Dagur - 08.12.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 08.12.1987, Blaðsíða 1
70. árgangur Akureyri, þriðjudagur 8. desember 1987 234. tölublað Kjólföt Smokingfot HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 16 dagar til jóla Sparisjóðir Fnjóskdæla og Kinnunga: Sameining undirbúin Fyrir dyrum stendur að sam- eina sparisjóði Fnjóskdæla og Kinnunga. Hluthafafundir beggja sjóðanna hafa sam- þykkt að vinna að sameining- unni og er gert ráð fyrir að hún taki gildi 1. janúar 1988. Sam- eininguna þarf að taka fyrir á öðrum hluthafafundi en endanleg afgreiðsla er háð samþykki ráðherra. Sparisjóður Fnjóskdæla er einn af þremur minnstu spari- Búnaðarbankinn á Sauðárkróki: Gestur ráðinn útibússtjóri Bankaráð Búnaðarbanka ís- lands ákvað á dögunum að Gestur Þorsteinsson tæki við stjórn útibús bankans á Sauð- árkróki. Gestur sem starfað hefur í úti- búinu til fjölda ára hafði í mörg ár verið aðstoðarmaður Ragnars heitins Pálssonar, sem stjórnað hafði útibúinu frá því það var stofnað á sjöunda áratugnum er bankinn yfirtók eignir sparisjóðs- ins. Gestur var af mörgum talinn líklegur arftaki hans og var hann eini umsækjandinn um stöðuna. -þá sem aldrei fyrr menn og innflytjendur í Reykja- vík voru ekki undir þessa miklu eftirspurn búnir. Eldavélar, kæli- skápar o.s.frv. eru nú uppseldar hjá Gunnari Ásgeirssyni í Reykjavik. Venjulega er lítil eftirspurn eftir heimilistækjum í desember. ísskápar, eldavélar og örbylgju- ofnar hækka um 17% en sauma- vélar geta hækkað um allt að 34%. Sala á sjónvarpstækjum hefur einnig aukist, sennilega vegna misskilnings neytenda, því þessi tæki lækka veruíega í verði eftir áramótin. Hjá járn- og glervörudeild KEÁ fengust þær upplýsingar að eftirspurn eftir kæliskápum, þvottavélum o.fl vörum væri mikil og vaxandi. Ný sending er á leiðinni af þvottavélum og að öllum líkindum koma fleiri kæliskápar fyrir áramót. Allt benti til þess að fólk væri verulega að taka við sér vegna væntanlegra verðbreyt- inga. Ingvi Rafn Jóhannsson hjá Raftækni sagði að geysilega mikil eftirspurn væri nú eftir þvottavél- um og kæliskápum. Ný sending er væntanleg af þvottavélum í verslunina og ekki verður skortur á þeim í bili en kæliskápar eru að seljast upp. „Það er öruggt mál að það stefnir í vöruskort á þess- um hlutum,“ sagði hann. EHB Stefnir í vöruskort? - kæliskápar og þvottavélar seljast nú „Um leið og við opnuðum Idukkan tíu fylltist búðin af fólki og við komumst hvorki í kaffi- eða matartíma þangað til við lokuðum klukkan fjögur,“ sagði Guðmundur Þórðarson hjá Akurvík á Akureyri. Sömu sögu höfðu aðrir kaupmenn að segja sem versla með kæli- skápa, þvottavélar, saumavél- ar o.il. vörur sem hækka í verði um áramótin. Að sögn Guðmundar er veru- leg hætta á vöruskorti framundan í þeim vöruflokkum sem hækka mest um áramótin, því umboðs- Starfsfólk Fiystihúss ÚKE mótmælir gámaútflutningi Yinna féll niður eftir hádegi sl. föstudag í Frystihúsi ÚKE á Dalvík. Astæðan var hráefnis- skortur en eins og komið hefur fram hefur nokkurt magn af fiski verið flutt út í gámum frá Dalvík í haust og hefur vinna þrisvar fallið niður í frystihús- inu sökum hráefnisskorts. Starfsfólk frystihússins hélt fund á föstudaginn þar sem þessi mál voru rædd og var á l'undinu efnt tii undirskrifta sem sendar hafa verið til stjórnarmanna í bæjarstjórn Dalvíkur svo og stjórnar- manna í Útgerðarfélagi Dal- víkinga. Bréf starfsmanna frystihússins hljóðar svo: „Við undirrituð starfsfólk Frystihúss ÚKE á Dal- vík mótmælum harðlega þeim óstjórnlega gámaútflutningi sem átt hefur sér stað að undanförnu og valdið hefur síminnkandi vinnu, þar af leiðandi miklu tekjutapi hjá okkur. Þetta ástand teljum við óviðunandi og óttumst við mjög atvinnuöryggi okkar ef ekki verður breyting á. Síðastlið- ið sumar unnum við óhóflega langan vinr.utíma til að bjarga frá skemmdum