Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						2 - DAGUR - 22. desember 1987
Húsvíkingum
boðið á ára-
mótadansleik
- tvær áramótabrennur
við bæinn
Áramótadansleikur verður
haldinn í Félagsheimili Húsa-
víkur á vegum bæjarins. Ekki
var gert ráð fyrir áramótadans-
leik í fjárhagsáætlun fyrir árið
1987 en á síðasta fundi bæjar-
stjórnar var samþykkt tillaga
frá Kristjáni Ásgeirssyni, þes;
efnis að dansleikurinn yrði
haldinn á vegum bæjarins.
Bæjarstjóra var falið að semja
við hótelstjórann um framkvæmd
málsins og leggja upplýsingar um
kostnað vegna dansleiksins fyrir
bæjarráðsfund.
Undanfarin ár hefur Húsvík-
ingum gefist kostur á að fagna
nýju ári á dansleik í félagsheimil-
inu í boði Húsavíkurbæjar.
Kristján sagði á fundinum að því
hefði verið vel tekið af bæjarbú-
um að menn þyrftu ekki að
hampa veskinu þó þeim gæfist
kosur á að koma saman á slíkum
tímamótum. Ánægjulegt væri að
halda þessari hefð og mjög mið-
ur ef hún félli niður. Tillagan var
samþykkt með átta atkvæðum en
einn bæjarfulltrúi greiddi atkvæði
gegn tillögunni.
Tvær áramótabrennur verða á
Húsavík á gamlárskvöld. Bær-
inn hefur samið við Kiwanis-
klúbbinn Skjálfanda að sjá um
áramótabrennu við skeiðvöllinn,
verður kveikt í brennunni kl. 20
um kvöldið ef veður leyfir.
Stefán Örn Ingvarsson hefur
fengið heimild til að standa fyrir
áramótabrennu nyrst á Langholt-
inu og áætlað er að kveikja í
henni kl. 20:30.           IM
Híbýli hf.:
Lóð fyrir
fjölbýlishús
Bygginganefnd Akureyrar
samþykkti að veita Híbýli hf.
vilyrði fyrir lóð sunnan lög-
reglustöðvar til að byggja á
fjölbýlishús.
Híbýli hafði áður sótt um ein-
hverja ótiltekna lóð til byggingar
fjölbýlishúss en engar slíkar lóðir
reyndust vera lausar til úthlutun-
ar. Þá sótti fyrirtækið um
umrædda lóð sem afmarkast af
Þórunnarstræti, Helgamagra-
}stræti og Munkaþverárstræti. E7
Á dögunum voru afhent verðlaun í smákökukeppni Hljóðbylgjunnar. Birna Friðriksdóttir frá Grenivík hlaut 1.
verðlaun fyrir „Frönsk horn". Myndin er tekin þegar Birgir Snorrason afhendir Birnu verðlaunin.     Mynd: tlv
Góð afkoma Kísiliðjunnar
Kísiliðjan í Mývatnssveit skil-
aði 20,4 milljón króna hagnaði
í fyrra. Þetta er fjórða árið í
röð sem verksmiðjan skilar
hagnaði. Þrátt fyrir verulegan
samdrátt sölumagns var af-
koman þetta góð. Helstu
ástæðurnar er að finna í veru-
legri lækkun olíuverðs, raun-
lækkun rafmagnsverðs og
góðu söluverði. Einnig eru
kostnaðarsparandi aðgerðir
undanfai inna ára að skila sér.
Rekstrartekjur að frádregnum
útflutningskostnaði voru 252
milljónir. Rekstrarniðurstaða fel-
ur í sér 20,2 milljónir í afskriftir
og 11,8 milljónir króna í nettó
fjármagnskostnað. Þar af eru
12,6 milljónir króna reiknuð
gjaldfærsla vegna verðbreytinga
og váxtatelejur 2,5 milljónir.
Hvort tveggja er til marks um
góða stöðu félagsins.
Þessar upplýsingar koma fram
í skýrslu iðnaðarráðherra til
Alþineis sem dreift var í þessari
viku. I skýrslunni kemur fram að
flutt voru út rúm 23 þúsund tonn
af fullunnum kísilgúr á síðasta
ári. Helstu markaðir fyrir fram-
leiðslu verksmiðjunnar eru í Evr-
ópu og hefur því fall dollarans
verið óhagstætt fyrir markaðsað-
stæður þar.
