Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						8 - DAGUR - 22. desember 1987
Safnahúsið Hvoll á Dalvík var
opnað þann 12. desember síð-
astliðinn. Þetta gamla hús hef-
ur nú fengið það hlutverk að
hýsa sögulega muni sem varða
sögu Dalvíkur og byggðarlags-
ins alls. Munir í húsinu skipta
þúsundum og er þó mikið af
munum enn í geymslu og bíða
þess að safnahúsið verði
stækkað en í framtíðinni mun
það verða gert.
Safnahúsið Hvoll er tekiö í
notkun þegar liðin eru 100 ár frá
búsetu á Böggvisstaðasandi. Til-
drög að safnahúsinu eru þau að
árið 1983 skipuðu bæjaryfirvöld
fulltrúum sem sátu þá í stjórn
Héraðsskjalasafns Svarfdæla að
athuga um náttúrugripi unna af
Steingrími Þorsteinssyni með það
fyrir augum að stofna náttúru-
gripasafn. Nefndinni var einnig
falið að kannað yrði mögulegt
húsnæði fyrir safnið en ekkert
húsnæði fánnst að sinni. í janúar
1985 skipaði Dalvíkurbær byggða-
safnsnefnd og í henni sitja Krist-
ján Ólafsson formaður, Júlíus
Kristjánsson og Gylfi Björnsson.
Stuttu seinna kom upp sú staða
að Hvoll er til sölu og þá keypti
bærinn húsið með það fyrir aug-
um að setja upp safnahús. Hvoll
var afhentur Dalvíkurbæ 1. júlí
1985 og var þá strax hafist handa
við að innrétta húsið sem safna-
hús.
Húsið var nánast gert upp að
nýju. Skipt var um miðstöðvar-
og rafmagnslagnir í húsinu,
málað, parket- og teppalagt
o.s.frv. í dag hafa tvær hæðir í
húsinu verið teknar í notkun en
enn er óinnréttuð rishæð og er
ætlunin að þar verði baðstofa í
framtíðinni.
Strax þegar ákveðið var að
gera Hvol að safnahúsi fóru hús-
inu að berast ýmsar gjafir. Menn-
ingarsjóður Svarfdæla gaf 350
þúsund krónur til stofnunar nátt-
úrugripasafns. Systkini Jóhanns
„Svarfdælings"     Péturssonar
færðu safnahúsinu 100 þúsund
krónur að gjöf og á vígsludag
hússins færðu Svarfdælingasam-
tökin í Reykjavík húsinu 100
þúsund krónur.
Endurbætur í
sjálfboðavinnu
Er Kristján Ólafsson, formaður
byggðasafnsnefndar sýndi blaða-
manni safnahúsið á dögunum
sagði hann að öll vinna við
endurbætur hafi verið unnin í
sjálfboðavinnu. Umsjón með raf-
lögnum hafði Þorsteinn Skapta-
son, Valur Harðarson sá um mið-
stöðvarlögn en yfirsmiður var
Björn  Þorleifsson.  Yfirumsjón
með verkinu í heild hafði
byggðasafnsnefnd.
„Byggðasafnsnefnd vill þakka
Jóni E. Stefánssyni, fyrrum eig-
anda hússins, fyrir hans framlag
til að þetta safn gæti orðið að
veruleika því að þegar hann seldi
húsið þá var verð þess langt undir
raunvirði. Þá viljum við einnig
þakka hinum fjölmörgu sem
styrkt hafa þessa uppsetningu,
ýmist með fjárframlögum eða
vinnu," segir Kristján.
„Það er gott að horfa til safna-
mála hér á Dalvík í framtíðinni
því við bindum miklar vonir við
að þetta hús verði stækkað og hér
megi koma inn þeim munum sem
við eigum nú þegar. Þetta hús ef•.
nýtt eins og frekast er kostuf í
dag en þó kemst ekki nema hluti
af þeim munum sem til eru í
húsið."
