Dagur - 22.05.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 22.05.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, fímmtudagur 22. maí 1986 93. tölublað • Stúdentastjörnur • Stúdentarósir • Stúdentaskeiðar • Stúdentarammar Stúdentagjafir í miklu úrvali GULLSMIÐIR SIGTRYGÓUR & PÉTUR AKUREYRI Akureyri: Mynd: - KGA Upjpsagnir ekki til framkvæmda - hjá Híbýll vegna aðgerða bæjaryfirvalda Öllum starfsmönnum Híbýlis h.f., 30 að tölu, var sagt upp þann 1. febrúar sl. og áttu uppsagnirnar að koma til fram- kvæmda í byrjun þessa mánað- ar. Horfurnar í byggingariðn- aði hafa hins vegar breyst svo til batnaðar á síðustu vikum að uppsagnirnar munu ekki koma til framkvæmda. Akureyrarbær hefur lagt sitt af mörkum til þess að leysa þann vanda sem steðjaði að bygginga- fyrirtækjum í bænum. Samið var við Híbýli um að byggja tengi- bygginguna við Dvalarheimilið Hlíð, S.S. Byggir fékk verkefni í Síðuskóla auk þess sem fyrirtæk- inu var úthlutað lóð undir fjölbýl- ishús við Hjallalund og ákveðið var að kaupa húsnæði af Aðalgeir og Viðar h.f. undir iðngarða. „Pegar bæjaryfirvöld brugðust við gerðu þau það hraustlega. Eftir því sem ég best fæ séð eru bæjaryfirvöld að leggja sitt af mörkum til þess að skapa verk- efni og stuðla að framgangi bygg- ingariðnaðarins í bænum,“ sagði Haukur Sigurðsson hjá Híbýli í samtali við Dag. „Ég tel þessa leið sem bæjaryf- irvöld hafa valið vera af hinu góða,“ sagði Hörður Túliníus framkvæmdastjóri Híbýlis. Hann sagði að erfið lausafjárstaða væri mesta vandamálið nú en hann .vonaði að þessi meðbyr næði að fleyta fyrirtækinu yfir mestu erf- iðleikana. „Pað er ýmislegt í þjóðfélaginu sem gefur manni tilefni til að halda að ástandið sé að lagast og ég er bjartsýnn á framtíðina,“ sagði Hörður. BB. Samiö við Kótó - um hönnun nýs stóls „Það er komið á hreint að gengið verður til samninga við Kótó um frekari hönnun og þróun á stólum fyrir Verk- menntaskólann,“ sagði Magn- ús Garðarsson byggingastjóri Verkmenntaskólans á Akur- eyri. þarf um 250 stóla, en alls þarf um 1200 stóla fyrir skólann. Einnig hefur verið samið við Kótó um smíði á um 250 borðum af ýms- um gerðum fyrir næsta áfanga Verkmenntaskólans. Samningar um þessi verk verða væntanlega frágengnir á næstu dögum. gej- Lögreglan kærð til Jafnréttisráðs - vegna þess að engar konur voru ráðnar Jafnréttisncfnd Akureyrar hef- ur sent Jafnréttisráði bréf, þar sem óskað er eftir rannsókn á því hvort um sé að ræða brot á jafnréttislögum, að umsóknum kvenna um störf hjá lögregl- unni á Akureyri hefur verið hafnað. í frétt frá nefndinni er vísað til fréttar í Degi frá 24. apríl sl. þar sem fram kom í viðtali við yfir- lögregluþjón á Akureyri, að kon- ur væru ekki ráðnar í auglýstar stöður hjá lögreglunni þar. Jafn- réttisnefnd Akureyrar telur að með þessu séu brotnar 5. og 6. grein laga nr. 65/1985 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla m.a. til launa, ráðninga í störf og fleira. „Nefndin telur mikilvægt að það komi fram hvort hér liggi til grundvallar kynbundið mat á hæfni umsækjenda, þ.e. hvaða þættir það eru í fari kvenna sem að mati lögregluyfirvalda gerir þær óhæfar til starfa hjá lögregl- unni, fremur en unga, óreynda karlmenn, eins og fram kemur í fréttinni. Með