Dagur - 03.01.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 03.01.1989, Blaðsíða 1
r HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599^ ## Akureyri: Ökumaður stakk af frá umferðarslysi - ungur maður lá slasaður og yfirgefinn í götunni Á aðfaranótt gamlársdags var ekið á gangandi vegfaranda á Akureyri. Bílstjórinn stöðvaði ekki bílinn og hélt leiðar sinnar. Atvik sem þetta er nán- ast einsdæmi í sögu umferðar- slysa í bænum og Iýsir rann- sóknarlögreglan eftir vitnuni að því, auk þess sem viðkom- andi ökumaður er beðinn að gefa sig fram. Nýja lánskjaravísitalan: Beðið eftir lagasetn- ingimni Um klukkan fjögur, aðfaranótt 31. desember, var ungur maður á leiðinni austur yfir Glerárgötu. Hann hafði ýtt á hnapp á gang- brautarljósunum norðan Sjallans og var að ganga yfir götuna þegar hvít bifreið ók á hann, en bifreið- in var á leið norður Glerárgötu. Ungi maðurinn, sem er um tvítugt, varð ekki var við neitt fyrr en bifreiðin skall á honum. Hann getur ekki gefið aðra lýs- ingu á henni en að liturinn var hvítur eða mjög ljós og að hún sé líklega japönsk. Maðurinn varð fyrir vinstra framhorni bifreiðarinnar. Hann lá eftir í götunni en var fluttur á slysadeild þar sent gert var að höfuðáverka; sem betur fer ekki mjög alvarlegum. EHB Aramótin á Akureyri fóru vel fram þrátt fyrir talsverða ölvun í miðbæ Akureyrar á nýársnótt. Lögreglan fjarlægði nokkra óróaseggi úr bænum og úr Sjallanum en annars var allt með kyrrum kjörum. Mynd: KK Slökkvilið Akureyrar: BrunaútköUum fækkaöi milli ára 79 útköll en 39 án elds um en í 24 skipti hringdi fólk ar litið er á hvaða tíma sólar- Ný lánskjaravísitala gengur ekki í gildi nú um áramótin eins og gert hafði verið ráð fyrir. I hinni nýju lánskjara- vísitölu er gert ráð fyrir að laun vegi jafnt á móti framfærslu- og byggingarvísitölu sem kveð- ið er á um í málefnasamningi stjórnarinnar. Ástæðan er m.a. sú að frumvarp til laga um launavísitöluna bíður enn afgreiðslu í þinginu og verður því beðið með breytingarnar uns lögin hafa verið samþykkt. Um áramótin urðu þær breyt- ingar að heimilt er að gengis- tryggja innlendar fjárskuldbind- ingar jafnframt því sem áfram verður heimilt að miða verð- tryggingu við hina gömlu láns- kjaravísitölu. Viðskiptaráðu- neytið hefur gefið út reglugerð þar sem segir að viðmiðun í geng- istryggðum samningum þurfi að vera önnur hvor hinna samsettu gjaldmiðilseininga, SDR eða ECU. Um gengistryggða samn- inga sem þessa eiga að gilda sömu reglur og um aðra verð- tryggða samninga, þ.á.m. að þeir skuli skráðir á nafn og að lág- markstími skuli vera tvö ár. Á árinu 1988 voru 79 bruna- útköll hjá slökkviliði Akureyr- ar á móti 115 árið áður. Þessa fækkun útkalla má rekja til þess að sinubrunar voru aðeins 7 á árinu en þeir voru 41 árið 1987. Mestu eldsvoðarnir á árinu voru í Golfskálanum að Jaðri og að Hólakoti í Eyja- firði í byrjun ársins. Af þessuin 79 útköllum voru 8 utanbæjar. Sjúkraútköllum fækkaði einnig milli ára og voru þau 1084 á árinu 1988, þar af 185 utanbæjar. Bráðatilfelli voru 197. Árið 1987 voru sjúkraútköll 1086, þar af 172 utanbæjar. Þegar litið er á skýrslu um þessi 79 útköll á síðasta ári kem- ur í ljós að í 40 tilvikum var um eld að ræða en 39 sinnum var slökkviliðið kallað á vettvang án þess að elds yrði vart. Þar áttu bilaðir brunaboðar sök á 8 tilfell- slökkviliðið vegna gruns um eld. Þá var einu sinni um meint gabb að ræða. Flest útköll vegna elds voru í íbúðarhúsum, eða 9, 7 vegna elds í sinu eða rusli, 6 vegna ökutækja og 5 vegna elds í geymslum. Þeg- Alls Iétust 