Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						22. desember 1987 - DAGUR - 5
Kristinn G. Jóhannsson skrifar
Bakþankar
Þetta eru erfiðir dagar fyrir okk-
ur karlmenn, síöustu dagamir
fyrir jól. Þaö er þetta óskaplega
friðleysi í kringum mann, kon-
urnar að óskapast í svokölluð-
um jólaundirbúningi, sem er
eins og kunnugt er fólginn í því
að setja fyrst allt á annan end-
ann á heimilinu og reyna svo að
koma öllu ( sama horíið aftur á
tilsettum tíma og með ærnu
ónæði fyrir okkur sem viljum
nota dagana um jólin og þar í
kring til andlegrar iðju, inn-
hverírar íhugunar, rólegheita
og afslöppunar svo sem vera
ber.
Til þess nú að reyna að halda
heimilisfriðinn verðum við samt
helst að þykjast líka og þá er
kúnstin sú að velja verkefni við
hæfi, þannig að það virðist tals-
vertyfirgripsmikiðen án þess þó
að það reyni of mikið á andlegt
eða líkamlegt atgervi manna.
En það verður sífellt eríiðara.
Fyrir mörgum árum á tím-
um olíumálningarinnar sælu og
emeleringarinnar datt eng-
um sæmilegum manni annað í
hug en að fá fagmenn ef mála
þurfti innanhúss. Síðan fóru
menn illu heilli að framleiða alls
konar vatnsblandaðar málning-
arvörur, sem fólki var síðan tal-
in trú um að það gæti sjálft og
hjálparlaust komið á veggina
hjá sér. Það eru auðvitað helber
ósannindi. En þetta gripu eig-
inkonur fegins hendi og nú þótti
enginn eiginmaður með mönn-
um nema hann léti tylla sér upp
á stól fyrir jólin til þess nú að
mála eldhúsið eða stofúna eða
eitthvað annað. Þessi vatns-
blendna málning er einhver
hrapallegasta uppfinning síðari
ára ekki síst í höndum þeirra
sem ekki hafa löggildingu fyrir
því að þeir megi yfirleitt mála
veggi. Svona málning hefur
nefnilega þá náttúru fram yfir
ýmislegt annað að hún slettist
alveg svakalega. Auk þess hafa
jólaeiginmenn í geðshræringu
verulega tilhneigingu til þess
aö mála út á loftið sem ekki átti
að mála, niður á miðja gólflista
sem þó áttu að halda viðarlitn-
um, sletta á harðviðinn í eld-
húsinnréttingunni að maður nú
ekki tali um parketið, gólfteppið
og leðursófann. Sumir reyna í
örvæntingu sinni að nota svo-
kallað málningarlímband á
samskeyti eða við loft. Svoleið-
is límbönd festast annað hvort
varanlega eða koma með fín-
pússninguna með sér þegar
þeim er kippt af.
Jólamálning af þessu tagi
hefur eyðilagt margar annars
ágætar íbúðir, jólahátíðir,
hjónabönd og sambúðir og ber
að varast.
Mér hefur reynst best að
bjóðast til að gera hreina neðri
skápana i eldhúsinu. Það er
m.a., vegna þess að í eldhús-
innréttingum að neðanverðu
eru oft afar ólánlegir hornskáp-
ar, voða langir ( hinn endánn. í
þessum skápum eru gjarnan
geymdir pottar og pjátur ýmiss
konar. En einmitt í svona skáp-
um getur maður hæglega átt
drjúglangar hljóðar stundir en
skarkað þó í pottum og pönnum
með hæfilega löngum hléum á
milli til að búa til sennilegan
jólaundirbúningshávaða. Inní
svona skáp hefi ég einatt átt
góðar stundir og undur frið-
sælar og komist í sannkallað
jólaskap um leið og ég hefi
sýnst gera skyldu mína í tilefni
jólanna.
Ég hefi að hinu leytinu reynt
að forðast rúllur og pensla með
málningu í og hef býsna hald-
góð rök á takteinum þess efnis
að rétt sé að geyma allan slikan
glannaskap til vors þegar séð
verður hvernig veggir koma
undan vetri og birtuskilyrði séu
auk þess afar slæm um svart-
asta skammdegið til þess að
ástunda svo eríiðar iðnir.
Ég get aftur á móti með góðri
samvisku mælt með viðgerðum
á Ijósasamstæðum eða festum
ef menn vilja sýna af sér dugn-
að og brennandi innlifun. Það er
nefnilega eitt sérkenni kvenna
að þær vita ekkerí um rafmagn
og Ijós og svoleiðis. í gamal-
dags jólaljósafestum var nóg að
skrúfa lausa eina peru til þess
að slokknaði á öllum hinum.
