Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						12. maí 1986-DAGUR-9
„Létt vinna
og þægileg"
segir Valgerður Aðalsteinsdóttir, sem hefur unnið
á Heklu í 20 ár
Við eina saumavélina situr
Yalgerður Aðalsteinsdóttir.
Valgerður er búin að vinna á
Heklu í 20 ár, með hvfldum,
eins og hún orðaði það. Það er
því ekki hægt að tala um við-
vaningsieg vinnubrögð bjá
henni. Valgerður gaf sér tíma
til að líta aðeins upp og spjalla.
Hún var fyrst spurð hvernig
henni líkuðu breytingarnar.
„Mér líkar þær vel, þetta er
létt vinna og þægileg. Þetta eru
auðvitað mikil viðbrigði, en enn
sem komið er er þetta léttara en
það var. Það var oft erfitt að
sauma stakkana og buxurnar,
erfitt að fást við rennilása og þess
háttar."
- Hafiði bónus við þennan
saumaskap?
„Ég veit ekki hvernig verður
með bónusinn, það var hópbónus
og hann var nú æði misjafn. Það
er auðvitað alltaf stefnt að því að
það fari eitthvað ákveðið út, en
við fáum einhvern aðlögunar-
tíma."
- Heldurðu að þú endist hér
20 ár í viðbót?
„Það er allt óákveðið með
framtíðina, ég læt hverjum degi
nægja sína þjáningu. Ég býst
varla við því að verða hér 20 ár í
viðbót."               -HJS
„Er ánægð með að hafa einhverja vinnu," segir Helga Stefánsdóttir, sem
hefur saumað fyrir Sambandið sl. 6 ár.
„Hér eru
allir eitt"
- að sögn Helgu Stefánsdóttur, saumakonu
„Já, hann er mjög góður, það
má segja að hér séu allir eitt."
Helga saumar saman fóðrin í
Valgerði Aðalsteinsdóttur líkar breytingarnar vel, „þetta er léttara," segir hún.
Myndir: KGA.
„Ég er búin að sauma hjá Sam-
bandinu sl. 6 ár. Var í jakka-
saumi fram að áramótum, það
er svipað því sem við erum
með aftur núna," sagði Helga
Stefánsdóttir. Helga brást vel
við beiðni um smá spjall og við
spurðum hana því eins og
Valgerði, hvernig henni líkaði
vinnan.
„Mér líkar þetta mjög vel, sér-
staklega að hafa vinnu. Þetta er
létt og þægileg vinna, maður þarf
ekkert að vera að stressa sig."
- Góður andi á vinnustaðn-
um?
jakkana og setur á þau stroffin og
barmfóður. Hún var spurð hvort
hún saumaði heima líka.
„Nei, ég er alveg hætt því. Ég
gerði það áður, tók þá að mér
verkefni. Það er alveg nóg að
sauma í vinnunni þegar maður er
orðinn svona fullorðinn."
- Þokkalegt kaup?
„Já, það er þokkalegt, við höf-
um haft bónus sem hefur lyft því
aðeins upp. En auðvitað er verk-
smiðjukaup frekar lélegt, það
vita allir."             -HJS
„Góðar horfur
um verkefni"
- segir Arni Gunnarsson, verkstjóri á Heklu
1. maí varð breyting á rekstri
Heklu, eða fatadeildar Iðnað-
ardeildarinnar, eius og það
heitir nú. Gömlu nöfnin,
Hekla, Gefjun og Iðunn hafa
nú verið lögð niður þó fólk
noti þessi nöfn ennþá í daglegu
tali. Blaðamaður og Ijósmynd-
ari Dags brugðu sér í heimsókn
út á Heklu og spjölluðu þar við
starfsmenn.
Verkstjóri á Heklu er Árni
Gunnarsson, hann var spurður
að því hvað verið væri að fram-
leiða núna. „Við erum að sauma
ullarjakka fyrir Icemart, þeir fara
í fríhöfnina og til útflutnings. Við
höfum verkefni í þessu fram að
sumarfríum. Já, já, þetta selst
alltaf, það er ótrúlega drjúg
verslun í ullarvörum, bæði í
Bandaríkjunum og Evrópu."
- Nú hefur verið talað um að
sala á íslenskum ullarvörum hafi
minnkað mikið vegna þess að
þær þykja hallærislegar?
„Það hefur kannski eitthvað
dregið úr sölunni, ég er ekki vel
kunnugur því. Það er í bígerð að
hanna ný snið fyrir þennan
markað, hvenær sem það verður.
Ég er hissa á því að ekki skuli
vera unnið meira ofin efni á Gefj-
un og saumaðir frakkar og
jakkar, svo eitthvað sé nefnt. Það
er hægt að framleiða fyrsta flokks
efni hérna."
- Hvað vinna margir hérna
núna?
„Það var ákveðið að halda
áfram með helminginn af því sem
var og það eru hérna núna 19 Vi.
dagsverk. Áður voru 37 dagsverk
í saumaskap og eitthvað fleiri þar
fyrir utan. Þessi deild tilheyrir nú
ullariðnaðinum, markaðssetning-
in, hönnunin og það allt."
í helmingnum af salnum þar
sem saumað er standa nú vélar
sem breytt er yfir,. Árni var
spurður hvort þessar vélar yrðu
látnar standa ónotaðar til
lengdar?
„Þessar vélar verða hér áfram.
Þetta eru mikið sérhæfðar vélar
fyrir buxur, t.d. til að sauma
rennilása í. Ein af breytingunum
sem varð á rekstrinum er sú að
nú tökum við að okkur verkefni
úti í bæ og það gæti orðið buxna-
saumur og þá notum við vélarn-
ar."
Enginn ACT fatnaður er nú
framleiddur hjá Heklu lengur.
Sagði Árni að svo gæti farið að
Verslunardeildin myndi panta
eitthvað af fötum. „Þeir eru bún-
ir að panta buxur og úlpur frá
Kóreu, en við fáum kannski ein-
hver verkefni frá þeim fyrir
jólin."
- Þegar breytingarnar voru
gerðar hér, urðu þá einhverjir
atvinnulausir?
„Það var öllum boðin vinna, en
það þáðu ekki allir það boð. Það
voru 7 eða 8 konur sem ekki
héldu áfram að starfa innan fyrir-
tækisins. Þetta var auðvitað dálít-
il breyting fyrir þær sem voru að
sauma buxur, það er annað að
sauma úr voð."
- Næg verkefni framundan?
„Já, það eru góðar horfur um
verkefni, en svo er það bara
spurningin hvort við fáum nóg
fyrir framleiðsluna."      -HJS
,;Ótrúlega drjúg verslun í ullarvörum í Bandaríkjunum og Evrópu," segir
Árni Gunnarsson, verkstjóri á Heklu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12