Dagur - 01.05.1990, Blaðsíða 17

Dagur - 01.05.1990, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 1. maí 1990 - DAGUR - 17 Ökukennsla - Bifhjólakennsla. Vilt þú læra á bíl eða bifhjól? Kenni á Honda Accord GMEX 2000. Útvega kennslubækur og prófgögn. Egill H. Bragason, ökukennari, sími 22813. Ökukennsla! Kenni á MMC Space Wagon 2000 4WD. Tímar eftir samkomulagi. Útvega öll náms- og prófgögn. Anna Kristín Hansdóttir, ökukennari, sími 23837. Ökukennsla - Æfingatímar. Kenni allan daginn á Volvo 360 GL. Hjálpa til við endurnýjun ökuskír- teina. Útvega ke’nnslubækur og prófgögn. Greiðslukjör. Jón S. Árnason, ökukennari, sími 96-22935. Marmari. Fr? >iieiöum samkvæmt máli, sól- bekKÍ og vatnsbretti, borðplötur á vaskaborð, eldhúsborð, borðstofu- borð, sófaborð og blómaborð. Gosbrunnar, legsteinar og margt fleira. Fjölbreytt litaval. Hagstætt verð. Sendum um land allt. Marmaraiðjan, Smiðjuvegi 4 e, sími 91-79955, 2G0 Kópavogur. Bjórgerðarefni, ensk, þýsk, dönsk. Víngerðarefni, sherry, hvítvín, rauðvín vermouth, kirsuberjavín, rósavín, portvín. Líkjör, essensar, vínmælar, sykur- málar, hitamælar, vatnslásar, kútar 25-60 lítra. Viðarkol, tappavélar, felliefni, gúmmítappar, 9 stærðir, jecktorar. Sendum í póstkröfu. Hólabúðin, Skipagötu 4, sími 21889. hvímsumummn Mwvmfo Miðvikud. 2. maí kl. 20.30, bib- líulestur. Samtök sykursjúkra á Akureyri og nágrenni halda 20. aðalfund sinn laugardaginn 5. maí n.k. kl. 2.30 e.h. á venjulegum fundarstað að Hafnarstræti 91 (efstu hæð). Að lokum aðalfundarstörfum ræðir Ingvar Teitsson, læknir um sykur- sýki og tengd málefni. Stjórnin. Frá Sálarrannsóknarfélaginu á Akureyri. Skyggnilýsingafundur Ruby Grai verður í Húsi aldraðra laugardaginn 5. maí kl. 14.00. Miðasala við innganginn. Húsið opnar kl. 13.00. Allir velkomnir. Stjórnin. Félagsvist í Húsi aldraðra. Fimmtudaginn 3. maí kl 20.30. Aðgangur 200.- kr. Góð verðlaun. Fjölmennið vel og stundvíslega. Næst síðasta spilakvöldið í vor. Nefndin. Minning: Þórarinn Kristjánsson bóndi, Holti Fæddur 29. júlí 1910 Það var sunnudaginn 22. apríl, sem ntér bárust þær fregnir, að Þórarinn Kristjánsson í Holti hefði látist þá um morguninn. Sá er þetta ritar kynntist Þórarni Kristjánssyni fyrst sumarið 1976 er undirritaður hóf störf sem kaupfélagsstjóri hjá Kauptelagi Langnesinga á Þórshöfn. Vin- skapur okkar Þórarins svo og alls heimilisfólksins í Holti hefur haldist með miklum ágætum síðan. Síðast á laugardagsmorgni fyrir páska hringdi Þórarinn til okkar vestur á Sauðárkrók og var þá hress og kátur cins og hans var vandi. Erindið var ekki hvað síst að lýsa ánægju sinni yfir bata á rekstri Kaupfélags Skagfirðinga, jafnframt sem hann var sann- færður um, að nú væri að birta til í íslcnsku atvinnulífi og þá ekki síst hjá samvinnufélögunum. Þrátt fyrir að ég starfi nú hjá ööru kaupfélagi, langt frá Þistil- firði, hafði hann mikinn áhuga á að vel gengi. Þannig var Þórar- inn, sífellt jákvæður og einlægur í trú sinni á mátt samvinriuhreyf- ingarinnar til að láta gott af sér leiða. Þrátt fyrir að hann væri kominn fast að áttræðu, fylgdist hann vel með allri þjóðfélags- og stjórnmálaumræðu og haföi á málum ákveðnar en öfgalausar skoðanir. Þórarinn Kristjánsson var fæddur í Laxárdal í Svalbarðs- hreppi í N.