Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						2 - DAGUR - 12. maí 1986
WBfflR
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 40 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
FRÉTTASTJÓRI:
GYLFI KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN,
GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON,
KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
JeiðarL
Vímulaus æska
Sú umræða sem fram hefur farið að undanförnu um
vímuefni og neyslu þeirra hefur vakið marga til
umhugsunar um stöðu þessara mála hér á landi í
dag. Áfengisneysla hefur tíðkast hér frá því landið
byggðist og er engan veginn ný af nálinni. Útilokað
er að meta hvað sú neysla, ásamt fylgikvillum og
afleiðingum, hefur kostað okkur í peningum né
heldur hvað hún á eftir að kosta í framtíðinni.
Ógæfa þeirra einstaklinga sem eru ofurseldir
áfenginu og þau slys og hörmungar sem oft á tíð-
um fylgja neyslunni verða hins vegar aldrei metin
til fjár. Mörg félagasamtök hafa unnið mikið og
gott starf í baráttunni gegn áfengisneyslunni og
orðið nokkuð ágengt. En betur má ef duga skal.
Hvað fíkniefnaneyslu varðar hafa íslendingar
lengi lifað í þeirri trú og von að það vandamál yrði
aldrei landlægt hér. Fréttir af stórfelldum fíkniefna-
innflutningi og aukinni afbrotatíðni, sérstaklega í
Reykjavík, hafa þó opnað augu almennings fyrir
því að engin þjóð er óhult gagnvart ógnvaldinum.
Ef einhverjir hafa samt sem áður velkst í vafa, hef-
ur væntanlega runnið upp fyrir þeim ljós á miðviku-
dagskvöldið þegar sjónvarpið sendi út þátt sem
bar heitið „Vímulaus æska." Þar var brugðíð upp
eftirminnilegum svipmyndum af fórnarlömbum eit-
urlyfjanna og sjónvarpsáhorfendur leiddir eitt
andartak inn í undirheima þar sem lög og reglur
þjóðfélagsins eru úr gildi fallin en frumskógarlög-
málið ræður ríkjum og lífið snýst um „næsta
skammt".
Sífellt hefur sigið á ógæfuhliðina á undanförnum
árum en ástandið á örugglega eftir að versna.
Reynsla grannþjóðanna bendir til þess. Þótt í óefni
sé komið er betra seint en aldrei að spyrna við fót-
um og takast á við vandann.
Verkefnin eru mörg og stór. Forvarnirnar eru
mikilvægastar og þar hafa foreldrarnir mest að
segja. Með því að ræða við börn sín um þessi mál,
fræða þau um skaðsemi vímuefna á fordómalausan
hátt og vinna trúnað þeirra geta foreldrar átt stór-
an þátt í að afstýra ógæfunni. í skólum þarf að stór-
efla fræðslu um vímuefni og skaðsemi þeirra og
íþrótta- og æskulýðsfélög og önnur félagasamtök
skipa mikilvægan sess í forvarnastarfinu með því
að sjá börnum og unglingum fyrir heilbrigðri
dægrastyttingu af ýmsu tagi.
Sú opinskáa umræða sem fram hefur farið er af
hinu góða. Vandinn er að nokkru leyti skilgreindur
og nú þarf að taka á honum og leysa hann að svo
miklu leyti sem hægt er. Brýnt er að veita þeim ein-
staklingum, sem ánetjast hafa eiturlyfjum, með-
ferð við hæfi, ekki bara „afeitrun", heldur áfram-
haldandi meðferð og stuðning þegar þeir snúa aft-
ur út í daglega lífið. Þá er mjög nauðsynlegt að
stemma stigu við innflutningi eiturlyfja með öllum
tiltækum ráðum og torvelda aðfengi þeirra svo sem
hægt er. Til þess þarf að margfalda löggæsluna,
herða refsilöggjöfina stórlega og greiða leið mála í
gegn um dómskerfið. Allir verða að leggjast á eitt
og ekkert má til spara. Sjúkdómurinn er það alvar-
legur að aðgerðin þolir enga bið.            BB.
_viðtal dagsins.
Ásgeir og Sigurpáll, nýkomnir úr Danmerkurferð:
„Það vantar
alveg fjöllin"
í haust komu nemendur frá
Álaborg í Danmörku í heim-
sókn til tlúsavíkur. Álaborg er
vinabær Húsavíkur og var
nemendum níunda bekkjar
gagnfræðaskólans boðið að
endurgjalda heimsóknina en í
haust gistu ungu Danirnir á
heimilum þeirra. Þann 28.
aprfl fóru 34 nemendur ásamt
fjórum fararstjórum til Dan-
merkur, þau komu heiin al'tur
3. maí og voru mjög ánægð
með ferðalagið. Einn farar-
stjóranna sagði að framkoma
unglinganna í ferðinni hefði
verið hreint til fyrirmyndar en
við skulum heyra hljóðið í
tyeim af ungu ferðalöngunum
Ásgeiri Sæmundssyni og Sig-
urpáli Aðalsteinssyni.
