Dagur - 27.07.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 27.07.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ASKRIFT KR. 120 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. Minning Davíð Árnason frá Gunnarstöðum Fæddur 6. ágúst 1892 - Dáinn 17. júlí 1983 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Virðingarleysi Á undanförnum árum hefur sárt verið kvartað yfir minnkandi virðingu manna fyrir Alþingi Islendinga og hefur þjóðin verið hvött, allt að því grátbeðin, að sýna því aukna respekt. En er það sanngjörn krafa að öllu óbreyttu? Það skal þó fúslega viðurkennt að með tilkomu sjónvarps hafa umræður stjórnmálamanna tekið á sig prúðari blæ. Hegðan þeirra og orðaval er að mun mennskara, þeir reyna að stilla skap sitt og vera málefnalegri. Hér kann einnig að koma til hve raunverulega lítið ber á milli flokka; stefnuskrár þeirra eru (sem betur fer) keimlíkar. En trúlega kann vissan um að fólkið horfir á ræðumann um leið og það hlustar að vera besti siðbætirinn. Þeir sem ásakaðir eru um virðingarskort eiga sér þó málsbætur. Það eykur ekki virð- ingu manna fyrir pólitík yfirleitt hve flokks- ræði er mikið. „Góður" flokksmaður má ekki vera andlega sjálfstæður, hann verður að lúta flokkslínu og fylgja henni. Þingmaður sem hreyfir andmælum opinberlega, hvað þá ef hann greiðir atkvæði gegn meirihluta flokks- bræðra, er ekki líklegur til langlífis né vin- sælda innan hringsins: „Sérskoðanir verða ekki liðnar, “ sagði kunnur foringi eitt sinn. Annað sem sljóvgar virðingu manna fyrir Alþingi er sú rótgróna trúarhefð að stjórnar- andstöðu beri alltaf og ævinlega að vera á móti öllu sem stjórn segir og gerir og svo öfugt. En báða aðila kann að henda að taka þessi bannfærðu mál hinna upp sjálfir og bera fram til sigurs sem sín eigin! Þannig er margs að gæta. Menntun þingmanna er ekki lengur meiri en annarra, höfðingjadekur hefur minnkað með batnandi efnahag og upplýsing almennings, - þjóðin er orðin þroskaðri en áður. Og sé um sök einhverra að ræða í virð- ingargengisfalli Alþingis hygg ég orsaka sé engu síður að leita innan dyra en utan þar við Austurvöll. Landnýting, landvernd Eitt höfuðvandamál þjóða er þörfin á nýtingu landgæða annars vegar og verndun lands hins vegar. Hérlendis hafa um þessi mál orðið harðari átök en nokkur önnur. En þetta er til- tölulega nýtt vandamál. Tæknin var lengst af ekki það mikil að hætta væri á ferð, það var þá helst ofbeit og eyðing skóga en náttúran sjálf var löngum mesti skaðvaldurinn. Síðan tók við mannvirkjagerð; jafnvel með frum- stæðum tækjum gátu vegamenn valdið sárs- aukavekjandi spjöllum með vali vegarstæðis og poti sínu í hvern nálægan malarhól. Síma- línur og síðar raflínur voru lagðar hugsunar- laust yfir hvað sem fyrir var. Tillitsleysi fram- kvæmdaaðila hefur löngum verið ríkt. Þó kastar fyrst tólfunum er hin mikilvirku tæki gerðu stórvirkjanir mögulegar. Orku er þörf, vatnsföllin geyma hana. Þá er að meta: Vilj- um við fórna þessum foss (fegurðargildi) eða þessu engja- og/eða beitarlandi (notagildi) fyrir orkuver? Við verðum að virkja stórt og byggja mikið og færa þær fórnir sem það óhjákvæmilega krefst. Skylda okkar er þá sú að spilla sem allra minnstu og ganga þannig frá að ekki valdi sársauka, innanlandsófriði og óbætan- legum spjöllum á sérkennum lands, sögu- minjum og yfirskyggðum stöðum. k. Um þessar mundir er til moldar borinn í Reykjavík Davíð Árna- son, fyrrverandi útvarpsstarfs- maður, níutíu og eins árs að aldri. Hann var fæddur að Gunnars- stöðum í Þistilsfirði 6. ágúst 1892 og þar var heimili hans fram á fullorðinsár. Foreldrar hans voru Árni Davíðsson bóndi og Arn- björg Jóhannesdóttir kona hans. Hann lauk búfræðinámi frá Hvanneyrarskóla árið 1913. Árið 1916 hóf hann búskap á Gunnars- stöðum í tvíbýli við Jóhannes bróður sinn. Jafnframt var hann sýslubúfræðingur og trúnaðar- maður Ræktunarfélags Norður- lands í Norður-Þingeyjarsýslu. Árið 1916 giftist hann Þórhöllu Benediktsdóttur Árnasonar frá Hallgilsstöðum á Langanesi. Hún andaðist árið 1921. Börn þeirra voru, Arnbjörg, fædd 1917, húsfrú í Kópavogi, Benedikt, fæddur 1918, skrif- stofumaður á Kópaskeri, og Sigþrúður, fædd 1919, búsett í Danmörku. Árið 1925 flutti hann til Reykjavíkur og gerðist raf- virki. Árið 1928 kvæntist hann Þóru Steinsdóttur, Björnssonar á Narfastöðum í Borgarfirði. Hún er fædd 1902 og er kennari að mennt. Börn þeirra eru, Þórhalla, kennari, fædd 1929, Þóra, kennari, fædd 1932 og