Slíkt er upplagt að gera þegar
festin er tekin til handargagns
og sitja síðan í þungum þönk-
um og önnum næstu klukku-
stundir að finna bilunina og
gera við. Ef maður hefur hægt
sæti við þennan staría er hann
afar uppbyggilegur og jólalegur.
Égtalanú ekki um þá hrifningu
og aðdáun sem uppi er höfð
þegar maður sigri hrósandi
stendur allt í einu með fagurlýs-
andi festina í höndunum að við-
gerð lokinni. Ef maður á fleiri en
eina svona festi er ekki ósann-
gjarnt að dagur fari í að koma á
þær Ijósi.
Ég kann að sönnu fleiri holl-
ráð fyrir húslega karlmenn að
styðjast við í jólaundirbúningn-
um en hætti hér að sinni enda
stutt orðið til jóla og ekki tilefni
til mikilla tilþrifa í húsverkum úr
þessu.
Gleðileg jól.            Kr.G.Jóh.
Litli jólagesturinn
Úti lék vindurinn sér að snjó-
kornunum og þyrlaði þeim upp
með gluggarúðunum, svo ekki
sáust 1 jósin á bæjunum handan
við ána, en inni í húsinu var
hlýtt og bjart. Það var að-
fangadagskvöld. Fólkið var allt
sest inn í stofu, það var búið að
borða jólamatinn og allir voru
önnum kafnir við að skoða
jólagjafirnar.
En hvað var nú þetta? Það var
eins og barið í gluggarúðuna og
aftur kvað við sama hljóðið.
Strákarnir þustu út, en þá fundu
þeir lítinn snjótittling sem kúrði í
snjónum. Þeir komu inn með
fuglinn og lögðu hann í svefn-
- sönn frásögn
sófa. Hann var dálitla stund að
átta sig en það var ekki að sjá að
hann væri hræddur eða undrandi
þvi brátt fór hann að fljúga um
stofuna og setjast hér og þar á
stólbök og tylla sér á mynda-
ramma og var svo gæfur að hann
stóð í lófa manns auk heldur þáði
hann brauðmola af undirskál.
Athygli fólksins beindist að
jólagestinum og það leit út fyrir
að hann kynni ljómandi vel við
sig. Kvöldið leið og fólkið fór að
búa sig í háttinn. Pað var búið
um litla jólagestinn í litlum
pappakassa og loftgöt voru skor-
in á lokið. Að því búnu var hann
lagður í hvíluna.
Um morguninn þegar fólkið
fór á fætur var farið að athuga
hvernig litla jólagestinum liði. En
þá var hann sofandi. Hann var
sofnaður svefninum langa en
andinn var floginn mót sumri og
sól,
Þar söngurínn hljómaði
gleðileg jól.
Tryggvi Jónatansson.
Pilturog
stúlka
Leikstjóri Borgai liarðarsson.
Leikmynd Örn Ingi Gíslason.
Lýsing Ingvar Björnsson.
Tónlist Jón Hlöðver Áskelsson.
Frumsýning
2. dag jóla kl. 17.00.
2. sýning sunnudag 27. des kl. 20.30.
3.  sýning þriöjud. 29. des. kl. 20.30.
4. sýning miðvikud. 30. des. kl. 20.30.
5.  sýning fimmtud. 7. jan. kl. 20.30.
6. sýning föstudag 8. jan. kl. 20.30.
7. sýning laugardag 9. jan. kl. 18.00.
8. sýning sunnudag 10. jan. kl. 15.00.
Athugið breyttan sýningartíma.
Forsala aðgöngumiða hafin.
Gjafakortið gleður
Tilvalin jólagjöf
E
M M MIÐASALA
^Mfk 96-24073
iGIKFélAG AKURGYRAR
Greiðsla í mars
Athugið góðu kreditkortaþjónustuna í
ESSO-nestunum.
Ef þú kaupir jólagjöfina hjá okkur
greiðir þú úttektarnótuna ekki fyrr en
í mars.
-nestin
Leiruvegi, Veganesti/ Tryggvabraut.
iT
AKUREYRARB/ER
Forstöðumenrí
dagvista
Félagsmálastofnun Akureyrar auglýsir eftir
starfsfólki til að gegna forstööu dagvista. Þar sem
fóstrumenntaðir starfsmenn fást ekki til starfans,
er leitað eftir fólki með uppeldisfræðilega mennt-
un og reynslu. Leitað verður undanpágu mennta-
málaráðuneytis til að ráða starfsmann án fóstru-
menntunar, ef viðunandi umsóknir berast.
Upplýsingar veita dagvistafulltrúi Félagsmála-
stofnunar í síma 24600 og félagsmálastjóri í
síma 25880.
Félagsmálastjóri.
^
Mýlegjólagjöf
MILLET
dúnstakkar
Litír:
Dökkblátt
Ljósblátt
Rautt
Grátt
V
HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599
J
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16