Engar breytingar urðu á fram-
kvæmdastjórn á árinu 1986.
Fjöldi fastráðinna starfsmanna
var 63 yfir vetrarmánuðina og 70
á þeim tíma, sem dæling hráefnis
úr Mývatni fór fram. Launa-
greiðslur til starfsmanna og
stjórnar voru á árinu 1986 49,5
milljónir.
Öllum kísilgúr hefur frá upp-
hafi verksmiðjunnar verið skipað
út frá Húsavík. Aðstaða til
útskipunar þar er nú afar bágbor-
in, hafnargarðurinn er orðinn
mjög lélegur og liggur reyndar
undir stórskemmdum. Garðurinn
er auk þess allt of mjór til þess að
þjóna gámaútskipun. Við upphaf
gámavæðingar Kísiliðjunnar hf.
var tekið myndarlega á því að
útbúa svæði til gámageymslu við
Húsavíkurhöfn. Ekki er síður
mikilvægt að tekið verði skjótt og
myndarlega á framkvæmdum við
hafnargarðinn.
Þessar tölur eru miðaðar við
fyrri hluta 1987. Flest bendir þó
til þess að seinni hluti þessa árs
hafi verið erfiðari. Bandaríkja-
dollarinn hefur haldið áfram að
falla og þar með hefur sam-
keppnisaðstaða bandarísks kfsil-
gúrs styrkst. Samkeppnin er mik-
il og því lítill möguleiki á því að
verðið hækki. Heimsmarkaðs-
verð á olíu hefur einnig hækkað
og mun það hafa áhrif á afkomu
verksmiðjunnar. Laun hafa einn-
ig farið fram úr áætlun, en samt
má gera ráð fyrir því að Kísiliðj-
an hf. geti vel við unað á þessu
ári.                    AP
Siglfirðingar:
Vilja betri
veg um Lágheiði
„Þarna fellur til mikið efnis-
magn og maður getur varla
ímyndað sér að sá kostnaður
sem væri af því fyrir ríkið að
aka  efninu  örfáa  kílómetra
Skagaströnd:
Léleg aflabrögð
að undanförnu
Aflabrögð báta frá Skaga-
strönd hafa í það heila tekið
verið frekar léleg að undan-
förnu. Amar kom inn með 100
tonn eftir 11 daga túr. Rækju-
sjómenn eru svo til búnir með
með kvótann. Arnarborgin var
að fá allt að sex tonnum í
róðri, en frekar hefur dofnað
yfir veiðinni. Við náðum tali af
Lárusi Ægi Guðmundsyni fram-
kvæmdastjóra Hólaness hf. og
leituðum frétta af aflabrögðum
báta og skipa sem gerð eru út
frá Skagaströnd.
„Ég hef satt best að segja ákaf-
lega litlar fréttir aðrar en þær, að
það hefur verið afskaplega tregt
fiskirí að undanförnu. Það.má
segja að þessi deyfð'sé yfir heilu
línuna og sama hvaða veiðar eru
stundaðar. Arnar kom inn um
daginn með 100 tonn eftir 11
daga veiðiferð. Þeir á Arnari eru
búnir að fiska hinn eiginlega
kvóta skipsins, en eiga eftir 250
tonn vegna þátttöku í hinu svo-
kallaða „rannsóknaralli" fiski-
fræðinga sem er orðinn árlegur
viðburður," sagði Lárus Ægir.
Þá sagði Lárus að Arnarborgin
hefði verið að fá þetta 4-6 tonn í
róðri á línuna þegar hefði gefið á
sjó, en sér virtist eitthvað vera að
dofna yfir línuveiðunum, í bili að
minnsta  kosti.  Rækjusjómenn
fara sér að engu óðslega, fiska
sinn hluta af heildarkvótanum úr
flóanum og ljúka sennilega við
hann í vikunni. Reyndar var um
150 tonnum bætt við heildar-
rækjuveiðikvótann á Húnaflóa,
en Lárus sagði að rækjusjómenn
á Skagaströnd ætluðu að geyma
sinn hluta af þeim kvóta fram yfir
nýárið.
Á skrifstofu Skagstrendings hf.
fengum við þær fréttir að Orvar
hefði komið inn 11. desember úr
síðustu veiðiferð ársins með um
110 tonn. Skiptist aflinn í 80 tonn
áf ýsu- og þorskflökum og 30
tonn af heilfrystum fiski, mest
grálúðu.                pbv
væri nema smávægilegur hjá
heildarkostnaðinum við gerð
ganganna," sagði ísak Ólafs-
son, bæjarstjóri á Siglufirði.
