Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						Breyttur opnunartími a Bauta
í sumar frá föstudeginum 6. júní verður
opið frá kl. 9 til 23.30.
Akureyri, þriðjudagur 10. jíiní 1986
Dalvíkingar
lýsa yfir stuðningi
við bæjarstjórann
Ummæli Svanfríðar Jónas-
dóttur efsta manns Alþýðu-
Norðurland:
Slydda eða
rigning
víðast hvar
Það brá mörgum manninum í
brún þegar hann reis úr
rekkju í gær. Yeður var hið
versta, snjór niður fyrir niiðj-
ar hlíðar og slydda eða rign-
ing víðast hvar á Norður-
landi.
Á Veðurstofu íslands fengust
þær upplýsingar að það væri
lægð við Norðausturströndina
sem ylli norðanátt, slyddu og
rigningu. Búist er við að vindátt
verði breytileg fram á miðviku-
dag en eftir það verði suðlægir
vindar ráðandi fram að helginni
og þá muni hlýna og úrkoma
minnka, Og þá er bara að vona
að sumarveðrið fari að koma og
Norðlendingar fái að sjá til
sóiar.                JHB
bandalagsins á Dalvík um að
bæjarbúar hafi sagt hug sinn
í garð núverandi bæjarstjóra
á Dalvík í kosningunum hafa
vakið reiði margra Dalvík-
inga.
Flestir bæjarbúar hafa verið
ánægðir með störf Stefáns Jóns
Bjarnasonar bæjarstjóra og
finnst það óeðlileg túlkun hjá
Svanfríði að kosningarnar hafi
að einhverju leyti snúist um
störf hans.
Nær allir starfsmenn Dalvík-
urbæjar hafa nú skrifað undir
stuðningsyfirlýsingu við bæjar-
stjórann.
„Við lýsum yfir fullum
stuðningi við störf núverandi
bæjarstjóra í þágu bæjarfélags-
ins og vonumst til þess að störf
hans verði metin að verðleik-
um," segir í stuðningsyfirlýs-
ingunni.
Búast   má   við   fleiri
stuðningsyfirlýsingum     við
bæjarstjórann    á    næstu
dögum.BB.
Kaupfélag Eyfirðinga á aldarafmæli þann 19*. júní n.k. og verður þeirra
tímamóta minnst á viðeigandi hátt og ýmislegt gert til hátíðabrigða. Blaða-
inöniiuin var kynnt dagskrá hátíðarhaldanna á laugardaginn. Þá var þessi
mynd tekin framan við höfuðstöðvar KEA í Hafnarstræti. Valur Arnþórs-
son kaupfélagsstjóri og Sigurður Jóhannesson aðalfulltrúi halda á afmælis-
fánanum á milli sín en til hliðar stendur Áskell Þórisson blaðafulltrúi KEA.
Mynd: BV.
Húsavík:
Ný tilraun til
meirihluta-
myndunar
Fæðing nýs bæjarstjórnar-
meirihluta á Húsavík hefur
ekki gengið hríðalaust. Fyrst
reyndu Alþýðubandalag og
Alþýðuflokkur með sér og síð-
an fór Alþýðubandalagið á
fjörurnar við Framsókn. Þess-
ar viðræður báru ekki árangur.
Það nýjasta sem gerst hefur í
þessum málum er að þreifingar
eru hafnar milli Alþýðuflokks,
Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks. Var fyrsti viðræðufundur
þessara aðila um myndun nýs
meirihluta í gærkveldi. Væntan-
lega munu línurnar skýrast næstu
daga.                  -þá
Dalvík:
DogG í
eina sæng
Nú er ljóst að það verða bæjar-
fulltrúar D-listans og G-listans
sem mynda meirihlutann í bæjar-
stjórn Dalvíkur næsta kjörtíma-
bil. Um þetta náðist samkomulag
á fundi þessara aðila í fyrrakvöld.
BB.
Áburðarkaup bænda:
Fá ekki lengri greiðslufrest
Nú í vor hafa komið nokkrar
áskoranir frá aðalfundum
kaupfélaganna og öðrum aðil-
um til stjórnvalda um að knýja
fram lengri greiðslufrest á
áburði.
Blaðið snéri sér til Hákonar
Björnssonar framkvæmda-
stjóra í Aburðarvei-ksmiðjunni
og kvað hann þessi erindi hafa
fengið umfjöllun á stjórnar-
fundi verksmiðjunnar á sínum
tíma og þeim verið vísað frá.
Aðspurður um áburðar-
söluna, sagði Hákon að hún
hefði dregist mikið saman síð-
ustu árin.
Reglum um greiðslur á áburði
var breytt í vor. Nú þarf greiðsl-
um að vera lokið í ágúst í stað
október áður. Hákon Björnsson
sagði að vanskil viðskiptaaðila
hefðu ollið verksmiðjunni veru-
legum erfiðleikum á undanförn-
um árum, og nú væri svo komið
að eigið fé fyrirtækisins væri upp-
urið." Við sjáum ekki með nokkru
móti að verksmiðian geti lehgt
greiðslufrestinn. Á hitt ber að
líta að Áburðarverksmiðjan er
heildsöluaðili, en kaupfélögin og
aðrir  innkaupaaðilar  sjá  um
smásöludreifinguna. Spurningin
er því hver á að fjármagna þessa
lánastarfsemi," sagði Hákon að
lokum.
Þess má geta að sala á áburði
frá Áburðarverksmiðjunni hefur
dregist mjög saman síðustu árin.
Árið 1983 var hún 65 þús. tonn,
1984 61.800 tonn og á síðasta ári
var salan 55 þús. tonn.     - þá
Sauðárkrókur:
Snorri Björn Sigurðsson
ráðinn bæjarstjóri
- Sjálfstæðisflokkur, Alþýðuflokkur og Óháðir í meirihluta
Á Sauðárkróki hefur formlega
verið gengið frá meirihiuta-
myndun Sjálfstæðisflokks,
Alþýðuflokks og óháðra í
bæjarstjóm. Á félagsfundum á
föstudagskvöld samþykktu
fundarmenn þennan ráðahag.
Samkomulag flokkanna hefur
ekki verið birt og verður ekki
birt fyrr en bæjarstjórn hefur
fjallað nánar um það síðar í
þessum mánuði, en ný bæjar-
stjórn tekur við 15. júní.
Fullvíst má þó telja Porbjörn
Árnason, frá Sjálfstæðisflokki,
verði forseti bæjarstjórnar, Björn
Sigurbjörnsson, frá Alþýðu-
flokki, formaður bæjarráðs og
Hörður Ingimarsson, frá óháð-
um, oddviti í veitustjórn, hafnar-
nefnd og nýstofnuðu íþróttaráði.
Snorri Björn Sigurðsson hefur
verið ráðinn bæjarstjóri. Snorri
hefur sl. 3 ár verið sveitarstjóri á
Blönduósi en var þar á undan
bæjarritari á Sauðárkróki 1978-
'83. Snorri er frá Stóru-Gröf í
Skagafirði, fæddur 23.07.1950.
Er viðskiptafræðingur að mennt.
Snorri er kvæntur Ágústu Eiríks-
dóttur og eiga þau 3 börn.
þá/-HJS
Frá Sauðárkróki.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12