-Þingeyjarsýslu 29. júlí 1910, næst elstur ellefu barna þeirra Kristjáns Þórarinssonar og Ingitíðar Árnadóttur, ábúenda í Holti. Þórarinn ólst upp á góöu sveitaheimili í upphafi aldarinn- ar. Hann naut þeirrar menntun- ar, sem þá var kostur á í íslensk- unt sveitum, stundaði síðan nám við Alþýðuskólann á Eiðum og Héraðsskólann að Laugum og var síðan einn vetur við íþrótta- nánt í Reykjavík. Þórarinn var góður íþróttamaður á sínum yngri árunt og þá sérstaklega góður glímumaður. Eftir nám kenndi Þórarinn einn vetur við Barnaskólann á Eiðum og síðan af Qg til í Svalbarðshreppi. Við fráfall föður síns árið 1942, tók ltann ásamt Árna bróður sínum við búskap í Holti, fyrst í félagi viö móður þeirra og síðar í félagsbúi með Árna. Ásamt bústörfum, sent voru þeint bræðrum einkar kær og þá ekki síst fjárræktin, gegndi Þór- arinn fjölda trúnaðarstarfa fyrir sveit sína. Hann sat rneðal annars í hreppsnefnd Svalbarðshrepps frá 1942 til 1982 eða í fjörutíu ár Dáinn 22. apríl 1990 og þar af var hann oddviti í tuttugu og tvö ár. Þórarinn sat á Búnaðarþingunt til fjölda ára fyr- ir Norður-Þingeyinga. Enn- fremur var hann endurskoðandi Kaupfélags Langnesinga og Sparisjóðs Þórshafnar og ná- grennis til fjölda ára. Hann hafði með höndum starf sláturhús- stjóra unt árabil hjá kaupfélaginu og var fundarstjóri á aðalfundum þess til fjölda ára. Samvinnuhugsjónin var Þór- arni kær, og lagði Itann sig t'ram alls staöar sem því var við komið að verða henni að liði. Ég varð þess aðnjótandi að fá um árabil að starfa með Þórarni aö málefn- um Kaupfélags Langnesinga. Hann var ávallt tilbúinn að veita lið öllu því, er til framfara horfði fyrir byggðir Þistilfjarðar, alltaf að hvetja til dáða og gefandi góð ráð, bæði þegar lag var til sóknar og ekki síður þegar háð var varn- arbarátta. Ofarlega cr mér í huga samstarfið við Þórarinn scm oddvita harðindaárið 1979, þegar heyfengur brást á Norðaustur- landi. Hann hvatti til dáða, taldi kjark í menn, samhliða því sent hann beitti sér fyrir stórfelldum fóðurkaupunt og félagslegri aðstoð við bændur. Með þessu var komið í veg fyrir almennan niðurskurð á búpeningi héraðsins og átti Þórarinn sinn stóra þátt í hversu vel tókst til. Eftir að hafa farið í heimsókn í Holt og rætt ntálefni þau, er hæst bar og feng- ið góð ráð hjá Þórarni, var með- ur alltaf bjartsýnni og kjarkmeiri í að takast á við erfið viðfang- sefni. Þórarinn Kristjánsson varsam- vinnu- og félagshyggjumaður, sem taldi það skyldu sína að veröa samborgurununt að setn mestu liði, lífsviðhotf, sem mætti vera algengara hjá okkur íslend- ingurn. Við Andrea vottum Árna og Arnbjörgu í Holti og öðrum vandamönnum samúð okkar, um leið og viö þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast Þórarni. Megi góður Guð geyma minn- ingu um góðan mann. Þórólfur Gísiason. Við sem nú erum komin nærri háum aldri, getum minnst þess að þegar við höfðunt náð því eftirsóknar- verða hlutskipti að teljast til fullorð- ins fólks, fannst okkur að nú hefði mannlífið tekið á sig það form, sem hlyti að vara lengi og það væri í okkar verkahring að hagræða þeirri mótun með gætni og velvilja. Við sem ólumst upp í sveitarsam- félagi, fundum til öryggiskenndar, samábyrgðar og ánægju vegna þess hvað okkar samfélag var vel skipað. stundum valinn maður í hverju rúmi, og björt og örugg framtíð hlaut að vera í vændunt. En fljótlega mátti okkur verða Ijóst, að völt er veraldarblíða og við lifðunt í ölduróti atburða og breyt- inga. Ýmsir af samferðafólkinu losuðu um þær rætur, sem höfðu bundiö það við átthaga; ættingja og vensla- fólk, og bárust í fjarlægð með straumi atvika og örlaga, stundunt varð heilsubrestur örlagavaldur, og fyrir kom að sigð dauðans var höggvið óvægilega þar sem mann- skaðinn var tilfinnanlegastur í hópi vina og frændgarða. Og nú á þessum síðustu dögunt