Dagur - 03.11.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 03.11.1986, Blaðsíða 11
SMSSir i»diY»s*ydn f' - PJtlOAO -- 01 tMinning: Aðalsteinn Jónsson Kristnesi Fæddur 26.05. 1904 - Dáinn 25.10. 1986 Laugardaginn 01.11. 1986 var jarðsunginn frá Grundarkirkju Aðalsteinn Jónsson fyrrum bóndi að Kristnesi, Eyjafirði. Hann andaðist 25.10. á Handlækninga- deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri eftir harða baráttu við illkynja sjúkdóm. Hann gekkst undir meiriháttar skurðaðgerð á miðju síðastliðnu sumri, en allt kom fyrir ekki. Lengi var þó ástæða til að halda í vonina um að vörn yrði snúið í sókn, og það var ekki fyrr en undir það allra síðasta, að ljóst varð hvert stefndi. Að morgni fyrsta vetrar- dags var Aðalsteinn allur. Aðalsteinn var eldra barn hjónanna Jóns Sigfússonar, frá Halldórsstöðum í Reykjadal og Sigríðar Árnadóttur frá Finns- stöðum í Köldukinn og var af grónum þingeyskum bændaætt- um. Yngra barn þeirra og alsystir Aðalsteins var Nanna Jónsdóttir (t 1976), gift séra Þormóði Sig- urðssyni presti á Vatnsenda (t 1955). Jón og Sigríður skildu, en Jón kvæntist aftur og eignaðist 3 börn, Friðrik, Sigríði og Guð- rúnu sem öll eru á lífi. Aðal- steinn ólst upp á heimili föður síns í Reykjadal til fullorðinsára, vann síðan ýmis störf á Húsavík um hríð og las öndvegisrit heims- bókmenntanna sem þar var að fá, „gekk í háskóla hjá Benedikt frá Auðnum", eins og hann orðaði það sjálfur, uns hann fluttist til Eyjafjarðar. Aðalsteinn kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Aðalbjörgu Stefánsdóttur frá Kristnesi hinn 01.07. 1928. Þau eignuðust fjóra syni og eina dóttur. Elsta soninn misstu þau tveggja ára gamlan. Næstur er Jón, yfirlæknir á Húsa- vík, kvæntur Maríu Kristjáns- dóttur leikhúsfræðingi og eiga þau eitt barn. Áður var Jón kvæntur Kolbrúnu Sæmundsdótt- ur sjúkraliða og eignuðust þau fjögur börn. Stefán Aðalsteins- son, kennari, er búsettur á Akur- eyri, kvæntur Maríu Sigurbjörns- dóttur frá Grófargili í Skagafirði og eiga þau tvö börn. Þór Aðal- steinsson er bóndi í Kristnesi, kvæntur Aðalheiði Ingólfsdóttur frá Krossgerði á Berufjarðar- strönd og eiga þau fjögur börn. Yngst er Rósa, meinatæknir búsett í Reykhúsum, gift Bryn- jólfi Ingvarssyni, lækni og eiga þau fimm börn. Barnabarnabörn Aðalsteins og Aðalbjargar eru orðin fimm talsins. Aðalsteinn og Aðalbjörg bjuggu fyrst í Reykjadal, reistu nýbýli að Ökrum. í Reýkjadal fæddust öll börnin. Frá 1944 bjó fjölskyldan í Kristnesi. Aðal- steinn stundaði lengi kennslu með búskap og var m.a. próf- dómari fyrst eftir að hann fluttist til Eyjafjarðar. Um tíma var hann oddviti Hrafnagilshrepps og stýrði sjúkrasamlagi hreppsins um hríð. Annars var hann ekki gefinn fyrir að láta á sér bera á opinberum vettvangi og sóttist ekki eftir metorðum. Hann var fyrst og fremst bóndi og stoltur af íslenskri bændastétt. Honum var það sérstakt fagnaðarefni, að einn sonanna tók við af honum og hélt áfram uppbyggingu Krist- nesjarðar. Kristnesheimilið var óvenju- legt og þangað var gott að koma. Hjónin bæði glæsileg, samhent, bókhneigð, vel lesin og léku á hljóðfæri. Þarna þekktist ekki að fara í manngreinarálit og jafnvel eitt og eitt olnbogabam gat fund- ið þarna besta griðastaðinn. Oft var gestkvæmt, enda rausn og regla á hlutum. Það sem einkenndi Aðalstein á fullorðinsárum var hógværð og prúðmennska, látleysi og umburðarlyndi. Hann hafði fágæta tónlistarhæfileika og byrj- aði sem kirkjuorganisti 12 ára gamall. Lék vel á orgel til heima- brúks alla ævi. Hann lauk námi við Gagnfræðaskóla Akureyrar 1923 með ágætum vitnisburði og vildi og gat haldið áfram námi, en peninga vantaði. Einni kynslóð síðar urðu þrjú af fjórum upp- komnum börnum þeirra hjóna stúdentar frá M.A. og luku síðan framhaldsnámi, þó að