Dagur - 07.06.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 07.06.1985, Blaðsíða 12
12 — DAGUR - 7. júní 1985 ,Ég þarftvöfcdda vinnu Éaðná enditm saman“ Vilborg Guðmunds- dóttir vinnur hjá súkkulaðiverksmiðj- unni Lindu á Akur- eyri, hennar verka- lýðsfélag er Iðja, félag verksmiðjufólks. Vil- borg hefur unnið hjá Lindu í fjögur ár,en hafði unnið í Krist- jánsbakaríi í sex ár. Hún hefur því unnið úti í tíu ár, en var áður heimavinnandi húsmóðir. Þegar Vil- borg hófstörfí Lindu fékk hún vinnu sína í bakaríinu metna til starfsaldurs þannig að hún hóf ekki störf á byrjunarlaunum. Nú hefur Vilborg náð hœsta taxta sem náð verður hjá Iðju, utan þess að til kemur leng- ing á orlofi eftir tíu og fimmtán ára starf. Mánaðarlaun Vil- borgar eftir tíu ára starf eru 14.950 krónur. Vinnutíminn er frá klukkan sjö á morgnana og til rúmlega þrjú á daginn. Matarhlé er hálf- tími og fimmtán mínútur í morgunkaffi. Pásur eru í fimm til tíu mínútur klukkan ellefu og tvö. „Ég vinn uppi á loftinu og er mest við að baka ískex og pakka ýmsu sælgæti frá verk- smiðjunni. Petta geta verið margvísteg störf en byggjast mikið til á færibandavinnu. Sh'k vinna er andlega slítandi. Að standa lengi við færiband er bæði erfitt og þreytandi og til að byrja með varð ég sjóveik af því, ef svo má segja. Ef við erum settar á færibandið klukk- an sjö á morgnana þá komumst við ekkert frá til klukkan níu, nema fá einhverja aðra til að leysa okkur af. Mér finnst þetta allt of langur tími í einu að standa við færiband." - Ég veit ég þarf ekki að spyrja, Vilborg, en geri það samt, hvernig gengur að lifa af þessum launum? „Mér finnst það ekkert líkt hversu miklu erfiðara mér þykir að lifa af þessum launum núna, heldur en fyrir tíu árum, en þá vann ég sams konar vinnu. Við erum þrjú í heimili, en vorum fjögur til fimm eftir ástæðum það er mikið erfiðara að kaupa alla hluti í dag. Ég er fyrirvinna heimilis og það er ekki mögu- leiki á að sjá því farborða með þessari vinnu einni, svo að ég skúra einnig í Menntaskólan- um. Þar skúra ég um þrjú hundr- ■ uð fermetra og launin eru tæp- ar tíu þúsund krónur." - Vinnudagurinn er þá langur? „Já, hann er það. Ég er að heiman frá því fyrir sjö á morgnana og kem heim klukk- an fimm til sjö á kvöldin.“ - Helstu kostir vinnu þinnar, Vilborg? „Það er náttúrlega gott að hafa fasta vinnu, maður hefur þó þetta. Ég er ekki í þessari vinnu vegna þess að mér þyki hún svo skemmtileg. Það er nú einu sinni þannig að á þessum aldri hieypur maður ekki í hvaða störf sem er. Ég hef alla tíð verið húsmóðir og aldrei lært neitt. Helstu kostirnir eru kannski þeir að hér er alltaf vel tekið í það ef við þurfum að skreppa frá. Hér er góður andi og okkur er gerður dagamunur, til dæmis á bolludaginn og fyrir jólin. Mér finnst fólkið ekki nógu ákveðið í að fá leiðréttingu á sínum launum. Flestar konurn- ar hér eru giftar og eru ekki aðalfyrirvinnur heimilanna. Það er allt annað að þurfa að útvega allar tekjur heimilisins einn og það á þessum launum. Það er ævintýri líkast að geta ekki framfleytt þriggja manna fjöl- skyldu með þessum tekjum.