Dagur - 10.03.1988, Blaðsíða 15

Dagur - 10.03.1988, Blaðsíða 15
Síðbúin afmæliskveðja: Ingólfur Sigurgeirsson - bóndi og bókbandsmeistari á Vallholti í Reykjadal 80 ára hinn 16. desember 1987 10. mars 1988 - DAGUR - 15 Aðalfundur KA verður haldinn föstud. 18. mars nk. kl. 20.30 í KA-heimilinu. Fundarefni: Venjuleg aöalfundarstörf. Stjórnin. LETTIH Jhj Ismót I.D.L. Fyrirhugað er að halda ískappreiðar nk. laugardag þ. 12. mars á Leirutjörn við Drottningarbraut. Keppnin hefst kl. 14.00 og keppt veröur í: Tölti unglingaog tölti fullorðinna, 150 og 200 m skeiði og 300 m brokki. Tekiö verður á móti skráningum í Hestasporti viö Helga- magrastræti fram aö hádegi á laugardag. 200 kr. þátttöku- gjald greiðist viö skráningu. Nefndin. Ungt fólk Við leitum að ungu fólki: ★ Með verslunarmenntun ★ Og sjálfstæði í vinnubrögðum til starfa m.a. hjá heildverslun, hjá umboðssala og fleira. ★ Góð kunnátta í bókhaldi skilyrði. ★ Laun í samræmi við hæfni. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. FELLhf. Tryggvabraut 22, II. hæö. Sími 25455. Atvinna Viljum ráða mann í ryðvörn og hjólbarðaviðgerðir nú þegar. Bílasalan hf. Skála v/Laufásgötu, sími 26300. Óskum að ráða duglega menn til starfa nú þegar Upplýsingar á skrifstofunni, ekki í síma. ISPAN HF. Norðurgötu 55. Úrvalnotaðra bíla Texti minn er valinn úr ársriti Laugaskóla úr skólaslitaræðu Arnórs Sigurjónssonar skóla- stjóra föstudaginn 22. apríl 1927. „Vara vil ég ykkur við því að leggja fyrst og fremst prófkvarð- ann til grundvallar þegar þið reynið að meta ykkur og eigin gildi eða hvers annars. Með hon- um verður það naumast mælt sem þið eigið dýrast og best. Afrekin, störfin sem við skilum er það eina sem nokkru varðar . . . Og þegar á allt er litið, hafði ég þá ekki verið meira í ykkar skjóli en þið í mínu?“ Við vorum að kveðja skólann okkar þennan dag 26 nemendur. Höfðum dvalið þar um tveggja vetra skeið frá því að skólinn var settur í fyrsta sinn 24. október 1925, einnig af Arnóri sem telja mátti höfund og stofnanda þessa skóla. Meðal okkar 26 nemenda hinn vorbjarta dag 22. apríl 1927 var nemandi sá er nálgaðist tvítugs aldurinn en er nú orðinn áttræður og texti dagsins ómar fyrir eyr- um: „Afrekin, störfin sem við skilum er það eina sem nokkru varðar." Þannig var Laugaskóli og megininntak ungmennafélag- anna á þeim tíma. Ingólfur Sigurgeirsson bóndi og bókbandsmeistari á Vallholti í Reykjadal í Suður-Þingeyjar- sýslu var fæddur hinn 16. des- ember 1907 svo segja má að hann ætti einnig 60 ára afmæli með texta Laugaskóla á síðastliðnu vori. Hann hét reyndar og var Ing- ólfur í Stafni þá vetur sem við vorum stofufélagar í Laugaskóla og bjuggum þar sem hét Akur- eyri, vona ég að haldi nafni, og minningu þess góða manns Jóns Jónatanssonar smiðs á Akureyri sem byggði það að innanverðu, slíkt gerðu ýmsir á því bygginga- ári Laugaskóla þegar peningar urðu að framkvæmd hugsjóna án þess að vera til, og sfst prentaðir út á skuldir sem ekki eru greidd- ar, sem nú sýnist geta gerst. Parna mátti finna undir súð stór- býlin nafnkenndu: Einarsstaði, Reykjahlíð, Fjall á háalofti, sem bændurnir höfðu innréttað þar, engum datt í hug að orða hús- mæður við slíkt enda ekki áratug- ir kvenna komnir inn í dagatöl, hvað þá réttur þeirra. Ingólfur var atgervismaður til allra mannlegra dyggða þegar hann kom að Laugum og við hitt- umst þar fyrst að kvöldi hins 23. október 1925 daginn fyrir skóla- setninguna. Hann varð strax framarlega meðal jafningja í systkinahópnum, til orðs og æðis, gagnhagur við smíðarnar á loft- inu eins og hlaut að verða kom- inn frá Stafni en þess má reyndar geta strax að sá þráður lá að Stafni frá mínu ættarbóli Mýri í Bárðardal að tvíburabróðir minn Páll H. Jónsson var þar í fóstri svo