Dagur - 12.05.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 12.05.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, mánudagur 12. maí 1986 86. tölublað OPUS - Bókhaldshugbúnaður BOS - Bókhaldshugbúnaður LAUM - Launaforrít AGNES - Sjávarútvegshugbúnaður Tölvutæki sf. Gránufélagsgötu 4, 2. hæð • Akureyri ■ Sími 96-26155 Slökkviliðsmenn að störfum í Skipasnuöastöðinni Vör sl. föstudag. Mynd: KGA. Helgarskákmótið í Hrísey: Eldur í Vör hf.: Neisti í vinnu- galia orsökin - Hefur engin áhrif á starfsemina segir Hailgrímur Skaptason. Húsavík: Skorað á séra Jón - að gefa kost á sér sem sóknar- prestur á staðnum Séra Björn H. Jónsson á Húsa- vík hefur lýst því yfír að hann muni segja upp embætti sínu þann 1. júní nk. í framhaldi af því hafa tvær konur á Húsavík dreift undir- skriftalistum í bænum með svo- hljóðandi yfirskrift: „Við undir- rituð sóknarbörn Húsavíkur- prestakalls biðjum þig séra Jón A. Baldvinsson að sækja um sem eftirmaður séra Björns H. Jóns- sonar. Það er trú okkar að þú fengir fylgi í kosningum.“ Margir hafa þegar skrifað und- ir þessa áskorun, en listarnir liggja m.a. frammi í matvöru- verslunum, á sjúkrahúsinu, Fisk- iðjusamlaginu og á bensínstöðv- um. „Það er eftirsjá af séra Birni, hann hefur reynst okkur góður og traustur," sagði kona sem fyrir þessari áskorun stendur aðspurð um ástæðu hennar. „Við höfum áhuga á að fá séra Jón sem eftirmann Björns. Við höfum trú á þessum manni, höfum heyrt vel af honum látið sem sjúkrahúss- presti í London, sem manneskju og sem sóknarpresti í Kinn.“ „Mér er algjörlega ókunnugt um þessa undirskriftalista og þeir eru ekki komnir frá neinum sem standa mér nærri,“ sagði Jón A. Baldvinsson prestur í London er Dagur ræddi við hann í gær. Jón sagðist ekki hafa hugsað þetta mál og vildi því ekki láta hafa neitt frekar eftir sér að sinni um það. IM/gk-. Jón L. Jón L. Árnason og Sævar Bjarnason urðu jafnir og efstir á Helgarskákmótinu í Hrísey sem lauk síðdegis í gær. Þeir hlutu báðir 6 vinninga en Jón L. telst þó sigurvegari þar sem hann hlaut fleiri keppnisstig. í 3. sæti varð Guðmundur Sig- urjónsson, Gylfi Þórhallsson sigraði varð í 4. sæti og Ásgeir Pór Árna- son (bróðir Jóns L.) varð í 5. sæti. Þeir hlutu allir 5'/2 vinning en stigin réðu endanlegri röð eins og hjá Jóni og Sævari. Jón og Sævar sigruðu báðir í skákum sínum í 7. og síðustu umferð. Jón L. vann þá Guð- mund Sigurjónsson en Sævar vann Dan Hansson. BB. „Samkvæmt því sem rann- sóknarlögreglan kemst næst, má rekja brunann til neista sem leyndist í vinnugalla manns, sem var að vinna við rafsuðu rétt áður en eldurinn kom upp,“ sagði Hallgrímur Skaptason framkvæmdastjóri hjá Vör h/f, en þar kom upp eldur um hádegisbil á föstu- daginn. Hallgrímur sagði að þetta óhapp hefði ekkert að segja hvað varðaði áframhaldandi vinnu hjá fyrirtækinu. „Við lokuðum þessu strax seinni part föstudags og höfum verið að henda því sem er ónýtt og hirða það sem er nýti- Það á ekki af togurum Útgerð- arfélags Skagfírðinga að ganga þetta árið. Enn eitt bilanatil- felli kom upp aðfaranótt föstu- dags er togarinn Skafti var á heimleið frá veiðum. Klukkan 4 um nóttina þegar skipið var statt 12-14 mílur norð- vestur af Skaga, kom upp bilun í aðalvél skipsins. Að sögn Sverris Kjartanssonar skipstjóra var ekki um annað að ræða en drepa strax á vélinni. Sæmilegt veður var á þessum slóðum og skipið ekki í neinni hættu. Sigurbjörg frá Ólafsfirði