Dagur - 25.01.1990, Blaðsíða 9

Dagur - 25.01.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 25. janúar 1990 - DAGUR - 9 _ Minning: X Sigrun Jóhannesdóttir í Höfða Fædd 18. júlí 1892 - Dáin 7. desember 1989. Mig langar tíl að minnast Sigrún- ar tengdamóður minnar. Hún fæddist á Melum í Fnjóskadal 18. júlí 1892. Foreldrar hennar voru Jóhannes Sigurðsson og Sigríður Rósa Sigurðardóttir. Sigrún eign- aðist 10 systkini og 1 hálfbróður, aðeins einn bróðir hennar er á lífi, Gestur Jóhannesson, en hann dvelur nú á Dvalarheinril- inu Hlíð á Akureyri. Sigrún ólst upp í Vestari-Krók- um á Flateyjardal, frá þriggja ára aldri en þegar hún var 14 ára flutti fjölskyldan að Ytra-Hóli í Fnjóskadal, og þar bjuggu for- eldrar hennar til æviloka. Sigrún gekk til spurninga í 4 vetur hjá sr. Ásmundi Gíslasyni á Hálsi. Hann taldi hún meistara- legan fræðara, því auk kristin- dómsfræðslunnar, sagði hann þeim frá mannlífi annarra þjóða og lýsti fjarlægum löndum á lif- andi hátt. Þá vaknaði löngun hennar til að komast til ísrael en hún rættist löngu seinna. Vorið 1915 þegar hún var 22 ára, réðist hún sem kaupakona að Miðvík í Grýtubakkahreppi. Þar kynntist hún mannsefni sínu, Kristni Ind- riðasyni en hann var fæddur 7. apríl 1890, yngstur þriggja bræðra. Þau giftu sig 5. mars 1916. Þá var mikið fannfergi en þrátt fyrir það var slegið upp veislu á Ytra-Hóli og dansað fram eftir nóttu. Kristinn stund- aði sjó, jafnframt því sem hann var í ráðsmennsku í Garðsvík á Svalbarðsströnd. Fyrsta barn þeirra, Jóhannes Steinþór, fædd- ist 1917. Árið eftir fluttu þau að Vatnsleysu í Fnjóskadal og þar fæddust Ragnheiður 1918 og Kristmann 1920. Árið 1921 fluttu þau yfir Fnjóskána í Végeirsstaði og bjuggu þar í 5 ár og þar bætt- ust 4 börn við, Valdimar Gestur 1921, Sigríður Rósa 1923, Indriði 1924 og Sigurður Árni 1926. Vor- ið 1926 fengu þau ábúð í Hringsdal á Látraströnd. Þangað hafði Sigrún aldrei komið og vissi ekki hvað beið hennar. Þegar komið var heim að Hringsdals- bænum eftir langa ferð, leist henni ekki á, ávöl brekka niður undan bænum fram á þrítugt bjarg. Snjó hafði að mestu verið mokað út úr húsakynnunum, en þó voru skaflar á stöku stað, þetta var sannarlega ekki glæsileg aðkoma með 7 börn það elsta 9 ára og yngsta mánaðargamalt. í sex ár bjuggu þau þarna, hver rigningardropi sem kom úr loft- inu kom beina leið inn, og eitt sinn gekk svo langt, að Kristinn tók hleðslu úr bæjardyraþrösk- uldinum og fossaði þá eins og meðal bæjarlækur út á hlaðið. Oft sagði hún mér frá veru sinni í Hringsdal og var þá gjarnan að bera saman þægindin nú til dags. Konur væru að kvarta, með 1-2 börn, og allt færi úr skorðum ef þvottavélin bilaði, ég tala nú ekki um ef rafmagnið færi. Já, hún hafði sannarlega lifað tímana tvenna, allt frá því að búa í torfbæ og til nýtískulegra húsa- kynna. Iðulega sagði hún þegar hún var háttuð að hún vildi óska að öllum liði eins vel og sér. Kristinn hafði stundað sjó þau ár sem ekki fæddust börn en eftir komuna í Hringsdal var það ógerlegt. Þar bættust 4 börn í hópinn: Ásmundur Hreiðar 1927, Flosi 1929, María Soffía 1930 og Anna Kristbjörg 1931. En árið 1932 varð heldur betur breyting á högum þeirra, þá tóku þau Höfða í Höfðahverfi á leigu, flutningunum gleymdi hún aldrei. Það var haft eftir ein- hverjum að svo var Kristinn barnmargur að þegar fyrsta barn- ið kom í hlaðið í Höfða, fór það síðasta úr Hringsdal. 