Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						17. desember 1987 - DAGUR - 23
Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands:
Mótmælir niðurskurði á
framlögum til íþróttamála
Stjórn Ungmenna- og íþrótta-
sambands Austurlands hefur sent
fjárveitinganefnd Alþingis bréf,
þar sem fyrirhugaðri skerðingu á
framlagi ríkissjóðs til UMFI og
ÍSÍ er harðlega mótmælt. Stjórn-
in skorar á fjárveitinganefnd að
beita sér fyrir því að framlögin
hækki um sama hundraðshluta og
fjárlögin í heild.
Þá treystir stjórnin fjárveit-
inganefnd tíl að tryggja íþrótta-
sjóði og félagsheimilasjóði nægi-
legt fjármagn til að þeir geti stað-
ið við skuldbindingar sínar og
einnig til nýrra framkvæmda
samkvæmt lögum um viðkom-
andi sjóði.
í greinargerð frá U.Í.A. segir
m.a.:
„Á hátíðastundum er oft haft á
orði - bæði af stjórnmálamönn-
um og öðrum - að stuðningur við
íþrótta- og æskulýðsstarf sé besta
fjárfesting sem þjóðfélagið geti
lagt í. Við svipaðan tón hefur
líka kveðið í stefnuskrám stjórn-
málaflokkanna fyrir kosningar.
Starfsemi  UMFÍ  og  ÍSÍ  og
aðildarfélaga þeirra hefur um
árabil notið almennrar viður-
kenningar í landinu og fjárveit-
ingavaldið hefur sýnt þá viður-
kenningu í verki með framlögum
til þeirra.
Það kom því þessum félaga-
samtökum í opna skjöldu að
fjárframlög til þeirra skyldu stór-
lega skert í fjárlagafrumvarpi því
sem nú liggur fyrir Alþingi. Sú
skýring - að tekið sé tillít til
lottótekna - er engan veginn
nægjanleg. Frá upphafi var ætl-
unin að því fjármagni yrði að
verulegum hluta veitt út til félag-
anna en rekstur heildarsamtak-
anna stæði ekki og félli með því.
UMFÍ og ÍSÍ eiga því ekki
annarra kosta völ en draga stór-
lega úr starfsemi sinni - fáist
umbeðin leiðrétting ekki í með-
förum þingsins - til ómetanlegs
tjóns fyrir aðildarfélögin um allt
land.
Kannanir, sem farið hafa fram
á sambandi íþróttaiðkunar og
neyslu ávana- og fíkniefna,
benda  eindregið  til  þess  að
Sjóminja- og muna-
safn Skagstrendinga
Á aðalfundi kvenfélagsins
„Eining" þann 2. mars 1969
voru kosnar þrjár konur til að
athuga möguleika á að koma
upp byggðasafni fyrir stað-
inn. Þann 6. júlí 1971 kaus
hreppsnefndin að frumkvæði
sýslumanns þriggja manna
nefnd vegna þessa sama verk-
efnis. Þetta kemur fram í
fréttabréfi Höfðahrepps, sem
kom út fyrir nokkru.
Kvenfélagið hóf strax markviss-
an undirbúning að stofnun
byggðasafnsins, bæði með söfnun
muna og fjáröflun, sem fólst í
sölu á jólakortum. Ennfremur
styrkti sýslusjóður málefnið með
fjármunum frá upphafi.
Árið 1975 hófst formlegt sam-
starf kvenfélagsins og hrepps-
nefndarinnar um málefni
safnsins, sem að tillögu sýslu-
manns var farið að nefna „Sjó-
minja- og munasafn Skagstrend-
inga". Þetta samstarf hefur átt
sér stað síðan.
Þann 4. október 1980 kom Þór
Magnússon, þjóðminjavörður, á
fund nefndarinnar og lýsti þeirri
skoðun sinni að sjálfsagt væri að
reynt yrði að fá Gamla barna-
skólann fyrir safnið, þar sem hús-
ið þyrfti að varðveita vegna
aldurs og byggingarstíls.
