Dagur - 17.12.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 17.12.1987, Blaðsíða 11
Tf&AéHilfflMPtoð? - ÖÁ&ÓR1 - tt Hestar og menn 1987 Hestar og menn 1987 heitir bók sem Skjaldborg gefur út nú fyrir jólin. í henni er sagt frá helstu mótum íslenskra hestamanna á árinu og greint frá þeim hestamönnum sem sköruðu fram úr. Einnig er rætt við ýmsa hestamenn sem vöktu athygli árinu. Bókina prýða um 290 myndir teknar af öllum okkar fremstu hestaljós- myndurum. Höfundar bókar- innar eru þeir Guðmundur Jónsson og Þorgeir Guðlaugs- son. Skjaldborg hefur gefið út bókaflokkinn Með reistan makka, en nú var ákveðið að breyta til og er í ráði að gefa út Hesta og menn á hverju ári. í bókinni eru sérstakir kaflar um fjórðungsmótið á Melgerðismel- um, íslandsmótið á Flötutung- um, heimsmeistaramótið í Aust- urríki og skeiðmeistaramó'tið sem haldið var í Þýskalandi. Þá er einnig sérstakur kafli um ung- linga sem skarað hafa frant úr á árinu. í bókinni er ágrip af sögu Evrópumótanna og skrá yfir 27 knapa sem keppt hafa þar fyrir íslands hönd. Hestar og menn 1987 er 224 síður og í bókinni eru teikningar eftir hollensku konuna Anne- marie Quarles van Ufford. Fleiri kvistir - eftir Árna Johnsen Árið 1982 kom út hjá Erni og Örlygi bók eftir Árna Johnsen sem bar heitið Kvistir í lífstrénu. Bókin hafði að geyma samtals- þætti við fjölda fólks, víðsvegar á landinu og varð samstundis met- sölubók. Nú hefur Árni sent frá sér aðra bók sem hann nefnir Fleirí kvistir. Sum viðtalanna hafa birst áður í Morgunblaðinu en önnur eru ný af nálinni, t.d. viðtöl við Matthías Bjarnason fv. ráðherra og Veturhða Gunnars- son listmálara. Þá hafa sum eldri viðtölin verið endursamin og öðr- um breytt verulega, t.d. við Ása í Bæ og Binna í Gröf. Þeir sem Árni tekur tali í bók- inni eru: Veturliði Gunnarsson, Aðaiheiður Helgadóttir í Lauga- seli, Jón Vigfússon í Holti, Ólaf- ur og Sigríður í Forsæludal, Þor- steinn Jónsson flugmaður, Ási í Bæ, Gunnar Gunnarsson skáld, Ríkarður Jónsson myndhöggv- ari, Lási kokkur, Dr. Kristján Eldjárn, Elías á Sveinseyri, Matthías Bjarnason alþingismað- ur, Þóra Borg leikkona, Guð- laugur Friðþórsson, Grænlensk hjörtu, Jon Berg Halldórsson, Andrés Olsen, Páll í Þórlaugar- gerði, Agnar Kofoed-Hansen, Jón Pálsson dýralæknir, Emil Thomsen í Færeyjum, Aldís á Stokkahlöðum, Baddi í Vogum, Björn í Bæ og Binni í Gröf. Misskipt er manna láni III Iðunn hefur gefið út bókina Mis- skipt er marma láni III, en með henni lýkur þriggja binda safni heimildaþátta Hannesar Péturs- sonar skálds, Misskipt er manna láni. Efnið sækir höfundur hér til Skagafjarðar eins og löngum fyrr. í kynningu útgefanda á efni verksins segir svo: „I bókinni eru þrír langir þættir. í hinum fyrsta segir af Gottskálk Gottskálkssyni sem nefndi sig Blander og uppi var í byrjun nítjándu aldar. Hann átti ævintýralegan lífsferii, var lang- dvölum erlendis í herþjónustu og barðist í tveimur orrustum gegn Napóleon, en var fluttur sjúkur og vegalaus á kostnað yfirvalda heim til æskustöðva þar sem hann átti eftir að verða vel bjarg- álna bóndi. - Annar þáttur rekur sögu Jóhanns P. Péturssonar á Brúnastöðum í Lýtingsstaða- hreppi, hreppstjóra þar undir lok síðustu aldar og fram á þessa. Hann var auðsæll héraðshöfðingi í gömlum stíl, hófst úr fátækt til þess að veða stólpi sveitar sinnar. - Loks segir frá Skúla Bergþórs- syni á Meyjarlandi á Reykja- strönd, einu síðasta rímnaskáldi sem hélt órofa tryggð við það kveðskaparform. Rímur hans geymdust einkum í dyngju hand- rita, en fósturdóttir hans eignað- ist son sem barn að aldri barst til Vesturheims og hvarf ættmenn- um sínum hér heima, en lést vestra í hárri elli, stórauðugur hóteleigandi. - Þannig liggja á ýmsa vegu örlagaþræðir kynslóð- anna.“ HANNES PÉTURSSON MISSKIPT ER MANNA LÁNI HEIMILDAÞÆTTIR III IDL’NN barnabókin endurútgefin Frjálst framtak hf. hefur endur- útgefið Stóru barnabókina en hún kom út fyrir nokkrum árum, seldist þá upp á skömmum tíma, og hefur verið ófáanleg síðan. Sóra barnabókin hefur að geyma sígilt íslenskt úrvalsefni fyrir börn. Þar eru m.a. gamalkunnug ævintýri og sögur, ljóð og vísur, gátur, þrautir og leikir. Þá er einnig efni um föndur í bókinni. Jóhanna Torsteinsscn fóstra valdi efnið og bókin er mynd- skreytt af Hauki Halldórssyni myndlistarmanni. Bókin er prentunnin í Prent- stofu G. Benediktssonar og bundin hjá Arnarfelli hf. Bókaútgáfan Salt: Tvær nýjar bækur - í bókaflokknum um börn í ýmsum löndum Bókaútgáfan Salt hf. hefur sent frá sér tvær nýjar barnabækur í flokki bóka unt börn í ýmsum lö.ndum. Fjallar önnur bókin um dreng í Brasilíu en hin um stúlku í Kenýju. Starfsemi Salts hf. hef- ur legiö í dvala í tvö ár en fer nú aftur af stað með þessum tveimur bókum og í ráði er að tvær barna- bækur komi einnig út á næsta ári. Sem fyrr segir eru bækurnar tvær í flokki þýddra bóka um börn um víða veröld. Segir önnur frá Chebet, stútku í Pókothéraði í Kenýju og leit hennar að týndri geit sinni. Hin fjallar um Carlos, munað- arlausan dreng í stórborg í Bras- ilíu, hvernig hann lendir á betr- unarhúsi og eignast síðar heimili. Bækurnar eru t stóru broti, prýddar fjölda litmynda en höfundar eru Ben Alex og Marc- os Carpenter. Jóhannes Tómas- son þýddi bækurnar sem gefnar eru út í mörgum löndum samtím- is á þessu ári. ambi toys SlMl (96)21400 Leikfangadeild og Kjallarinn Hrísalundi r

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.