Dagur - 16.12.1982, Blaðsíða 8

Dagur - 16.12.1982, Blaðsíða 8
Kveðjuorð Arthúr Guðmundsson fulltrúi Fæddur 8. mars 1908 - Dáinn 6. desember 1982 Laugardaginn 11. desember 1982 var til moldar borinn frá Akureyr- arkirkju Arthúr Guðmundsson, fyrrverandi fulltrúi hjá Kaupfélagi Eyfirðinga en hann lést hér í bæ þann 6. desember. Hann fæddist á Akur- eyri 8. mars 1908 og var því 74 ára, er hann lést. Foreldrar hans voru hjón- in Guðmundur Vigfússon, skó- smíðameistari, og Helga Guðrún Guðmundsdóttir, sem bæði voru ættuð úr Húnavatnssýslu. Þau áttu heima inni í fjörunni hér á Akureyri og var heimili þeirra annálað fyrir snyrtimennsku og myndarskap, sem setti svipmót á Arthúr allt hans líf. Fjölskyldan varð fyrir því sviplega áfalli, að heimilisfaðirinn lést 1927, þegar Arthúr var við nám í þriðja bekk Gagnfræðaskóla Akureyrar. Hætti hann þá námi og varð fyrir- vinna fjölskyldunnar aðeins 19 ára gamall. Hann hóf síðan störf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga 1. september 1929 og var fljótlega falinn mikill trúnaður. Hann var deildarstjóri Vefnaðarvörudeildar KEA 1931 til 1939 og fulltrúi kaupfélagsstjóra um vöruinnkaup frá 1939 til 1978, en þann 31. júlí það ár lét hann af störf- um fyrir aldurs sakir. Hafði hann þá starfað nærfellt hálfa öld hjá Kaup- félagi Eyfirðinga. Störf hans voru vandasöm og hann gengdi þeim ávallt af mikilli trúmennsku. Hann hafði mikil samskipti við viðskipta- vini félagsins utan lands sem innan og ávann sér traust þeirra og hylli. Hann var því góður fulltrúi kaupfé- lagsins hvar sem hann fór. Ég veit að það var mikill gleði og gæfudagur í lífi Arthúrs Guðmunds- sonar þegar hann þann 29. septem- ber 1942 kvæntist eftirlifandi eigin- konu sinni, Ragnheiði Bjarnadóttur Benediktssonar, kaupmanns og póstafgreiðslumanns á Húsavík. Fyrstu fimm árin bjuggu þau sér heimili í byggingu Hótel KEA, en reistu sér síðan hús að Austurbyggð 10 á Akureyri, þar sem myndarheim- ili þeirra stóð alla tíð síðan. Voru þau hjónin aila tíð samhent í glað- værð og glæsileik, einlægni og vel- vilja. Arthúr var alla tíð einstaklega mikill barnavinur og það var því mikil gleði í lífi þeirra hjóna að þau eignuðust þrjú myndarleg börn, sem öll eru komin til manns og ára og hafa stofnað sín eigin heimili. Þau eru Guðmundur Garðar, bankafull- trúi á Blönduósi, sem kvæntur er Katrínu Ástvaldsdóttur og eiga þau þrjú börn, Bjarni Benedikt, for- stöðumaður að Kristnesi, kvæntur Jónínu Jósafatsdóttur og eiga þau einnig þrjú börn, og Þórdís Guðrún, meinatæknir á Akranesi, gift Hann- esi Þorsteinssyni og eiga þau tvö börn. Fjögur systkin átti Arthúr. Tvö hin eldri Dagný og Garðar eru látin, en eftirlifandi eru þau Lára húsfreyja í Reykjavík og Fanney húsfreyj a hér á Akureyri .Árthúrvar mikill vinur vina sinna. Ástvini sína umvafði hann hlýju og ræktarsemi. Ég veit að söknuður þeirra er sár og ég sendi þeim öllum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur, sérstaklega eftirlifandi eiginkonunni, frú Ragn- heiði, sem nú sér á bak hjartfólgnum lífsförunaut sínum. Vissulega hafði Arthúr ekki gengið heill til skógar langa hríð og kallið kom því ekki að öllu leyti á óvart. En sorgin er þung- bær fyrir því og ég bið öllu þessu góða fólki blessunar og huggunar Guðs. Um leið flyt ég Arthúr Guð- mundssyni hinstu kveðjur og þakkir Kaupfélags Eyfirðinga og samvinnu- manna í Eyjafirði fyrir langa sam- fylgd og fyrir trúmennsku í vanda- sömum störfum. Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri. Minning Hallfríður Gunnarsdóttir Fædd 15. apríl 1907 - Dáin 21. nóvember 1982 Hafdu gud í huga og minni hafdu guð fyrir augum þér hugsaðu um guð, hverju sinni heyrirguð og til þín sér. Virtu guð í velstjórn þinni. Vittu að hann þinn hcrra er. Hallgrímur Pctursson. Fyrsta minning mín um frænku mína Hallfríði Gunnarsdóttur er frá því að ég er 7 ára gömul. Þá vann hún á Sjúkrahúsi Sauðárkróks. Fannst mér hún mjög tíguleg kona í hvítum slopp og með hvíta slæðu á höfði, þegar hún gekk með móður minni og mér ofan tröppurnar og niður á göt- una. Þegar hún kvaddi mig gaf hún mér pínulitla brúðu þá fyrstu og síð- ustu sem ég hef eignast. Þá grunaði mig ekki að við ættum eftir að búa saman næstum hlið við hlið í 8 ár. Hallfríður Gunnarsdóttir var fædd 15. apríl 1907 dáin 21. nóv. 1982. Hún var ein af hinum stóra systkina- hópi frá Keflavík á