Á fundi hreppsnefndar 31.
ágúst 1981 var ákveðið að kaupa
Bjarmanes (Gamla barnaskól-
ann) í því skyni að þar yrði sjó-
minja- og munasafnið til húsa í
framtíðinni.
28. ágúst 1985 var Þorsteinn
Gunnarsson, arkitekt, fenginn til
að líta á húsið. Honum leist vel á
að það yrði varveitt. Þorsteinn
hefur tekið að sér að vera sjó-
minja- og munasafnsnefndinni til
ráðuneytis við að koma Bjarma-
nesi í upprunalegt horf.
í núverandi sjóminja- og
munasafnsnefnd eru uppi áform
um að hefja framkvæmdir við
húsið til þess að það geti hýst
safnið á sómasamlegan hátt.
Gerð hefur verið gróf áætlun um
verkið, sem gerir ráð fyrir, að
næsta sumar verði húsið tekið í
gegn að utan og komið í upp-
runalegt horf. Sumarið 1989
verði svo gengið í aðalatriðum
frá húsinu að innan, þannig að á
árinu 1990 verði hægt að byrja
rekstur safnsins.
Allar þessar framkvæmdir
kosta stórfé. Fyrir almennan
stuðning fólks og fjárstyrki sýslu-
sjóðs hefur ofurlítil upphæð safn-
ast saman. En betur má, ef duga
skal, og því verður áfram óskað
eftir stuðningi fólks við þetta
málefni. Fyrr í þessum mánuði
var einmitt gengið í hús og seld
jólakort, svo sem oft áður. Allir
tóku sölufólki vel, og eru þær
móttökur hér með innilega
þakkaðar.
í sjóminja- og munasafns-
nefndinni eiga nú sæti Jóna Vil-
hjálmsdóttir, María Konráðs-
dóttir og Soffía S. Lárusdóttir frá
kvenfélaginu og Heimir L. Fjeld-
sted og Guðmundur Sigvaldason
frá hreppsnefndinni, sagði að
lokum í fréttabréfinu.
íþróttir gegni mikilvægu hlut-
verki í baráttunni gegn þessum
efnum. Þórólfur Þórlindsson,
prófessor, telur - að með enn
frekari fjárstuðningi og bættum
starfsskilyrðum - gæti íþrótta-
starfið skilað mun meiri árangri í
baráttunni við fíkniefnin.
Þetta kom fram á ráðstefnu
sem UMFÍ gekkst fyrir í síðasta
mánuði.
Guðmundur Bjarnason, heil-
brigðisráðherra, gerði líka á ráð-
stefnunni grein fyrir tilboði sínu
til UMFÍ og ÍSÍ um forvarnir í
heilbrigðismálum.
Þessi tvö síðasttöldu atriði
sýna - þótt öllum öðrum rökum
sé sleppt - að ungmenna- og
íþróttahreyfingin hefur ástæðu til
að búast við meiri viðurkenningu
af hálfu Alþingis en í fjárlaga-
frumvarpinu felst."
Sambandið:
Markaösátak
í Frakklandi
Iceland Seafood Limited, fisk-
sölufyrirtæki Sambandsins fyr-
ir Evrópu, hefur ákveðið að
efna til sérstaks markaðsátaks í
Frakklandi á næsta ári. Stefnt
er að því að opna söluskrif-
stofu í Boulogne - sur - Mer á
næsta ári.
Til þessa starfs hefur verið ráð-
. inn Höskuldur Ásgeirsson, við-
skiptafræðingur. Hann hefur
undanfarin tvö ár verið við fram-
haldsnám í Bretlandi og um leið
unnið að sérstökum verkefnum
fyrir Iceland Seafood Ltd. Hann
mun, til að byrja með, hafa
aðsetur á skrifstofu fyrirtækisins í
Hull/en mun væntanlega á næsta
ári flytjast búferlum til
Frakklands.
