitað neyðarráðstöfun, en rökrétt af- leiðing af óvild heilla stjónmála- flokka gagnvart sveitafólkinu í landinu. Hinar köldu kveðjur að sunnan, þar sem Sjálfstæðisflokkur og Ai- þýðuflokkur hafa orðið berir að fjandskap við þá stétt þjóðfélags- ins, sem nú berst við óvenjuleg harðindi svo að segja um land allt, ættu vissulega að opna augu fófks fyrir margreyndum, stjórnmála- legum sannindum. Guðmundur Jónsson frá Mýralóni F. 1. ág. 1899. D. 2. maí 1979 Kveðja frá fósturdóttur Þó að ég sjái pig ekki um sinn og sakni þín pabbi minn góði. í eiiífðinni þig afturfinn þér allt vil þakka í Ijóði. Ég man þú mig leiddir þá lítil ég var löngum um sléttar grundir. Hjá þér ég undi og átti þar yndœlar bernskustundir. Er saman við gengum um gróin tún þar grasið beit hvíta hjörðin, ást okkar beggja átti hún og íslenska fósturjörðin. Við dalinn þinn fagra batt þig band sem brast ei þótt árin liðu því átthagar þinir, Austurland, eftir þér jafnan biðu. Bjartsýnn og trygglyndur vinur þú varst °g vel gerðir öldnum sem ungum. Ætið með dugnaði bölið barst er batt þigfjötrum svo þungum. Nú, er þú líður svo léttur um geim með Ijós Drottins veg þínum yfir. A Imœttið bið ég að bera þig heim og blessa þig. Minningin lifir. S.L. MARGT MÁ BETUR FARA segir Fegrunarnefnd Akureyrarbæjar um útlit bæjarins UM MIÐJAN maí s.l. fór stjórn Fegrunarfélags Akureyrar í skoð- unarferð um bæinn. Þó seint hafði vorað og kuldi og hríðar hafi mjög sett svip á það af sumri sem nú er liðið er bærinn samt að skríða úr vetrarhíði og einmitt þá er e.t.v. hvað gleggst hvernig umgengni er um hús og garða. Frá því er þá skemmst að segja að okkur fannst umhirða einstaklinga við hús og lóðir allgóð. Að sjálfsögðu má víða ýmislegt betur fara og væntanlega verður nú á næstu dögum og vikum öllu því rusli og dóti sem safnast hefur á lóðir í vetur keyrt á hauga. Meðan svo mikil og hröð upp- bygging á sér stað í bænum, eins og nú er raunin, er að vonum heil hverfi þar sem allt er í hers höndum kringum hús, en sem betur fer er það kappsmál flestra að ganga fljótt frá lóðum. Er þess að vænta að hér verði frekar hert á en slakað. Það sem hins vegar snýr að hús- um og lóðum hins opinbera og at- vinnurekstrar einstaklinga mætti ýmislegt betur fara. Það er t.d. fá- títt, a.m.k. alltof fátítt, að fullfrá- gengnar séu lóðir sem tilheyra hús- um sem í er atvinnurekstur. Að þær séu girtar og í þær settar blóm og annar gróður, gangstígir hellulagð- ir og annað það gert sem tilheyrir lagfæringu kringum hús. Hvers vegna er til að mynda ekki huggu- leg lóð hjá svo gamalgrónum fyrir- tækjum eins og Lindu, Plastein- angrun, Sandblæstri og Málmhúð- un svo nefnd séu dæmi? Svona listi gæti orðið langur, en best er að hver hugi í eigin barm. Sérstaklega stungu í augu nokk- ur svæði á þessari ferð okkar um bæinn: Norðan Höfnershúss, vest- an Drottningarvegar, mætti mjög um bæta alla umhirðu. Með ein- dæmum þótti okkur rusl á lóð við Lund, einkum bakatil við það sem áður var nýja fjós og hlaða. Þá er fjaran og fjörukambur víða óþrifa- legur og þó kannski verstur rétt norðan við Glerá. Umhverfi Glerár frá ósum og upp fyrir öll malar- Minning: Jóhann Magnússon F. 2. mars 1892. D. 