Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						14 - DAGUR - 21. ágúst 1987
Slysavarnaskóli sjómanna:
Starfsemin
hefst í
september
Slysavarnaskóli sjómanna tekur
til starfa nú að loknum sumar-
leyfum í byrjun september n.k.
Kennsla fer fram með svipuðu
sniði og áður. Einkum verður
lögð áhersla á kennslu í endur-
lífgun, flutningi slasaðra, ráðum til
að halda lífi við erfiðar aðstæður
og notkun björgunartækjabúnað-
ar um borð í skipum. Einnig
verður fjallað um lög og reglur
þar að lútandi. Þá er kennd
björgun með þyrlum, brunavarn-
ir og slökkvistarf.
Þar sem ekki hefur verið hægt
til þessa að sinna öllum beiðnum
um námskeiðahald á vegum
skólans, er mjög áríðandi að þeir
sem vilja komast á námskeiðin
fyrir áramót hafi samband við
skólann hið fyrsta.
Upplýsingar eru veittar á skrif-
stofu Slysavarnafélags íslands í
Reykjavík.
Markaðurinn
í Reistarárrétt
Nú á laugardag á milli kl. 13.30
og 17.00 verður líf og fjör í Reist-
arárrétt við Dalvíkurveg. Göng-
ur og réttir eru þó ekki á döfinni,
heldur verður þarna hinn árlegi
útimarkaður undir forsjá ung-
mennafélaganna í Skriðu- og
Arnarneshreppi.
Seljendur eru um 30 og fylla
alla dilka réttarinnar, en kaup-
endur spranga um almenninginn.
Á boðstólum er hinn margvís-
legasti varningur svo sem búta-
saumur, vefnaðarvara, brauð,
saltfiskur, sveppir, heimasaum-
ur, keramik, rúmfatnaður, skart-
gripir, pottablóm, klukkukassar,
sulta og bækur. Ungmennafélög-
in bjóða upp á „Tívolíleiki" en
unglingar • úr Möðruvallasókn
verða með hlutaveltu til ágóða
fyrir kirkjuna.
Um kvöldið sér svo ungmenna-
félagið í Skriðuhreppi að vanda
um svokallað körfuball að Mel-
um þar sem kvenfólkið kemur að
þessu sinni með drykkjarföng en
karlmenn með meðlæti.
Léttlamb á
Hótel KEA
Hótel KEA býður upp á fjöl-
breyttan matseðil um helgina
eins og jafnan áður.
Á matseðli helgarinnar er m.a.
að finna svokallað léttlamb, sem
er kjöt af sumarslátruðu. Kjötið
er fituminna og „léttara" en
venjulegt lambakjöt og hefur sú
nýjung að bjóða upp á kjöt af
sumarslátruðu mælst mjög vel
fyrir meðal neytenda. Mat-
reiðslumeistararnir á Hótel KEA
bjóða upp á léttlambið ofnsteikt
og borið fram með madeirabættri
túnfíflasósu. Auk þess er ýmsa
hefðbundnari rétti að finna á
helgarmatseðlinum sem er í gildi
föstudag, laugardag og sunnu-
dag
Á laugardagskvöldið er að
venju dansleikur á Hótel KEA
og er, það hljómsveítin Helena
fagra sem annast tónlistarflutn-
inginn.
JþróttÍL
Norðurlandsmótið í golfi
Keppni hefst í
fyrramál ið
Leikið á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði
Norðurlandsmótið í golfi fer
fram á Skeggjabrekkuvelli í
Ólafsfirði um helgina og hefst
keppni kl. 9 í fyrramálið og
verður síðan fram haldið á
sunnudag. Leiknar verða 36
holur, með og án forgjafar og
verður keppt í karla-, kvenna-
og unglingaflokki. Búist er við
að allir sterkustu kylfingar
Norðurlands mæti til Ieiks.
Skeggjabrekkuvöllur sem er 9
holu völlur er í mjög góðu ásig-
komulagi um þessar mundir og
hefur sjaldan verið betri enda
verið unnið að miklum endurbót-
um á honum í sumar.
Norðurlandsmeistari í karla-
flokki án forgjafar árið 1986 varð
Axel Reynisson frá Húsavík en
Jónína Pálsdóttir í kvennaflokki.
Axel mun eflaust reyna að halda
titlinum á mótinu en Jónína er
flutt frá Akureyri til Reykjavíkur
og keppir nú undir merki GR.
Unglingameistari árið 1986 varð
Sigurbjörn Þorgeirsson frá Akur-
eyri og sigraði hann bæði í
keppni með og án forgjafar.
Búast má við skemmtilegu
móti og ættu golfáhugamenn að
fjölmenna í Ólafsfjörð og fylgjast
með þeim bestu á Norðurlandi í
keppni.
Körfubolti:
Dómaranámskeið
Tekst Axel Reynissyni að verja Norðurlandatitilinn í golfi í Ólafsfirði um
helgina.
Körfuknattleikssamband ís-
lands og Dómaranefnd KKI
munu gangast fyrir dómara-
námskeiði í september.
Námskeiðið  hefst  fimmtu-
Handboltinn af stað
- eftir rúman mánuð - Þórsarar byrja á tveimur útileikjum
en KA-menn á tveimur heimaleikjum
Nú styttist í það að handbolta-   Þórsarar eiga fyrir höndum harða
vertíðin  hefjist  fyric  alvöru.   baráttu fyrir því að halda sæti
Liðin æfa nú af fullum krafti
og nokkur þeirra halda innan
skamms í æfinga- og keppnis-
ferð erlendis, þar á meðal 1.
deildar lið KA og Þórs.
Keppni í 1. deild hefst þann
30. september en þá verður
leikin heil umferð.
