Dagur - 12.05.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 12.05.1986, Blaðsíða 12
★ Profílraðkerfi fyrir borð og skilrúm STRAUMRÁS ÞJÓNUSTA MEÐ LOR- HÁÞRÝSTI- OG RAFMAGNSVÖRUR Furuvöllum 1 • 600 Akureyri • Sími 96-26988 Sveinborg Sl: Eldur út frá Kaupfélag Skagfirðinga: Verulegur halli á sígarettu Aðfaranótt síðastliðins fimmtudags kom upp cldur í rúmdýnu um borð í Svcin- borgu sem lá við bryggju á Siglufirði. Eldurinn kviknaði út frá sígarettu og má það telj- ast hins mesta mildi að skip- verjinn, sem sofnaði út frá sígarettunni logandi, skyldi komast lífs af. Þrír menn voru sofandi um borð þegar eldurinn kom upp og vaknaði skipstjórinn við reykjar- lykt. Hann vakti kokkinn og fór síðan upp í talstöð og lét kaila á slökkvilið. Á meðan setti kokk- urinn á sig reykköfunartæki og sótti skipverjann sem var í klefanum þar sem eldurinn kom upp og kvaðst siökkviliðsstjórinn á Siglufirði, Kristinn Georgsson, telja líklegt að með því hafi kokkurinn bjargað lífi skipsfé- laga síns. Greiðlega gekk að slökkva eld- inn og gat Kristinn þess sérstak- lega í samtali við Dag að eld- varnabúnaður um borð í skipinu hefði verið í mjög góðu standi, bæði reykköfunartæki og hand- slökkvitæki. Þó var ekki búið að koma upp viðvörunarkerfi með skynjurum um borð en það hefur verið keypt og verður sett upp innan skamms. -yk. Á aðalfundi Kaupfélags Skag- firðinga sem haldinn var á dögunum kom fram að veru- legur rekstrarhalli var á síðasta ári, um 23 milij. kr. og auk þess var afskrifaður halli á afurðareikningum fyrri ára upp á rúmar 4 millj. Þrátt fyrir þennan halia varð fjármuna- „Þetta er ekki verri útkoma en ég bjóst við,“ sagði Bjarni Guðleifsson hjá Ræktunarfé- lagi Norðurlands, um kalrann- sóknir sem hann hefur unnið að I sveitum á Norðurlandi að undanförnu. Bjarni sagðist hafa farið í Skagafjörð og Fljótin, á Árskógs- strönd, í Svarfaðardal og í Suð- ur-Þingeyjarsýslu, til að taka hnausa til ræktunar undan svell- um vetrarins. Hnausana setti Bjarni í hita og ræktaði þá upp. Útkoman er sú að úr Fljótunum eru hnausarnir lifandi, af Árskógsströnd og Svarfaðardal eru þeir „heldur dauflegir," eins myndun í rekstri nærri 18 millj. og hækkun varð einnig á hreinu veltufé milli ára. Eigið fé samkvæmt efnahagsreikn- ingi nam í árslok 320 millj. Það var verslunin sem reyndist félaginu mjög þung í skauti á síð- asta ári og einnig voru vaxta- greiðslur fyrirtækisins þungbær- og Bjarni orðaði það. Úr Suður- Þingeyjarsýslu er líf í nokkrum hnausum, sem segir að þar séu blettir með dauðu grasi. „Ég varð fyrir vonbrigðum með hnausa af Árskógsströnd, því er ég tók hnausana sýndist mér þeir vera lifandi, en við ræktunina kemur annað í ljós,“ sagði Bjarni. Hann sagði að bændur hefðu orð á því að tún kæmu lifandi undan svell- unum, en þegar frysti á blaut tún á vorin dræpist allt. „Mér sýnist ekki að svo sé í þessu tilfelli, því það sem kom lifandi undan svell- um nú, setti ég í frost og það virðist þola það, svo mér sýnist þetta líta þokkalega út,“ sagði Bjarni. gej- Kal í túnum: „Ekki meira en ég bjóst við“ - segir Bjarni Guðleifsson Grímsey: Sumir búnir með í Grímsey eru flestir stærri bát- ar búnir aö veiða upp í sinn þorskkvóta. Þó hafa tveir til þrír bátar skilið eftir einhvern hluta af kvótanum til að hafa upp á að hlaupa fyrir þann þorsk sem kann að berast með öðrum tegundum sem veiddar eru utan kvóta. Einn þessara báta er á grá- sleppuveiðum en veiðin hefur verið treg og fer minnkandi, að kvótann sögn Þorláks Sigurðssonar oddvita í Grímsey. 