Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						Akureyri, fimmtudagur 17. desember 1987
Jólatré og
Styrkið
skógræktarstarfíð.
Sala í Göngugötu kl. 13-18, í Kjarnaskógi kl. 9-18.
Opið á sunnudögum frá kl. 13-18 í Kjarna.
Skógræktarfélag
Eyfirðinga.
Akureyri:
Ljósaperum
stoliö úr jóla-
skreytingum
„Við fórum seinna af stað í ár
og einnig í fyrra vegna þess að
svo miklu er stolið af perum úr
jóiaskreytingunum. Við þurf-
um að skipta um perur daglega
í staðinn fyrir þær sem eru
brotnar eða hverfa sporlaust,"
sagði Arni Steinar Jóhanns-
son, garðyrkjustjóri Akureyr-
arbæjar.
Starfsmenn á vegum Akureyr-
arbæjar skreyta vítt og breitt um
bæinn fyrir jólahátíðina. Þeir sjá
um uppsetningu skreytinga í
göngugötunni og á Ráðhústorgi
auk þess sem jólatré eru sett upp
í öllum hverfum bæjarins. Starfs-
menn garðyrkjustjóra sjá einnig
um að setja upp jólatré fyrir
Akureyrarhöfn. Mikil brögð eru
að því að perunum sé stolið og
er, að sögn, oft um fullorðið fólk
að ræða. Ljósaperur í Miðbænum
verða einnig oft skotspónn ungl-
inga og þeirra sem koma af
skemmtistöðunum um helgar.
„Undanfarin ár hafa verið
mikil brögð að því að perur séu
skrúfaðar úr skreytingum í hverf-
um bæjarins. Ég beini því til allra
hlutaðeigandi að forðast slíkt því
þetta kostar bæinn umtalsverðar
upphæðir," sagði Árni Steinar.
Hver pera kostar bæinn um
hundrað krónur.         EHB


***V.^|t.
Ljósperur á skreytingum fá ekki að
vera í friði.
Verslanir
opnar fram
eftir í kvöld
Nú er vika til jóla og framund-
an því síðasta helgi fyrir jól.
Verslanir á Akureyri munu
verða opnar á laugardag og í
kvöld verða verslanir opnar
fram eftir kvöldi.
Verslanir verða opnar til kl. 22
í kvöld, fimmtudagskvöld og á
laugardaginn verða verslanir
opnaðar kl. 10 og verða opnar
fram til kl. 22 um kvöldið. Gera
má ráð fyrir mikilli verslun á
laugardaginn eins og venja er
enda ekki seinna vænna að fara
að gera síðustu jólainnkaupin.
JÓH
	fflMl	— m  ^	Lé?L	¦			t i
		vS3 sr , '¦/¦    *	4		w		
	A	I M '¦     :        Jjfl	1 "¦¦-¦¦ w \ i V \ \ , \ 1				
							
					jk   1	w	
	*	Íl					
Gísli Þorkelsson stöðvarstjóri Olís í Reykjavík sýnir Guðmundi Karli Jóhannessyni flugvallarstarfsmanni hvernig
setja skuli eidsneyti á Fokker.                                                          Mynd: im
Húsavíkurflugvöllur:
Eldsneyli fyrir allar flugvélar
Þann 12. desember sl. varð
Húsavíkurflugvöllur 30 ára og
þann 15. desember urðu þau
tímamót í sögu vallarins að þar
er nú hægt að fá afgreitt elcls-
neyti á allar flugvélar.
Það er Olís sem sett hefur upp
afgreiðslu  fyrir flugsteinolíu  á
vellinum en fyrir ári var farið að
afgreiða flugvélabensín frá fyrir-
tækinu á vellinum. Fokker, Twin
Otter og þyrla Landhelgisgæsl-
unnar eru meðal þeirra véla sem
nota flugsteinolíu og visst öryggi
er fólgið í að hafa eldsneytið
tiltækt.
