Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						m
Akureyri, þriðjudagur 22. desember 1987
Hafið þiö reynt
okkar þjónustu? <pediömjraiír
Hafnarstræti 98 - Akureyri Sími 96-23520.
\1
Bílaleiga Akureyrar:
Engir „nætursalt-
aðir" Subaru bílar
- Kaup á Subaru bílum ekki í sjónmáli
„Þetta er tóm vitleysa. Þessir
strákar buðu okkur bíla og ætl-
Þórshöfn:
Hús reist
fyrir sög-
unarmyllu
Þessa dagana er verið að reisa
sögunarmyllu á Þórshöfn.
Sögunarmylla þessi var keypt
frá Danmörku sl. sumar og er
henni ætlað að vinna úr þeim
mikla timburreka sem er á
Langanesfjörum. Gera menn
sér vonir um að sögunai myllan
geti tekið til starfa síðari hluta
vetrar.
Bændur á Langanesi hafa öld-
um saman nýtt rekann, bæði til
smíöaefnis og eldiviðar. Þóttu
mikil hlunnindi að búa á góðri
rekajörð þegar timbur var dýrt
ogaf skornum skammti. Nú hef-
ur þeirri hugmynd verið hrint í
framkvæmd að reisa sögunar-
myllu á Langanesi sem gæti veitt
einhverjum atvinnu, auk þess
sem heimamönnum þykir sjálf-
sagt að nýta rekavið ef þess er
kostur.
Eigendur sögunarmyllunnar
éru Sauðaneshreppur, Svalbarðs-
hreppur, Kaupfélag Langnesinga
og hagsmunaaðilar, þ.e. landeig-
endur að rekafjörum.     EHB
uðu hugsanlega að láta okkur
vita ef eitthvað yrði af kaup-
um, en við höfum ekkert heyrt
rneira í þeim," sagði Skúli
Ágústsson hjá Höldi sf. á
Akureyri, þegar hann var
spurður að því hvort rétt væri
að Bílaleiga Akureyrar hefði
keypt „nætursaltaða" Subaru
bfla.
Eins og margsinnis hefur kom-
ið fram í fréttum keyptu fjórir
íslendingar á fjórða hundrað
Subaru bíla í Noregi, en þessir
bílar voru álitnir skemmdir eftir
saltbað við höfnina í Drammen.
Bílarnir stóðu um tíma í sjó og
lýsti framleiðandi því yfir að þeir
gætu verið hættulegir og gallar
komið fram í þeim seinna meir.
Reyndi fulltrúi verksmiðjanna að
koma í veg fyrir að þeir yrðu
fluttir til íslands, auk þess sem
Bifreiðaeftirlit ríkisins taldi bíl-
ana ekki skráningarhæfa.
Mjög skiptar skoðanir eru um
hvort bílar þessir séu í raun og
veru skemmdir og telja margir að
þeir séu síst verri en aðrir bílar.
„Við höfum ekki heyrt aftur í
þessum mönnum. Þeir höfðu
samband við okkur um leið og
þeir gerðu kaupsamninginn um
bílana og spurðu okkur hvort við
hefðum áhuga á að kaupa eitt-
hvað af bílum. Við sögðumst
vera tilbúnir að ræða þetta við þá
en síðan höfum við ekkert heyrt
frá þeim. Þetta getur komið upp
aftur en ég sé ekki að neitt sé í
sjónmáli varðandi slík bílakaup
okkar á  næstu dögum,"  sagði
Skúli að lokum.
EHB
Hún Petra Antonsdóttir var að kaupa sér Þorláksmessuskötuna í gær er Ijósmyndara bar að garði.    Mynd: tlv
Akureyri
af skötu á
lyktar
morgun
- sala eykst jafnt og þétt
Það er Ijóst, að skata verður
allvíða á borðum Akureyringa
á morgun, svo lyktin væna
mun þá kvelja marga sem ekki
kunna að meta þennan mat.
Þessi vestfirski siður hefur sem
sagt náð að festa hér rætur
samkvæmt þeim upplýsingum
sem fengust hjá nokkrum aðil-
um sem selja skötu á Akur-
eyri.
Hjá Sjávargulli var okkur sagt
að töluvert hefði verið spurt eftir
skötu. Þeir selja ísfirska skötu
sem er vel kæst og ekki söltuð, að
sögn.
Fiskbúðin við Strandgötu selur
sömuleiðis vestfirska skötu og
sögðust þeir telja að neysla skötu
um jól á Akureyri væri að færast
í aukana. Salan væri rétt að hefj-
ast en þeir töldu að flestir kaupi
skötuna í dag.
Hjá KEA við Hrísalund feng-
ust þær upplýsingar að undanfar-
in ár hefði skatan alltaf selst upp.
Salan hefði aukist mikið undan-
farin ár, en skatan þeirra er frá
Fiskhúsi KEA.
