Dagur - 12.05.1986, Blaðsíða 4

Dagur - 12.05.1986, Blaðsíða 4
4-DAGUR-12. maí 1986 á Ijósvakanum. ijónvarpi MÁNUDAGUR 12. maí 19.00 Þumalína. (Dáuemlinchen). Þýsk teiknimynd gerð eftir ævintýri H.C. Andersens. 19.25 Á hjóli - Endursýn- ing. Mynd sem sjónvarpið lét gera 1985 um hjólreiðar og hvers ungum hjólreiða- mönnum ber að gæta í umferðinni. 19.50 Fréttaágríp á tákn- máli. 20.00 Fréttir og vedur. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Poppkorn. Tónlistarþáttur fyrir tán- inga. Gísli Snær Erlingsson og Ævar Örn Jósepsson kynna músíkmyndbönd. Stjóm upptöku: Friðrik Þór Friðriksson. 21.10 íþróttir. Umsjónarmaður: Bjarni Felixson. 21.45 Ó, mín flaskan friða. (Yr Alcoholig Llon). Velsk sjónvarpsmynd. Höfundur og leikstjóri Karl Francis. Aðalhlutverk: Dafydd Hywel, Elumed Jones, Gwenllian Davies. Myndin gerist í námubæ í Wales. Aðalpersónan er drykkju- maður sem verður sífellt háðari áfengi. Hann missir fjölskyldu sína, atvinnu, vini, söngrödd og loks sjálfsvirðingu áður en hann sér villu síns vegar. Þýðandi: Kristmann Eiðs- son. 23.35 Fréttir í dagskrárlok. I'rás 7i MÁNUDAGUR 12. maí 11.30 Stefnur. Haukur Ágústsson kynnir tónlist. (Frá Akureyri). 12.00 Dagskrá • Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Sam- vera. Umsjón: Sverrir Guðjóns- son. 14.00 „Miðdegissagan: „Hljómkvidan eilífa" eftir Carmen Laforet. Sigurður Sigurmundsson les þýðingu sína (9). 14.30 íslensk tónlist. 15.15 í hnotskurn - Sagan af Mario Lanza. Umsjón: Valgarður Stef- ánsson. Lesari með honum: Signý Pálsdóttir. (Frá Akureyri). (Endurtek- inn þáttur frá laugardags- kvöldi). 15.45 Tilkynningar • Tón- leikar. 16.00 Fréttir • Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Síddegistónleikar. 17.00 Barnaútvarpið. Meðal efnis: „Bróðir minn frá Afriku" eftir Gun Jacobson. Jónína Stein- þórsdóttir þýddi. Valdís Óskarsdóttir les (3). Stjórnandi: Kristín Helga- dóttir. 17.40 Úr atvinnulífinu - Stjómun og rekstur. Umsjón: Smári Sigurðsson og Þorleifur Finnsson. 18.00 Á markaði. Fréttaskýringaþáttur um viðskipti, efnahag og at- vinnurekstur í umsjá Bjarna Sigtryggssonar. 18.20 Tónleikar • Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Örn Ólafsson flytur þátt- inn. 19.40 Um daginn og veginn. Málfríður Sigurðardóttir á Akureyri talar. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka. a. Þjóðfrædispjall. Dr. Jón Hnefill Aðalsteins- son tekur saman og flytur. Lesari: Svava Jakobsdótt- ir. b. Jón í Öxl og móbotn- ótti hrúturinn. Baldur Pálmason les frá- sögn eftir Guðmund Bern- harðsson frá Ástúni. c. Snjóflóðin í Óshlíð 1928. Ágúst Vigfússon tekur saman og flytur söguþátt. Umsjón: Helga Ágústs- dóttir. 21.30 Útvarpssagan: „Ævi- saga Mikjáls K.“ eftir J.M. Coetzee Sigurlína Davíðsdóttir les þýðingu sína (16). 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins • Orð kvöldsins. 22.15 Vedurfregnir. 22.20 Átak í aldarfjórðung. Fyrri hluti dagskrár í tilefni af 25 ára afmæli raannrétt- indasamtakanna Amnesty International. Umsjón: Ævar Kjartans- son. 23.10 Frá tónskáldaþingi. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir tónverk eftir Mörtu Lambertini og Alejandro Iglesias Rossi (verðlauna- verkið). 24.00 Fréttir • Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 13. mai 7.00 Veðurfregnir • Fréttir • Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morgunteygjur. 7.30 Fróttir • Tilkynningar. 8.00 Fróttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Fréttir á ensku. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Eyjan hans múm- ínpabba" eftir Tove Jansson. Steinunn Briem þýddi. Kolbrún Pétursdóttir les (20). 9.20 Morguntrimm • Til- kynningar • Tónleikar, þulur velur og kynnir. 10.00 Fróttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður sem Örn Ólafsson flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forystugrein- um dagblaðanna. 10.40 „Ég man þá tíð“. Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.10 Úr söguskjóðunni - Úr sögu jarðborana á íslandi. Umsjón: Þorgils Jónasson. Lesari með honum: Sigrún Guðmundsdóttir. 11.30 Morguntónleikar. Þjóðleg tónlist frá ýmsum löndum. ]rás 21 MÁNUDAGUR 12. maí 10.00 Kátir krakkar. Dagskrá fyrir yngstu hlustenduma í umsjá Guðríðar Haraldsdóttur. 