Húsavíkurflugvöllur getur nú
þjónað sem varaflugvöllur fyrir
innanlandsflug og tilkoma elds-
neytisins auðveldar einnig flug-
samgöngur til annarra landa.
Vélar sem eru á leið til Húsavík-
ur þurfa nú ekki að hafa með sér
varaeldsneyti og eykur það burð-
argetu þeirra.
IM
Verðlækkun á hjólbörðum og gúmmívörum:
„Dregur úr endurvinnslu
á gúmmíúrgangi"
-segir Þráinn Kjartansson, framkvæmdastjóri Gúmmívinnslunnar
Jólaskreytingar:
Bmnahætta í
heimahúsum
„Fólk verður að fara varlega
með kerti, jólaseríur og raf-
magnsleiðslur," sagði Víking-
ur Þór Björnsson, eldvarna-
eftirlitsmaður á Akureyri, en í
desembermánuði er margt að
varast varðandi eldhættu í
lieiiiuihii.suiii. Brýnt er að fólk
gangi tryggilega frá skreyting-
um og öðru eldfimu efni og
brýni fyrir börnum að fara var-
lega með kertaljós.
Víkingur sagði, að nauðsynlegt
væri að hafa slökkvitæki tiltæk í
öllum húsum, einnig eldvarna-
mottur til að kasta yfir eld. Þá
væri brýnt að forðast vissa hluti,
eins og að hafa kertaijós nálægt
gluggatjöldum eða láta perur í
jólaseríum snerta þau. Ekki má
setja óbyrgt ljós í glugga ef hætta
er á að kviknað geti í gluggatjöld-
um.
Ef kerti eru látin á borð er best
á láta kertastjakann á mitt borðið
svo minni hætta sé á íkveikju ef
kerti dettur niður. í sambandi við
rafmagnsleiðslur þarf að athuga
vel að tengja ekki of margar
leiðslur í sama fjöltengið og
valda þannig of miklu álagi.
Stundum liggja rafmagnsleiðslur
undir teppum og mottum en slíkt
ber að varast því hætta er á
íkveikju ef einangrunin merst af
vírunum.
„Reykskynjari, slökkvitæki og
eldvarnateppi ættu að vera til á
hverju einasta heimili. Fólk getur
fengið allar upplýsingar um þessi
tæki á slökkvistöðinni. Að lokum
óskum við öllum gleðilegrar og
óhappalausrar hátíðar," sagði
Víkingur.              EHB
Eins og flestir vita eru fyrir-
hugaðar miklar tollabreytingar
um áramótin. Ýmsar vörur
koma til með að hækka í verði
en aðrar lækka og ein þeirra
vörutegunda sem verður ódýr-
ari eftir áramót eru bifreiða-
hjólbarðar og aðrar framleiðslu-
vörur úr gúmmíi. Ekki eru
allir á einu máli um þessa
lækkun á hjólbörðum og telja
að þetta hafi í för með sér mun
verri nýtingu á hjólbörðum og
kalli á aukið sorp vegna hjól-
barðanna.
„Þetta tengist sólningu á hjól-
börðum og þá sérstaklega vöru-
bílahjólbörðum. Ég tel sólningu
á hjólbörðum vera endurvinnslu
að vissu leyti því við fáum sama
hjólbarðann allt að fimm sinnum
til sólningar. f landinu eru nú sól-
aðir um 15 þúsund vörubílahjól-
barðar þannig að ef tollar verða
felldir niður á hjólbörðum þá
þýðir það ekki annað en upp
híaðast 15 þúsund vörubíladekk
sem eru um 1000 tonn af sorpi á
ári," segir Þráinn Kjartansson,
framkvæmdastjóri Gúmmívinnsl-
unnar hf. á Akureyri.