Hagkaup selur vestfirska skötu
og sögðu þeir að salan hefði farið
rólega af stað, en þó hefðu mjög
margir spurst fyrir um skötu. Peir
voru með skötu til sölu í haust og
Fóstruskorturinn á Akureyri:
Síðuseli lokað um áramótin?
- fjórar af sex faglærðum fóstrum dagvistanna sögðu upp í kjölfar starfsmats
„Ég er s/Vartsýnn og hræddur
um að til lokunar dagvista
komi eftir áramótin. Ég veit
vel hversu erfitt er að fá ófag-
lærða starfsmenn til að koma í
stað fóstra, það hefur verið
reynt áður og ég er hræddur
um að það takist ekki á þessum
tíma. Launin eru ekki hvetj-
andi og við eigum líka eftir að
fá undanþáguheimildir frá
ráðuneytinu. Það er tafsamt að
koma málum í gegn þessa dag-
ana," sagði Jón Björnsson, fé-
lagsmálastjóri
ar.
Akureyrarbæj-
Jóri Björnsson sagði að í
nýútkomnu starfsmati starfsmats-
nefndar hefðu launaflokkar
fóstra verið endurskoðaðir. Laun
almennra fóstra hefðu hækkað
um einn flokk en laun forstöðu-
manna um tvo launaflokka. Par
með hefði svolítil bragarbót verið
gerð á launamálum fóstra en þó
Nú er mikill fóstruskortur á Akureyri og ekki er víst að jólasveinarnir hafí
alltaf tíma til að stytta bömunum stundii.
verulega miklu minni en vonir
þeirra stóðu til. Margar fóstrur
hefðu farið í önnur störf vegna
lágra launa og þær myndu ekki
snúa aftur til starfa.
„Þegar þessi niðurstaða starfs-
matsnefndar lá fyrir á föstudag
sögðu fjórar af þeim sex fóstrum,
sem ennþá starfa hjá bænum,
upp störfum sínum. Nú starfa
aðeins tvær fóstrur hjá bænum
sem ekki hafa sagt upp. Við erum
að reyna að auglýsa eftir fólki til
að taka að sér forstöðu dagvista
án þess að hafa tilskilda menntun
og fáum við einhverjar umsóknir
munum við sækja um undanþág-
ur til ráðuneytisins.
Við höldum fundi á tveimur
dagvistum, þar sem forstöðu-
menn hætta um áramótin, og
athugað verður hvort einhver
starfsmanna vill taka við forstöð-
unni. Ef enginn starfsmaður vill
taka að sér forstöðuna og enginn
sækir um starfið fyrir áramót þá
horfir þannig að Síðusel verði
ekki opið eftir áramót og Flúðir
ekki nema að litlu leyti. Við höf-
um þegar varað foreldra við
þessu. En ég tek fram að hingað
til hefur ekki verið um þrýstiað-
gerðir af hálfu fóstra að ræða
heldur uppgjöf, að vísu var upp-
sögn þessara fjögurra ákveðið
viðbragö við starfsmatinu," sagði
Jón Björnsson.          EHB
hefðu þó nókkrir keypt hana þá
og fryst til jólanna.        VG
Hrísey:
Hópbónus í
frystihúsinu
Vegna breytinga á vinnslukerfi
í Hraðfrystihúsi KEA í Hrísey
hefur verið haldinn einn samn-
ingafundur um bónusfyrir-
komulag. Björn Snæbjörns-
son, varaformaður Verkalýðs-
félagsins Einingar á Akureyrí,
sagði að breytt vinnslufyrir-
komulag í frystihúsinu gerði
það að verkum að nauðsynlegt
væri að skipta yfir í hópbónus.
Að sögn Björns Snæbjörnsson-
ar fékkst ekki ákveðin niðurstaða
á fundinum milli fulltrúa Eining-
ar og Vinnumálasambands sam-
vinnufélaganna. „Breytingin á
vinnslufyrirkomulaginu er þannig
að tekin er upp svonefnd flæði-
lína, en það merkir að vinnan fer
að mestu leyti fram á færibönd-
um. Við horfum því á það að hér
er um hópvinnu að ræða og ekki
kemur annað til greina en að
unnið verði eftir hópbónuskerfi.
Það þarf að semja um slíkt
bónuskerfi áður -en vinnslan fer í
gang, en það verður að öllum lík-
indum í næsta mánuði," sagði
Björn Snæbjörnsson.     EHB
Síðasta blað fyrir jól kemur út á
morgun, Þorláksmessu. Næsti
útgáfudagur er síðan mánudagur-
inn 28. desember og er skilafrest-
ur smærri auglýsinga í það blað til
hádegis á morgun.
Síðasta blað ársins kemur út
miðvikudaginn 30. desember og
er skilafrestur smærri auglýsinga
til hádegis þriðjudaginn 29. des-
ember.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16