Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						20 - DAGUR - 17. desember 1987
Örn var allur á nálum við
kvöldmatarborðið. Pabbi hans
hafði eldað mexíkanskan rétt
sem var svo sterkur að hann log-
sveið í munninn. Mamma hans
gerði ekkert annað en að hrósa
honum og hrósa.
„Hvað þú er góður kokkur,
Jónsi. Aldeilis ótrúlega. Dásam-
legur kokkur, ha, hreint út sagt
frábær."
Og svo fékk hún sér aftur á
diskinn og þóttist ekki taka eftir
því að Jónsi ljómaði og skein af
stolti.
„Svona, Örn, fáðu þér meira.
Njóttu þess að fá heimatilbúinn
mat, framreiddan af besta kokki í
heimi," sagði Milia og ýtti sterk-
lyktandi fatinu að Erni.
Hann hristi höfuðið.
„Nei takk, ég er orðinn pakk-
saddur."
Hann leit á klukkuna.
„Hvaða órói er í þér, sonur?"
spurði pabbi hans.
„Ég er að fara út," sagði Örn.
„Út núna? í þetta veður?"
spurði pabbi hans undrandi.
Örn kinkaði kolli.
„En það er svo fín mynd í sjón-
varpinu," sagði mamma hans.
„Við Tóti vorum búnir að
ákveða að fara svolítið í kvöld,"
sagði Örn og fannst eins og hann
væri að svíkja þau. Hann var
ekki vanur að fara út þá fáu daga
sem þau gátu öll verið saman,
ekki nema þá með þeim.
„En það er áreiðanlega 10 stiga
frost og . . ."
„Við skulum ekki vera að
nauða í honum. Hann er orðinn
það stór," sagði pabbi hans bros-
andi og kleip í kinnina á Millu
sinni. „Hann ætlar að hitta ein-
hverja stelpu."
Örn roðnaði og varð feginn
þegar síminn hringdi. Það var
Tóti. Hann vildi vita hvenær Örn
ætlaði til Gerðar. Þeir ákváðu að
verða samferða. Örn ætlaði að
koma við hjá Tóta, það var næst-
um því í leiðinni. Hann skipti um
föt og horfði lengi á sig í speglin-
um. Kannski hafði hann verið of
lengi í ljósunum í dag. Hann var
ansi rjóður í andliti. En nú var
enginn tími til að hugsa um þáð.
Hann ætlaði að koma við í sjoppu
og kaupa eitthvert sælgæti.
Hann fór í úlpu og kvaddi.
„Þú verður að leyfa mér að búa
almennilega um þetta sár í kvöld,"
sagði mamma hans áhyggjufull
og skoðaði á honum höndina.
„Hafðu vettlinga."
„Vettlinga, ertu alveg . . ."
flissaði Örn og veifaði til pabba
síns.
Það var brunagaddur úti. Það
brakaði í snjónum þegar hann
þrammaði eftir götunni. Örn tróð
höndunum djúpt í úlpuvasana og
horfði vandlega í kringum sig.
Það var enginn á ferli svo að
hann setti á sig hettuna. Hann
hljóp við fót og út í sjoppu. Áður
en hann kom að sjoppunni þreif
hann af sér hettuna. Þótt hann
hefði verið að dauða kominn
hefði hann ekki látið nokkra
manneskju sjá sig með hettu, úff,
eins og smábarn. Hann sperrti sig
í kuldanum og bar sig mannalega
þar sem hann stóð við sjoppugat-
ið og keypti hitt og þetta. Hann
taldi kæruleysislega peningana á
borðið eins og hann ætti sand af
þeim en ekki eins og þetta væri
aleigan. Hann ætlaði að biðja
pabba sinn að hækka svolítið við
sig vasapeningana.
Hann hljóp við fót heim til
Tóta. Hann ætlaði að hringja
bjöllunni en þá opnuðust dyrnar
og Tóti stóð fyrir framan hann
eins og klipptur út úr tískublaði.
„Þú ætlar þó ekki að fara í
þunnum leðurjakka í 10 stiga
frosti," stundi Orn þegar hann sá
Tóta í fermingarjakkanum
sínum.
„Þú hljómar eins og amma
mín," sagði Tóti og brosti blítt
um íeið og hann lokaði hurðinni
og tiplaði á fínum skóm út í
snjóinn.
Leðurjakkar
og spariskór
- Kafli úr nýútkominni unglingasögu
„Leðurjakkar og spariskór" er ein þeirra mörgu bóka sem koma út nú fyrir jólin. Sagan er
eftir Hrafnhildi Valgarðsdóttur, en hún hlaut hæstu verðlaun sem veitt hafa verið fyrir
barna- og unglingabækur, 100.000 krónur, þegar Stórstúka íslands I.O.G.T. efndi til sam-
keppni um unglingaskáldsögu í tilefni barnaárs 1985. Söguhetjurnar eru nokkrir hressir
krakkar í 8.-H og þá aðallega Örn, Tóti, Gerður, Lúlli og Nína. Sagan snýst um daglegt
amstur og ástarskot unglinganna - en leikurinn æsist þegar Sindbað sæfari kemur fram á
sjónarsviðið og eftir það vofir ótrúlegur háski yfir Erni, aðalsöguhetjunni . . . Útgefandi er
Æskan, og hefur Dagur fengið góðfúslegt leyfi til að birta kafla úr bókinni. Það er hluti úr
2. kafla bókarinnar sem hér birtist. Örn er að búa sig undir að heimsækja Gerði, draumadís-
ina sína, en hún er að passa litlu systur með aðstoð Nínu vinkonu sinnar. Örn ætlar að taka
Tóta vin sinn með sér . . .