Þráinn segir að á Alþingi hafi
verið miklar umræður í haust um
endurvinnslu á úrgangi en með
þessari ákvörðun hafi þingmenn
gengið þvert á orð sín hvað
endurvinnslu snertir.
Gúmmívinnslan hf. hefur
endurunnið gúmmí undanfarin ár
og nú er komin reynsla á þá fram-
leiðslu og hún búin að festa sig
betur í sessi. Práinn segir að búið
sé að eyða 3-4 árum í þróunar- og
sölustarf á vörunni og á árinu hafi
verið unnin um 40 tonn af
gúmmíi. „Við framleiðum gúmmí-
mottur fyrir landbúnað og iðnað
og hliðstæðar innfluttar mottur
hafa borið 70% toll og 30% vöru-
gjald. Þessir liðir falla niður um
áramótin. Petta er kannski ekki
dauðahöggið fyrir fyrirtækið en
er mjög slæmt samt. Allur þróun-
arkostnaður við þessa framleiðslu
hefur verið greiddur af okkur
sjálfum og nú þegar búið er að
ræða mikið um að auka endur-
vinnslu á úrgangi þá er fótunum
kippt undan þeirri vinnslu
sem! búið er að byggja upp á síð-
ustu árum. Af þessu verðum við
sjálfir að bera kostnað," segir
Þráinn Kjartansson.      JOH
Skiptar skoðanir
E)      _ iim factpinnsiclrsiltinn
„Sú hækkun fasteignamats
íbúðarhúsnæðis á Akureyri
sem varð umfram meðaltals-
hækkun á landsvísu gaf tæki-
færi sem eðlilegt hefði verið að
nota til að fella niður álagið á
fasteignaskatta íbúðai-húsnæð-
is í bænum," sagði Sigurður
Jóhannesson, bæjarfulltrúi.
Sigurður J. Sigurðsson, bæjar-
fulltrúi, er ekki á sama máli og
telur að álagið snúist um
óverulegar upphæðir.
Sigurður Jóhannesson sagðist
telja að óþarft hefði verið að
leggja á 10% álag á fasteigna-
skatt vegna þess að mismunurinn
á hækkun fasteignamats milli
Akureyrar og annarra staða utan
Reykjavíkur færi mjög nálægt
- um fasteignaskattinn
því að samsvara álaginu í krónu-
tölu. Þetta hefði ekki þýtt tekju-
tap fyrir Akureyrarbæ á nokkurn
hátt.
„Ég vantreysti ekki útreikning-
um Sigurðar J. Sigurðssonar en
það er þó óhrekjanlegt að hækk-
un fasteignaskatts á íbúðarhús-
næði myndi nema 29,9% í stað
42,8%, ef okkar tillaga um niður-
fellingu álagsins hefði náð fram
að ganga. Ég tel að með stað-
greiðslu skatta sé verið að leggja
þyngri skatta á landsmenn en
áður. Bæjarfélögin ættu að ná
sínum hluta af þessum hækkuðu
álögum og því er ennþá síðri
ástæða til að nota aukaálagið,"
sagði Sigurður Jóhannesson.
„Að mínu mati liggur mismun-
urinn á þeirri tillögu sem sam-
þykkt var og breytingartillögu
framsóknarmanna í því að fast-
eignagjöld hefðu orðið um 6%
lægri ef síðarnefnda tillagan hefði
náð fram að ganga. í fljótu
bragði virðist mér deilan snúast
um tíu kr. á hvern fermetra íbúð-
arhúsnæðis. Fasteignamatshækk-
unin á Akureyri í ár er m.a.
vegna þess að matið hækkaði 5%
minna í fyrra hér í bænum en
annars staðar í dreifbýli.
Ef miðað er við verðstuðulinn
1 á íbúðum í Reykjavík þá er
hann 0,758 á Akureyri í dag, en
var í fyrra 0,75 og árið 1985
0,739," sagði Sigurður J. Sigurðs-
son.                  EHB
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24