62 Islendingar af slysförum á árinu 1988, þar af 8 erlendis. Flest urðu banaslys- in í umferðinni, eða 33, 18 fór- hrmgs slökkvihðið var kallaö út kemur í Ijós að á bilinu kl. 12-15 voru 11 útköll og kl. 15-18 9 útköll, en mun færri á öðrum tímum. Þá vekur athygli að elds- upptök voru í flestum tilvikum rakin til íkveikju, eða í 12 skipti. | ust í ýmsum slysum og 11 drukknuðu. Enginn fórst í flugslysi á árinu en árið 1987 I tóku flugslys 5 mannslíf. Það Eignatjón var yfirleitt lítið í eldsvoðunum 40, en í tveimur til- vikum var t jónið mikið, cöa yfir 2 milljónir króna. Einu sinni var tjónið metið 1-2 milljónir, 20 sinnum lítið, eða minna en I milljón og 17 sinnum hlaust ekk- ert tjón í eldsvoðanum. SS ár létust alls 54 Islendingar af slysförum, þar af 2 erlendis. Banaslysum fjölgaði því um 8 milli ára. Mannskæðustu umferðarslysin urðu við árekstur bifreiða en 11 rnanns létust í slíkum árekstrum. Þá létust 7 vegfarendur sem urðu fyrir bifreið en 5 Islendingar biðu bana í umferðarslysum erlendis. Þegar litið er á ýmis banaslys þá kemur í Ijós að 4 létust vegna skotsára, líkamsárása eða átaka. á móti 1 1987, og einnig létust 4 af bruna, reyk, eitrun eða lyfjum. á móti 2 1987. Flest banaslys á árinu 1988 urðu í janúar og september eða 8 í hvorum mánuði. Árið á undan úrðu hins vegar flest banaslys í ntars, júlí og september. Fæst urðu.banaslysin í ágúst 1988, eða 1, en árið 1987 urðu fæst banaslys í aprílmánuði. Á árinu 1988 fórust 7 erlendir menn á íslandi, þar af 4 í tveimur flugslysum sem urðu í apríl og ágúst, en í báðum tilvikunum hröpuðu tveggja hreyfla ferju- flugvélar í aðflugi á Reykjavík- urflugvöll. SS JÓH Norðlenskar barnsfæðingar 1988: fla á Akureyri en Hús- víkingar náðu ekki meðaltalinu Fyrsta norðlenska barnið leit dagsins Ijós klukkan 11 mínútur yfir 5 á nýársnótt, en þar var á ferðinni rúmlega 16 marka strákur, 53ja senti- metra langur. Á sjúkraluisinu á Húsavík fæddist stúlka klukkan 4 mínútur yfir 8 að morgni nýársdags. Á Sauðár- króki og á Blönduósi höfðu ekki fæðst börn á nýju ári, er við könnuðum málið í gær. Á Akurcyri fæddist á síðasta ári 401 barn í 398 fæðingum, en þrennir tvíburar fæddust á árinu. Áriö 1987 fæddust 364 börn í 363 fæðingunt, en það ár fæddust einungis einir tvíburar á fæðingardeild FSA. Miðað við fyrri ár er dálítil uppsveifla í fæðingum á Akureyri, en sam- kvæmt meðaltali fyrri ára fæðist þar að jafnaði eitt barn á dag. Á Húsavík fæddist stúlka fyrst barna um átta leytiö á nýársdagsmorgun. Stúlkan sú var 3600 grömm að þyngd og 52 sentímetrar, dóttir Fríðu Sól- rúnar Rúnarsdóttur og Krist- jáns B. Olgeirssonar. Fæðingar á Húsavík náðu ekki meðaltal- inu, en að jafnaði fæðast þar 70 börn á ári. Árið 1988 fæddist 61 barn. Ljósmóðir á sjúkrahúsinu sagði að nú yröu mcnn aö taka sig á, því ekki dygði að vera undir meðaltali annað árið í röð. í 64 fæðingum á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki fæddust 65 börn. Það er talsvert fleiri börn en fæddust þar árið 1986, en þá voru þau 50 og árið þar á undan voru þau 59. í gærdag, er við töluðum við Ijósmóður á sjúkrahúsinu var ekki komið nýársbarn í heiminn. Á Blönduósi var heldur ekki fætt nýársbarn, en síðasta barn ársins fæddist þann 27. desern- ber og höfðu þá fæðst 26 börn á sjúkrahúsinu, en það er nákvæmlega jafn mörg börn og árið þar á undan. Áætlaður fæðingartími fyrsta barnsins á Blönduósi þetta árið er um miðjan mánuðinn. mþþ Mannskætt ár að baki: 62 íslendingar létust af slysförum í fyrra

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.