8. maí 1979 Við veginn fram í Tungusveit stendur lítið hús. Það er fast við veginn og venjulega er þar nefnt á Varmalæk. Húsið sjálft heitir þó í Amarholti og þar bjuggu þennan áratug gömul hjón, sem í daglegu tali voru nefnd Jói og Lóa. Hjá þeim var gestkvæmt, húsið við göt- una og hjartaþel þeirra hlýtt. Menn settust niður korter til klukkutíma, þáðu kaffisopa og brauð hjá Lóu og röbbuðu stund um mannlífið, — nú eða þá — upp í börn var stungið súkkulaðimola eða köku svo skutust þau út að leika sér eða fengu lánuð leikföng hjá Lóu og dunduðu á gólfinu. Ef þrír komu saman í hóp til þeirra hjóna vissi það á lengri dvöl. Hjá Jóa var oft spilað og stundum lengi. Stundirnar voru fljótar að líða hjá þeim. Ef maður kom þar hryggur, var glaðst með honum, væri hann hryggur eða dapur, gleymdist það vegna þeirrar hlýju sem þarna átti tryggt athverf og gestir hússins þekktu. Þau voru samrýmd. Það sáum við sem þar komum. Og enn betur eftir að Lóa fór til langdvalar á sjúkrahús fyrir 2-3 misserum. Eftir það bjó Jói einn í litlu stofunni og hellti sjálfur upp á kaffi, því það var óbreytt að allir drukku kaffi svo mikið og verslaði. Á efri árunum vann hann syðra, en síðustu árun- um eyddu þau hjónin hér heima í sveitinni í skjóli afkomenda sinna. Nú er litla húsið autt. Jói er dáinn. Sælt var að fá að kynnast þeim. Steinsstaðabyggð í Skagafirði þ. 13. maí 1979. Heiðmar Jónsson. Bfihræin vestan við lögreglustöðina eru ekkert augnavndi. Mynd á.þ. LUNDUNA nám, með örfáum frávikum, er til vansa fyrir alla sem hlut eiga að máli. Má hér einkum nefna ána og umhverfi neðan Hörgárbrautar, við Stíflu og svo Steypustöðvarnar og við Malarnám. Verður fyrr en seinna að taka höndum saman um úrbætur. Að sjálfsögðu er margt til fyrir- myndar í umgengni utan húss bæði hjá einstaklingi í atvinnurekstri og hinu opinbera, en í þessum pistli var ætlun að minna á það sem af- laga fer. (Hins verður getið síðar) Ábendingar þessar eru gerðar í vinsemdarhug og í þeirri von að úr verði bætt en þær ekki teknar illa upp, ekki flokkaðar undir af- skiptasemi heldur metnar sem góð áminning um hlut sem gleymst hefur í dagsins önn. F Þrátt fyrir endurtekna árekstra milli Englendinga og íslendinga um aldaraðir, aðallega í sambandi við fiskveiðitakmörkin við strendur Islands, verður því ekki neitað, að milli þessarra grannþjóða liggja mjög sterk bönd á ýmsum sviðum. Fyrstu afskipti íslendinga af íbúum Bretlandseyjanna munu hafa verið strandhögg víkinganna á leið til ís- lands til landnáms fyrir um 1100 árum síðan. Þá var tilgangurinn að afla sér herfangs í formi ódýrs vinnukrafts og annarra jarðneskra verðmæta svo sem gulls og ger- sema, sem gjarnan voru sótt í klaustrin. í aldanna rás hafi skartgripimir flestir glatast og fomsögurnar einar eru til frásagnar um að þeir hafi nokkru sinni verið til. öðm máli gegnir með þrælana. I íslendingum 20. aldar rennur þrælablóð, sem sækir uppruna sinn til íbúa þessa nágrannaeylands. Veiðiferð í neyzluvatnsból í byrjun þessarrar aldar tóku Bretar að venja komur sínar til íslands til að veiða lax á stöng. Af þessum mönnum lærðu íslendingar stang- veiðiíþróttina. Til þessarra gesta sækja t.d. þingeyingar búsettir