Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						Akureyri, mánudagur 16. júní 1986
* Diskettur
* Skjásíur
* ýii2sar rekstrarvörur
Tölvutæki sf.
Gránufélagsgötu 4, 2. hæð ¦ Akureyri • Sími 96-26155
Júlíus Havsteen:
Fiystir
fyrir
Japans-
markað
Síðustu vikur hefur í Slippstöð-
inni á Akureyri verið unnið að
breytingum á rækjutogaranum
Júlíusi Havsteen frá Húsavík.
Yerið er að gera skipið að
frystiskipi, þannig að í framtíð-
inni verður hægt að frysta
hluta aflans beint fyrir Japans-
markað.
Að sögn Tryggva Finnssonar
framkvæmdastjóra þurfti að ein-
angra lest skipsins og koma
frystikerfi og flokkunarvél fyrir í
skipinu. Áformað er að þessum
framkvæmdum verði lokið eftir
u.þ.b. tvær vikur og þær kosti um
15 milljónir króna. Eins og fyrr
segir verður hægt að frysta hluta
aflans beint á markað, hinn hlut-
inn fer í endurvinnslu í landi. -þá
Frá aðaifundi Samvinnutrygginga á Hótel KEA á föstudag. Hallgrímur Sigurðsson framkvæmdastjóri í ræðustóli.
Sitjandi við háborðið, talið frá vinstri: Gísli Konráðsson fundarstjóri, Erlendur Einarsson formaður stjórnar, Karvei
Ögmundsson meðstjórnandi, Valur Arnþórsson varaformaður, Ragnar Guðleifsson og Ingólfur Olafsson með-
stjórnendur, Sigríður Hrefna Friðgeirsdóttir fulltrúi starfsmannafélags Samvinnutrygginga í stjórninni.  Mynd: BV.
Aðalfundur Samvinnutrygginga gt.:
15 milljón króna hagnaður
af rekstrinum árið 1985
Aðalfundur Samvinnutrygg-
inga gt. og Andvöku var hald-
inn á Hótel KEA Akureyri á
föstudaginn og er þetta í
fimmta sinn sem aðalfundur
Samvinnutrygginga er haldinn
á Akureyri. Samvinnutrygg-
ingar eiga 40 ára afmæli þann
1. september n.k.
t skýrslu Erlendar Einarssonar
stjórnarformanns Samvinnu-
trygginga, sem jafnframt var
fyrsti framkvæmdastjóri félags-
ins, kom fram að það væri sér-
stakt gleðiefni að þessi afmælis-
aðalfundur væri haidinn í höf-
uðstað Norðurlands. því fyrsti
aðalfundur félagsins hefði verið
haldinn þar, auk þess sem Sam-
vinnutryggingamönnum gæfist
með þessu tækifæri til að sam-
gleðjast norðlenskum samvinnu-
mönnum á aldarafmæli Kaupfé-
lags Eyfirðinga á Akureyri.
Erlendur   Einarsson   sagði
m.a. í ræðu sinni að afkoma Sam-
vinnutrygginga hefði verið góð á
síðasta ári þrátt fyrir harðnandi
samkeppni á tryggingamarkaðn-
um. Fyrirtækið hefði styrkst á
marga lund, væri nú sem fyrr
öflugt og öruggt tryggingafélag
sem fylgdist vel með tímanum.
Gat Erlendur í ræðu sinni sér-
staklega samnings Samvinnu-
trygginga og Hafnarfjarðarbæjar
á sl. ári um brunatryggingar fast-
eigna en hann hefði verið tíma-
mótandi á ýmsan hátt. Hefði
samningurinn þýtt iðgjaldalækk-
un fyrir íbúa Hafnarfjarðar um 4
milljónir króna á ári, auk þess
sem í kjölfarið hefðu fylgt ein-
hverjar lækkanir í öðrum sveitar-
félögum.
Rekstur félagsins á árinu 1985
gekk vel í flestum greinum.