Fimm söfn undir einu þaki
í Safnahúsinu Hvoli eru firnm
söfn og auk þess eitt herbérgi
sem helgað er minningu Jóhanns
„Svarfdælings" Péturssonar.
Náttúrugripasafnið er unnið af
Steingrími Þorsteinssyni og
samanstendur af um 50 munum,
aðallega fuglum sem Steingrímur
hefur sjálfur stoppað upp.
Steingrímur sá einnig um upp-
setningu safnsins í safnahúsinu.
Plöntusafn      Aðalbjargar
Jóhannsdóttur telur 216 tegundir
Gömul sýningarvél úr Dalvíkurbíói.
Gömul verkfæri í munasafninu.
Þúsundir sqfngríga
uiulir sama þaki
iar plöntum sem lu'in  i f"                                          J^   pl j fór Jóhann til D;
af ýmiss konar plöntum sem hún
hefur safnað í gegnum árin.
Aðalbjörg sá einnig sjálf um upp-
setningu og frágang safnsins.
Steinasafnið er frá burtflutt-
um Dalvíkingum, þeim Frímanni
Sigurðssyni og Árnýju Þorleifs-
dóttur og sömu sögu er að segja
um eggjasafnið sem kemur frá
Össuri Kristinssyni.
Þessu til viðbótar er í safnahús-
inu um 1200 muna safn sem kalla
má vísi að byggðasafni en aðeins
um 10 munir af þessum 1200
koma ekki úr byggðarlaginu.
Þessum munum hafa Kristján
Ólafsson  og  Valgerður  Guð-
Skór af Jóhanni „Svarfdælingi". Númer þeirra er 84.
Byggðasafnsnefnd á vígsludaginn. Frá vinstri: Júlíus Kristjánsson, Gylfi Bjömsson og Kristján Ólafsson.
mundsdóttir kona hans safnað á
undanförnum árum og á vígslu-
dag safnahússins færðu þau Dal-
víkurbæ þetta safn að gjöf.
Dalvíkurbær á nú bæði húsið
og alla þá muni sem f því eru.
Söfnin eru öll gjafir til bæjarins í
tilefni af uppsetningu safnahúss á
Dalvík og ber það vott um hlý-
hug safnaranna til bæjarins og
áhuga þeirra fyrir stofnun safna-
hússins.
Munir Jóhanns „risa"
Þegar farið er í gegnum söfnin í
safnahúsinu vekur herbergið sem
tileinkað er Jóhanni „Svarfdæl-
ingi" mikla athygli. Jóhann Pét-
ursson var fæddur 9. febrúar
1913, þriðji í aldursröð 9 syst-
kina. Við fæðingu vóg hann 18
merkur. Jóhann „Svarfdælingur"
var kunnur fyrir hæð sína. Hann
var hæsti íslendingur sem sögur
fara af og um tíma var hann tal-
inn vera hæsti maður í heimi. Þá
mældist hann 2,52 m á hæð og
vóg 163 kíló. Þar sem Jóhanni
gekk erfiðlega að finna atvinnu
við sitt hæfi hér heima varö hann
að leita fyrir sér á erlendri grund.
Árið 1935, þá 22 ára gamall,
fór Jóhann til Danmerkur þar
sem hann hafði starfa af að sýna
sig í fjölleikahúsum. Hann ferð-
aðist víða og kom m.a. fram á
heimssýningunni í París árið
1937. Þegar heimsstyrjöldin síð-
ari skall á lokaðist hann inni í
Kaupmannahöfn en kom síðan
heim árið 1945. Aftur hvarf hann
þó utan en í þetta sinn til Banda-
ríkjanna. Þangað fór hann árið
1958 og var þar óslitið til ársins
1982 er hann kom til íslands á ný.
Heimkominn til Dalvíkur bjó
Jóhann á Dalbæ, dvalarheimili
aldraðra en hann andaðist þann
26. nóvember árið 1984.
>'«*mli
Séð yfir hluta muna í byggðasafninu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16