öllum þeim afla sem mokað var stjórnlaust á land. Þar sem lítið tillit hefur verið tekið til okkar að undanförnu er óvíst að við verðum reiðubúin að vinna jafnlangan vinnudag á komandi sumri. Þess vegna óskum við eftir að stjórn Ú.D. upplýsi okkur um hvers vænta megi á næstu dögum og vikum. Megum við reikna með atvinnu eða er stefna Ú.D. gámaútflutningur, siglingar og atvinnuleysi?" Undir mótmæli þessi skrifuðu nær allir fundarmenn, 50-60 manns. Bréfið hefur verið sent öllum stjórnarmönnum í bæjar- stjórn og stjórn Ú.D. JÓH Mynd: TLV sjóðum landsins með innlán upp á um 4,5 milljónir á ári. Sjóður- inn hefur dregist mjög saman á undanförnum árum og að sögn Þórhalls Hermannssonar stjórn- arformanns sjóðsins má rekja samdráttinn til aukinnar sam- keppni um sparifé landsmanna og krafna um aukna þjónustu. Þá hafi versnandi lausafjárstaða bænda í kjölfar „Svalbarðseyrar- málsins" haft sitt að segja. Innlán hafa dregist saman að raungildi og nú er svo komið að sjóðurinn er orðinn of lítill til að fá að tengjast tölvukerfi Reiknistofn- unar bankanna. Sparisjóður Fnjóskdæla er stofnaður árið 1943. Sparisjóðs- aðilar eru 32 talsins. Sparisjóður Kinnunga er stofnaður árið 1889 en aðilar að honum eru 30 talsins. Innlán þar nema að sögn Árna Jónssonar sparisjóðsstjóra um 15,5 milljónum. Afgreiðsla sparisjóðs Fnjósk- dæla hefur nú verið flutt frá Nesi í Hálshreppi og að Fremstafelli í Ljósavatnshreppi þar sem afgreiðsla Sparisjóðs Kinnunga er. Fjárhagslegur samruni mun þó sem fyrr segir ekki eiga sér stað fyrr en í byrjun næsta árs þegar ársreikningar liggja fyrir. ET Ingvi Rafn í Raftækni með síðustu pvottavélina. Akureyri: Bifreiða- stöð Norður- lands stofnuð - Norðurleið stærsti hluthafinn Bifreiðastöð Norðurlands hf. hefur formlega verið stofnuð. Stærsti hluthafinn er Norður- leið með 40% en aðrir hluthaf- ar eru Sérleyfisbílar Akureyr- ar, Björn Sigurðsson á Húsa- vík, Ævar Klemensson á Dal- vík og Akureyrarbær, en þátt- taka bæjarins hefur að vísu ekki enn verið staðfest af bæjarstjórn. Áætlað er að fyrirtækið flytji í nýja umferð- armiðstöð að Hafnarstræti 82 um miðjan janúar. „Þarna verður um að ræða lág- markstilflutning í byrjun en fyrir vorið verður reynt að koma þarna fyrir upplýsingamiðstöð ferðamála og annarri starfsemi sem tengist þessu. Þetta kemur til rneð að breyta aðstöðu farþega verulega," sagði Þorleifur Jónsson, starfsmaður atvinnu- málanefndar. Hann sagði að tímaáætlanir myndu breytast og þjónusta sér- leyfishafa batna og aukast með stofnun Bifreiðastöðvar Norður- lands. Norðurleið hefur t.d. ákveðið að flytja síðdegisferðirn- ar aftur til kl. 17 í sumar í stað 14. Þetta hefur í för með sér að fólk getur komið víðs vegar að af Norðurlandi um eftirmiðdaginn og tekið rútuna suður frá umferð- armiðstöðinni kl. 17 og komist til Reykjavíkur fyrir miðnætti. „Maður getur verið í vinnu hérna allan daginn, tekið bíl klukkan fimm til Reykjavíkur og erindað þar daginn eftir og kom- ist til baka um kvöldið. Það verð- ur mun hentugra en áður fyrir menn að notfæra sér þessa þjón- ustu, auk þess sem þetta er miklu ódýrara en að fljúga,“ sagði Þor- leifur. SS Samið við kvensjúk- dómalækna Nú líður óðum að því að mál Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri, varðandi ráðningu sérfræðings í kvensjúkdómum, skýrist. Gengið hefur verið frá sam- starfssamningi milli Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri annars vegar og Heilsugæslustöðvarinn- ar á Akureyri hins vegar, um þátttöku sérfræðinganna sem starfa við FSA í mæðravernd á Heilsugæslustöðinni. Samningur- inn verður lagður fyrir stjórn Heilsugæslustöðvarinnar í dag og þá væntanlega tekin ákvörðun um hvernig hann verður nánar kynntur, síðar í vikunni. Ekki er gert ráð fyrir ráðningu nýs sér- fræðings á næstunni. VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.