Dagur - 10.08.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 10.08.1989, Blaðsíða 11
n n .. <>!• Fimmtudagur 10. ágúst 1989 - DAGUR - 11 íþróttir Parakeppni í golfi á Króknum: Feðgamir unnu Verslimarmaimamótið - Sverrir Valgarðsson og Guðmundur Sverrisson sigruðu Kylfingar á Sauðárkróki sátu ekki auðum höndum uin versl- unarmannahelgina. Golfklúbb- ur Sauðárkróks stóð fyrir Verslunarmannamótinu sl. laug- ardag. Mótið var parakeppni og voru leiknar 18 holur. Alls mættu 22 kylfingar til leiks, eða 11 pör. Ekki var um venju- lega holukeppni að ræða, held- ur punktamót. Gefnir voru punktar; 3 punktar fyrir eitt högg undir pari, 2 punktar fyr- ir par og 1 punktur fyrir högg yfír pari. Það voru feðgarnir Völsungur: Unnar í bann Á fundi aganefndar KSÍ sem haldinn var í fyrrakvöld voru fjórir knattspyrnumenn úr 2. deild dæmdir í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Meðal þeirra er Unnar Jóns- son úr Völsungi. Bannið tekur gildi á iiádegi á morgun og mun Unnar því ekki leika með Völsungum þegar þeir mæta Einherja á Húsavík annað kvöld. Ekkert ætti hins vegar að vera því til fyrirstöðu að Unnar taki sæti sitt í liðinu gegn Breiða- bliki á mánudagskvöldið. JÓH Sverrir Valgarðsson og Guð- mundur Sverrisson sem báru sigur úr býtum, þeir voru með flesta punktana. Til þess að gera málið enn flóknara fyrir lesendum þá var 7/8 af forgjöf kylfinga látin gilda; því lægri forgjöf, því færri högg gefins á hverri braut. Ágætis veð- ur var þcgar mótið fór fram og léku menn prýðilcga. Fimm efstu pör urðu þessi: ' Punktar 1. Sverrir Valgarðsson 45 Guðmundur Sverrisson. 2.-3. Magnús Rögnvaldsson 42 Friðrik J. Friðriksson. 2.-3. Örn Sölvi Halldórsson 42 Jón Hreinsson. 4. Haraldur Friðriksson 41 Stefán Pedersen. 5. Þorsteinn Jónsson 39 Óli Barðdal. -bjb 11 g Verður Eyjólfur Sverrisson útilokaður frá landsliðinu í körfubolta í vetur. Frjálsar íþróttir: Þóra stökk l,73míDublin Þóra Einarsdóttir úr UMSE stökk 1,73 m. í hástökki í C- riðli Evrópubikarkeppninnar sem fram fór í Dublin um síð- ustu helgi. Þóra lenti í fjórða sæti í hástökkskeppninni en þetta stökk hennar er 4 cm frá hennar besta árangri sem hún náði á meistaramóti 15-17 ára fyrr í sumar. Guðbjörg Gylfadóttir frá USAH varö í fimmta sæti í kúlu- varpi kvenna, kastaði 14,36 m en Teresa Machado frá Portúgal sigraði með 15,48 m. Priðji norðlenski keppandinn í landsliðshópnum var Ágústa Pálsdóttir sem átti að keppa í boðhlaupi en hún gat ekki tekið þátt í keppninni sökum meiðsla. Frjálsíþróttafólk á Norður- landi keppir á aldursflokkamóti á Árskógsströnd um helgina en um aðra helgi verður stórmót í frjáls- um íþróttum á Akureyrarvclli þegar fram fer 2. deild bikar- keppni Frjálsíþróttasambands íslands. JÓH Fjórir leikmenn Tindastóls í landsliðshópinn í körfu: Ejjólfur tekur knattspymuna fram yfir körfúboltalandsliðið - Tindastólsmaðurinn Haraldur Leifsson í fyrsta sinn í landsliðshópinn Júdó: Fjórir leikmenn Tindastóls í körfubolta hafa verið kvaddir í landsliðið í körfuknattleik. Lazlo Nemeth, landsliðsþjálf- ari hefur valið hóp rúmlega 20 leikmanna til að taka þátt í æfíngum fyrir veturinn og kemur þessi hópur saman um næstu lielgi. Haraldur Leifsson úr Tindastóli er nýr í hópnum og cinnig Jón Arnar Hauksson úr Haukum. Þá var Eyjólfur Sverrisson úr Tindastóli valinn en hann var einnig valinn í fyrra en datt aftur út úr hópn- um þegar hann gat ekki mætt á fyrstu æfíngarnar vegna anna í knattspyrnunni. Eyjólfur mun ekki verða á fyrstu æfíngunum í ár en óvíst er hvort það mun kosta hann sæti í liðinu. Eyjólfur sagði í samtali viö blaðið í gær að hann mætti ekki á æfinguna nú um helgina þar sem Tindastóll á leiki bæði á föstu- dags og mánudagskvöld. Þá seg- ist hann einnig liafa hug á að tryggja sér sæti í U-21 lartdsliði íslands í knattspyrnu fyrir leiki haustsins og þaö, ásamt síðustu umferðunum í knattspyrnunni, hafi forgang. Auk Eyjólfs og Hanncsar voru Tindastólsmennirnir Valur Ingi- mundarson og Sturla Örlygsson valdir í landsliðshópinn. Auk