Dagur - 17.12.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 17.12.1987, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 17. desember 1987 Bangsi gamli Komin er út hjá Iðunni ný barna- bók sem heitir Bangsi gamli og er eftir Jane Hissey. Hér er á ferðinni saga úr barnaherberginu þar sem leik- föngin spretta fram lífi gædd og taka til sinna ráða þegar einn elsti vinurinn, hann Bangsi gamli, hef- ur verið settur í kassa og borinn upp á háaloft. Og hver kannast ekki við snjáða gamla bangsann sem krakkarnir hafa ólmast með og kúrt hjá? En nú verður að bjarga bangsa úr prísundinni. Fallegar myndir á hverri síðu segja jafnframt söguna. Þetta er bók sem börn geta skoðað aftur og aftur. Þórgunnur Skúladóttir þýddi. Norræn ævintýri I Bókaútgáfa Máls og menningar hefur gefið út fyrstu bókina í nýj- um flokki ævintýra og nefnist hún Norræn ævintýri I. í þessu bindi eru allar þýðingar þeirra Steingríms Thorsteinsson- ar og Brynjólfs Bjarnasonar á ævintýrun] H.C. Andersen og auk þess sögurnar Álfhóll í þýð- ingu Sigurðar A. Magnússonar og Leggur og skel eftir Jónas Hallgrímsson. Ennfremur koma nú ævintýri eftir Finnann Zachris Topelius í fyrsta sinn út á íslensku í þýðingu Sigurjóns Guðjónssonar. Bókin er í stóru broti, því sama og Þúsund og ein nótt og íslenskar þjóðsögur og ævintýri, safn Einars Ólafs Sveins- sonar, sem kom út í fyrra. Nor- ræn ævintýri er 616 bls. að stærð, prýdd fjölda fallegra 19. aldar teikninga. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Bókin er gefin út með styrk ú Norræna þýðingarsjóðn- um. Jólagrauturinn Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér bókina Jólagrauturinn eft- ir sænska myndlistarmanninn og rithöfundinn Sven Nordquist. Bókin er ætluð yngstu kynslóð- inni og segir frá ævintýralegum atburðum sem eitt sinn gerðust á aðfangadagskvöld. A bóndabænum sinna búálf- arnir öllu því sem mannfólkið kemur ekki í verk eða gleymir að gera. En ef fólkið gleymir að fara út með grautarskál handa búálf- unum á aðfangadagskvöld, þá boðar það óhamingju á bænum í heilt ár. - Og þessi jól, sem sagan segir frá, höfðu menn næstum því gleymt grautnum. Jólagrauturinn er 28 bls., prýdd stórum litmyndum á hverri síðu. Þorsteinn skáld frá Hamri þýddi söguna. Bókin er prentuð í Svíþjóð. Örlagasaga Iðunn hefur gefið út bók sem nefnist Örlagasaga og er eftir hinn kunna þýska rithöfund Johannes Mario Simmel, en bæk- ur hans hafa selst í milljónaupp- lögum og verið þýddar á fjölda tungumála. í kynningu útgefanda á bók- inni segir: „Mögnuð og átakanleg lýsing á grimmum og miskunnar- lausum örlögum og mannlegri þjáningu, saga sem grípur les- andann heljartökum og heldur honum föngnum frá upphafi til enda. Þetta er saga manns sem er hrakinn út í ógæfuna af eigin ástríðum og örvæntingu, sjúkur á sál og líkama. Eitt sinn var hann elskaður og dáður um allan heim- inn, en nú er hann flestum gleymdur. Eftir tuttugu ára bið fær hann loks eitt einasta tækifæri til að sýna hvað í honum býr. En er það of seint?...