Iðgjöld ársins námu 627,8 millj-
ónum króna og hækkúðu frá
fyrra ári um 31,2%. Tjón ársins
námu 537 milljónum króna og
hækkuðu um 35,7% frá fyrra ári.
Hreinar fjármagnstekjur námu
126,6 milljónum króna og hækk-
uðu frá fyrra ári um 174,8%.
Rúmlega 15 milljóna króna hagn-
aður varð af rekstrinum í fyrra og
eru það mikil umskipti frá árinu
1984 en þá nam rekstrartapið
tæpum 7 milljónum króna.
Samvinnutryggingar er lang-
stærsta tryggingarfélagið á ís-
landi með um 23% af heildar-
markaðnum og með yfir 40%
allra bifreiðatrygginga. 60%
iðgjalda koma frá einstaklingum.
Skírteinafjöldinn er vel á annað
hundrað þúsund. Hjá Samvinnu-
tryggingum í Reykjavík starfa nú
um 100 manns auk þess sem
félagið hefur 60-70 umboðsmenn
um allt land. Framkvæmdastjóri
Samvinnutrygginga er Hallgrím-
ur Sigurðsson.
Á aðalfundinum var dreift
glæsilegu  riti  sem  Samvinnu-
tryggingar gefa út í tilefni 40 ára
afmælisins.
Stjórnendur Samvinnutrygg-
inga hafa ávallt leitast við að
styrkja tengslin við landsbyggð-
ina og það hefur verið venja þeg-
ar aðalfundir fyrirtækisins eru
haldnir úti á landi að gefa pen-
inga til félagasamtaka til styrktar
æskulýðs- eða menningarmálum.
Að þessu sinni var ákveðið að
gefa íþróttabandalagi Akureyrar
250 þúsund krónur og Ung-
mennasambandi Eyjafjarðar 250
þúsund krónur.
Erlendur Einarsson var á fund-
inum endurkjörinn stjórnarfor-
maður en aðrir í stjórn eru: Val-
ur Arnþórsson varaformaður,
Karvel Ögmundsson, Ragnar
Guðleifsson og Ingólfur Ólafsson
meðstjórnendur og Sigríður
Hrefna Friðgeirsdóttir fulltrúi
starfsmanna í stjórn félagsins.
BB.
Áburðarkaup bænda:
Fá lengri
frestá
Hvamms-
tanga
„Sem betur fer eiga margir
bændur fyrir þessu og þá er
þetta ekkert mál en það er
náttúrlega hópur af mönnum
sem á ekkert inni og borgar
áburðinn ekki fyrr en með inn-
leggi í haust," sagði Gunnar V.
Sigurðsson kaupfélagsstjóri á
Hvammstanga aðspurður um
áburðarkaup hjá félaginu.
1 Degi sl, þriðjudag var
haft eftir Hákoni Björnssyni
að Áburðarverksmiðjan gæti
ekki með nokkru móti gefið
lengri greiðslufrest en fram í
ágúst, í stað október áður. Þessi
breyting getur valdið mörgum
bændum erfiðleikum og ekki síst
fjárbændum, sem hafa mestan
hluta tekna sinna af innleggi til
sláturhúsanna á haustin.
Gunnar sagði að þeir hjá
Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga
reikningsfærðu þessi viðskipti hjá
sínum viðskiptamönnum eins og
áður og reyndu á þann hátt að
leysa vanda sinna viðskipta-
manna.
Gunnar V. Sigurðsson er í
stjórn Áburðarverksmiðjunnar
og var hann sá eini í stjórninni
sem vildi halda óbreyttu greiðslu-
fyrirkomulagi frá fyrra ári.
Hjá Kaupfélagi Húnvetninga á
Blönduósi fengust þær upplýsing-
ar að boðið hefði verið upp á
ákveðin greiðslukjör en þau mið-
uðust engu að síður við að
greiðslum yrði lokið í ágúst. BB.
Dalvík:
Keyrt á kvígur
I gær var ekið á tvær kvígur
rétt norðan við Ytra Hvarf við
Dalvík. Önnur kvígan drapst
strax en hina þurfti að aflífa.