- Ásgeir þið fóruð ekki beint
til Danmerkur.
„Nei, við notuðum ferðina og
kepptum í blaki fyrir sunnan.
Bæði A og B liðin okkar unnu og
fóru létt með það, en stelpurnar
töpuðu. Á laugardaginn förum
við til Egilsstaða og keppum um
íslandsmeistaratitilinn í þriðja
flokki."
- Gerðuð þið fleira en keppa í
blaki í Reykjavík?
„Já, við fórum á Músíktilraun-
ir í Tonabæ, það var rosalega
gaman. Greifarnir frá Húsavík
voru valdir besta hljómsveitin."
- Svo farið þið út, hvert var
farið fyrst?
„Við flugum til Kaupmanna-
hafnar og fórum síðan með lest
til Álaborgar."
Þetta var fyrsta utanlandsferð
margra nemendanna, Sigurpáll
hafði ekki komið út áður en
Ásgeir hefur ferðast talsvert,
báðum fannst þeim rosalega
gaman.
- Gistuð þið hjá sömu
krökkunum sem voru hjá ykkur í
haust?
„Sumir en ekki allir því í haust
komu bara 20 krakkar frá
Álaborg hingað, það var gaman
að hitta þau aftur."
- Hvernig gengur ykkur að
tala dönskuna?
„Ágætlega, sumir töluðu ensku
með."
- Finnst ykkur krakkarnir búa
öðruvísi í Danmörku en hér eða
hafa aðrar aðstæður?
„Nei, þetta er mjög líkt nema
þau geta keypt bjór og gera það
flest."
- Mega sextán ára krakkar í
Danmörku kaupa bjór og drekka
þau sterkan bjór?
„Ég veit ekki hvert aldurstak-
markið er og veit ekki hvað bjór-
inn er sterkur, smakkaði hann
ekki, en þessu tók ég mest eftir
að krakkarnir voru meira með
bjór en vín. Þetta er öðruvísi en
hér heima."
þið
Dan-
- Hvað  gerðuð
mörku?
„Við fórum í skoðunarferðir,
skoðuðum marga skóga og kom-
um á nyrsta punktinn í Dan-
mörku. Við sáum kirkju sem var
komin á kaf í sand aðeins turninn
stóð upp úr.
Ég held samt að skemmtilegast
hafi verið að fara í tívolí í
Álaborg. Það var tekið mjög vel
á móti okkur og allir voru sér-
staklega kurteisir."
- Hvaða álit hefur þú á svona
vinabæj artengslum?
„Það er gaman að fá krakkana
í heimsókn og að heimsækja þau
og kynnast þeim. Kannski skrif-
ast einhverjir á."
- Hvernig fjármögnuðuð þið
ferðalagið?
„Við vorum búin að safna 300
þús. í ferðasjóð og bærinn styrkti
okkur um 400 þús. Við vorum
búin að halda diskótek í vetur og
unnum eina helgi í rækjuvinnsl-
unni fyrir ferðasjóðinn. Gjald-
eyrinn borguðum við svo sjálf og
gistingu í Reykjavík."
Ásgeir borgaði ferðakostnað
sinn af sumarkaupinu í fyrra en
Sigurpáll fékk peninga hjá
pabba.
- Sigurpáll hvað fannst þér
skemmtilegast í ferðinni?
„Að fara í tívolí og dýragarð-
inn. Þetta er flott land en það
vantar alveg fjöllin. Það er svo
hálfvitalegt þegar allt er svona
slétt. Við fórum tvisvar í fótbolta
við krakkana og unnum í bæði
skiptin."
- Var eitthvað talað um Euro-
vision við ykkur í Danmörku?
„Ég heyrði aldrei talað um það
hjá krökkunum. Við komum
heim sama kvöldið og keppnin
var svo við misstum af henni."
- Hvernig var veðrið úti?
„Alveg ofsalega gott, hitinn
var frá 23 stigum niður í 17 á dag-
inn en svo var kaldara á nóttunni.
Það var kalt að koma heim eftir
þetta, vont að koma út úr flugvél-
inni í sumarfötunum."
- Fannst ykkur þið læra eitt-
hvað á ferðinni?
„Já, svolítið í dönsku og af að
sjá landslagið þarna. Gaman að
koma inn á heimilin og sjá hvern-
ig fólkið hefur það. Ég sé ekki
eftir að hafa farið þetta. Sumir
krakkarnir höfðu verið smeykir
við að þurfa að vera í heimahús-
um en svo voru allir ánægðir með
ferðina.
Ég hef ekkert um ferðina að
segja nema allt gott og blessað."
IM
Mynd: IM
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12