ekki var nema skilrúm milli heimila þar. En það dró snemma svartan skugga fyrir sólskinið í skólanum þegar við Ingólfur gengum saman frá samkomunni á Breiðumýri aðfaranótt hins tíunda janúar að hann er orðinn fárveikur af lungnabólgu. Þvílíkt var litið mjög alvarlegum augum þá, og reynslufólk sagði oft í mín eyru að enginn lifði af lungnabólgu sem fengi hana þrisvar sem urðu margir, en þá voru tímar allsleys- is um meðalaval og naumast meðal nema ópíum, jafnvel handa vorlömbunum. Ekki man ég hvað lengi var tvísýnt um líf félaga míns þar til læknar opnuðu inn í brjóst hans þar sem ólyfjan- in var, gleymi ég aldrei þvílíku kvöldi hvar við nemendur stóð- um eins konar vörð frammi á ganginum og biðum þess sem verða vildi. Ingólfur komst til okkar í sól- skinið aftur en minna varð um námið þann vetur en haldbetri á Laugum hinn næsti vetur. Að slepptum góðum námsferli og fenginni heilsu þótt ekki yrði hún söm, hreppti hann hæsta vinning í Laugaskóla sem vitað var um þann vetur en það var Bjargey Arngrímsdóttir fædd 3. júlí 1909 sem var þar í námi í yngri deild skólans en upp frá því eiginkona Ingólfs og stendur svo enn. Bjargey hafði glæsileik til að bera umfram margar skólasystur mín- ar en söngrödd hafði hún svo fagra að fágætt var og Ingólfur eignaðist snemma stofuorgelið sitt til að leika undir söng hennar. Hann hefur einng .spilað við messur í Einarsstaðakirkju þótt aldrei yrði hann fastur þar í starfi en ekki mun hafa borið út af með handverk hans þar fremur en annað sem Stafnsmenn hafa tek- ið sér fyrir hendur, það var ein- kennandi fyrir þá mörgu bræður Ingólfs en nú eru aðeins eftir þeir tveir Ingólfur og Helgi sem ef til vill er Ingólfs jafni í snillihand- bragði á sínu sviði, skógerð á fyrri tíð en söðlasmíði enn í dag þá á níræðisaldri. Ingólfur og Bjargey reistu nýbýli sitt Vallholt á 3/16 af Stafni 1934 og lögðu þá göngu- braut sem síðar hefur verið geng- in af bræðrum hans hverjum af öðrum svo fyrr en varði risu þar bæir og stórbúskapur hófst. Með nokkrum ólíkindum á mörkum Fljótsheiðar og Reykjadals og mun þó um skeið hafa verið búandi fimm bræður samtímis, þó að ekki væri kannski jafnræði í öllum greinum voru þeir allir frábærir afkastamenn sem engum kom á óvart sem þekkti frændalið þeirra og sér í lagi foreldrana Kristínu og Sigurgeir sem ég einnig fékk að kynnast. Drengir þeirra Bjargeyjar og Ingólfs urðu þrír: Garðar, Pétur og Ingólfur hver með sinni fjöl- skyldu um langa tíð en Pétur var sá sem hækkaði Vallholt að umsvifum og byggði Fellshlíð með konu sinni Þóreyju Aðal- steinsdóttur þar á sólskinshjalla suðaustan í Narfastaðafellinu, snertispöl frá bæ foreldra sinna, hefur reyndar fengið bæði jörð og búskaparaðstöðu þaðan, und- ir sinn myndarlega búrekstur. Óvíst er að frændgarður sem mest hefur kveðið að þarna, auki stórum við vöxt þar um skeið, enda liggur nú frægð staðarins í öðru túni en fóðurjurta. Parna er hin mikla túnrækt mennta, lista og fróðleiks sem Ingólfur ávaxtar undir sínu vall- gróna bæjarþaki og fer um nær- færnum höndum ásamt konu sinni, sem hlaut góða einkunn fyrir hannyrðir um það leyti sem hún flutti fram að Stafni. Það er með nokkrum hætti ævintýrahöll sá bær sem þau byggðu „og aðlöguðu teiknigarnar að efna- hag sínum“, eins og hann orðaði það. Stundum láta menn sér fátt um finnast söfnunarhneigð manna og má vera að stundum sé orðið mönnum árátta og nálgist að verða háðir löngun sem aldrei ber mönnum fullnægju, fremur en vanabundin lyf á öðrum stöðum. Hjá Ingólfi er það öðr- um þræði að njóta mennta og menningar, íklæða sjálfur fágæta dýrgripi í viðhafnarbúning unn- inn af honum sjálfum í líkingu við handarverk föður hans sem bjó mönnum í hendur vinnuverk- færin eða veitti umbúnað sem hæfði hverri