Dagur - 18.07.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 18.07.1983, Blaðsíða 6
Þórsarar í toppbaráttuna - Nú er ég ánægður. Þetta var virkilega ánægjulegt. Strákarnir spiludu eins og fyrir þá var lagt, sérstaklega I fyrri hálfleik og við uppskárum í samræmi við það og unnum sanngjarnan sigur, sagði Björn Árnason, þjálfari Þórs eftir sigurleik Þórs gegn KR á föstudagskvöldið. Og gamli KR- ingurinn hafði sannarlega ástæðu til að gleðjast. Fyrsti sigur Þórs á heimavelli á keppnistímabilinu í höfn og liðið hefur nú alvarlega blandað sér í toppbaráttuna. Sigur Pórsara í þessum leik var eiginlega aldrei í hættu. Strax frá fyrstu mínútu var ljóst að þeir ætl- uðu að selja sig dýrt og börðust eins og Ijón um hvern bolta. Jafnteflis- kóngar KR máttu sætta sig við að vera pressaðir í vörn af ákveðnum sóknarmönnum Pórs sem voru vel studdir af sterkri vörn með Porstein Ólafsson eins og öryggið uppmálað í markinu. Varla er hægt að segja að KR- ingar hafi átt færi í fyrri hálfleik en Þórsarar áttu ein þrjú góð mark- tækifæri. Á 35. mínútu braust Helgi Bents- son í gegn um vörn KR af miklu harðfylgi og er inn í vítateiginn var komið hrökk knötturinn í hendi eins KR-ingsins. Þorvarður Björnsson, dómari dæmdi þó að- eins aukaspyrnu rétt fyrir utan teig, líklega fyrir brot á Helga. Það kom í hlut Guðjóns Guð- mundssonar að taka spyrnuna og gott jarðarskot hans smaug á milli varnarmanna KR og eftir að Stefán markvörður hafði haft hendur á knettinum, hrökk hann í netið. Sannarlega óvænt mark og fögnuð- ur Þórsara og áhorfenda mikill. Undir lok hálfleiks var hinn grófi varnarmaður KR-inga, Sigurður Indriðason, áminntur (gult spjald) fyrir ítrekuð brot á Helga Bents- syni, en Helgi lék Sigurð nánast upp úr skónum í þessum leik. I upphafi fyrri hálfleiks mættu KR-ingar ákveðnir til leiks og á 51. mínútu áttu þeir sitt hættulegasta færi. Sæbjörn Guðmundsson, hættulegasti framherji KR í leikn- um einlék þá upp völlinn og gaf vel fyrir markið þar sem Óskar Ingi- mundarsson átti gott skot að marki. Á 64. mínútu tók Helgi Bentsson eina af sínum mörgu rispum í þess- um leik og eftir að hann hafði leikið á nokkra varnarmenn og KR mark- vörðinn, átti hann gott skot að marki sem Sigurður Indriðason varði með höndum á marklínunni. Vítaspyrna og Guðjón Guðmunds- son gerði engin mistök við fram- kvæmd hennar og annað mark Þórsara og sjötta mark Guðjóns í 1. deild var staðreynd. Undir lok leiksins var Þorsteinn Ólafsson áminntur fyrir að segja dómara leiksins til í knattspyrnu- reglum og var þetta annað gula spjaldið í röð sem Þorsteinn fær að líta. Áhorfendur á þessum leik voru um 700 talsins og hefðu þeir að ósekju mátt vera fleiri. Skagamenn á toppinn ÍA - Víkingur 2:1 Skagamenn mættu mjög ákveðn- ir til leiks er þeir mættu íslands- meisturum Víkings á Laugardals- vellinum. Höfðu ávallt undirtök- in í fyrri hálfleik og yfirspiluðu Vfkinga. ÍA komst í 2:0 með mörkum Harðar Jóhannessonar og Sigurðar jöpssonar en Ómar Torfason minnkaði muninn í 2:1 er hann skoraði úr vítaspyrnu. Undir lok Ieiksins sóttu Víkingar ákaft og fengu m.a. tvö dauða- færi en þcim Aðalsteini Aðal- steinssyni og Óskari Tómassyni brást skotfimin á markteig. ÍBK vann / Eyjum IBV - IBK 1:2 Keflvíkingar unnu nú sinn annan leik í röð og hafa því lagað stöðu sína verulega. Freyr Sverrisson skoraði fyrir ÍBK á 18. mínútu en Kári Þorleifsson jafnaði metin á 73. mínútu. Það var svo Einar Ásbjörn Ólafsson sem skoraði sigurmarkið á 79. mínútu og Keflvíkingar fögnuðu ákaft í Ieikslok. Próttur af botninum Þróttur - ÍBÍ 1:0 Það má segja að Þróttarar hafi gert tvennt í senn er þeir sigruðu IBÍ á Laugardalsvelli. Þeir komu sér af botninum og blönduðu sér í toppbaráttuna um leið. Ótrú- legt en satt og sýnir vel hve keppnin er jöfn í ár. Það var Páll Ólafsson sem skoraði sigurmark Þróttara á 38. mfnútu leiksins en þetta er jafn- framt þriðja mark Páls í ár. Enn eitt jafnteffið UBK - Valur 2:2 Breiðablik og Valur gerðu enn eitt jafnteflið í 1. deild er liðin mættust f Kópavogi í gærkvöld. Guðni Bergs skoraði fyrir Val á 2. mín. leiksins en Hákon Gunn- arsson jafnaði fyrir Blikana. Þeir tóku svo forystuna með marki Sigurðar Grétarssonar en marka- kóngurinn Ingi Björn Albcrtsson tryggði svo Valsmönnum annað stigið. Reynir tapar enn Reynir - UMFN 0:1 Njarðvíkingar tóku bæði stigin cr iið þeirra mætti Reyni í Sand- gerði í gærkvöldi. Njarðvfk vann 1:0 og skoraði Haukur Jóhanns- son sigurmarkið. KA vann Fylki 1:0 Heimildamaður blaðsins, sem sá leik Fylkis og KA í Reykja- vík, sagði að leikurinn hefði einkennst af baráttu á báða bóga. KA-menn sóttu mun meira í fyrri hálfleik þó án þess að skapa sér veruleg mark- tækifæri. Dómarinn sleppti augljósri vítaspyrnu á Fylki í fyrri hálfleik. í þeim síðari snerist dæmið við því þá sóttu Fylkismenn meira en það var sama sagan, án þess að skapa sér færi. Það var ekki fyrr en á 42. mín. sem KA-menn sendu tuðruna í netið hjá Fylki og var það úr vítaspyrnu sem Hinrik skoraði örugglega úr. . Með þessum sigri eru KA- menn á toppi 1. deildar Austri styrkti stöðuna Stríðsgæfan snerist Magni - Austri 1:4 Þctta var skringilegur leikur. Staðan í hálfleik var 0:0 og höfðu Magnamenn átt allan fyrri hálf- leikinn og að sögn Kristleifs Meldal, formanns Magna, þá áttu heimamenn helst von á því að þeirra menn myndu raða mörkum í seinni hálfleik. Svo fór þó ekki því að í seinni hálfleiknum snerist dæmið alveg við og nú voru það Austramenn sem sóttu og óðu í færum. Bjarni Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir Austra en þeir Hjörtur Jó- hannsson og Sófus Hákonarson sitt markið hvor. Heimir Ingólfs- son skoraði fyrir Magna. Gott hjá HSÞ Valur - HSÞ 2:3 Þingeyingar gerðu sér lítið fyrir og sóttu tvö stig til Reyðarfjarðar á laugardag. Að sögn Róberts Agnarssonar, þjálfara HSÞ, þá var þessi leikur ágætlega leikinn af þeirra hálfu og staða liðsins nú bærileg. Staðan í hálfleik var 3:1 HSÞ í vil. Ari Hallgrímsson skoraði tvívegis og Þórhallur Guðmunds- son einu sinni. Óli Sigmarsson skoraði bæði mörk heimamanna, sitt í hvorum hálfleik. HSÞ er nú komið með sex stig og á næsta vís tvö stig til viðbótar úr kæruleik gegn Magna. Magni vann þann leik en héraðsdóm- stóll dæmdi HSÞ stigin en málinu hefur nú verið áfrýjað. Sindri enn stigalaus Sindri - Huginn 0:2 Það gengur allt á afturfótunum hjá Sindra frá Hornafirði þessa dagana og liðið er enn ekki kom- ið á blað í þriðju deild B. Nú síðast töpuðu