við bakka Laxár leikni sína í að kasta flugu fyrir lax og silung. í síðustu viku bauð breskur kunningi minn mér á stangveiðar. Við höfðum áður veitt saman, bæði á íslandi og einnig hér í Bretlandi og mér var því kunnugt um, að þessi maður er mjög leikinn í að kasta flugu og mikill náttúruunn- andi. Því tók ég boði hans og í be- inu framhaldi af því stóðum við á bakka lítils vatns í Kent, sem heitir urriða á Svartá, í Bárðardal, líklega BEWL BRIDGE skömmu fyrir kl. 7 sl. föstudag, tilbúnir í slaginn með flugustengur vinar míns að vopni. Þetta vatn er einn margra vatns- Haukur Harðarson ritar frá London. geyma, sem Bretar hafa komið upp á suðvesturhorni landsins og vinna úr neyzluvatn fyrir íbúa Lundúna- borgar og nágrennis. f slík vötn setja þeir síðan silung fyrir sport- veiðimenn. Fátt bendir þó til þess að vatnið sé til orðið af manna- völdum, stýflan sem byggja þurfti er ekki áberandi og bakkar vatnsins skógi vaxnir. Þetta kvöld var veðrið dásamlegt, hlý gola og trén á vatnsbakkanum stóðu í maíblóma. Ekki þurfti lengi að bíða eftir veiðinni og það stóð heima, að um það bil, sem birtuna var að þrjóta lágu á bakkanum 11 regnbogasil- ungar og 1 urriði. Þyngdin var kannske ekki efni í veiðisögu fyrir okkur tvo, sem rennt höfum fyrir lax í hinni einu og sönnu Laxá og hefur enginn farið yfir 2 pund. Eigi að síður var veiðiferðin ánægjuleg, ég fékk tilsögn í að kasta flugu og eldaði silung í hádegismat daginn eftir. Hugurinn leitar heim London er borg, sem á sér fáa líka í veröldinni. Hún býður upp á það besta á ýmsum sviðum menningar- lífsins og innan marka hennar er líka að finna örbyrgð og eymd, sem Islendingar þekkja aðeins af bók- um. Undanfama daga hefur hitinn í London komist upp í 27 stig og náttúran skartað sínum fegursta vorskrúða með blómstrandi trjám og nýútsprungnum blómum 1 görðum. Þegar ég kom út frá tónleikunum var enn molluhiti. Því ákvað ég að ganga heim. Mitt í blóma hins breska vors og enn að nokkru á valdi hughrifa frá tónleikum Ashkenazy leitaði hug- urinn*heim í sauðburðinn norður í Bárðardal á íslensku harðindavori. Þá komu mér í hug þessar ljóðlínur Jóns Helgasonar: „Það krækilyng, sem eitt sinn óx við klett, og átti að vini gamurmosa og stein, er illa rætt og undarlega sett hjá aldintré, með þunga og frjógva grein.“ Það má len'gi teigja rætur íslend- ingsins áður en þærslitna. Haukur Harðarson. sem verið hafði. Ef tekið var í spil, kom Hebba tengdadóttir hans með kaffi af síilu heimili svo Jói þyrfti ekki að tefja sig frá spilunum. Spilin gerðu sínar kröfur. En það var annað sem var bundnara þessu húsi. Stökur og stuðlamál. Jóhann frá Mælifellsá var þekktur hagyrðingur. Hann kunni ógrynni vísna og sagna, sem þeim voru bundin. Minni hans var gott og entist vel. Um hann mynduðust sögur í þjóðsagnastíl, um hreysti hans og þol í vosi, grín um viðutanhátt hans og tilsvör. Hann notaði aldrei vín. Gleðin í vinahópi hans þurfti ekki aðfengna vímugjafa. Ungur bjó hann, en ferðaðist Leikfélag Akureyrar: Skrýtinn fugl - ég sjálfur Höfundur: Allan Ayckbourn Þýðandi: Kristrún Eymundsdóttir Leikstjóri: Jill Brook Árnason Þótt leiklistin, sem aðrar greinar listar, hafi löngum verið