gerð sem að bar. Að hinu leytinu er þetta björgunar- starf, slysavarnar og viðnámshvöt manns að ekki glatist ófáanlegt og það sem er vonlaust í endur- heimtu. Þarna má sjá hina fágæt- ustu gripi, bæði safnrit og staka einstaklinga sem ekki eru víða á veggjum og reglusemin svo að kalla mætti nostur þar sem ekki misferst blað eða tölustafur og í tilvitnuð viðtöl sem Víkurblaðið lagði mér nokkuð til segir Ingólf- ur: „Það vill reyndar svo til að ég hef skrifað niður hverja einustu bók sem ég hef bundið. Ég veit ekki hvers konar óttaleg reglu- semi þetta er að hafa ekki týnt þessu en um síðustu áramótin taldi ég þetta saman og reyndust vera 20339 bækur, þá hef ég gyllt nokkur hundruð kili fyrir hina aðra, á þessu ári bundið líklega 150 bækur. Ég fór að reikna það út mér til gamans hvað allar þess- ar bækur tækju mikið pláss í bókahillu og niðurstaðan var 700 metrar. Síðustu árin er þetta orð- ið nokkuð þokkalegt band hjá mér, mér hefur alltaf verið að fara fram,“ segir Ingólfur. Aðrir sem séð hafa telja vægilega orðað að tala um þokkalegt svo er handbragð hans fallegt. Hvað mættu þeir segja sem varla nokk- urn tíma fór fram; nema rétt fyrstu árin og eru svo komnir á hilluna á geymsluloftinu. Það var veturinn 1928 sem Ing- ólfur smíðaði sér bókbands- áhöldin en Jón Þorláksson þá bóndi í Hrappstaðaseli hafði veitt honum slíka undirstöðu að hann stundaði óáreittur iðn sína að viðbættu því að horfa á Þórarin Stefánsson hreppstjóra á Húsa- vík gylla bækur í tvo daga, þessi var hans lærdómur. Það var ekki fyrr en 1982 sem sýslumaður Sigurður Gizurarson seildist upp á hillu og náði í meistarabréfs- form sem hann útfyllti, þannig bar það að. Það var ekki ætlun mín að skrifa bók um Ingólf enda síst löngun að valda honum angri á okkar síðustu samfylgdarárum. En besta sagnfræði um slíka menn er auðvitað óðal þeirra og heimili, hvað þá bærinn vallgró- inn með öllum sínum minjum og minningarsjóði. Ekki spillir sá vorþytur sem berst og berast mun frá Stafnsskóginum sem þar er í ræktun í 18 hektara brekkunni meðfram árgilinu og Ingólfur segir plönturnar þar vera 84335, ekki vantaldar eða umfram. Hann er nú á þessum vorhlýju vetrardögum í forystusveit skóg- ræktarmanna. Ekki met ég hvað Bjargey í Vallholti á mikinn hlut í lífsbúi Ingólfs, en Laugamenn fyrir 60 árum héldu hann verða mikinn, I nú vita þeir að hann varð það. Ég bið þeim heilla og hamingju. Jón Jónsson Fremstafelli. Toyota Corolla GTi LB ....... Toyota Tercel 4WD ........... Toyota Corolla Twin Cam ..... Toyota Landcruiser Turbo D .. Toyota Camry GL ............. Toyota Celica GTi 2000 ...... Subaru ST 4WD ............... Subaru ST 4WD ............... Subaru ST 4WD ............... MMC Galant GLS 2000 ......... MMC Lancer 4WD DE LUXE .... MMC LancerGLX 1500 .......... MMC Lancer GLX 1500 ......... MMC Colt GL 1500 ............ Mazda 626 GTi 2000 .......... Mazda 626 LX 2000 ........... Honda Civic 4WD ............. Ford Bronco Ranger XLT ...... 1987 ek. 7 þús. 890.000 sk. ód. 1987 ek. 19 þús. 650.000 bein s. 1987 ek. 26 þús. 720.000 sk. ód. 1987 ek. 30 þús. 1200.000 sk. ód. 1986 ek. 20 þús. 675.000 bein s. 1986 ek. 9 þús. 940.000 sk. 1987 ek. 20 þús. 730.000 bein s. 1986 ek. 44 þús. 650.000 bein s. 1985 ek. 40 þús. 580.000 sk. ód. 1986 ek. 27 þús. 650.000 sk. ód. 1987 ek. 12 þús. 770.000 sk. ód. 1988 ek. 5 þús. 600.000 bein s. 1986 ek. 44 þús. 450.000 beins. 1987 ek. 19 þús. 420.000 beins. 1987 ek. 35 þús. 780.000 sk. ód. 1985 ek. 30 þús. 490.000 bein s. 1986 ek. 18 þús. 550.000 bein s. 1979 ek. 18 þús. 600.000 sk. Eigum einnig nýja Toyota bila á lager. Bílasalan StórhoH - TOYOTA SÖLUUMBOÐ - Hjalteyrargötu 2, Akureyri, símar 23300 - 25484

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.