þessari íhlutun í málið vill nefndin þó fyrst og fremst vekja athygli á réttindum og skyldum þeirra aðila sem hér eiga hlut að máli, samkvæmt gildandi lögum, og jafnframt hve mikilvægt það er að opinberir aðilar þekki lögin og fari eftir þeim,“ segir í frétta- tilkynningu nefndarinnar. í frétt Dágs sagði Erlingur Pálmason, yfirlögregluþjónn, að miklar breytingar hefðu orðið í starfsliði lögreglunnar og margir ungir og óreyndir menn komið til starfa: „Á þeim grundvelli taldi ég ekki mögulegt að ráða konur í liðið að þessu sinni. En við vitum að konur koma í lögregluna inn- an tíðar ..." Hann sagði einnig að það hefði verið samdóma álit yfirlögregluþjóns og bæjarfógeta að ráða ekki konur eins og staðan væri í dag. Fimm konur sóttu um starf hjá lögreglunni á Akureyri að þessu sinni. HS Þessi niðurstaða fæst eftir fund með atvinnumálanefnd Akureyr- ar í gærmorgun. Að undanförnu hafa einnig farið fram viðræður milli atvinnumálanefndar, bygg- inganefndar skólans, væntan- legra framleiðenda og hönnuða. Miklar umræður hafa verið vegna væntanlegra kaupa á stól- um til VMA. íslenskum fram- leiðendum var boðin þátttaka í því að hanna stóla og önnur hús- gögn fyrir skólann. Ekki voru viðbrögð þeirra talin mikil og var allt útlit fyrir að kaupa þyrfti stóla erlendis frá. Nú er málið komið á það stig að gengið verður til samninga við Kótó um frekari hönnun og vænt- anlega smíði stólanna! Mun fyrir- tækið fá eitt ár til að hanna og útfæra áðurkomnar hugmyndir að stól. í þann áfanga sem tekinn verður í notkun næst hjá VMA Þrír,ráðnir til Istess Búið er að ráða í þrjár stöður hjá fískifóðurverksmiðjunni ístess á Akureyri. Einar Sveinn Ólafsson, verksmiðju- stjóri Fiskimjölsverksmiðju Grundarfjarðar, hefur verið ráðinn verksmiðjustjóri, en um þá stöðu sóttu ríflega 30 manns. Þá hefur Jón Árnason, fóður- fræðingur og ráðunautur hjá Búnaðarfélagi fslands, verið ráð- inn forstöðumaður gæðaeftirlits, auk þess sem hann mun hafa með höndum leiðbeiningastarf fyrir loðdýraræktendur. Ásgeir Bald- ursson, verkstjóri hjá Iðnaðar- deild SÍS, hefur verið ráðinn vélgæslumaður. HS Ofnasmiðja Norðurlands aftur norður: Höfum fengið umtalsverð verkefni segir Guðbjörn Garðarsson, framkvæmdastjóri Ofnasmiðja Norðurlands er nú flutt norður yfír heiðar að nýju en fyrirtækið héfur haft bækistöðvar í Reykjavík um nokkurra ára skeið. Haukur Adolfsson pípulagn- ingameistari keypti ofnasmiðj- una fyrir skömmu og flutti hana til Akureyrar en samhliða rekur Haukur pípulagningaþjónustu. Ofnasmiðja Norðurlands er til húsa að Frostagötu 3 og þar standa nú yfir framkvæmdir við stækkun húsnæðisins. Fyrstu ofnarnir verða settir á markað- inn í dag. Að sögn Guðbjörns Garðars- sonar framkvæmdastjóra hefur fyrirtækið þegar fengið nokkur umtalsverð verkefni, þótt það hafi ekkert auglýst enn sem komið er. „Við munum einbeita okkur að norðlenska markaðinum og leggjum áherslu á að veita skjóta og góða þjónustu. Ef sá markaður reynist ekki nógu stór munum við leita áfram suður á bóginn. En ég vona að nienn sjái hag sinn í því að skipta við norðlenskt fyrirtæki frekar en að leita lengra,“ sagði Guðbjöm. Fyrst í stað munu 5 manns starfa’við frantleiðsluna. BB.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.