Dagur - 22.12.1987, Blaðsíða 4

Dagur - 22.12.1987, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 22. desember 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (fþróttir), PÁLL B. VALGEIRSSON (Blönduósi vs. 95-4070), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Hagsmunir aldraðra látnir víkja fyrir pólitík Pólitískt útspark sjálfstæðis- og alþýðuflokksmanna í málefnum aldraðra á Akureyri verður eflaust lengi í minnum haft. Þar kom fram að stjórnmál og löngun meirihlutans til að hafa áhrif vega þyngra en raun- verulegur áhugi á byggingaframkvæmdum fyrir aldr- aða Akureyringa. Við skulum minnast þess að upphaf íbúðabygginga fyrir aldraða kom frá Félagi aldraðra hér í bæ. Nefnd var skipuð í málið og skilaði hún tillögum þann 16. janúar á síðasta ári og annar tillögubunki barst frá henni seint sama ár. í þessum tillögum var talað um að þessar húsbyggingar væru sameiginlegt verkefni Akureyrarbæjar og Félags aldraðra. Þar var einnig gert ráð fyrir að framkvæmdanefnd yrði skipuð tveim- ur fulltrúum bæjarins og einum frá Félagi aldraðra. Þessi framkvæmdanefnd átti að hafa yfirumsjón með framkvæmdum við bygginguna, kynningu og sölu íbúðanna og setti um húsin reglugerð. Snemma á þessu ári komst hreyfing á málið en þá kom fram sam- þykkt frá bæjarráði þar sem ráðið lýsir sig sammála framkomnum tillögum samstarfsnefndar Akureyrar- bæjar og Félags aldraðra um íbúðabyggingar fyrir aldraðra. Öldrunarráði var falið að gera tillögu um tvo menn og bæjarstjóra var falið að taka upp viðræður við Magnús Garðarsson tæknifræðing um að hann tæki að sér starf byggingastjóra. Hvað varðar þjónustubygg- ingu þá er rétt að geta þess að Akureyrarbær hafði í hyggju að byggja hana og er ekki komin nein sam- þykkt um framvindu þess verks. Og nú byrjar sá pólitíski dansleikur þar sem aðal- dansarar eru Freyr Ófeigsson, Sigurður Hannesson og Gunnar Ragnars. Öldrunarráð tilnefndi þá Stefán Jónsson og Sigurð Hannesson og á fundi í fram- kvæmdanefndinni var Stefán kjörinn formaður. Til útskýringar skal þess getið að Stefán er flokksbund- inn framsóknarmaður en Sigurður er sjálfstæðismað- ur. Svo virðist sem sjálfstæðismaðurinn hafi dottað á fundi þeim er formaðurinn var kjörinn og nokkur tími leið þar til meirihluti bæjarstjórnar hafði áttað sig á að formaðurinn var úr hópi minnihlutans. Nú voru góð ráð dýr. Að lokum fann Freyr Ófeigsson lausnina. Hann lagði til að framkvæmdanefndin yrði sett af, þökkuð góð störf, og kosin harðpólitísk fimm manna nefnd með öruggum meirihluta sjálfstæðis- og alþýðu- flokksmanna. Svo mikið er víst að meirihlutinn var glaðvakandi þegar sú nefnd var kosin. Áhugi meirihlutans á málefnum aldraðra sést þó best á því tilboði aðaldansaranna, Freys og Gunnars, að bjóða Félagi aldraðra að hafa einn áheyrnarfulltrúa í nefndinni — án atkvæðisréttar. Mál þetta er afar sér- kennilegt svo ekki sé meira sagt - og allt kom það til af því að Stefán Jónsson framsóknarmaður var kjörinn formaður í nefnd. Hver veit nema þeirra fóstbræðra Freys Ófeigssonar og Gunnars Ragnars verði í framtíðinni minnst fyrir þá sök eina að hafa látið hagsmuni aldraðra víkja fyrir pólitík. Fljótt á litið stendur fátt annað upp úr. ÁÞ. Alþingi starfar áfram - Málefni íþróttasjóðs tekin fyrir í dag Mikill kraftur var í starfsemi Alþingis í síðustu viku. Hvorki meira né minna en 20 mál urðu að lögum. Þar má t.d. nefna lög um staðgreiðslu skatta, húsnæðismálastjórnar- frumvarpið, lög um skatt á verslunar- og skrifstofuhús- næði og lög um brunavarnir. Hins vegar náðist ekki sam- staða milli stjórnarflokkanna um fiskveiðistefnuna og mun því Alþingi starfa á milli jóla og nýárs. Þar að auki munu þingmenn mæta til starfa strax eftir nýár. Merkasta frumvarpið sem orð- ið er að lögum er að öllum líkind- um húsnæðisfrumvarpið. Það verður því ekkert af því að Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra segi af sér, eins og hún hafði hótað, ef frumvarpið yrði ekki að lögum fyrir jól. Þetta frumhlaup ráðherrans er kafli út af fyrir sig í þessu stjórnarsam- starfi. Það tíðkast önnur vinnu- brögð í stjórn en í stjórnarand- stöðu og að margra mati nær það ekki nokkurri átt að einn ráð- herra, sama hvað málefnið er gott, stilli bæði ríkisstjórninni og Alþingi upp við vegg og hóti að hætta ef ekki verði orðið við kröfum hans. Hvað myndi t.d. gerast ef Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra myndi taka upp sömu vinnubrögð með fiskveiðifrumvarpið og félags- málaráðherra hefur gert með húsnæðismálin? Líklega yrði þessi ríkisstjórn þá ekki mjög langlíf. En nóg um það. Á sunnudag- inn reyndi ríkisstjórnin að semja við stjórnarandstöðuna