KA-menn fá Stjörnuna í heim-
sókn í fyrsta leik en Þórsarar
sækja FH-inga heim í Hafnar-
fjörð. Breiðablik og KR leika í
Kópavogi, Víkingur og ÍR og
Fram og Valur mætast í Reykja-
vík. í annarri umferð sem leikin
verður 10. október leika Þór og
Valur í Reykjavík, KA og Fram
á Akureyri, Stjarnan og UBK í
Kópavogi, KR og Víkingur og IR
og FH í Reykjavík. Á þessu má
sjá að nýliðar Þórs þurfa að leika
fyrstu tvo leiki sína í deildinni á
útivelli en KA-menn leika sína
fyrstu tvo leiki á heimavelli.
Leikmenn KA og Þórs æfa sig
nú af fullum krafti fyrir kómandi
keppnistímabil en það er ljóst að
sínu í deildinni. KA-menn sem
leikið.hafa í 1. deild undanfarin
ár ættu að geta blandað sér fyrir
alvöru í toppbaráttu í vetur, ekki
síst þar sem liðið hefur endur-
heimt þá Erling Kristjánsson og
Jakob Jónsson. Einnig hefur
gamla kempan Þorleifur Anan-
íasson æft mjög vel í sumar og
það kæmi umsjónarmanni íþrótta-
síðunnar ekki á óvart þótt Þor-
leifur léki með liðinu af fullum
krafti í vetur.
Dagur hafði samband við Þor-
leif og spurði hann hvort hann
hefði tekið skóna fram að nýju.
„Þó að Jón Kristinsson hafi hjól-
að í kringum landið um daginn,
er ekki þar með sagt að hann
verði sendur á hjólreiðakeppnina
á Ólympíuleikunum í Seoul og þó
að ég æfi handbolta um þessar
mundir, er ekki þar með sagt að
ég sé kominn inn í KA-liðið,"
sagði Þorleifur. Hvað um það,
reikna má með jöfnu og
skemmtilegu  móti  enda  hafa
nokkir af okkar snjöllustu hand-
knattleiksmönnum snúið heim á
nú úr atvinnumennsku. Má þar
nefna Einar Þorvarðarson,
Sigurð Gunnarsson og Atla
Hilmarsson.
daginn 24. september og lýkur
sunnudaginn 27. september.
Námskeiðið verður bæði bók-
legt og verklegt.
Fyrirlesari verður norskur
alþjóðadómari Tor Christian
Bakken.
Þátttökutilkynningar skulu ber-
ast skrífstofu KKI fyrír L" sepf-
ember n.k. Námskeiðið er öllum
opið.
Dómaranefnd KKÍ mun einnig
gangast fyrir fundi mánudaginn
28. september með starfandi
dómurum. Ætlunin er að starf-
andi dómarar geti undirbúið sig
sem best undir næsta keppnis-
tímabil. Fyrirlesari verður Tor
Christian Bakken.
Allar nánari upplýsingar er
hægt að fá á skrifstofu KKI í síma
91-685949.
Knattspyma:
Firma- og félagakeppni KA
Hin árlega firma- og félaga-
keppni KA í knattspyrnu verð-
ur haldin á KA-velli dagana
26., 27., 28. og ef til vill 29.
ágúst næstkomandi. Eins og
undanfarin ár verður leikið á
litlum völlum , 30 x 60 m og er
leiktíminn 2x10 mín.
Þeir leikmenn sem hafa leikið í
1. eða 2. deild eða verið á leik-
skýrslu í þeim deildum, eru ekki
gjaldgengir í keppnina. Óheimilt
er að leika á svokölluðum
grasskóm. Þátttökugjald er kr.
7000 fyrir hvert lið nema ef um
fleiri en eitt lið sé að ræða frá
sama fyrirtæki, þá lækkar
gjaldið. Þátttökutilkynningar
berist til Árna Freysteinssonar í
KA-heimilinu í síma 23482,
Bjarna Jónssonar í síma 24147
eða Friðfinns Hermannssonar í
síma 22900 sem einnig veita allar
nánari upplýsingar.
Kvennalandsliðið valið:
Þrjár fráAkur-
eyri í hópnum
Þær Stella Hjaltadóttir og
Hjördís Úlfarsdóttir úr KA og
Þórdís Sigurðardóttir mark-
vörður Þórs, hafa allar verið
valdar í landslið íslands í
knattspyrnu sem mætir V.-
í vináttuleikjum
september næst-
Þjóðverjum
ytra 4. og 6.
komandi.
Þær  Stella
burðarásarnir
Jakob Jónsson verður í eldlínunni með KA í vetur
og Hjördís eru
í KA-liðinu,
Stella geysilega sterkur varnar-
maður og Hjördís snjöll bæ'ði í
vörn og sókn. Þórdís hefur varið
mark Þórs í sumar af stakri prýði.
Aðrar í hópnum eru, Anna Sig-
urbjörnsdóttir Stjörnunni, Vala
Úlfljótsdóttir IA, Halldóra
Gylfadóttir ÍA, Sigurlín Jóns-
dóttir ÍA, Guðrún Sæmundsdótt-
ir Val, Ragna Lóa Stefánsdóttir
ÍA, Ragnheiður Víkingsdóttir
Val, Cora Barker Val, Magnea
Magnúsdóttir Stjörnunni, Ásta
María Reynisdóttir UBK, Vanda
Sigurgeirsdóttir ÍA, Arna K.
Steinsen KR, Ingibjörg Jónsdótt-
ir Val. Helena Ólafsdóttir KR,
Svava Tryggvadóttir UBK og'
Inga Birna Hákonardóttir ÍBK.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20