Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						70. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 22. desember 1987
245. tölublað
Peysur
Peysur
Peysur
HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599
Hart tleilt
um kvótann
á Alþingi
- Ólíklegt að frumvarpið
verði að lögum fyrir jól
Fiskveiðifrumvarp ríkisstjórn-
arinnar situr nú blýfast í efri
deild. Þingmenn stjórnarand-
stöðunnar hafa haldið uppi
miklum umræðum um frum-
varpið og var búist við því að
umræðurnar myndu standa
fram á rauða nótt. Talið er lík-
legt að frumvarpið nái þó
afgreiðslu, þannig að neðri
deild geti byrjað að fjalla um
það í dag.
En það eru ekki bara stjórnar-
andstæðingar sem sjá ýmislegt
athugavert við frumvarpið. Karvel
Pálmason þingmaður Alþýðu-
flokksins hefur boðað að hann
muni flytja breytingartillögur við
frumvarpið. Dagur spurði Karvel
hvað það væri helst sem hann sæi
athugavert við frumvarpið.
„Þetta frumvarp lokar öllum
möguleikum fyrir nýja menn að
hasla sér vöíl innan þessarar
atvinnugreinar. Það verður að
rýmka byggðarlögin þannig að
þetta verði ekki ba'ra kérfi fyrir
útvalda einstaklinga." Karvel
bætti því við að hann flytti þetta
frumvarp einn, en hann ætti von
á því margir myndu styðja þessar
tillögur sínar „enda eru þær í
samræmi við upprunalegan
stjórnarsáttmálaríkisstjórnarinn-
ar," sagði Karvel Pálmason
alþingismaður að lokum.
Ekki er búist við að auðveldara
verði að koma kvótafrumvarpinu
í gegnum neðri deild. Vitað er að
margir stjórnarþingmenn hafa
ýmislegt við frumvarpið að
athuga og má því búast við
fjörugum umræðum um málið í
neðri deild. Mjög ólíklegt er að
málið verði afgreitt fyrir jól,
þannig líklega verða þetta síð-
ustu lög sem þessi ríkisstjórn
afgreiðir á því herrans ári 1987.
AP
Eins og sjá má lagði mikinn reyk út úr íbúðarhúsinu að Kiinglumýri 4 í gær. Um tvo tíma tók að slökkva eldinn en húsið og allt innbú eyðilagðist í eldinum.
Sjö manna fjölskylda bjó í húsinu.
Mynd: Tl.V
Akureyri:
Ibúðarhús gjöreyði-
lagðist í eldsvoða
Laust fyrir klukkan fjögur í
gær blossaði upp mikill eldur í
íbúðarhúsi að Kringlumýri 4 á
Akureyri. Allt tiltækt slökkvi-
lið ásamt varaliði var kallað á
staðinn, svo og Iögregla og
sjúkrabifreið, en stór fjöl-
skylda býr í húsinu. Reyk-
kafarar fóru strax inn að leita
að fólki á annarri hæð þar sem
eldurinn kom upp en hæðin
var mannlaus. Tveir 8 ára
drengir voru í kjallara hússins
og hlupu þeir út er rafmagn fór
af húsinu.
Að sögn sjónarvotta virtist sem
sprenging hefði orðið í stofunni
þar sem eldurinn kom upp, lík-
lega af völdum hitans. Rúðurnar
brotnuðu í hitanum og þá bloss-
aði upp gífurlegur eldur og lagði
mikinn reykjarmökk norðaustur
yfir bæinn.
Slökkviliðsmenn      börðust
hetjulega við eldinn og stóðu í
Þessi mynd er tekin inn um forstofuglugga og sjást slökkviliðsmenn við
Slökkvistarf.                                         Mynd: TLV
ströngu við að rjúfa þakklæðn-
inguna en mikill eldur kraumaði í
einangrun í þakinu. Þegar klukk-
an var um tuttugu mínútur geng-
in í fimm virtist slökkviliðið hafa
náð yfirhöndinni en þá logaði
enn í þakinu og slökkvistarf hélt
áfram um hríð.
Húsið, sem er rúmlega 100 fer-
metrar að stærð, er gjörónýtt og
sama er að segja um innbú. Ljóst
að hér er um milljónatjón að
ræða fyrir utan persónulegan
harmleik og ómetanlegt tjón á
eignum íbúanna. Að sögn Ólafs
Ásgeirssonar aðstoðaryfirlög-
regluþjóns virtist sem eídurinn
hefði komið upp í stofunni en
hann sagði að rannsóknarlögregl-
an myndi grafast fyrir um elds-
upptök strax og slökkvistarfi væri
lokið.
Slökkvistarfi í húsinu var lokið
um kl. 18 í gærkvöldi en þá var
sett vakt við rústirnar.       SS
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16