um að flýta þingstörfum, þannig að þingmenn kæmust í venjulegt jólafrí. Bauð hún stjórnarand- stöðunni að fresta umræðum um frumvarp um verkaskiptingu rík- is og sveitarfélaga, en það mál hefur verið umdeilt. Þar að auki bauðst ríkisstjórnin til að fresta álagningu söluskatts á fisk. Stjórnarandstaðan kom með gagntilboð, sem fólst m.a. í því að fella niður matarskattinn svokallaða og fór fram á það að ríkisstjórnin myndi ekki grípa til neinna efnahagsráðstafana á meðan þinghlé stæði yfir. Ríkisstjórnin hafnaði þessu og lýsti Þorsteinn Pálsson forsætis- ráðherra því yfir að ekki kæmi til greina að ríkisstjórnin afsalaði sér framkvæmdarétti sínum. Steingrfmur J. Sigfússon formað- ur þingflokks Alþýðubandalags- ins sagði að ríkisstjórnin hefði viljað fá allt fyrir ekki neitt og það kæmi ekki til greina. Ekki reyndist möguleiki að ná fram neinni málamiðlun og sjá því þingmenn fram á það að starfa á milli jóla og nýárs, eins og aðrir menn. Reyndar hafa þingmenn lýst sig fúsa til þess að starfa þá og sagði Þorsteinn Pálsson for- sætisráðherra í viðtali við sjón- varpið að það væri sjálfsagt að þeir störfuðu eins og aðrir launþegar. Hvað verður um íþróttasjóð? Ekki má gleyma því að í síðustu viku lagði fjárveitinganefnd fram tillögur sínar og var skýrt frá lielstu liðum hennar i' Degi á þriðjudaginn. Tillögur nefndar- innar hækka fjárlögin um rúman miljarð en samt sem áður á að vera hægt að halda fjárlögunum hallalausum. Mest hækkun var til samgöngumála og fengu hafnirn- ar drjúgan part af þeirri hækkun. Skóla- og fræðslumál hækkuðu einnig og nokkrir aðrir liðir minna. Reyndar má einnig búast við hækkun á fjárlögunum við síðustu umræðu þeirra sem hefj- ast í dag. Beðið er þessarar umræðu með nokkurri spennu vegna yfirlýs- inga ýmissa stjórnarsinna um fyrirvara um ýmsa liði fjárveit- inganna. Þar má til dæmis nefna framlög til íþróttahreyfingarinn- ar. Framsóknarmenn hafa lýst því yfir að framlög til þess mála- flokks séu of lág og vilja hækkun á þeim. Einnig hefur heyrst að niðurfelling á framlögum til fé- lagsheimilasjóðs hafi ekki verið litin allt of hýru auga. Málefni íþróttasjóðs virðast vera í dálítið lausu lofti vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um að fresta umræðum um frumvarp uni verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga. Áfdrifa þess máls er nú beðið með nokkurr! :ftirvænt- ingu víða um land vegna mikilla framkvæmda íþróttafélaga t.d. á Akureyri. Nú skuldar íþróttasjóður ríkis- ins KA rúmar 4,4 miljónir vegna vallarhúss og um 250 þúsund vegna grasvajlar. Þór á inni rúm- ar 2,8 miljónir vegna vallarhúss, 1,7 miljónir vegna grasvallar og tæp 100 þúsund vegna handbolta- og tennisvallar. Golfklúbbur Akureyrar á inni rúmar 3,8 millj- ónir vegna golfvallar og golf- skála. Skautafélag Akureyrar á inni rúmar 3,6 miljónir vegna skautasvæðis. Meðal annarra skulda má nefna framkvæmdir í Ólafsfirði vegna malarvallar, sundlaugar, golfvallar og skíða- stökkbrautar. Á Húsavík má nefna rúm 900 þúsund vegna 2. áf. grasvallar og 2,8 miljónir vegna íþróttahúss. Stjórnmála- menn hafa gefið loforð fyrir því að þessar skuldir verða greiddar hver svo sem framtíð íþrótta- sjóðs verður. Fiskveiðistefnan notuð sem vopn gegn matarskattinum í gær hélt stjórnarandstaðan uppi málþófi gegn fiskveiðifrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Skúli Alex- andersson (Abl.), Danfríður Skarphéðinsson (Kvl.) og Svavar Gestsson (Abl.) töluðu öll lengi um málið og greinilegt var á svip Halldórs Ásgrímssonar sjávar- útvegsráðherra að honum var ekki skemmt. Fréttaskýrendur telja að með því að tefja málið sé stjórnarandstaðan að setja pressu á ríkisstjórnina í sambandi við söluskattsmálin. Sérstaklega er það hinn umdeildi matarskattur sem stjórnarandstaðan vill að felldur verði niður. Það er vitað mál að fiskveiðifrumvarpið fer í gegn með einhverjum breyting- um, en með þessari aðferð telur stjórnarandstaðan að þeir geti sett pressu á ríkisstjórnarsam- vinnuna. Ástæðan er sú að skoðanir á fiskveiðifrumvarpinu eru margvíslegar innan stjórnar- flokkanna þriggja. Karvel Pálma- son (A) hefur t.d. boðað að hann muni flytja breytingartillögur við frumvarpið og nokkrir stjórnar- þingmenn í neðri deild hafa ýmis- legt við frumvarpið að athuga. í ráði er að ljúka þinghaldi í dag, en það fer þó eftir því hvort efri deild nær að koma kvótanum til neðri deildar í nótt. Þingmenn mæta síðan til vinnu aftur mánu- daginn 28. desember og eftir ára- mót munu þeir mæta óvenjulega snemma eða mánudaginn 4. janúar. AP HAFNARSTRÆTI96 SlMI 96-27744 AKUREYRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.