Dagur - 28.04.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 28.04.1987, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 28. apríl 1987 Laus staða Laus er til umsóknar hálf dósentsstaöa i matvælafræði við efnafræðiskor raunvísindadeildar Háskóla íslands. Aðal- kennslugreinar eru matvælaefnagreining, og gæðamat og matvælalðggjöf. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 20. júní n.k. Menntamáiaráðuneytið. 24. apríl, 1987. Stanslaust fjúr úmntarufflákoMr I Ibizaferðum Polaris er stanslaust fjör allan sólar- hringinn enda eru ferðimar miðaðar við þarfir þeirra hressu og Iffsglöðu. Farið er í ökuferðir og siglingar, á sjóskíði og seglbretti, I fótbotta og hjólatúra og ævin- týraþorstanum er svalað á diskótekum og nætur- ktúbbum. Skrautlegur hópur sóldýrkenda þyrpist til Ibiza á sumri hverjuþví þar er rigning nánast óþekkt fyrirbæri og svalandi hafgolan dregur úr mesta hitanum. Gististaðir Polaris, Jet Bossa og Migjorn, eru við hina frægu Playa d’en Bossa strönd, rétt við sjálfa Ibizaborg, einhverja litrfkustu ferðamannaborg Evrópu. Og það besta við Ibizaferðir Polaris er verðið, sem er ákaflega hagstætt. Dæmi: 17 dagar og fjórir í fbúð á Migjorn kosta aðeins frá kr. 30.700,- SkellPuþérwð! FERDASKRIFSTOFAN POLAR/S Kirkjutorgi 4 Sími622 011 Minningarorð Séra Benjamín Kristjánsson á Laugalandi Fæddur 11. janúar 1901 - Dáinn 3. apríl 1987 Séra Benjamín Kristjánsson fyrrverandi sóknarprestur í Grundarþingum og prófastur Eyjafjarðarprófastdæmis andaðist 3. apríl sl. og var jarðsettur að Munkaþverá 11. apríl. Hann var næstelstur tólf systkina á Ytri-Tjörnum í Eyjafirði, sonur Krist- jáns Benjamínssonar bónda og hrepp- stjóra og Fanneyjar Friðriksdóttur frá Brekku, konu hans og þar ólst hann upp í hinni stóru og samhentu fjölskyldu. Benjamín ólst upp á tímum orfs og hrífu, á meðan enn heyrðist enginn véladynur í sveitum þessa lands. Hann lifði sjálfur sannindin um nauðsyn lík- amlegrar orku til að vinna fyrir sér og sínum, svo sem verið hafði um allar aldir, allt þar til vélvæðing festi rætur. Og löngu áður en ég kynntist honum sem sóknarpresti í Eyjafirði hafði ég heyrt af honum sögur, sem miklum vaskleikamanni við hin ýmsu störf, er hann enn var í föðurgarði og var m.a. til þess tekið hver afburða sláttumaður hann hefði verið. Og hann var vaskur á fleiri sviðum, snemma bókhneigður og námfús með afbrigðum. Varð því náms- brautin fyrir valinu, strax á ungl- ingsárum. Hann treysti gáfum sínum og dugnaði til utanskólanáms að verulegu leyti, enda lítill auðurinn þá í fjölmenn- um ættargarði hans á Ytri-Tjörnum. Stúdent varð hann 1924 og guðfræð- ingur 1928. Hafði hann þó um hríð stundað háskólanám í Kaupmannahöfn. Að guðfræðinámi loknu lá leið séra Benjamíns vestur um haf og var hann prestur í Winnipeg næstu fjögur árin en vígðist til Grundarþingaprestakalls í Eyjafirði, haustið 1932, átti fyrst heima á Ytri-Tjörnum en síðan á Syðra- Laugalandi, sem um þær mundir var gert að prestssetri. Asamt prestskap hafði séra Benjamín löngum á hendi kennslu við Húsmæðraskólann á Laugalandi og vann einstaklega mikið fyrir þá stofnun. Séra Benjamín Kristjánsson var vin- sæll prestur og naut óblandinnar virð- ingar í sóknum sínum, bæði sem kenni- maður, fræðimaður og rithöfundur. Hann var í senn afkastamikill, fjölhæfur og vandvirkur, enda til margra trúnað- arstarfa kjörinn, utan kirkju og í mörg- um efnum svo sem sjálfsagður andlegur foringi í Eyjafirði. Til hans var leitað þegar vanda þurfti til hins talaða orðs á mannamótum og honum var öðrum bet- ur treyst til að halda á penna til sóknar og varnar þegar inálefni færðust á rit- völlinn. Eiginkona séra Benjamíns var Jónína Björnsdóttir frá Karlsstöðum í Fljótum, mikilhæf kona og hin ágætasta húsmóð- ir. Sonur hennar og stjúpsonur prests er Björn Ingvarsson yfirborgardómari í Reykjavfk, sem snemma var þroska- mikill gerðarmaður. Hann kvæntist Margréti Þorsteinsdóttur frá Reyðar- firði og eignuðust þau þrjá syni. Fóstur- dóttir prestshjónanna er Þóra Björk Kristinsdóttir hjúkrunarfræðingur og húsmóðir, hinn besti kvenkostur, gift Jósef Þorgeirssyni