peningar væru af skornum skammti, en þá voru aðrir tímar. Aðalsteinn galt þess eins og margir aðrir íslend- ingar af hans kynslóð, að fátækt og minnimáttarkennd þjóðarinn- ar héldu hæfileikafólki niðri og skorðuðu alla þá fasta í ævilöngu erfiði og brauðstriti sem ekki höfðu fjármagn og sterka aðstandendur til að lyfta undir. Ekki heyrðist þó æðruorð af hans vörum yfir þessu hlutskipti. Til þess var hann of mikið karl- menni. Framan af ævi var hann sagður mikill fyrir sér, hraustur, kraft- mikill, kappsfullur, kannski vösólfur. Sem krakki og ungling- ur gaf hann jafnöldrunum ekkert eftir í venjulegum stráksskap. Síðan varð hann knattspyrnu- maður og skotfastur vel. Á gagnfræðaskólaárum flaugst hann einu sinni á við einn félaga sinn í illu. Sá var Hannibal Valdi- marsson, seinna ráðherra. Svo fór þó, að hann lagði meiri áherslu á að stilla sig og tókst það frábærlega vel. Aldrei varð hann samt skaplaus né reikull í skoðunum. Aðalsteinn Jónsson fæddist að vori til. Um það atvik var eitt sinn kveðið: Um sama leyti og létt á vorin lömbin tifa fyrstu sporin í leit að áttum þá komst þú. Og þitt var máske ekki í orðum ávarpið sem beyrðist forðum. Samt það þýddi: Sælinú. Svo tygjar hann sig til brott- ferðar að haustlagi og Eyja- fjörður keppist við að vanda hinstu kveðju. Einmuna veður- blíða dag eftir dag. Hæstu fjöllin sveipa sig hvítum klæðum. Jörðin býr sig undir breytingamar, gróðurinn sölnar, farfuglar kveðja. Aðalsteinn lokar lífsbók- inni á sjálfan fyrsta vetrardag eins og til að gefa bendingu: Hingað. Ekki lengra. Eftir þetta tekur vetur konungur við, jörðin hvítnar, allt er háttbundið, takt- visst og stílhreint. Og það er engu líkara en að maður og nátt- úra hafi náð hinum eina rétta samhljóm, eins og þessi kveðju- athöfn sé vandlega undirbúin af beggja hálfu. Að síðustu vil ég fyrir hönd okkar nánustu þakka þessum sjálfstæða Þingeyingi fyrir sam- veruna. Blessuð sé minning hins látna. Brynjólfur Ingvarsson. „Adressuvél“ til sölu Hentar mjög vel fyrir landsmálablöð og félög er þurfa að senda út dreifibréf. Nánari upplýsingar gefa Jó- hann Karl Sigurðsson og Hafdís Freyja Rögnvalds- dóttir. 3. nóvember 1986 - DAGUR -11 U.M.F. Skriðuhrepps Almennur haustfundur I verður haldinn á Melum, fimmtudagskvöldið 6. nóv. og hefst kl. 20.30 stundvíslega. Stjórnin. Framleiðslufyrirtæki auglýsir eftir sölustjóra í framtíðarstarf. Þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Skriflegar umsóknir er greini um aldur, menntun og fyrri störf leggist inn á afgr. Dags merkt „Framleiðslufyrirtæki“ fyrir föstud. 7. nóv. ’86. Vélstjóri Óskum eftir að ráða 2. vélstjóra á 187 lesta rækjubát. Uppl. í síma 96-61707 á vinnutíma og 96-61728 á kvöldin. Njörður hf. Hrísey. AKUREYRARBÆR |g| Akureyrarbær auglýsir lausar til umsóknar stöður: Hitaveitustjóra Æskileg er menntun í verkfræði eða tæknifræði, auk 5-10 ára starfsreynslu. Hér er um mjög krefj- andi og áhugavert starf að ræða, sem gerir kröfur til góðrar menntunar, frumkvæðis og sjálfstæðis í starfi. Starfsmanns atvinnumálanefndar til að vinna að ýmsum þróunar- og framkvæmda- verkefnum í atvinnumálum undir yfirstjórn bæjar- stjóra. Ráðningartími áætlaður 2 ár. Krafist er háskólamenntunar og starfsreynslu. Viðkomandi þarf að vera hugmyndaríkur og geta starfað sjálfstætt. Umsóknarfrestur um þessi störf er til 25. nóvember nk. og sé umsóknum skilað á Bæjarskrifstofu Akureyrarbæjar, Geislagötu 9. Störfin veitast frá 1. janúar 1987. Upplýsingar gefa bæjarstjóri og starfsmannastjóri í síma 96-21000. Bæjarstjórinn á Akureyri. Framsóknarfélag Akureyrar Bæjarmálafundur verður mánudaginn 3. nóvember kl. 20.00 í Eiðs- vallagötu 6. Fulltrúar í nefndum sérstaklega beðnir að mæta. Ath. breyttan fundartíma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.