Aðal- steinn, cand. mag. fæddur 1939. Eina dóttur, Steinunni, misstu þau á barnsaldri. Davíð gerðist starfsmaður Ríkisútvarpsins er það hóf starf- semi árið 1930 og var magnara- vörður í útvarpsstöðinni til ársins 1938. Þá var byggð endurvarpsstöð á Eiðum og var Davíð stöðvar- stjóri til ársins 1952. Þá varð hann stöðvarstjóri við endur- varpsstöðina, sem var byggð í grennd við Akureyri, og starfaði þar til ársins 1963, er hann hætti störfum í október það ár. Á meðan endurvarpsstöðin var í byggingu bjuggu þau Davíð og Þóra ásamt börnum sínum í grennd við heimili okkar Guð- rúnar konu minnar og dró þá fljótt til góðra kynna okkar á milli, enda var Davíð sveitungi okkar beggja og móðurbróðir Guðrúnar. Þessi kynni voru okk- ur mikill ávinningur og hafa orð- ið okkur ógleymanleg, enda átt- um við margar' góðar stundir á heimili þeirra hjóna í endur- varpsstöðinni. Davíð var myndarlegur maður í sjón, mikill á velli með höfðing- lega reisn í fasi, léttur í máli og viðræðugóður, en þungur á báru ef honum fannst andúð viðeig- andi. Hann var gæddur góðri greind og fjöllesinn, áhugasamur um þjóðmál, þó að ekki gerðist hann þátttakandi á því sviði. Hann var einarður og ákveð- inn í skoðunum og róttækari með aldrinum. Sambúð þeirra Davíðs og Þóru var með miklum ágætum, þau áttu mörg sameiginleg áhugamál og ekki skorti þau umræðuefni, því að Þóra er bráðgreind og fróð um menn og málefni. Mér eru minnisstæðar margar gleðistundir sem ég og fjölskylda mín áttum á hinu fallega heimili þeirra hjóna, ekki síst er við komum þangað í árlegt jólaboð. Davíð settist þá við orgelið og lék undir almennan söng barna og fullorðinna og söng sjálfur með einhverri þeirra hreimfegurstu og þróttmestu bassarödd sem ég hefi heyrt. Og börnin voru ekki utanveltu í þessum fagnaði. Davíð stóð fyrir því að farið var í margs kon- ar leiki með söngvum eða án þeirra og hann átti gleði og létt- leikakennd, sem allir hrifust af. Nú þegar hann er allur finn ég til þess að við höfum átt margt ósagt og sakna þess að leiðir okk- ar hafa ekki legið saman síðustu árin. Við hjónin og okkar fjölskyld- ur sendum Þóru og börnum hennar hjartanlegar samúðar- kveðjur og þökk fyrir liðnar stundir. Einar Kristjánsson. íslensk hús illa einangruð: Sparaði 47% í hitunarkostnað Hefurðu velt því fyrir þér hvað þú þarft að borga mikið til að hafa sæmilegan hita ■ húsinu þínu? Eða hefurðu velt því fyrir þér hve mikið þú getur sparað ef húsið þitt væri betur einangrað? Hefurðu gert at- hugun á því hve góð einangrun er í húsinu þínu? Þessar spurn- ingar og aðrar viðlíka koma eflaust ekki upp í hugann á hverjum degi. En þegar þarf að gera við eða breyta húsinu þá koma slík mál oft upp. Fyrirtækið Húsaeinangrun sf. hefur sérhæft sig í einangrun húsa. Starfsmenn þess hafa verið á ferðalagi um landið að undan- förnu og gefið fólki kost á að bæta einangrun húsa sinna. Þeir starfsmenn sem blaðið hafði samband við eru Ómar Másson og Stefán Magnússon. Ómar sagði að þeim hefði verið tekið vel hér á Norðurlandi og þó sérstaklega á minni stöðum þar sem ekki væri hitaveita og kynt væri með rafmagni éða olíu. „Það er eins og fólk geri sér betur grein fyrir gildi góðrar einangr- unar á þessum stöðum þar sem orkureikningurinn skiptir veru- legu máli,“ sagði Omar. „Það sem við bjóðum fólki upp á er að sprauta kurlaðri steinull í öll holrúm sem ekki eru einangr- uð og getur verið um verulegan sparnað á rafmagni og olíu að ræða.“ Blaðamaður bað um dæmi. „Ég get nefnt dæmi sem eru næsta ótrúleg en eru þó sönn. Eitt þeirra er að húseigandi keypti 47% minni orku eftir að búið var að einangra húsið hjá honum. Tölur eins og 25% sparn- aður eru algengar." - Hvað er það sem helst þarf að einangra í húsum? „Það eru loftin. Það er algert frumskilyrði fyrir orkusparnaði að loft séu vel einangruð. Hins vegar erum við mikið að fást við eldri hús sem voru einangruð með mó og torfi sem síðan með tímanum þornar og duftast og sígur niður í veggjunum þannig að veggirnir standa eftir algerlega óeinangraðir. Þessi holrúm valda einnig kuldum í húsum en þessi holrúm fyllum við á einfaldan og varanlegan hátt.“ - Er einangrun í húsum á ís- landi ábótavant? „Það er óhætt að segja það. Tölur sem oft eru notaðar segja að 80-90% húsa á íslandi séu ekki nógu vel einangruð og jafn- vel ný hús eru ekki undanskilin. Yngsta húsið sem við höfum fengist við var byggt 1981,“ sagði Ómar að lokum. 4 - OAGUR - 27. julí1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.