10.30 Morgunþáttur. Stjórnandi: Ásgeir Tómas- son. 12.00 Hlé. 14.00 Út um hvippinn og hvappinn með Inger Önnu Aikman. 16.00 Allt og sumt. Stjórnandi: Helgi Már Barðason. 18.00 Dagskrárlok. 3ja mín. fróttir kl. 11, 15, 16, og 17. 17.03-18.30 Rikisútvarpið á Akureyri - Svæðisút- varp. 17.03-18.30 Rikisútvarpið á Akureyri - Svæðisútvarp. Priscilla Presley, ekkja Elvis Presley, er orðin ein af Dallas-stjðrnunum. Priscilla er í gifting- arhugleiðingum, þó að það se nú ekki á hreinu ennþá, samkvæmt áreiðanlegustu heimildum. Sá heppni heitir Marco Garibaldi, mun vera frá Brazilíu og vera 30 ára að aldri, mun yngri en Priscilla, segja heimildirnar, hún mun vera fertug. Hann er eini maðurinn í lífi hennar. „Það eru góðar líkur á hjónabandi, ég elska Marco. Hann er öðruvísi en allir sem ég hef þekkt fram að þessu,“ segir Priscilla. Þau hittust snemma á síðasta ári við upptökur á Dallas, en Marco er kvikmyndaframleiðandi. Þau ferðuðust saman til Suður-Ameríku og héldu síðan áfram að hittast af og til eftir heimkomuna. Eins og málin standa í dag, búa þau saman til reynslu, sniðugt fyrirkomulag það. Ef það gengur upp mun gifting koma í kjölfarið. Það er undar- legt fyrir Priscillu að tala um giftingu, á sinn hátt hefur hún alltaf verið Elvis trú. Priscilla og Marco reyna að eyða eins miklum tíma saman og þau geta. Þau hafa bæði áhuga á hrossum og fara oft á útreiðar með Lisu Marie, dóttur Priscillu og Elvis. Áður fyrr var Priscilla á móti því að giftast aftur vegna dóttur sinnar, en nú er hún orðin 18 ára og sjálfstæð og þá getur Priscilla farið að hugsa meira um sjálfa sig. Priscilla segist nú vera tilbúin að gifta sig og hafa fundið rétta manninn í stað rokkkóngsins. Hana dreymdi meira að segja Elvis, þar sem hann lagði blessun sína yfir ást þeirra Marcos. Einn vina Priscillu komst svo að orði: „Ég hef aldrei séð hana hamingjusamari og þau eru bæði í sjö- unda himni þessa stundina.“ Það er víst betra að hafa varann á, því engir eru duglegri við að verða ástfangnir en einmitt stjörnurnar í Hollywood. # Listadans á Dalvík Einungis þrír listar eru í kjöri vlð bœjarstjórnar- kosningarnar á Dalvík í lok þessa mánaðar, B- lísti, D-listl og G-listi, en Alþýðuflokkurinn býður ekkl fram. Framsóknar- menn eru með hreinan meirihluta á Dalvík, 4 bæjarfulltrúa, en hínir flokkarnir þrfr eiga sinn fulltrúann hver. Alþýðu- flokkurinn ákvað ein- hverra hluta vegna að bjóða ekki fram nú en full- trúi þeirra f bæjarstjórn tyllti sér í 4. sætí D- listans. Það sem vekur athygli þegar framboðin eru skoðuð er að Framsókn- arflokkurinn er eini flokk- urinn á Dalvík sem býður fram undir réttu nafni. B- listinn er listi Framsókn- arflokksins, D-listinn er hins vegar „listi sjálf- stæðismanna og óháðra kjósenda* og G-listinn „listi Alþýðubandalags og annarra vinstri manna.“! # Undir fölsku flaggi Ekki þarf mjög greindan mann til að sjá að þeir sem flykkja sér undir listabókstaf Sjálfstæðis- flokksins geta ekki verið „óháðir" kjósendur. Það er útilokað. Enda hefur raunin verið sú að þegar íí DÍ uu óháðir kjósendur hafa boðið fram lista við kosn- ingar einhvers staðar á fandinu, hefur listinn fengið bókstafinn H, I, J, eða K. Allt tal um óháða kjósendur er því blekking. Það sama má segja um G- listann á Dalvfk. Varla fara aðrir vinstri menn en Alla- ballar að flykkja sér undir bókstafinn G, sem er lista- bókstafur Alþýðubanda- lagsins eingöngu. Nú velta Dalvíkingar fyrir sér tilganginum með þessari blekkingu flokk- anna tveggja. Hugsanlega eru þeir að reyna að höfða til breiðari hóps með þvf að skeyta orðum aftan við flokksheltin. Kannski er nafnbreyting sú andlits- lyfting sem D og G-listinn á Dalvík þarfnast... # Burt úr bænum Sumum finnst D-listinn á Dalvík einhæfur. Þrír efstu menn listans eru starfsmenn bæjarins, þar af eru forstöðumenn bæjarstofnana f tveimur efstu sætunum. Það gæti skapað vissa togstreytu við gerð fjárhagsáætlun- ar! Hvað G-listann varðar hvíslaði því Iftill fugl að erfiðlega gengi að halda i frambjóðendurna. Þannig eru a.m.k. tveir frambjóð- endur G-listans um það bil að flytja burt úr bænum...

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.