4 árum seinna keyptu þau jörð- ina. Það voru mikil umskipti að mega hefja ræktun og uppbygg- ingu á eigin landi og hlúa að æðarvarpi en það hafði ekki fylgt með, meðan þau leigðu. Og enn bættust við börn, Jón Ingvi 1933, Jóhannes 1934, Ásgeir 1935 og Haraldur Kristófer 1938. En sorgin hafði líka knúið dyra, elsti sonur þeirra lést árið 1934, þrjá syni missti hún full- orðna: Indriða (1974), Krist- mann (1977), Valdemar Gest (1984). Kristinn lagði mikið á sig til þess að sýna staðnum sóma en hann andaðist skyndilega 16. nóvember 1953. Sigrún taldi allt- af að bestu ár ævi sinnar hefðu verið hér í Höfða. „Hér er svo fallegt útsýni, upp Dalsmynnið, inn fjörðinn til Akureyrar, og Kaldbakur er hvergi fallegri en hérna af hlaðinu í Höfða,“ sagði hún oft, þegar hún var að sýna gestum útsýnið. Hún hafði mikið yndi af ferðalögunr, fór oft í bændaferðir og orlofsferðir með þingeysku fólki. Þegar hún varð 75 ára, gáfu börnin hennar, henni ferð til ísrael. Það hafði alltaf verið draumur hennar eins og áður er frá greint. Sú ferð varð öllu lengri en áætlað var, því hópurinn lenti í 6 daga stríðinu. Mikið lof bar hún ævinlega á far- arstjórann sr. Frank M. Hall- dórsson og ferðafélagana sem hún hélt mikilli tryggð við. Einn- ig fór hún til Portúgal og Kaup- mannahafnar þegar hún varð 80 ára og seinasta ferðin út, var til Kanada 1975. Þar hitti hún marga sem hún átti frændsemi við. Einnig var henni minnisstætt ferðalag í kringum landið, sem hún fór 1980. Þá kom luin til frændfólks og vina í flestum sýslum. Þegar ég kom hér í Höfða árið 1970, tók hún vel á móti mér, og bjuggum við hér saman þar til sl. sumar, þegar hún veiktist og þurfti að fara á sjúkrahús. Okkur kom bara vel saman en oft sagði hún þegar við vorum ekki sam- mála að það væri nú ekki nema von, þar sem um 60 ára aldurs- munur væri með okkur. Hún tók þátt í bústörfum með okkur, hreinsaði t.d. dúninn. Sauðburði hafði hún sérlega gaman af og þegar hún treysti sér ekki til að ganga í fjárhúsin, fékk hún ein- hvern til að aka sér svo hún gæti séð lömbin og heyrt jarminn. Hún lifði fyrir börn sín og afkom- endur þeirra, en þegar hún lést átti hún 151 afkomanda, síðan hafa tveir bæst við. 1976 var haldið hér ættarmót og síðan á 4 ára fresti og mikið gladdist hún yfir að sjá allt fólkið og börnin sem uxu svo fljótt. Síð- ast í sumar hélt hún upp á 97 ára afmælið sitt heima, en þá var mátturinn þrotinn og þörf fyrir sjúkrahúsvist. Mér er mjög fninn- isstæð sú stund í vor, þegar hún var viðstödd fermingu eldri dótt- ur okkar í Grenivíkurkirkju, í hinu versta veðri, en hún lét það ekki á sig fá, meira að segja fór hún upp að altarinu og kraup þar nreð fermingarbörnunum og fjöl- skyldum þeirra. Seinna sagði hún mér, að sér hefði ekki dottið í hug að hún myndi komast í kirkju þegar hún Ásta Fönn yrði fermd og þetta yrði sjálfsagt í síð- asta sinn, sem hún færi þangað, sem og rættist. Dætur mínar Ásta Fönn og Inga Hrönn þakka ömmu sinni allar góðu stundirnar sem þær