Dagur - 20.05.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 20.05.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, þriðjudagur 20. maí 1986 91. tölublað Tölvuþjónusta Hugbúnaðarþjón usta Tölvutæki sf. Gránufélagsgötu 4, 2. hæð ■ Akureyri ■ Sími 96-26155 Bílslys á Oxna- dalsheiði Á föstudaginn varð bílvelta á Öxnadalsheiði. Þar var þrennt í bíl sem fór út af veginum við Sesseljubúð og lenti á hvolfi í skurði. Fólkið var flutt á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Öku- maðurinn fékk að fara heim eftir skoðun en farþegarnir tveir voru lagðir inn. Meiðsli þeirra eru tal- in meiri en álitið var í fyrstu. gej- Lögreglan á Akureyri: Annasöm helgi „Það var nokkuð mikið að gera hjá okkur yfír helgina, þó ekkert meira en búist var við,“ sagði Ingimar Skjóldal lög- regluvarðstjóri. Á Akureyri og í nágrenni voru 9 árekstrar um helgina, en flestir voru þeir óverulegir. 13 öku- menn voru teknir fyrir of hraðan akstur. Nokkur ólæti urðu í miðbæn- um eftir dansleiki og lentu nokkr- ir í slagsmálum. Einn sem fékk á „glannann," var fluttur á sjúkra- hús. Ingimar sagði að eitthvað hefði verið um lausar tennur og glóðaraugu eftir átökin. Mikill gleðskapur var í heimahúsum og þurfti lögreglan að þagga niður í fólki sem hélt vöku fyrir ná- grönnum sínum. „Ég tel að ekki hafi verið meira að gera um þessa helgi en venjulega um hvíta- sunnu. Þetta er stór helgi og margir gera sér glaðan dag, sem oft vill verða meira en áætlað var,“ sagði Ingimar Skjóldal. gej- Blaðburðafólki Dags var boðið upp á veitingar þcgar því var kynnt nýja fyrirkomulagið á dreifingunni. Johann Karl framkvæmdastjóri og Freyja Rögnvaldsdóttir dreifingastjóri sögðu frá breytingunum, sem verða til þess að nú kemur Dagur til lesenda fyrir klukkan 8,00 á morgnana. Mynd: gej- Dagur með morgunkaftinu Frá og með deginum í dag verður útgáfutími Dags breyttur frá því sem verið hefur. Hingað til hefur blaðið verið prentað kl. hálf níu á morgnana og borið út til áskrifenda fyrir miðjan dag. - útgáfutíma blaðsins flýtt Nú verður blaðið prentað eft- ir miðnætti og dreifing fer fram það tímanlega að Akur- eyringar eiga að geta lesið Dag með morgunkaffinu. Þessi nýbreytni var kynnt blaðberum á Akureyri fyrir helgina. Fyrir þá sem bera út blaðið með skóla er þessi breyt- ing mjög til bóta, því dreifingu á að geta verið lokið áður en skóli hefst. Fyrir vikið fá áskrifendur blaðið nýrra og ferskara í hend- ur en áður og er það von þeirra sem að blaðinu starfa að þetta eigi eftir að mælast vel fyrir. Þessi breyting á einnig að tryggja það að blaðið komist samdægurs víðar út fyrir Akur- eyri en áður. HS DNG: 180 vindur seldar frá áramótum Alvartegt vélsleða- slys við Gæsavötn -Féll um 15-20 metra niður í Rjúpnabrekkuhvísl „Salan hefur gengið vonum framar og eru farnar frá okkur um 180 vindur síðan um ára- mót,“ sagði Kristján Jóhann- esson framkvæmdastjóri D.N.G. á Akureyri. Eins og flestir vita framleiðir D.N.G. meðal annars sjálfvirkar færa- vindur af fullkomnustu gerð og hafa þær hvarvetna hlotið mik- ið lof fyrir góða eiginleika. Af þessum 180 vindum hafa farið 40 vindur til Færeyja og þykir það góð sala. Kristján sagði að ekki hafi verið búist við svo góðri sölu svo snemma árs, en þetta sýndi að framleiðslan líkaði vel og nú væri þannig komið að allar vindur sem til voru á lager væru seldar. „Við höfum ekki undan að framleiða upp í pantan- ir og fer hver einasta vinda beint til sjómanna þegar hún er saman- sett og fullprófuð. Það skemmti- legasta við þetta er að vindan lík- ar mjög vel og hefur sannað ágæti sitt,“ sagði Kristján Jóhannes- son. Eins og fram kemur urn sölu fyrirtækisins eru margir trillu- karlar nú með D.N.G. vindur í bátum sínum. Einn þessara trillu- karla er Arthúr Bogason sem nú gerir út frá Vestmannaeyjum. Okkur lék forvitni á að vita hvaða reynslu hann hefði af vind- unum. „Ég hef verið með 3 D.N.G. vindur á mínum báti og tel að þær hafi borgað sig upp á skömmum tíma og þær fullnægja öllum kröfum sem ég geri til slíkra tækja. Þær eru hraðvirkar, Á síðasta stjórnarfundi í Fjórðungssambandi Norðlend- inga var samþykkt ályktun þar sem áhersla er lögð á að hafin verði háskólakennsla á Akur- eyri á þessu ári. öflugar og einfaldar í notkun, auk þess sem bilanatíðni er mjög lág. Ég tel að framleiðendur hafi hitt naglann svo sannarlega á höfuðið með þessu tæki,“ sagði Arthúr Bogason. gej- „Minnir fjórðungsstjórn á afstöðu síðasta fjórðungsþings um að háskólakennsla á Ákur- eyri er mál allra Norðlendinga og reyndar baráttumál allrar lands- byggðarinnar. í því sambandi leggur fjórðungsstjórn til við Alvarlegt vélsleðaslys varð við Rjúpnabrekkukvísl, sem er 8 km norðan við Gæsavötn á iniðhálendi landsins. Þar voru á ferð fjórir menn frá Akur- eyri, sem lögðu upp úr Bárð- ardal um klukkan 8 á laugar- menntamálaráðherra, að sem fyrst verði tekin ákvörðun í mál- inu og jafnframt verði ráðinn sérstakur starfsmaður til að vinna að uppbyggingu háskólanáms á Akureyri," segir í ályktun stjórn- ar Fjórðungssambandsins. HS dagskvöld og ætluðu í Gæsa- vötn. Klukkan 10 mínútur yfir 10 um kvöldið, er þeir áttu eftir um 15 mín ferð í gæsavötn keyrði einn mannanna fram af þver- hníptri brún og féll hann ofan í Rjúpnabrekkukvísl og er fallið um 15-20 metrar. Slasaðist mað- urinn mikið við fallið. Strax var reýnt að hafa samband við Gufu- nesradíó, sem var beðið að kalla til Slysavarnafélagið og biðja um þyrlu til að ná í hinn slasaða. Kom þyrlan og sótti manninn og flutti til Reykjavíkur, þar sem hann liggur nú á Borgarspítalan- um. Er hann mikið slasaður, en er ekki talinn í lífshættu. Mjög gott veður var, bjart og sólskin, þegar þetta gerðist. Allir þeir menn sem þarna voru á ferð eru þaulvanir vélsleðaferðum um hálendið. gej- Stjórn Fjórðungssambandsins: Starfsmaður verði ráðinn vegna uppbyggingar háskóla

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.