Hegranesi, Skagafirði, er taldi 14 alsystkini auk 1 hálfbróður og 1 uppeldisbróður. Foreldrar voru þau mætu hjón Sigur- laug Magnúsdóttir frá Utanverðu- nesi, Hegranesi, Skagafirði og Gunn- ar Ólafsson frá Ögmundarstöðum, Staðahreppi, Skagafirði. Voru þessar ættir báðar stórbrotnar. Hallfríður ólst upp í þessum stóra bamahópi, sem nú fækkar óðum í, en minning- arnar lifa samt. í Keflavík sleit Hall- fríður barnsskónum og var þessi staður henni ætíð helgur því þar lærði hún að starfa í kærleika guðs og gera 'öllum gott sem að garði báru. Hér verður ekki rakin lífsganga Hallfríðar, aðeins minnst á það helsta. Þegar Hallfríður var 23 ára giftist hún Aðalgeiri Sigurðssyni á Máná á Tjörnesi. Eftir eins árs sambúð missti hún sinn ástkæra förunaut. Þann söknuð hygg ég að hún hafi borið til hinstu stundar. Síðan vann hún við hjúkrunarstörf á Sjúkrahúsi Sauðárkróks í 7 ár og fékk mikið lof fyrir hjartahlýju og dugnað. Hún lærði klæðskerasaum hjá Stefáni klæðskera í Skjaldarvík og saumaði jafnt karlmannaföt og kápur sem fína kjóla, upphluti og peysuföt. Hallfríður eignaðist eina dóttur, Sig- urlaugu Öldu Þorvaldsdóttur, sem svo sannarlega hefur verið ljósgeisli í lífshimni hennar. Þá réði hún sig sem ráðskonu hjá Kristjáni Kristjánssyni frá Birnings- stöðum. Þar hitti hún Mikael Þor- finnsson frá Hrísey, er síðar varð sambýlismaður hennar. Hann er drengur góður og vill allt fyrir alla gera. Þegar Alda var þriggja ára keyptu þau Rauðumýri 9 hér á Akur- eyri. Þar ólst Alda upp við ástríki og kærleika allra. Um Kristján Krist- jánsson annaðist Hallfríður með sóma til hinstu stundar Hallfríður var greind kona og átti óvenju mikinn lífskraft. Hún var fín- örtuð kona alla tíð og selskapsmann- eskja alveg fram í fingurgóma. Hún var vinamörg og afskaplega gestrisin kona. Hún mátti ekkert aumt sjá án þess að vilja leggja lið og þannig er Mikael einnig. Hallfríður vann af- skaplega mikið meðan heilsa og kraftar leyfðu. Hún unni náttúrunni mikið og var hverja stund í garðinum sfnum og gaf úr honum á báðar hendur. Einnig bar húsið hennar þess merki, stofan var eitt blómahaf. Stærsti þáttur Hallfríðar var hvað hún var hjartahlý og góð, hún ferð- aðist mikið og var afskaplega frænd- rækin. Öll samskipti hennar við fólk voru góð, hún sópaði fólki að sér en ekki frá. Hún var rík kona af hjartans auð- legð, hún fékk líka að deila lífi sínu með dóttur sinni og hjartfólgnum tengdasyni, Ólafi Hauki Amarsyni og fjórum ömmubörnum sem hún unni heitt, allt vildi hún fyrir þau gera er gæti glatt þau. Þau kunnu líka að meta afa og ömmu í Rauðu- mýri 9. Hallfríður var mjög trúuð kona og fannst engin jól nema að fara í kirkju. Hún bar efri ár sín og veik- indi með miklum sóma eins og allt sitt líf. Hún naut umönnunar og kærleika dóttur sinnar og allra bam- anna sinna í Birkilundi 16 eins og hún sagði og eins Mikaels sem létti henni ævisporin. Og umvafín faðmi og kærleika sinna nánustu fékk hún að kveðja þessa jarðvist sem lítið barn að drottins náð að Rauðumýri 9. Það voru afskaplega margir hlýir hugir sem fylgdu Hallfríði síðustu sporin. Þá fannst mér eins og sagt væri: „Eins og maður sáir, eins mun maður uppskera“. Persónulega þakka ég frænku minni alla hennar gleði og hlýju og hvert gengið spor og bið algóðan guð að blessa minningu hennar. Ég votta Mikael Þorfinnssyni mína dýpstu samúð. Einnig Sigur- laugu Öldu Þorvaldsdóttur, Ólafi Hauki Arnarsyni, Hallfrfði, Erni, Ólöfu og Sigurlaugu Elfu. Sigurlaug Oddsdóttir. Lýsið upp skammdegið með aðventuljósum GLERARGOTU 20 — 600 AKUREYRI - SIMI 22233 Húseign til sölu Tilboð óskast í húseignina, Strandgötu 29, (Snorrahús). Tilboðum skal skilaðtil Fasteignasöl- unnar hf., Gránufélagsgötu 4, sem veitir allar nán- ari upplýsingar. Símsvari tekur við skilaboðum allan sólarhringinn. Fasteignasalan hf Opið frá Gránufélagsgötu 4, efri'hæð, símT21878 kl. 5-7 e.h. Hreinn Pálsson, lögfræðingur Guðmundur Jóhannsson, viðskiptafræðingur Hermann R. Jónsson, sölumaður ... “ ' Skipagótu 5, Akureyri, simi 22150. ■"satb / Efþúeðaþínir / ætla ekki að lenda undir tönnum Jólakattarins, ættirðu aðlíta við hjáokkur. Full búð af buxum, peysum, vestum, skyrtum og fleiru, bæði á dömur og herra Þá minnum við á jólatilboðið ^ 20% afsláttur . af öllum peysum, J » bolumogjökkum. Æ 8-DAGUR -16: desember 1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.