Dagur - 06.11.1987, Blaðsíða 15

Dagur - 06.11.1987, Blaðsíða 15
6. nóvember 1987 - DAGUR - 15 / dagsljósinu „Það er óhætt að segja það að fyrstu viðbrögð okkar eru mikil vonbrigði. Þessar aðgerðir brjóta í bága við stefnuyfirlýsingar allra flokka," segir Hcrmann Sigtryggsson. Mynd: tlv. í fjárlagafrumvarpi ríkisst jórn- arinnar fyrir árið 1988 er gert ráð fyrir rúmum 14 milljónum króna til íþróttasambands íslands, en sambandið sótti um 31,5 milljónir. Á yfirstandandi ári fékk sambandið 26,2 millj- ónir og þykir mönnum niöur- skurðarhnífnum beitt ótæpi- lega. Jafnframt er gert ráð fyr- ir að leggja íþrótta- og félags- heimilasjóð ríkisins niður á þeirri forsendu að sveitarfélög- in yfirtaki rekstur þeirra. Hermann Sigtryggsson er íþróttafulltrúi Akureyrarbæjar og jafnframt stjórnarmaður í íþróttasambandi íslands. Hann hefur því góða yfirsýn yfir stöðu íþróttamála og þróun fjárveit- inga. Hvernig horfir stefna ríkis- stjórnarinnar í íþróttamálum við honum? „íþróttasjóður er strikaður út á fjárlögum 1988 og við erum ekki alveg búnir að átta okkur á því hvernig við bregðumst við því. íþróttasjóður skuldar Akureyrar- bæ 6 milljónir, vegna skíðalyft- unnar, Iþróttahallarinnar og fleiri mála. Ég tel að þessi sjóður sé mjög mikilvægur fyrir sveitar- félög og félög um land allt sem eru að byggja íþróttamannvirki. Hér á Akureyri eru golfklúbbur- inn, skautafélagið, KA og Þór stórir aðilar í sambandi við bygg- ingu íþróttamannvirkja og skuld- ir sjóðsins við þau félög eru um 15 milljónir króna. Það eru því ekki einungis sveitarfélögin sem eiga í hlut, heldur líka hin ýmsu félög um allt land. Minni sveitar- félög og íþróttafélög á lands- byggðinni byggja nánast ein- göngu á framlögum úr íþrótta- sjóði. Ég tel að hér hafi ekki verið mjög fagmannlega að verki stað- ið hjá starfsmönnum fjármála- ráðuneytisins í sambandi við niðurskurðinn. Mér sýnist líka að það verði að breyta lögum til að þetta geti náð fram að ganga því íþróttasjóður er löggildur.“ - Hvað kemur þá í staðinn? Eiga sveitarfélögin að fá meiri fjármuni sem þau úthluta síðan til íþróttamála? „Maður hefur heyrt að ein- hvers konar framlög til sveitarfé- laga eigi að koma þarna í staðinn en það er ábyggilega miklu erfið- ari úthlutunarleið því mikill bar- dagi er um fjármagn innan sveit- arfélaganna. Ég er því dálítið hræddur við þessa skyndilegu breytingu. Ég er ekki að segja að það megi ekki endurskoða íþróttalögin, eða lög um íþrótta- sjóð, en það er mál sem þyrfti að taka sinn tíma og kunnugir að fást við það.“ „Mikil vonbrigði“ Hermanni finnst flausturslega að þessum breytingum unnið og seg- ir það mjög hæpið að leggja íþrótta- og félagsheimilasjóð nið- ur og jafnvel ekki löglegt. Hann nefndi áðan skuldir íþróttasjóðs við Akureyrarbæ og íþróttafélög í bænum, en heildarskuldir sjóðs- ins eru nú 180 milljónir og skuldir félagsheimilasjóðs eru hátt í 60 milljónir. Eiga sveitarfélögin að standa skil á þessum skuldum? Fá þau fjármagn til þess? Hvers vegna þessar krókaleiðir? Víkjum nú að framlagi ríkisins til íþróttasambands íslands. Sam- bandið fór fram á 31,5 milljónir króna fyrir starfsemina á árinu 1988 sem er eðlileg verðlags- hækkun frá árinu 1987 en þá fékk ISI 26,2 milljónir króna. Hækk- unin er því 20% samkvæmt þess- ari beiðni en hvað gerist? ÍSÍ fær 14 milljónir á fjárlögum 1988. Þetta er skerðing upp á 45% frá árinu áður og miðað við þá upp- hæð sem farið var fram á er hér um niðurskurð að ræða upp á 55%. Ég spurði Hermann um hugs- anlegar ástæður fyrir skertu framlagi ríkisins til ÍSÍ. Kemur lottóið kannski eitthvað við sögu? „Það er mikill misskilningur ef fólk heldur að íþróttahreyfingin vaði í peningum þótt lottóið gangi vel. Auðvitað er þetta mikilvæg fjáröflunarleið, en við verðum að hafa það í huga að hlutur íþróttasambandsins í hagnaðinum af lottóinu fer beint til aðildarfélaganna. Hér er um að ræða 18 sérsambönd, 28 hér- aðssambönd og 314 íþrótta- og ungmennafélög, eða alls 360 fé- lagasamtök. Ef við deilum heild- arupphæðinni niður á þessi fé- lagasamtök þá koma aðeins 300 þúsund krónur í hlut hvers félags. Auðvitað fá sumir meira og aðrir minna. Þessi viðbót sem lottóið gefur er geysileg hjálp en þó ekki nema lítill hluti af rekstr- arkostnaði íþróttahreyfingarinn- ar. Lottóið var aðeins hugsað sem leið til að bæta hag íþróttahreyf- ingarinnar. Menn voru bjartsýn- ir, sáu fram á að geta grynnkað á skuldum og farið að beita sér að uppbyggingu í auknum mæli. Þegar ríkið bregst við á þennan hátt er ekki nema von að menn verði svekktir. Það er óhætt að segja það að fyrstu viðbrögð okk- ar eru mikil vonbrigði. Þessar aðgerðir brjóta í bága við stefnu- yfirlýsingar allra flokka.