þessarra fjögurra leikmanna er hópurinn þannig skipaður: Axel Nikulásson, Björn Mika- elsson, Páll Kolbeinsson og Guðni Guðnason KR. Friðrik Ragnarsson og Teitur Örlygsson, Njarðvík. Falur Harðarson, Guðjón Skúlason, Sigurður Ingi- mundarson og Magnús Guðfinns- son, ÍBK. Björn Steffensen, ÍR. Guömundur Bragason og Jón Páll Haraldsson. Grindavík. Pálmar Sigurðsson, ívar Ásgrímsson og Jón Arnar Ingv- arsson, Haukum. Matthías Matt- híasson, Val. Fyrir þessum hóp liggur æf- ingaferö til Bandaríkjanna í nóvember auk þess sem inn í myndinni eru leikir við Dani. JÓH Boltinn að byrja að rúlla á ný í 1. deild eftir 10 daga hlé: Ræður markahlutfall lokastöðunni? Alþjóðlegir keppnismenn á Akureyri Á morgun koma fjórir pólskir júdómenn til Akureyrar ásamt Bjarna Friðrikssyni, margföld- um íslandsmeistara í júdó. Þessir gestir munu verða í æf- ingabúðum á Akureyri um helgina og glíma við júdómenn úr KA. Erlendu gestirnir eru allir alþjóðlegir keppnismenn í greininni. Pólland er hátt skrifað á blöð- um júdómanna í heitninum þann- ig að hér er um sterka júdókappa að ræða og ekki að efa að upp- rennandi júdófólki á Akureyri er mikill fengur að þessari heim- sókn. Fyrsta æfingin er annað kvöld og síðan verður áfram glímt á laugardag og sunnudag. Æfing- arnar fara fram í íþróttahúsinu við Laugargötu og mun gestum velkomið að fylgjast með. JÓH Annað kvöld fer holtinn að rúlla á ný í 1. deildinni í knatt- spyrnu eftir 10 daga hlé. Loka- átökin eru fyrir liöndum, sex umferðir eru eftir og allt útlit fyrir að úrslit mótsins ráðist ekki fyrr en í síðustu leikjuin. Akureyrarfélögin eiga ólík verkefni fyrir höndum, Þórsar- ar berjast fyrir sæti sínu í deild- inni en KÁ blandar sér í bar- áttuna á toppnum. Þórsarar eiga eftir að leika við ÍBK, Fram og ÍA á heimavelli en FH, KR og Val á útivelli. KA- menn eiga eftir að spila heima- leiki við ÍA, Fylki og Val en útileiki við KR, Víking og l.B.K. Dagur leitaði álits hjá formönnum knattspyrnudeilda félaganna tveggja um þessar síðustu umferðir og gengi félaganna. Stefán Gunnlaugsson, KA: „Stefnt á Evrópusætið“ „Já, við eigum eftir lið í neðri kanti deildarinnar eins og Fylki, Víking og ÍBK en það er spurn- ing hvort það er nokkuð hagstætt fyrir okkur. í því sambandi má minna á tapið gegn Fylki og það aö einu sigrar Fylkis hafa verið gegn Akureyrarliðunum. Mér sýnist að það sc ekkcrt til sem heitir léttari hluti deildarinn- ar. Það geta allir unnið alla, eins og vel hefur kontið í Ijós, og ég hef trú á því að staða okkar og baráttan um Fvrópusætið ráöist ekki nema á markatöiu og sama Stefán Gunnlaugsson: „Ætlum okk- ur að gera betur en í fyrra.“ gildi um annað fallsætið. Evrópusætið er þaö markmiö sem við settum okkur í upphafi móts. Viö ætlum okkur að gcra betur en í fyrra þegar við vorum í fjórða sæti og helst að ná öðru sæti því þó að þriöja sætiö hafi gefið Evrópusæti þrjú síðastliðin ár þá er ckki þar meö sagt að svo verði einnig nú þannig að stcfnan er á annað sætið," scgir Stefán Gunnlaugsson. Sigurður Arnórsson: „Þurfum að nýta okkur heimavöllinn.“ Sigurður Arnórsson, Þór: „Tökum einn leik í einu“ „Mér líst ágætlega á þetta sem eftir er hjá okkur. Þarna eru mörg stór lið eftir en þetta eru líka liö sem hafa verið að tapa stigum, t.d. ÍA sem fór ágætlega af staö en tapaði síðan þrem eöa fjórum leikjum í röö. Það er því ckkert gcfið í fótboltanum og viö förum í þetta með því hugarfari að taka hvern leik fyrir í einu, skoða iiö andstæöinganna og reyna að meta okkar uppstilling- ar gagnvart þeirra. En þetta er Iíka spurning um að halda haus og hafa metnaö til að klára þetta dæmi og síðast en ekki síst aö halda mannskapnum heilum og frá bönnum. Lcikurinn annað kvöld er leik- ur sem einblínt er á og er mikil- vægt aö okkur takisl að nýta heimavöllinn. Ég veit ekki hvort ég tjái mig rieitt um þá fallspá sem við höfum fcngið, menn gera allt sem þeir geta til að svo verði ekki og við vonum að það takistsegir Sigurður Arnórs- son. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.