Dagur - 11.06.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 11.06.1986, Blaðsíða 12
DAfiUR Akureyri, miðvikudagur 11. júní 1986 Plöntusalan opin daglega 13-18 • Um helgar 14-16 Tré ★ Runnar ★ Rósir Kynnið ykkur verðið — Það er hvergi lægra Pöntunarsími 25175 kl. 10-12 Gróðrarstöðin Vaglaskógi Á fímmtudaginn verður opnuð sýning á máiverkum á vegum Listasafns Islands I Möðruvöllum, Menntaskóianum á Akureyri. Sýning þessi er í tengslum við svo kallaða M-hátíð sem Akureyrarbær og menntamálaráðherra standa fyrir. Þessar myndir eru í eigu ýmissa einstaklinga og þar sem sumar þeirra eru ákaflega verðmætar þótti öruggast að láta þær „gista“ fangageymslur lögreglunnar á Akureyri í fyrrinótt. Mynd BV. Kosningar í Skagafirði: Tveir listar komu fram í Skarðshreppi Hlíðarfjall: Miklar framkvæmdir - í sumar „Jú það stendur ýmislegt til hjá okkur í sumar. Við ætlum t.d. að færa svokallaða Stromp- lyftu þangað sem kaðallyftan hefur verið undanfarin ár síðan kemur ný og betri lyfta í Strompinn. Sú nýja mun ná 300 m lengra upp og einnig hafa helmigi meiri flutningsgetu eða þúsund manns á klst.“ Þetta sagði ívar Sigmundsson er blm. ynnti hann frétta um framkvæmdir í sumar. - Hvenær getið þið byrjað á þessu? Það verður líklegast ekki fyrr en í júlí, það snjóaði svo mikið s.l. sunnudagsnótt. Já reyndar snjóaði meira þá en gerði nokkurn dag í febrúar. Nú auk þessa stendur til að fríkka upp á skíðahótelið og einnig stendur til að endurbæta húsið við neðri enda stólalyftunnar. Einnig verður vatnsveitan við Strýtu endurbætt þannig að það veður alveg geysimikið að gera hjá okkur þegar snjóa leysir". -BV Ný hrepps- nefnd á Blönduósi Eftir því sem næst verður kom- ist hefur nú tekist samkomulag um myndun hreppsnefndar á Blönduósi. Það mun vera H-listi vinstri manna og óháðra og K-listi Alþýðubandalags og óháðra sem standa að meiri- hlutanum með 5 fulltrúa á móti tveimur fulltrúum sjálfstæðis- manna í minnihluta. Samkvæmt heimildum blaðsins verður Hilmar Kristjánsson á H-listanum oddviti en hann hefur gegnt því embætti síðastliðin 8 ár. Guðmundur Theodórsson af K-lista verður formaður hreppsráðs. Þá mun verða jafn- ræði með listunum um skipun manna í nefndir. G.Kr. í hreppsnefndarkosningum sem fram fara í fámennari hreppum Skagafjarðar nk. laugardag ber það til tíðinda að í einum hreppi, Skarðs- hreppi eru tveir listar í kjöri. H-listi stuðningsmanna fráfar- andi hreppsnefndar og L-listi þeirra sem vilja breytingar á starfl hreppsnefndar. „Þetta er ósköp svipað hérna og hjá þeim í Jökuldalnum fyrir austan,“ sagði Sigrún Aadnegard hreppstjóri í Skarðshreppi í sam- tali við Dag. „Við viljum fá að vita meira um gang mála. Það hefur ekkert heyrst frá hrepps- nefndinni sem nú situr, það eru aldrei haldnir hreppsfundir og við vitum ekkert um hve margir hreppsnefndarfundir hafa verið haldnir," sagði Sigrún ennfrem- ur. í tveim hreppum er sjálfkjörið þar sem einn listi kom fram á hvorum stað. í Akrahreppi verða í næstu hreppsnefnd; Broddi Björnsson Framnesi, Frímann Þorsteinsson Syðri-Brekkum, Helgi Friðriksson Úlfsstöðum, Pálmi Runólfsson Hjarðarhaga, Hreinn Jónsson Þverá og til vara Jón Ingimarsson Flugumýri. í