“ Fagrar yfirlýsingar Ef við skoðum þetta nánar þá kemur í ljós að stjórnmálaflokk- arnir hafa allt annað í stefnuskrá sinni en það að leggja niður íþróttasjóð og skera niður fram- lög til íþróttasambands íslands. í ályktun Alþýðuflokksins, flokks fjármálaráðherra, um íþróttamál segir m.a. þetta: „íþróttasjóður ríkisins verði efldur verulega, svo að hann geti sinnt hlutverki sínu betur en ver- ið hefur. Alþýðuflokkurinn telur þörf á auknum framlögum ríkisins til íþróttahreyfingarinnar, þannig að hún geti sinnt mikilvægu hlut- verki sínu betur í framtíðinni.“ Hliðstæðar yfirlýsingar má finna hjá flestum ef ekki öllum stjórnmálaflokkum. Tökum Framsóknarflokkinn sem dæmi: „Framsóknarflokkurinn vill beita sér fyrir eflingu íþróttasjóðs ríkisins í því skyni að sjóðurinn geti betur sinnt hlutverki sínu en nú er.“ Og Borgaraflokkurinn er sama sinnis: „Mikilvægt er að fé- lagsheimilasjóður og íþróttasjóð- ur ríkisins verði efldir, svo að íþrótta- og félagsleg uppbygging geti átt sér stað sem víðast um land.“ Hcrmann Sigtryggsson bendir á að lottóið sé hugsað til þess að bæta hag sveltandi íþróttahreyf- ingar en eigi ekki að koma í stað- inn fyrir ríkisframlög. Þá bendir hann á að getraunir (1X2) hafa verið á niðurleið og verði jafnvel reknar með tapi. Þar missir íþróttahreyfingin töluvert fjár- magn sem hún bætir sér upp með lottóinu. Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, virðist hins vegar á þeirri skoðun að lottóið geri það að verkum að óhætt sé að skera niður framlög ríkisins til ÍSÍ, eins og fram kemur í ræðu lians á Alþingi 15. október (0023D Sameinað þing, 15. okt. 1987): „Að því er varðar ábendingar um að hlutur íþróttahreyfingar- innar sé lítill í þessu fjárlagafrum- ivarpi og þá eru menn með í huga þær tölur að fjárveiting á yfirstandandi ári til íþróttasam- bands íslands svo að ég taki dæmi eru 26,2 millj. kr. en í frumvarpi fyrir 1988 14,4 millj. kr. Og þá er spurningin út frá þessu dæmi: Lýsir þetta nú einhverjum óskap- legum fjandskap og illvilja núver- andi stjórnarmeirihluta í garð íþróttahreyfingarinnar? Því fer fjarri. Alþingi hefur samþykkt lög um sérstaka fjáröflun til íþróttahreyfingarinnar, Hng- mennafélagsins og Öryrkja- bandalagsins, lög um lottó. Og auðvitað til að styrkja fjárhag þessara þjóðþrifasamtaka." „Vonum ad menn sjái að sér“ Hermann vonast til að menn sjái að sér í þessum efnum. „Mér hef- ur fundist að allir sem við höfum leitað til, alþingismenn í stjórn og stjórnarandstöðu, hafi tekið okkur vel og vilji jafnvel leiðrétta þetta. Þarna hafi jafnvel verið mistök á ferðinni. Það hjálpar okkur líka þegar menn eins og Steingrímur Hermannsson gagn- rýna þessar hugmyndir opinber- lega og við vonum bara að menn sjái að sér í tíma,“ sagði Hermann. Við ræddum um eflingu íþróttastarfs á landinu og íþróttir sem fyrirbyggjandi heilsugæslu- starf. Hann sagði að á trimmráð- stefnu á dögunum hefði aðstoð- arlandlæknir tekið heils hugar undir það að íþróttir ættu að vera á heilsufarsáætlun þjóðarinnar. Að lokum komum við aftur inn á íþróttafélög á Akureyri. Þá sagði Hermann meðal annars: „Golfklúbbur Akureyrar hefur verið með framkvæmdir upp á tugi milljóna á síðustu árum. Sömu sögu má segja af KA, en húsið þeirra hefur kostað um 16 milljónir króna og Þór er að gera áætlanir um hús upp á 40 milljón- ir króna. Skautafélagið er með framkvæmdir upp á 10 milljónir. Þessi félög eru með langan skuldahala og verða að byggja á framlögum úr íþróttasjóði, fram- lögum bæjarins, eigin fjáröflun- arleiðum svo og gríðarlegri sjálf- boðavinnu. Síðan kostar almenn- ur rekstur auðvitað sitt, kostnað- ur við þjálfun o.fl. Félögunum veitir ekki af öllum þeim pening- um sem hægt er að fá og þau ættu að fá. Það er hagur íþróttafélag- anna á Akureyri að íþróttasjóður verði efldur og framlög til íþróttahreyfingarinnar verði ekki skert.“ SS Þessi mynd var tekin af framkvæmdum hjá Golfklúbbi Akureyrar í sumar. Skuldir íþróttasjóðs við GA, Skautafélag Akureyrar, KA og Þór vegna framkvæmda nema 15 milljónum króna. Mynd: ri>b.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.