„Þú ert brjálaður. Þú drepst úr
kulda," sagði Örn hneykslaður.
Honum fannst eins og Tóti
svindlaði með því að vera í leður-
jakka því að hann átti engan
sjálfur.
„Heldurðu að það sé eitthvað
flott að vera í ballfötum úti í
frosti og snjó? Þú dettur á haus-
inn og hálsbrýtur þig," sagði
hann og fannst eins og hann væri
sjálfur nöldursöm kerling.
„Ég hélt að við ætluðum að
skreppa niður næstu götu og svo
til hægri en ekki í langferð upp á
jökul," sgði Tóti og reyndi að
halda jafnvægi.
Seinasta spölinn heim til Gerð-
ar var Tóti farinn að skjálfa og
hékk hálfvegis á Erni.
„Ferlega er þetta allt í einu
orðið langt," stundi Tóti og virt-
ist vera á góðri leið með að gefast
upp.
Örn horfði sigri hrósandi á vin
sinn.
„Þú ert fjólublár."
„Fínt," tautaði Tóti.
Þeir þurftu ekki að hringja
bjöllunni nema einu sinni. Þá var
hurðin rifin upp og lítil krullhærð
stelpa horfði á þá eins og þeir
væru einhverjir brjálæðingar.
Örn spurði eftir Gerði því að
Tóti gat ekki talað fyrir kulda-
kippum. Sú litla skildi hurðina eft-
ir opna en hljóp inn og galaði af
öllum kröftum:
„Gedda, Gedda, þa er ljótir
kallar spurja þig."
Gerður kom til dyra og flissaði
heil ósköp yfir því hvað systir
hennar væri sniðug.
„Er hún ekki mikið krútt,"
sagði hún hlæjandi og benti á þá
litlu. „Hún segir að þið séuð ljót-
ir karlar."
Þeir tróðu sér inn í þröngan
ganginn og Tóti gat ekki leynt því
hvað hann skalf.
„Ferlega ertu smart," heyrðist
allt í einu í Nínu sem kom nú í
ljós og líktist einna helst illa
skreyttu jólatré. Hún horfði með
aðdáun á Tóta. „Er þetta ferm-
ingarjakkinn þinn?" spurði hún
af ákafa og tuggði tyggjó.
Tóti kinkaði kolíi. Hann gat
enn ekki talað og tvísteig í köld-
um ganginum á meðan stelpurnar
skoðuðu hann í krók og kring.
„Hann er næstum alveg eins og
jakkinn hans Lúlla," vældi Nína
og þuklaði jakkann.
„Ertu að drepast úr kulda?"
spurði þá Gerður allt í einu og
virtist undrandi. „Komdu ög
sestu hérna við ofninn. Ég skal
ná í ullarteppi svo þér hlýni,"
sagði hún umhyggjusöm og leiddi
Tóta inn í stofuna eins og hann
væri brothættur.
„Ég skal hita handa honum
kakó," sagði Nína.
Það var eins og þær hefðu
gleymt öllu nema Tóta. Gerður
vafði ullarteppinu vandlega utan
um hann og nuddaði á honum
axlirnar. Nína var á þönum. Hún
vildi að hann færi úr fínu skónum
svo að hún gæti nuddað lífi í
tærnar á honum. Svo kom hún
með rjúkandi kakó og þær settust
báðar á gólfið og horfðu áhyggju-
fullar á sjúklinginn sem langaði
helst til að vera kalt það sem eft-
ir væri ævinnar. Erni var nóg
boðið. Hann reyndi að Iáta sem
ekkert væri og litaðist um í
nýtískulegri íbúðinni. Nína stóð
letilega upp og setti plötu á
fóninn. Hún lygndi augunum og
sönglaði með. Hún var með
ótrúlega hrúgu af málningu fram-
an í sér og Erni varð hálfóglatt af
ilmvatnslyktinni sem flæddi frá
henni. Svo mundi hann allt í einu
eftir sælgætinu sem hann hafði
keypt. Hann fór fram á ganginn
og tíndi það upp úr úlpuvasanum
sínum.
„Gemm mé gott manni," var
allt í einu sagt fyrir neðan hann.
Þarna stóð þessi krullaði krakki
með útrétta hönd. Hann rétti
henni nokkrar karamellur og
brosti til hennar.