7 trillur af minni gerð eru á færaveiðum og gengur þokkalega þegar gefur en tíð hefur verið rysjótt að undanförnu. -yk. ar. Sömuleiðis eiga sinn þátt í rekstrarhallanum hinar miklu afskriftir þessi árin, vegna bygg- ingar aðalstöðvanna við Ártorg. Þær framkvæmdir eiga að afskrif- ast á fimm árum og er eitt og hálft ár þangað til þeim lýkur. Auk þessa kom fram í skýrslu formanns og kaupfélagsstjóra, að hagur viðskiptamanna gagnvart félaginu batnaði verulega á árinu í kjölfar nýrra laga um greiðslu afurðaverðs. Félagsmönnum fjölgaði aðeins, en fastráðnum starfsmönnum fækkaði örlítið á árinu. Heildarvelta félagsins jókst um 32% og varð rúmar 1.108 millj. kr. Fjárfestingar félagsins námu rúmum 30 millj. og vógu þar þyngst vélar og bif- reiðir. Fram kom á fundinum, að stjórn kaupfélagsins, stjórn Fisk- iðjunnar og aðalfundur Mjólkur- samlagsins höfðu veitt fé til kaupa á sjúkrarúmum til hinnar nýju öldrunardeildar við Sjúkra- hús Skagfirðinga. Fjölmargar tillögur komu fram á fundinum um hin ýmsu mál og voru umræður fjörugar og al- mennar. Meðal tillagna sem sam- þykktar voru á fundinum var heimild til stjórnar félagsins að leita eftir samningum um leigu á graskögglaverksmiðjunni í Vall- hólmi, ef viðunandi samningar næðust. Fundarmenn lýstu yfir óánægju sinni með nýja greiðslu- skilmála til Áburðarverksmiðj- unnar, töldu þá of stranga og margir bændur myndu eiga í erf- iðleikum með að uppfylla þá. Var samþykkt tillaga að skora á viðkomandi yfirvöld að lengja greiðslufrest áburðar um a.m.k. tvo mánuði. Úr stjórn félagsins áttu að ganga að þessu sinni þeir Gunnar Oddsson sem verið hefur for- maður félagsstjórnar og Árni Bjarnason. Árni var endurkjör- inn, en Gunnar gaf ekki kost á sér og var honum þökkuð farsæl forysta í málum félagsins. í stað Gunnars var kjörinn Þorsteinn Ásgrímsson, Varmalandi. Kaup- félagsstjóri Kaupfélags Skagfirð- inga er Ólafur Friðriksson. -þá A laugardaginn var á Akureyri haldin hin árlega reiðhjólaaksturskeppni barnaskólanema. Veðrið var heldur kalsasamt, en hafði engin áhrif á ein- beitni keppenda, eins og sjá má á þessari mynd. Mynd: KGA „Dvergkálfur“ á Kvíabóli Fyrir nokkrum dögum fædd- ist bolakálfur í fjósinu á Kvía- bóli í Ljósavatnshreppi. Þetta þætti ekki í frásögur færandi nema vegna þess að kálfurinn fæddist 6 vikum fyrir tímann sem er mjög óvenjulegt, og hann er afskaplega lítill. „Þetta er langminnsti kálfur sem ég hef séð lifandi," sagði Gunnar Már Gunnarsson hér- aðsdýralæknir á Húsavík þegar Dagur leitaði álits hans á þess- um atburði. Á Kvíabóli eru feðgarnir Marteinn Sigurðsson og Sigurð- ur Marteinsson með félagsbú, 40 kýr og 43 kálfa eða geld- neyti. Það er greinilega vel hugsað um litla „gripinn“ í fjósinu en hann var orðinn 8 daga gamall og hinn hressasti er blaðamaður Dags kom í heimsókn. Kálfur- inn hefur hlotið nafnið „Skrípill" og er mikið eftirlæti litlu stúlknanna á bænum, Sæ- fríðar og Nönnu. Hann fæddist að næturlagi og er heimilisfólk- ið fann hann um morguninn var hlúð að honum og honum búið ból með úlpu sem sæng. Viku- gamall vó hann 17 kg og sagð- ist Marteinn hafa trú á að hann hefði bætt á sig 2-3 kg frá fæð- ingu enda er honum gefið fimm sinnum á dag og notuð lamba- tútta á pelann hans. IM Húsavík

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.