Litlar skemmdir urðu á bif-
reiðinni og engin meiðsli urðu
á mönnum.
Skv. upplýsingum sem fengust
hjá lögreglunni á Dalvík varð
slysið með þeim hætti að öku-
maðurinn var að keyra upp blind-
hæð og varð ekki var við kvígurn-
ar fyrr en of seint og ók því á þær
með fyrr greindum afleiðingum.
JHB
Sveitarstjórnakosningarnar á laugardaginn:
Vaxandi hlutur kvenna i hreppsnefndum
Víða var kosið til sveitarstjórna
sl. laugardag. Á einstaka stað
voru fleiri en einn listi í kjöri
en í flestum tilfellum voru
kosningarnar óhlutbundnar,
þ.e.a.s. allir íbúar á kjörskrá í
kjöri.
í Skarðshreppi í Skagafirði
voru tveir listar í kjöri, H-listi
fyrrverandi hreppsnefndar, sem
hlaut 41 atkvæði og þrjá menn
kjörna, og L-listi breytingasinna,
sem hlaut 27 atkvæði og tvo
menn kjörna. Á H-lista hlutu
kosningu Úlfar Sveinsson, Ing-
veldarstöðum, Jón Eiríksson,
Fagranesi, og Sigurður Guðjóns-
son, Borgargerði. Af L-lista
hlutu kosningu Andrés Helga-
son, Tungu, og Sigrún Aadne-
gard, Bergsstöðum. Til sýslu-
nefndar var kjörinn Jón Eiríks-
son, Fagranesi.
í Holtshreppi bar það til tíð-
inda að kona var kjörin í hrepps-
nefnd í fyrsta sinn. Peir sem
hlutu kosningu voru Ríkharður
Jónsson, Brúnastöðum, með 35
atkvæði, Reynir Pálsson, Stóru
Brekku, 30 atkvæði, Heiðar
Albertsson,   Skeiðsfossvirkjun,
29 atkvæði, Kristinn Hermanns-
son, Vonarstöðum, 26 atkvæði
og Guðrún Halldórsdóttir,
Helgustöðum, með 14 atkvæði.
Til sýslunefndar var kjörinn Rík-
harður Jónsson með 30 atkvæð-
um.
í Lýtingsstaðarhreppi komu
konur einnig mikið við sögu, en
þar fengu þær í fyrsta sinn meiri-
hluta. í»ar hlutu kosningu Elín
Sigurðardóttir, Sölvanesi, með
97 atkvæði, Rósa Björnsdóttir,
Hvíteyri með 85 atkvæði, Sigurð-
ur Sigurðsson, Brúnastöðum, 62
atkvæði, Svanhildur Pétursdóttir,
Giljum, 53 atkvæði og Guð-
mundur Helgason, Árnesi, 47
atkvæði.
Engir listar voru í kjöri í Eyja-
firði og sömu sögu er að segja um
Suður-Þingeyjarsýslu að Skútu-
staðarhreppi undanskildum. Þar
voru þrír listar í kjöri, H-listi
Greenpeace-manna sem hlaut 88
atkvæði og einn mann kjörinn,
M-listi sem hlaut 116 atkvæði og
tvo menn kjörna og S-listi sem
hlaut 158 atkvæði og tvo menn
kjörna. Af H-lista var kjörinn
Eysteinn   Sigurðsson,   Arnar-
vatni, af M-lista Hinrik A. Bóas-
son, Reykjahlíðarhverfi, og Ólöf
Hallgrímsdóttir, Reykjahlíðar-
hverfi, og af S-lista Helga Val-
borg Pétursdóttir, Pétursborg, og
Böðvar Jónsson, Gautlöndum.
I Norður-Þingeyjarsýslu bar
það helst til tíðinda að í Prest-
hólahreppi hlutu 80 manns
atkvæði til hreppsnefndar og
rúmlega 50 til sýslunefndar, en
þar voru 216 á kjörskrá og 174
kusu. Til sýslunefndar var kjör-
inn Jóhannes Helgason, Leirum,
með 33 atkvæði.      JHB/-þá
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16