Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						6 - DAGUR - 17. desember 1987
Hjálparstofnun kirkjunnar:
Brauð handa
hungmðum heimi
Þeir eru komnir í jólaskap strákarnir og voru að búa til hið fallegasta jólaskraut þegar ljósmyndari Dags heimsótti
þá á dögunum.                                                                       Mynd: TLV
„Brauð handa hungruðum
Iieimi" er yfírskrift hinnar
árlegu jólasöfnunar Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar. Söfnun-
in hófst formlega 6. desember
og stendur fram til jóla. Verið
er að dreifa inn á öll heimili
landsins gíróseðlum ásamt
söfnunarbaukum.
í ár verður megináhersla lögð á
að verja söfnunarfénu til Eþíóp-
íu. Þar er enn vá fyrir dyrum. í
ágúst síðastliðnum skýrðu stjórn-
völd í Eþíópíu hjálparstofnunum
frá því að sumarregnið hefði
brugðist og því væri útlit fyrir
uppskerubrest í ár og því mætti
búast við hungursneyð strax í
byrjun næsta árs. Síðan hafa bor-
ist frekari upplýsingar sem benda
til að ástandið sé enn verra en
búist hafði verið við og geti jafn-
vel orðið enn alvarlegra en 1984.
Hjálparstofnun kirkjunnar
vonast til að íslenska þjóðin
bregðist jafn vel við nú og 1984
en með framlagi íslendinga gat
Hjálparstofnunin  sent  3  hópa
hjúkrunarfræðinga, lækni og 3
hjálparsveitarmenn til starfa í
Eþíópíu. Þessir hópar unnu við
matvæladreifingu, heilsugæslu,
fæðingarhjálp,     margvíslegar
smíðar, þjálfun heimamanna og
skipulagningu ýmiss konar. Einn-
ig starfaði íslenskur skipstjóri við
fiskveiðikennslu     innfæddra.
Veiðarfæraútbúnaður var sendur
frá íslandi, einnig 90 tonn af
mjólkurdufti, 43 tonn af fatnaði
og eggjahvíturíkt kex.
Framlögum í landssöfnunina er
hægt að koma til skila í alla
banka, sparisjóði og pósthús
einnig til sóknarpresta um allt
land og á skrifstofu Hjálparstofn-
unar kirkjunnar, Suðurgötu 22,
Reykjavík. Á Þorláksmessu
verða flestar kirkjur opnar til að
taka á móti söfnunarbaukum og
verður opnunartími þeirra aug-
lýstur sérstaklega.
Friðarkerti
Fyrir þessi jól mun Hjálparstofn-
un kirkjunnar selja friðarkerti.
Um er að ræða 12 klst. útikerti.
Þau verða til sölu í blómabúðum
og/eða kaupfélögum um allt
land. Einnig verða þau til sölu í
Kringlunni, á Eiðistorgi og á
aðfangadag við kirkjugarðana.
Nýtt hefti
með12
frímerkjum
Póst- og símamálastofnunin hef-
ur nýlega gefið út hefti með 12
frímerkjum að verðgildi 13 krón-
ur hvert, en það er almennt burð-
argjald innanlands og til Norður-
landa.
Þessi útgáfa er nýjung í frí-.
merkjaútgáfu stofnunarinnar.
Heftin hafa mælst vel fyrir,
enda eru þau afar hentug og fara
vel í vasa eða veski. Þau eru til
sölu í öllum pósthúsum og kosta
kr. 156.
Myndefni frímerkjanna sem
prýða heftið eru landvættir í
skjaldarmerki íslands: Dreki,
gammur, griðungur og bergrisi.
Á næsta ári er ráðgert að gefa
út nýtt frímerkjahefti.
Póst- og símamálastofnunin
Reykjavík, 9. desember 1987.
Jóladaga-
tal SUF
Útdráttur er hafinn í Jóladagatali
SUF og hafa eftirtalin númer
komið upp:
1. desember nr. 2638
2. desember nr. 913
3. desember nr. 1781
4. desember nr. 1670
5. desember nr. 4676
6. desember nr. 2933
7. desember nr. 5726
^8. desember nr. 7505
9. desember nr. 4714
10. desember nr. 6297
11. desember nr. 5952
12. desembcr nr. 3213
13. desember nr. 3184
14. desember nr. 6371
15. desember nr. 2659
16. desember nr. 1658
17. desember nr. 3048
Allar frekari upplýsingar eru
veittar í síma 91-24480.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24