„Gedda, Gedda, mánninn gaf
mé gott," skríkti sú litla og hljóp
til systur sinnar.
„En þú sætur að koma með
sælgæti handa henni," hrópaði
Gerður og horfði með aðdáun á
Örn.
„Maður verður nú líka að
hugsa um litlu börnin," sagði Örn
með tilfinningu og klappaði á
krullaða kollinn á barninu.
„Ekki hefði ég trúað því að þú
værir barnagæla," sagði Nína
með aðdáun í röddinni. „Lúlli
þolir ekki börn. Mér finnst það
alveg agalegt. Litli bróðir minn
er alveg logandi hræddur ef Lúlli
kemur til mín þegar ég er að
passa. Lúlli var alveg ofsalega
fúll við litla krakka. Hann gefur
bróður mínum aldrei sælgæti.
Samt á pabbi hans margar
sjoppur."
„Mér finnst svo sjarmerandi
strákar sem eru góðir við lítil
börn," sagði Gerður og horfði
enn með aðdáun á Örn.
Hann beygði sig niður að krull-
aða barninu og brosti framan í
það.
„Gúllí, dúllí, dúll," sagði hann
og kitlaði barnið undir hökuna.
Stelpan skríkti og vafði hand-
leggjunum utan um hálsinn á
Erni. Hann tók hana upp og
horfði útundan sér á Tóta sem
enn skalf í stólnum þótt hann
væri vafinn inn í teppi sötrandi
sjóðheitt kakó. Tóti horfði með
fyrirlitningu á Örn eins og hann
vildi segja:
„Hræsnari, þú sem þolir ekki
smákrakka."
En Tóti þagði. Sú krullaða
vildi alls ekki sleppa Erni. Hann
settist því með hana í sófann og
lét sem honum líkaði mjög vel að
vera barnapía.
„Settu þetta í skál ef þú vilt,"
sagði hann mannalega við Gerði
og lét hana fá poka með
afganginum af sælgætinu.
„En þú sætur," galaði Gerður
og fór inn í eldhúsið eins og
stormsveipur. Hún kom svo með
sælgætið í skálum og setti á
borðið.
Nína sneri plötunni við og yar
c'arin að líta á klukkuna.
„Ætlaði Lúlli að koma?"
spurði Tóti sem fannst hann vera
orðinn útundan.
Nína kinkaði kolli og dansaði
af innlifun fyrir framan stóran
spegil.
Gerður settist hjá Erni og litlu
systur sinni.
„Nú á lítil karamellustelpa að
fara að sofa," sagði hún með
smábarnalegum rómi og horfði á
systur sína.
„Nei, é ekki sofa. É vera hjá
góða manninn," sagði sú krullaða
ákveðin.
Gerður hló.
„Kannski getur Örn bara svæft
hana," söng Nína og hélt áfram
að dansa.
Örn fraus.
„Viltu það ljósið mitt?" spurði
Gerður í gælutón. „Viltu biðja
góða manninn að svæfa þig?"
Barnið kinkaði kolli ákaft og
lagði handleggina um hálsihn á
Erni.
„Þú svæfa Lóló."
Tóti var farinn að glotta óþarf-
lega mikið og Erni fannst hann
kominn út á hálan ís. Hann
ákvað þó áð leika hlutverkið til
enda. Hann tók utan um barnið
og kyssti það á kinnina. Tóti fór
að flissa. Örn leit á hann með
vorkunn og strunsaði á eftir
Gerði inn í svefnherbergið með
barnið í fanginu.
„Þú ert algjört æði," hvíslaði
hún og horfði ástúðlega á hann.
„É pissa," sagði barnið.
„Já, elskan, Gedda skal hjálpa
þér."
„Nei, ekki Gedda. Bara góði
manninn," sagði barnið og hélt
fast í Örn.
Gerður yppti öxlum og blikk-
aði Örn.
„Hún bara elskar þig," sagði
hún yfir sig glöð og fór.
Hann stóð eftir með krullaðan
krakka í fanginu, krakka sem
þurfti að pissa. Hvað var hann
kominn út í? Hann heyrði
umgang og Nína galaði eitthvað.
Hann heyrði rödd Lúlla:
„Hva, Tóti? Komst þú einn, ég
meina, kom Örn ekki með þér?"
„Jú," flýtti Gerður sér að
segja. „Hann er að hjálpa systur
minni að pissa og svo ætlar hann
að svæfa hana."
Lúlli ætlaði að brjálast úr hlátri
og Örn fékk hjartslátt af reiði.
Hann baslaði við að koma barn-
inu á koppinn og fannst hann
hallærislegasti gæi í heimi.
„Er hann ekki æðislegur?"
vældi Nína.
„Hver?" spurði Lúlli og var
orðinn móður af hlátri.
„Nú, hann Örn. Mérfinnstþað
algjört æði að hann skuli vera
svona hrifinn af litlum börnum.
Hann kom meira að segja með
sælgæti handa henni. Af hverju
gerir þú það aldrei? vældi hún.
Lúlli var hættur að hlæja.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24