Talið er að í Frakklandi séu
miklir sölumöguleikar fyrir sjáv-
arafurðir. Með þessu átaki gera
forsvarsmenn Iceland Seafood
Ltd. sér vonir um að takast muni
að ná fastari tökum á þessum
markaði og að unnt verði að nýta
sér sölumöguleika þar mun betur
en gert hefur verið til þessa.
Fyrirtækið rekur aðalskrifstofu
sína í Hull, en hefur um nokkurra
ára skeið haft útibú í Hamborg.
Akureyringar
Nærsveitamenn
Við höfum opið
til kl. 22.00
þann 18. desember
HAGKAUP
Akureyri
Talkennara og
::;:%2z?' SGrKennara
vantar aö sérdeildum Hlíðaskóla frá og með næstu áramót-
um.
Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 25080.
Imikaupastjórí
Við leitum að duglegum, sjálfstæðum starfsmanni
til að sjá um innkaup fyrir vélsmiðju og stjórna
uppbyggingu og rekstri verkfæraverslunar.
-k Laun í samræmi við kröfur +
^RÁÐNINGARNÓNU!
FELL hf. Kaupvangsstræti 4 -Akureyri - slmi 25455
Afgreiðslustjóri
Flugleiðir óska eftir að ráða til starfa
afgreiðslustjóra vöruafgreiðslu félagsins á
Akureyrarf ludvelli.
Starfið felst í xlaglegri umsjón með móttöku og
afhendingu flugfraktar, svo og nauðsynlegu uppgjöri
þar að lútandi.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Flugtaiða á
Akureyrarflugvelli.
FLUGLEIÐIR
Styrkir til
Noregsfarar
Stjórn sjóösins Þjóðhátíðargjöf Norðmanna auglýsir eftir umsókn-
um um styrki úr sjóðnum vegna Noregsferða 1988.
Samkvæmt skipulagsskrá er tilgangur sjóðsins „að auðvelda
Islendingum að ferðast til Noregs. í þessu skyni skal veita viður-
kenndum félögum, samtökum og skipulegum hópum ferðastyrki til
Noregs í því skyni að efla samskipti þjóðanna t.d. með þátttöku (
mótum, ráðstefnum, eða kynnisferðum, sem efnt er til á tvíhliða
grundvelli, þ.e.a.s. ekki eru veittir styrkir til þátttöku í samnorræn-
um mótum, sem haldin eru til skiptis á Norðurlöndunum. Ekki skal
úthlutað ferðastyrkjum til einstaklinga, eða þeirra sem eru styrk-
hæfir af öðrum aðilum."
í skipulagsskránni segir einnig, að áhersla skuli lögð á að veita
styrki, sem rennatil beins ferðakostnaðar, en umsækjendur sjálfir
beri dvalarkostnað í Noregi.
Hér með er auglýst eftir umsóknum frá þeim aðilum, sem uppfylla
framangreind skilyrði. f umsókn skal getið um hvenærferð verður
farin, fjölda þátttakenda og tilgang fararinnar. Auk þess skal til-
greina þá upphæð, sem farið er fram á.
Umsóknir óskast sendar til stjómar sjóðsins, forsætisráðuneyt-
inu, Stjórnarráðshúsinu, Reykjavík, fyrir 1. febrúar 1988.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns mins og
stjúpföður,
KARLS AÐALSTEINSSONAR,
Skarðshlið 3, Akureyri.
Bestu þakkir sendum við læknum og starfsfólki Handlækn-
ingadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
Guð blessi ykkur öll.
Guðlaug Stefánsdóttir,
Stefán Tryggvason, Rannveig Kristjánsdottir,
Ólöf Tryggvadóttir, Guðjón Ásmundsson,
afa- og langafabörn.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24