Sindramenn 0:2 gegn Huginsmönnum frá Seyðisfirði. Leikmenn Hugins mættu ákveðnari til leiks og á 15. mínútu skoraði Sveinbjörn Jó- hannsson fyrir Hugin úr víti. Leikmenn Sindra komu meira inn í leikinn í seinni hálfleik en eftir að Kristján Jónsson skoraði fyrir Hugin á 70. mínútu var all- ur vindur úr heimamönnum og Huginn hefði átt að geta bætt við mörkum. Leiftur með sex mörk 4. deild: Skyttur á glóðum Glóðafeykir - Skytturnar 3:1 Skytturnar frá Siglufirði eru greinilega ekki búnar að gull- fægja skotskóna því liðið gerði aðeins eitt mark í leiknum gegn Glóðafeyki í Skagafirði á laugar- dag. I byrjun leit þó allt ljóst út fyrir Skytturnar því Guðbrandur Ólafsson þrumaði knettinum í netið strax í byrjun. En Glóða- feykismenn létu það ekki á sig fá og Árni Lárusson jafnaði metin tyrir leikhlé. Kári Marísson, körfuknattleiksmaðurinn kunni, kom Glóðafeyki svo yfir og Gylfi Halldórsson „glóðaði" svo Skytt- urnar er hann bætti þriðja mark- inu við. fyrir að leikurinn væri nokkuð jafn tókst HSS ekki að jafna. Annars setti rokið og rigningin svip á leikinn og varð hann aldrei mjög skemmtilegur á að horfa. Hvatarmenn sigruðu Hvöt - HSS 1:0 Tvö stig í vaskinn Vaskur - Leiftur 0:6 Hinir vösku sveinar í Vaski frá Akureyri áttu aldrei hina minnstu möguleika gegn Leiftri frá Ólafsfirði er liðin mættust á Akureyri. Lokatölur urðu 6:0 Leiftri í vil eftir að staðan hafði verið 4:0 í hálfleik. Halldór Guðmundsson og Hafsteinn Jakobsson gerðu tvö mörk hvor og þeir Geir Hörður Ágústsson og Helgi Jó- hannsson sitt hvort markið. Það má því segja að tvö stig hafi farið í vaskinn að þessu sinni hjá Vaski. um leik er hann skoraði í fyrri hálfleik. Leikurinn var annars í jafn- vægi allan tímann og ef eitthvað er þá sóttu Vorboðar meira í fyrri hálfleik en Árroðar í þeim seinni. En það voru sem sagt Vorborðar sem roðnuðu að lokum og töp- uðu leiknum 0:1. Leikmenn Hvatar tóku illa á móti nágrönnum sínum úr HSS og sendu þá heim stigalausa. Ellert Svansson skoraði fyrir Hvöt í síðari hálfleik og þrátt Roðinn sigraði Boðinn Árroðinn - Vorboðinn 1:0 Það var Rúnar Arason sem tryggði Árroðanum sigur í þess- Svarfdælir með sigur „sjálfs(ímark Reynir - Svarfdælir 2:1 Albert Ágústsson var í sviðsljós- inu er Reynir sigraði Svarfdæli með 2:1 í fjórðu deildinni. Albert gerði sér nefnilega lítið fyrir og skoraði með þrumuskoti en það versta við þetta mark var að það var skorað í eigið mark. Svarfdælir voru annars fyrri til að skora í leiknum. Jón Gunn- laugsson skoraði gott mark en Reynir náði að jafna skömmu síðar. Síðan kom sjálfsmarkið góða og reyndist það sigurmark Reynis. Reynismenn fengu þó tækifæri til að auka muninn en Sigurvin Jónsson, markvörður, gerði sér lítið fyrir og varði víta- spyrnu Reynismanna. Fjölmargir kylfingar af öllum flokkum gæða tóku þátt í Akur- eyrarmótinu í golfi sent lauk á Jaðarsvelli á laugardag. Mæðgin- in Inga Magnúsdóttir og Magnús Birgisson sigruðu í mcistara- ílokkunum vcrðskuldað en keppt var í einum flokki kvcnna, þrem- ur flokkum karla og drengja- flokki. Efstu menn urðu þessir: Konur: Inga Magnúsdóttir Jónína Pálsdóttir Auður Aðalsteinsdottir 365 382 413 6 - DAGUR - 18. júlí 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.