framkvæmdastjóra á Akranesi. Þau hjón eiga einnig þrjá syni. Um 1940 flutti ég og fjölskylda mín í næsta nágrenni prestshjónanna á Syðra- Laugalandi og vorum við nágrannar all- mörg næstu árin. Góðir voru grannarnir í þeirri sveit, bændur á næstu bæjum og fjölskyldur þeirra. Þar var lifað og starf- að í anda samhjálpar og samvinnu og mikilla framfara. Allir áttu kindur, kýr og hesta, tún stækkuðu með ári hverju, flæðiengin gáfu kúgæft hey og ýmsir bændur drýgðu tekjur sínar með torf- ristu til einangrunar í hús. Aldrei varð þurrð á umræðuefnum þar sem tveir eða fleiri hittust við kaffiborð eða í kaup- staðarferð, svo fjölþætt voru hin dag- legu viðfangsefni, svo mörg og ólík áhugaefnin. Enginn þurfti að trénast í of einhæfum störfum. En ef einhverjum leiddist gat hann tekið sér far til Akur- eyrar með mjólkurbílnum. Mjólkurbíl- ar sveitanna voru svo sem engar hrað- lestir, en samt sem áður lestir síns tíma, flytjandi mjólk og nær allar aðrar vörur, fólk og póst. Þar blönduðu menn geði, deildu fréttum. Einn var sá húsráðandi í allri sveitinni, sem engan átti bústofninn og fyrir löngu var hættur að bera ljá í jörð og það var séra Benjamín Krist- jánsson prestur á Syðra-Laugalandi. Gott var að heimsækja nágranna mína og þeirra er heiðurinn af því að hafa um langa tíð talist meðal bestu bænda þessa lands. í engu er á þá hallað þótt hærra virtist undir loft á prestssetrinu, umræðuefni víðfeðmari og háttvísi fág- uð í samræðum. Fræðandi frásagnir lágu lausar á tungu prests og jákvæðar umræður um menn og málefni voru ein- kennandi í prestsstofunni á Syðra- Laugalandi. Mér fannst, að hver og einn hlyti að ganga betri maður af fundi þessa gáfaða og víðsýna kennimanns, en hann kom. Séra Benjamín Kristjánsson var mik- ill ræðumaður í kirkju og utan, flutti mál sitt á eilítið sérstæðan hátt, sem sumum féll ekki í fyrstu. Hann var vandvirkur í ræðugerð, sem á öðrum sviðum, stundum e.t.v. örlítið fjarrænn og fræðimannlegur, einnig í fyrstu, pers- ónulegum kynnum. En í raun var hann hartahlýr og mikill drengskaparmaður að allri gerð. Því kynntust þeir vel, sem minni máttar voru. Meðal ritverka séra Benjamíns Krist- jánssonar voru fjögur bindi af Vestur- íslenskum æviskrám. Miklu hafði hann safnað til þess verks að auki og er það í handriti. Dvöl hans vestra mun hafa vakið með honum áhuga á þessari sögu- ritun. Eyfirðingabækurnar hans geyma mikinn fróðleik um margvísleg efni og til merkari verka hans eru, íslenskir guðfræðingar 1 og Saga prestaskólans. Auk þess var hann sískrifandi í blöð og tímarit því áhugi hans var margþætt- ur, maðurinn ágæta vel ritfær og bar- áttuglaður ef svo vildi verkast. Séra Benjamín Kristjánsson lét af prestskap í árslok 1967. Þá fluttu þau hjónin til Reykjavíkur, þar sem Jónína Björnsdóttir andaðist 9. desember 1977. Þá hafði prestur verið vanheill um skeið. Hann dvaldi nú öðru hverju hjá Þóru Björk fósturdóttur sinni á Akra- nesi, einnig hjá séra Bjartmari Krist- jánssyni bróður sínum og Hrefnu Magn- úsdóttur konu hans á Syðra-Laugalandi, en síðustu árin dvaldi séra Benjamín á Kristnesspítala og andaðist þar. Séra Benjamín Kristjánsson var landskunnur lærdómsmaður, ástsæll klerkur og sífrjór hugsjónamaður. Eng- inn brást fljótar eða betur við en hann, þegar ég á blaðamannsferli mínum leit- aði til hans og margar ágætar greinar á hann í Degi frá þeim tíma. Ég hef verið að bíða eftir því, að einhver af mörgum vinum hins látna, eyfirska prests, ritaði kveðju- og þakkarorð í norðlenskt blað í minningu hans. Kannski eru menn tæplega búnir að átta sig á því enn, að nú ritar séra Benjamín ekki lengur það sem rita þarf á eyfirskum vettvangi, svo sem mönnum áður þótti sjálfsagt. En við leiðarlok er mér hjarta næst að minnast hins gáfaða og góða Eyfirðings, sem opnaði mér víðari sýn á svo mörg- um sviðum, en ég hafði áður öðlast og fyrir það vil ég fyrst og síðast þakka. Blessuð sé minning séra Benjamíns Kristjánssonar. Erlingur Davíðsson §M§ik, Vorum að táa upp sendingu af K&NER dömuskónum vinsælu í breiddum. 6 gerðir. Sendum í póstkröfu. SÍMI (96)21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.