notuð i þágu trúarbragða, stjórnmála eða annars, rís hún stundum upp sjálfstæð og voldug og lýtur að- eins sjálfri sér í skapandi verkum höfunda og leikara, sem taka höndum saman, óháðir boðum og bönnum, einnig almennings- álitinu, á þá mörg erindi og af ýmsum toga. Leiklistin getur fjallað um svo að segja allt milli himins og jarðar svo sem spillingu heimsins, en oftar tekur hún til meðferðar hin mannlegu samskipti, ástina og hatrið ýmiskonar tilfinninga- flækjur innan fjölskyldna og hefða. Þar getur þegar best lætur, hver sjálfan sig séð, í spegli eða spéspegli, áhyggjuefni sín, metn- að og dagleg viðhorf til sjálf sín og annarra. Leikhúsferðir geta veitt verðug umhugsunarefni. Hugmyndir 1 búningi snilliyrða hafa sin áhrif í leikhúsinu og öð- last vængi. En þær kröfur eru einnig gerð- ar til leikhúsa, að þau gleðji bæði augu og eyru og kalli á unað hlátursins og raunar eru kröfur til leikhúsa endalausar. Síðasta verkefni Leikfélags Akureyrar á þessu leikári, var frumsýnt á föstudagskvöldið. Heitir það, „Skrítinn fugl — Ég sjálfur." Höfundurinn er Alan Ayckbourn, en þýðandi Kristrún Eymundsdóttir. Leikstjóri er Jill Brooke Árnason en leikmynd gerði HaHmundur Kristinsson. Þetta er gamanleikur og leikarar þessir: Viðar Eggertsson, Svan- hildur Jóhannesdóttir, Theodor Júlíusson, Sigurveig Jónsdóttir, Gestur E. Jónasson, Þórey Aðal- steinsdóttir og Aðalsteinn Berg- dal. Leikurinn gerist í þrem eld- húsum og sýnir þrenn hjón. Drykkjuskapur, eyturlyfjaneysla og innihaldslaust líf, jafnvel hjá- rænuskapur umvefur þetta fólk og þótt það vilji gleðjast hvert með öðru, lifir það í eigin heimi og einangrast, tekur ekki einu sinni eftir því þótt einn reyni að hengja sig í eldhúsinu. Að þessu leyti er leikurinn sorgarleikur, en hér sem oftar, er skammt milli gráturs og hláturs. Sigurveig Jónsdóttir fer á kost- um í sínu hlutverki, Þórey Aðal- steinsdóttir skilar sínu þríþætta hlutverki einkar vel, Svanhildi Jóhannesdóttur fatast ekki tökin, . fremur en áður. Karlahlutverkin eru vel af hendi leyst. ÁFÖSTUDAGSKVÖLDIÐ léku í annarri deild í knatt- spyrnu Þór og Fylkir úr Reykjavík. Þetta var lang- þráður leikur fyrir Þór, því tvívegis fyrr í vikunni var frestað ieik þeirra og Þróttar frá Neskaupstað, vegna sam- gönguerfiðleika, og leikmenn liðsins voru því búnir að bíða spenntir alla vikuna að fá að leika. Undirritaður bjóst við miklu af leikmönnum Fylkis, en þeir stóðu sig mjög vel í Reykjavíkurmótinu og unnu þar m.a. fyrstu deildar lið. Annað hvort hafa þeir hins vegar átt slæman dag þegar þeir léku við Þór, eða þá að knattspyrnulið höfuðborgar- svæðisins eru ekki betri en þetta. Það var Guðmundur Skarp- héðinsson sem opnaði-marka- reikning Þórsara í þessum leik og lagði þá um leið grunninn að þrennu sinni í leiknum. Á 10. mín, fékk hann góða fyrirgjöf utan af hægri kannti frá Oddi og fékk boltan 1 góðu færi og skoraði örugglega. Tíu mín. síðar er brotið á einum leikmanna Fylkis rétt utan við vítarteigslínu Þórs. Hilmar Sighvatsson tók auka- spyrnuna og skoraði örugglega fram hjá varnarvegg Þórs og al- gjörlega óverjandi fyrir Eirík 1 marki Þórs. Nokkrum mín. síðar var góð sókn hjá Þór sem endaði með skalla