Siglfirðingar hafa fullan hug á
að láta byggja upp betri veg
yfir Lágheiði og nota til þess
afgangsefni frá jarðganga-
gerð í Ólafsfjarðarmúl».
Að sögn ísaks væri kostnaður
við að aka efninu í veginn yfir
Lágheiði hverfandi miðað við
þær stóru upphæðir sem nefndar
hafa verið sem kostnaðartölur
við jarðgöngin. Skipti þá ekki
máli þótt 10 eða 20 milljónir færu
til vegarbóta á Lágheiði.
Bæjarstjórn Siglufjarðar sam-
þykkti ályktun á dögunum þar
sem ánægju var lýst með ákvörð-
un um gerð jarðganga gegnum
Ólafsfjarðarmúla. Stjórnvöld
voru hvött til að hefja vinnu við
endurbyggingu vegarins yfir Lág-,
heiði, jafnframt því sem jarð-
göngin yrðu gerð.
Forsvarsmenn Vegagerðar rík-,
isins hafa, síðan ályktun þessi var
samþykkt, lýst því yfir að hluti
útgreftrarins verði notaður til að
gera aðkeyrslu að göngunum. En
ef Ólafsfirðingar vilji nota eittr
hvað af efninu til að lagfæra veg-
inn um Lágheiði sé þeim það
velkomið en þeir verði þá að
greiða fyrir þær framkvæmdir
sjálfir.                EHB
Húsavík:
Fækkun um 23
heil störf
- meðan íbúum fjölgar
um 40
Atvinnumálakönnun var gerð
á Húsavík í haust. Þar kom
fram að fækkað hefur um 23
heil störf í bænum frá því á
sama tíma í fyrra en atvinnu-
rekendum hefur fjölgað um
tvo. Þessi niðurstaða kemur
nokkuð á óvart þar sem íbúum
Húsavíkur hefur fjölgað á
sama tíma og ekki er um
atvinnuleysi að ræða.
Atvinnumálakönnunin er mið-
uð við stöðu fyrirtækja 1. októ-
ber sl. Fram kemur að 50,14%
Húsvíkinga vinna við þjónustu-
störf en 49,86% við framleiðslu
og úrvinnslustörf. Heildar starfs-
mannafjöldi er 1121 en í fyrra var
hann 1144. Atvinnurekendur á
Húsavík eru 177 en voru 175 fyrir
ári.
Á sama tíma og störfum hefur
fækkað hefur Húsvíkingum fjölg-
að um 40. íbúar Húsavíkur voru
2.507 þann 1. september sl. en 1.
desember 1986 voru 2.467 íbúar í
bænum.                 IM
Húsavík:
Gjöld og
gjaldskrár
samþykkt
- á fundi bæjarstjórnar
A fundi í Bæjarstjórn Húsa-
víkur sl. fimmtudag voru sam-
þykkt fasteignagjöld 1988.
Fasteignaskattur af íbúðar-
húsnæði mun hækka um
12,5% en fasteignaskattur af
atvinnuhúsnæði um 25%,
umfram hækkun fasteignamats.
Fasteignaskattur      verður
0,575% af fasteignamati íbúðar-
húsnæðis en 1,25% af fasteigna-
mati atvinnuhúsnæðis. Lóðaleiga
verður óbreytt 1,5% affasteigna-
mati. Vatnsskattur verður 0,2%
af íbúðarhúsnæði og 0,4% af
atvinnuhúsnæði en holræsagjald
0,15% af fasteignamati.
Sorpgjöld hækka um 100%,
sorppokagjald af íbúðarhúsnæði
verður.2.000 krónur, sorpeyðing-
argjald fyrirtækis í 1. fl. 7.120 en
fyrirtækis í 2. fl. 20.200 kr.
Gjalddagar fasteignagjalda
verða fimm, þeir sömu og á síð-
asta ári.
Á fundi bæjarstjórnar var
einnig samþykkt samhljóða að
hækka dagvistargjöld á Bestabæ
um 15% frá 1. janúar.
Gjaldskrá fyrir íþróttamann-
virki var samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá sundlaugar verður
óbreytt en gjaldskrá íþróttahúss
var hækkuð um 25% og gjaldskrá
skíðamannvirkja var hækkuð um
20-25%.                IM

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16