“ Ævisaga Jón- asar læknis Náttúrulækningafélag íslands gefur út ævisögu Jónasar Krist- jánssonar læknis, í tilefni af 50 ára afmæli félagsins, enda er á engan hallað þótt hann sé talinn helsti brautryðjandi náttúru- lækningastefnunnar hér á landi. Ævi Jónasar var viðburðarík frá því hann barn að aldri missti móður sína og hét því að verða læknir. Honum tókst að brjótast til mennta og verða vinsæll læknir í tveimur erfiðum og víðlendum héruðum, Fljótsdalshéraði og Skagafirði. Eftir að hann lauk embættisstarfi sínu sem læknir hóf hann á fullum krafti nýtt starf að náttúrulækningamálum. Hann var ötull að boða betri lífshætti og lifði að sjá óskadraum sinn, Heilsuhæli NLFÍ, rísa. Á engan er hallað þótt hann sé talinn helsti brautryðjandi náttúru- lækningastefnunnar á íslandi. Einn úr klíkunni? Iðunn hefur gefið út nýja ungl- ingabók eftir verðlaunahöfund- inn Ulf Stark, en bók hans Ein at strákunum vakti mikla athygli meðal íslenskra unglinga á síð- asta ári. Þessi nýja bók nefnist Einn úr klíkunni? Hér segir frá Lassa, en mamma hans tekur allt í einu upp á því að fara að búa með forríkum tann- lækni, sem ákveður að breyta Lassa í fyrimyndarungling. Klík- an rekur upp stór augu þegar hann birtist klipptur og strokinn í ítölskum tískufötum og kann all- ar árnar á Spáni utanbókar. Áður var Lassi bara venjulegur töffari í gallabuxum og striga- skóm og hafði engar sérstakar áhyggjur af því þótt kennarinn teldi hann engan fyrirmyndar- nemanda. Hann var hæstánægð- ur með að sitja aftast í bekknum. . . Er Lassi að breytast í hund- leiðinlegan montrass? Eiginlega finnst honum það sjálfum, og hann ákveður að grípa til rót- tækra ráðstafana. . . Njörður P. Njarðvík þýddi. Tumi og Tóta Komin er út hjá Iðunni mynda- bók eftir hinn velkunna danska teiknara Svend Otto S. Nefnist hún Tumi og Tóta. Þorsteinn frá Hamri þýddi söguna, en hún segir frá krökk- um frá tveim ólíkum heimum. Tumi er tröllabarn og býr hátt uppi í fjöllum, en Tóta er mannsbarn. Einn daginn leiðist Tuma öll lifandis skelfing af því að hann hefur engan til að leika sér við. En þá dettur honum það ráð í hug að bjóða Tótu í heimsókn og það lifnar nú heldur yfir honum þegar hann fær félagsskap. Tröll- in slá upp veislu og stíga dans svo að fólkið niðri í byggðinni hélt að þrumuveður geisaði í fjöllunum! Tumi og Tóta skemmta sér konunglega og hver veit nema þau eigi eftir að hittast oftar... TUMI _ OG TÖTA SVEND OTTO S. Kjörmarkaður KEA Hrísalundi 5 Það verður mikið um að vera í Hrísalundi í dag fimmtudag Kynning verður frá kl. 2-6 Kynnt verður: otker sítrónu- og ananasfromage Jólasveinarnir lofa ab líta inn kl. 3.00 (Kjötkrókur - Kertasníkir og Hurðaskellir) Við höfum margt að bjóða úr kjötborði svo sem: Kanínukjöt ★ Kryddlamb ★ Svínakjöt ★ Nautakjöt og margt fleira Nýtt greiÖslukorta- tímabil hafið Velkomin i Hrísalund vtSA Hrísalundur Elías kemur heim Iðunn hefur gefið út nýja bók um hinn góðkunna Elías eftir Auði Haralds og nefnist þessi nýja saga: Elías kemur heim. Þetta er fimmta bókin um hina sívinsælu söguhetju sem skemmt hefur íslenskum lesendum með ótrúlegum uppátækjum og ein- lægni sinni. Hver bók segir sjálf- stæða sögu og hér fylgjumst við með Elíasi og fjölskyldu hans þegar þau eru flutt heim til Islands aftur. Eins og segir í bókarkynningu: „Það hefði átt að verða mjög friðsamlegt, því Magga móðursystir mömmu varð eftir í útlöndum. En það er eng- inn friður. Pabbi Elíasar sér fyrir því... Brian Pilkington gerði mynd- irnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.