sýslunefnd verður Pálmi Runólfs- son og til vara Helga Kristjáns- dóttir Silfrastöðum. I Rípur- hreppi verða í næstu hreppsnefnd; Árni Gíslason Eyhildarholti, Leifur Þórarinsson Keldudal, Þórunn Jónsdóttir Garði, Valgarður Einarsson Ási, Birgir Þórðarson Ríp og til vara Bjarni Gíslason Eyhildarholti. í sýslunefnd verður Bjarni Gísla- son og til vara Leifur Þórarins- son. í öðrum hreppum verða -óhlutbundnar kosningar. -þá Útimaik- aður r i Hrísey - í sumar „Við erum þegar farnar af stað með útimarkað í miniútgáfu,“ sagði Sólveig Hjálmarsdóttir, en hún og Erna Erlingsdóttir hyggjast starfrækja útimarkað í Hrísey í sumar. Sagði Sólveig að eins og væri þá hefði útimarkaðurinn aðsetur fyrir framan húsið Sólvang, en búið væri að fá stöðuleyfi ofan frystihússins. Til sölu á útimark- aði þeirra Hríseyjarkvenna verða ýmsir heimagerðir munir og hafa þegar um 10 aðilar haft samband og komið munum sínum á fram- færi. Um er að ræða, trémuni, keramik, prjónles, saumaskap ýmiss konar og vatnslitamyndir. Sólveig sagði að þær stöllur væru búnar að kaupa svo kallað stjörnuhús og væru að bíða eftir því þessa dagana. „Eg veit ekki hvað þetta verð- ur stórt í sniðum hjá okkur, það á eftir að sjá hvað þetta vindur upp á sig. Þegar eru farnir að koma hingað ferðamenn í töluverðum mæli, en þeim á eftir að fjölga þegar á líður sumarið,“ sagði Sól- veig og bætti því við að þetta legðist vel í þær. -mþþ Sumarið: Alhvrt jörð á Grímsstöðum „Ekki of hress með þetta“ Eins og Norölendingar urðu áþreifanlega varir viö veðr- ið í fyrradag ekkert sérlega sumarlegt. Sums staðar hafði snjóað ofan í miðjar hlíðar og annars staðar var alhvít jörð. Blaðamaður Dags hafði sam- band við Gunnlaug Ólafsson á Grímsstöðum á Fjöllum og spurði hann hvernig væri umhorfs þar. „Það var alhvít jörð hér í fyrra- dag og snjólagið talsvert þykkt, en hér var kominn þokkalegur gróður fyrir sauðfé. Við vorum búnir að sleppa öllu fé þann 18. maí en sennilega hafa fáir bænd- ur verið byrjaðir að sleppa þá. Hér er skjólgott land og gróður farinn að taka við sér. Ég á því ekki von á að fé með lömb hafi lent illa úti þrátt fyrir þessi kuld- aköst að undanförnu. Þetta er í fjórða skipti sem jörð verður hvít síðan farið var að sleppa fénu. En vonandi fer þessu að ljúka. Veðrið er gott núna og vonandi verður það þannig áfram,“ sagði Gunnlaugur að lokum. KK. „Ég var að hella cheriosi á diskinn minn og þá allt í einu sá ég undarlegan hlut. Þegar ég gáði betur sá ég að þetta var amerískur moldarkögguII,“ sagði Guðmundur Valdimar Rafnsson úr Einilundinum á Akureyri, en hann varð fyrir þeirri miður skemmtilegu reynslu að upp úr cherios- pakka hans veltist moldar- köggull. „Mér varð dálítið bilt við þegar ég sá köggulinn koma. Yfirleitt eru einhverjir límmiðar og svo- leiðis í cheriospökkunum, en ég sá strax að þessi hlutur átti ekki heima þarna.“ Guðmundur sagðist hafa borðað cherios í morgunmat í marga mánuði, „en ég hef sko ekki lyst á því lengur. Hvað ég borða í staðinn? Oftast kornflex eða eitthvað svoleiðis. , „Ég er nú eiginlega ekkert of hress með þetta,“ sagði Guð- mundur áður en hann gekk út í sólina. -mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.