sem einnig var á heimleið, var skammt undan og dró Skapta til Sauðárkróks. Ekki verður vitað fyrr en næstu daga hversu alvarleg bilunin er, legt. Það er verið að meta tjónið og vinna hófst strax í morgun," sagði hann. Hallgrímur taldi að búið yrði að lagfæra skemmdirnar fyrir hvítasunnu, en ómögulegt væri að segja hversu mikið tjón hefði orðið. „Þetta var lítill eldur og við sluppum vel, enda var ekkert þarna sem gat brunnið. Það er mest sót og önnur óhreinindi sem komu af reyk og þeim litla eldi sem var laus sem þarf að þrífa,“ sagði Hallgrímur. 6. mars 1980 kom upp mikill eldur í skipasmíðastöðinni Vör og urðu mjög miklar skemmdir á fyrirtækinu. gej- eða hvort sveifarásinn er illa farinn, en Sverrir kvað öruggt að skipta þyrfti um legur og jafnvel einn stimpil í vélinni. Matsmenn frá tryggingum komu á laugar- daginn til að meta tjónið. Skafti kom með 125 tonn af fiski, mestmegnis grálúðu og karfa. Ekki þarf að orðlengja hversu bagalegt það yrði fyrir útgerðina og aðila í fiskvinnslu hér um slóðir, ef Skapti verður lengi frá veiðum. Hegranesið er nú einn togara Útgerðarfélags Skagfirðinga á veiðum, en eins og kunnugt er, er Drangey í Þýskalandi vegna breytinga og verður ekki mætt á veiðar fyrr en í júlí. þá Sauðárkrókur: Skafti frá veiðum vegna bilana Verulegar breytingar á 6 „Japanstogurum" boðnar út: „Ég reikna með að við bjóðum í þetta í eigin nafni“ „Ég reikna fastlega með að við gerum tilboð í breytingarnar á þessum skipum,“ sagði Gunn- ,ar Ragnars forstjóri Slipp- stöðvarinnar á Akureyri er við spurðum hann hvort Slippstöð- in myndi gera tilboð í breyting- ar á 6 japönskum togurum, en útboðsgögn voru afhent fyrir helgina. Um er að ræða togara frá Fá- skrúðsfirði, Vestmannaeyjum, Hnífsdal, Ólafsfirði og Vopna- firði, og miðast útboðið við að boðið verði í vinnu við alla togar- ana. Hér er um mjög stórt verk- efni að ræða, en lengja á skipin, skipta um vélbúnað, skrúfubún- að og gíra, endurnýja vinnslu- búnað á millidekki og fleira. Rætt hefur verið um að skipa- smíðastöðvarnar hér á landi muni standa saman að tilboða- gerð að einhverju leyti. Við spurðum Gunnar hvort Slipp- stöðin yrði í einhverju slíku sam- starfi. „Það hefur ekkert verið talað um það og er ekki útilokað, þótt ég reikni frekar með því að við bjóðum í þetta í eigin nafni. Hér er um að ræða verk sem við þekkjum vel til og höfum reynslu í að vinna og ég held að við stöndum alls ekki illa að vígi,“ sagði Gunnar, en reiknað er með að vinna við breytingarnar á tog- urunum eigi að hefjast í haust. Fyrir helgina var gengið frá nýju verkefni Slippstöðvarinnar á togaranum Heimaey frá Vest- mannaeyjum. Að sögn Gunnars á að endurnýja vistarverur skip- verja og rafleiðslur auk þess sem „perustefni" verður sett á skipið. Gunnar sagði að hér væri um mikið verk að ræða og gott verk að því leyti að um mikla vinnu væri að ræða fyrir trésmiði og raf- virkja. gk-. Stálvíkin: Fullfermi á tveim dögum Stálvíkin, einn af togurum Siglfírðinga kom til heima- hafnar í gærmorgun með full- fermi, 110 tonn af þorski eftir aðeins tvo sólarhringa á veið- um. Afli þessi fékkst í Reykja- fjarðarálnum og hefur fengist þar mjög góður afli að undan- förnu. Stálvíkin fór til veiða kl. 7 á fimmtudagskvöld og kom til hafnar kl. 7 í gærmorgun. Tók það togarann því aðeins hálfan sólarhring að komast á miðin og til hafnar aftur. -KK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.