“ - Hvað um launamismun milli karla og kvenna? „Ég veit ekki hvað karl- mennirnir hér hafa í laun, en það vita allir um þann launamis- mun sem viðgengst á milli karla og kvenna. Fyrirtækið á að leggja okkur til sloppa, en það gerir það ekki, við fáum einungis svuntu. Karl- mennirnir fá hins vegar öll sín hlífðarföt, auk þess sem þrifið er af þeim, en við þurfum sjálf- ar að þrífa okkar föt. Kristín Hjálmarsdóttir formaður Iðju er búin að koma hingað og tala um þetta, en það hefur ekkert gerst.“ - Hefur þú tekið þátt í starf- semi verkalýðsfélags þíns? „Nei, það hef ég aldrei gert, aldrei reynt það.“ - Hefurðu trú á að það geti gert eitthvað til að bæta ykkar kjör? „Já, ég hef trú á mínu verka- lýðsfélagi, ég hef alltaf fengið greið svör þegar ég hef leitað til þess. En verkalýðsforystan mætti standa sig mikið betur við að fá laun lægst launaða fólksins hækkuð." - Ef við víkjum þá að lokum að skúringunum í MA? „Það er ágætt starf, það er borgað eftir uppmælingu og er vel borgað. Við ráðum okkur mikið til sjálfar og mér finnst það stundum léttir að fara í skúringarnar þó þær séu erfið- ar, mér finnst stundum í þeim ákveðin hvíld. Það er hins vegar mjög leitt að atvinnuleysissjóður er misnot- aður að mínu mati, hvað okk- ur skúringakonurnar varðar. Mér finnst að ekki eigi að við- gangast að skúringakonur taki úr atvinnuleysissjóði yfir sumar- mánuðina, því að þær konur sem vinna aðra vinnu fá ekki úr þessum sjóði, þó svo þær borgi í hann til jafns við hinar.“ Bera urðum skin og skúr, skilningsþurrð og trega. Pó hefur snurðum okkar úr undist furðulega. Ólafur Briem timburmeistari á Grund í Eyjafirði var skáld gott eins og sumir afkomendur hans. Ekki veit ég hvort hann hefur átt eftir að byggja fleiri kirkjur, þegar hann orti þessa vísu: Hefi ég af hendi leyst hitt og annað smíði. Guðs hef ég átta glugghross reist. Góðir prestar ríði. Silkispjara sólin rara sín með ber augu. Hún ætti bara að fara að fara að fá sér gleraugu. Enn skýtur upp vísu sem ég heyrði strákur og mun hún komin til ára sinna og ekki er hún neinn engla- söngur. Nauðaljóta nefið dró niftin byrði Grana. Ógift stðan út af dó, enginn vildi hana. Sigfús Steindórsson, Sauðárkróki kvað svo fyrr á árum um bændurna og kreppuna: Bændur í bankana fara, biðja um lán til að hjara. Á þá stjórarnir stara stingandi augum og svara: Flaskan mín er gæðagull, glatt mig hefur oft í sinni. Við skulum bæði vakna full vina mín, í eilífðinni. Brynjólfur Sigtryggsson kvað er hann frétti af afrekum nýrra vís- inda: Þið eigið að spara og spara, spenna ólina bara og þræla það sem þið getið þó það sé einskis metið. Nú er flestu búin bót, bráðum engir deyja. Vesöl kerling voða Ijót verður yngismeyja. Þá kemur vísa sem eignuð var Helga Stefánssyni á Kljáströnd. Lýsir hún augnaráði konu nokkurr- ar. Lærði ég vísuna í æsku. Úteyg, túteyg er að sjá, oteyg, voteyg líka. Flenneyg, glenneyg faldagná, flaseyg, glaseyg píka. Til að bæta lítillega fyrir ofanritað orðbragð, birti ég nýorta vísu: Þegar gengur manni mót margt sem framgang tefur hýrlegt bros frá blíðrí snót byr í seglin gefur. Þá koma tvær brennivínsvísur. Óvíst er um höfunda þeirra, eins og svo margra vísna sem lengi hafa verið á flakki. Fulla af táli faðma ég þig flaskan hála og svarta. Þú sem bálið brennir mig, bæði sál og hjarta. Jón Þorfinnsson kvað þessa vísu, sýnilega þá unaðsstund var að ljúka. Nótt að beði sfgur senn, sofnar gleði á vörum. Máski við kveðum eina enn áður en héðan förum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.