frá Jóni Lár, en í stöng- ina. Þá kom fyrir leiðinlegt at- vik er Hilmar Sighvatsson sem jafnframt var besti leikmaður Fylkis, sparkaði í Árna Stefáns- son eftir að Árni hafði fallið. Dómarinn veitti Hilmari tiltal, en hann lét sér ekki segjast og þráttaði við dómarann þar til honum var vísað af leikvelli. Það er því til lítils fyrir leik- menn að æfa þrisvar til fjórum sinnum í viku, og haga sér svo þannig í leiknum að vera vísað af leikvelli fyrir kjafthátt og ruddalegan leik. Þetta átti eftir að vera Fylkismönnum dýrt því þeim máttu leika það sem eftir var leiksins einum færri, og án síns besta manns. Á 41. mín. sóttu Þórsarar stíft og allt í einu stóð Guðmundur Skarphéðins- son einn og óvaldaður með boltann fyrir opnu marki, og þakkaði fyrir sig með því að skora. I hálfleik var þvi staðan tvö gegn einu fyrir Þór. Á 16. mín. síðari hálfleiks ná Fylkismenn að jafna eftir mistök í vörn Þórs. Áðeins fjórum mín síðar var Guðmundur Skarphéðinsson enn á ferðinni og skoraði nú sitt þriðja mark í leiknum og tryggði Þórsurum dýrmæt stig. Svo virðist sem kjölfesta sé að komast i Þórsliðið, eftir slæma byrjun í æfingarleikjum vorsins, og eiga þeir eflaust eftir að blanda sér 1 toppbaráttu deild- arinnar. Þó finnst undirrituðum að allt í lagi sé að lofa Ragnari að prófa að verja markið á mölinni, og illa kann ég við Gunnar Austfjörð í bakvarðar- stöðu, og til að vörnin verði sterkari með hann inni á miðj- unni en þar er hann vanur að spila. Bestur í þessum leik var tvímælalaust Guðmundur Skarphéðinsson, en hann hefur staðið sig mjög vel í báðum þeim leikjum sem búnir eru í deildinni. Akureyrarmet hjá Óskari. Á frjálsíþróttamóti í síðustu viku bætti Óskar Reykdalsson en á ný Akureyrarmetið sitt í kúlu, en hann kastaði 15,13 metra. Óskar á eflaust eftir að bæta sig meir í sumar en hann hefur nú hafið störf í lögregluliði bæjarins. Atvinnumaður kennir golf Eini fslendingurinn, sem er atvinnumaður í golfi, Þor- valdur Ásgeirsson, hefur að undanfömu kennt golf á velli Golfklúbbs Akureyrar að Jaðri. Þorvaldur mun veita fólki tilsögn til 2. júni og sam- kvæmt upplýsingum frá G.A. er nær fullbókað í alla kennslutímana. Koma Þor- valdar hefur orðið til þess að áhugi fólks á golfi hefur aukist til muna, en hann mun geta sagt 100 manns til i íþróttinni. Þorvaldur hefur gert at- vinnumannasamning við skoskt fyrirtæki, en það mun vera í fyrsta skipti sem íslend- ingur gerir samning af þessu tagi. Það er því enginn aukvisi sem G.A. hefur fengið norður yfir fjöll. Unglingar hafa vel kunnað að meta framtak G.A. — þeim unglingum fjölgar sí- fellt sem stunda golf enda leggur félagið sérstaka áherslu á unglingastarfið. Af Magna, Þór og KA Á SUNNUDAG léku á ísafirði heimamenn og Magni frá Grenivík. ís- firðingar unnu stórt, gerðu sex mörk gegn einu hjá Magna. Þá léku 1 öðrum flokki í Islandsmótinu Þór og Stjarnan og sigraði Stjarn- an með tveimur mörkum gegn einu. Þá lék einnig KA og KR 1 sama flokki og sigruðu KR-ingar með tveimur mörkum gegn engu. Guðmundur Skarphéðinsson f baráttu við einn leikmanna Fylkis. Mynd: Ó.Á Þórsarar á skot- skom Sigruðu Fylki í f jörugum leik 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.