áttu með henni, hún kenndi þeim svo margt, gætti þeirra þegar þær voru litlar og þær studdu svo ömmu sína þegar hún þurfti á því að halda, seinni árin. 24. júlí fór hún á sjúkrahúsið á Akureyri og í ágúst var hún flutt á Hjúkrunar- heimilið Sel. Þar var hún til dauðadags. Þar hresstist hún svo og var svo ánægð, meira að segja var hún farin að grípa í prjónana aftur, en hún andaðist þar 7. des- ember sl. Hún var jarðsungin frá Grenivíkurkirkju, sunnudaginn 17. desember að viðstöddu fjöl- menni. Ég bið guð að blessa hana. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafþú þökk fyrir allt og allt. Þórdís Þórhallsdóttir. Menntamálaráðuneytið: Stjóra endurbótasjóðs menmngarbygginga skipuð Samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi sl. vor skal mynd- aður sjóður sem varið skal til að standa straum af kostnaði við endurbætur á húsakosti menning- arstofnana, stuðla að verndun gamalla bygginga í eigu ríkisins og bygginga sem vernda þarf að mati Þjóðminjasafnsins og sam- kvæmt tillögum þess. Þá skal og verja sjóðnum til þess að ljúka byggingu Þjóðarbókhlöðunnar. í stjórninni eiga sæti: Kjörin af sameinuðu Alþingi: Hólmfríður R. Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri; Jón Helgason, al- þingismaður; Sighvatur Björg- vinsson, alþingismaður. Skipaðir af menntamálaráð- herra: Þorleifur Pálsson, skrif- stofustjóri skipaður samkvæmt tilnefningu dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins; Gunnlaugur Har- aldsson, safnvörður; og Örlygur Geirsson, skrifstofustjóri, skipaðir án tilnefningar. Örlygur Geirsson hefur verið skipaður formaður sjóðsstjórnarinnar. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 1990 er gert ráð fyrir, að endur- bótasjóðurinn hafi alls 567 þús. kr. til ráðstöfunar í ár, þar af lánsfé 300 þús. kr. DAGUR óskar eftir að ráða íþróttafréttamann í fullt starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 20. febrúar nk. Góð íslensku- og vélritunarkunnátta og góð almenn menntun áskilin. Skriflegar umsóknir berist ritstjóra fyrir 1. febrúar nk. Strandgötu 31, Akureyri, sími 24222. Saumastörf Óskum eftir að ráða vant fólk til saumastarfa allan daginn (jakkasaumur). Hlutastörf koma til greina. Upplýsingar hjá starfsmannastjóra, sími 21900 (220). / * Alafoss hf., Akureyri Vantar blaðbera strax í Vallargerði og í einbýlishús í Gerðahverfi 2. óskar eftir að ráða fólk til starfa til að skrifa fasta þætti í blaðið. Tilskilin er góð íslensku- og vélritunarkunnátta og góð almenn menntun. Um eftirtalda efnisþætti er að ræða, auk þess sem ábendingar um fleiri eru vel þegnar: ★ Unglingar ★ Tónlist ★ Tómstundir ★ Neytendamál Ennfremur óskar blaðið eftir fólki til að skrifa fasta þætti um sjálfvalið efni. Skriflegar umsóknir berist ritstjóra fyrir 1. febrúar nk. Strandgötu 31, Akureyri, sími 24222. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTJÖNU JÓNSDÓTTUR, frá Múla. Sérstakar þakkir til starfsfólks og heimilisfólks í Hvammi og starfsfólks á sjúkrahúsi Húsavíkur. Jónatan Ásvaldsson, Sigurlaug Guðvarðardóttir, Kristján Ásvaldsson, Fríða Jóhannesdóttir, Sigurveig Ásvaldsdóttir, Friðrik Friðriksson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.