hefur orðið sár og svíðandi mann- skaði í okkar hópi, við hið sviplega fráfall Þórarins í Holti. Við vissum að vísu að hann gekk ekki heill til skógar, en þrátt fyrir það var þetta áfall óvænt og hastar- legt. Sú er helst huggun harmi gegn, að hann fékk að Ijúka langvarandi og dýrmætu ævistarfi andlega heill og þurfti ekki að standa í löngu sjúkdómsstríði, sem mörgum öldr- uðum reynist þjakandi. Þegar mörg okkar voru á æsku- skeiði var hvergi í sveitinni fjölþætt- ara og gróðurvænlegra mannlíf í uppvexti en hér á Dal og Holti. Þar var að alast upp stór hópur æskufólks, sem hlotið hafði mann- bætandi og menningarlegt uppeldi, að mestu í foreldrahúsunt, þó að víðar væri leitað fanga. Þórarinn ólst hér upp í stórum systkinahópi, einn af þeim eldri og þeint, sem mestar vonir voru bundnar við. Snemma á unglingsárunt hans varð öllum ljóst að hér var mikils- háttar mannsefni að vaxa úr grasi. Hann var gjörvulegur á velli, ýtur- vaxinn fríðleiksmaður, gæddur afbragðsgreind, nteðfæddri hóg- værð og prúðmennsku, og mann- legri hlýju og glaðværð, sem engan lét ósnortinn. Það traust sem Þórarinn aflaði sér í breytni og samskiptum almennt, leiddi til þess að honum voru falin ntargvís.leg verkefni og trúnaðar- störf frá æsku til elliára og ekki í eitt skipti mun hann hafa brugðist í smáu eða stóru þeint trúnaði, sem hann var talinn verðugur. Þó var það fjarskalega fjarlægt honum að sækjast eftir frama, völd- um eða vegtyllum, en samviskusemi hans og skyldurækni bauð honum að taka að sér hvert það starf sem ætlast var til af honunt, og höfðaði til þegnskapar. Þess nutu félagar hans og samferðamenn í ung- mennafélags- og íþróttahreyfing- unni, söng og safnaðarlífi sveitar- innar, samvinnufélagsstarfseminni, landbúnaðarfélagssamtökum og þeir, sem vildu vinna að fræðslu og menningarmálum innan eða utan sveitar eða héraðs. Manngerðir fæðast og mótast með margvíslegu móti. Ýmsir eru sent rótlaust þangið og berast víðsvegar nteð straumum og misvindi. Þórarinn hafði ekki af rót- leysi að segja. Ungur festi hann ræt- ur í íslenskum jarðvegi, jarðvegi bernskustöðvanna, sem hann yfir- gaf naumast um stundarsakir, en helgaði krafta sína og líf til hinstu stundar. Það var eins og aldrei hvarflaði að honum að leita eitthvað annað eftir þægilegra lífi, auðveldari verk- efnum. Á kveðjustund lætur þakklætis- kenndin gjarnan á sér bæra, einnig hjá þeim, sem hafa tamið sér að við- hafa hvorki mörg eða stór orð þegar tilfinningarnar láta tín sín taka. Ég hefi drepið á ýmisleg málefni og störf, sem Þórarinn lagði lið með sínu dýrmæta ævistarfi, sem ekki verður ofmetið. Þó er ég viss um að verðmætasta gæfu hafi leitt af veru hans og þrot- lausu starfi í hans eigin heimili í samviitnu við foreldra og systkini, þar sem hvert hans handtak varð til heilla og blessunar, unnið í sátt og drenglyndi. Og aldrei brást honum sú hlýlega glaðværð, sem honum var eiginleg og gjarnan gat létt öðr- um erfiðar stundir. Vera má að aldrei hafi hann verið rneiri heimilisprýði en þegar hann var sestur viö hljóðfærið, lék á það og söng með sinni hreimfögru bassa- rödd og hafði fengið alla viðstadda til að syngja með af gleði og lífs- þrótti. Slíkar stundir urðu margar og ógleymanlegar. Víst má telja að Þórarinn hafi far- ið einhvers á mis í lífinu, einhvers af því sem öðrum kann að finnast ómissandi og vilja fórna miklu til að fá að njóta. Þó er ég viss um að hann hefur notið ríkulegrar lífs- hamingju, sem hann verðskuldaði og ætlaðist aldrei til að sér yrði færð af öðrum. Og að ljúka löngu ævistarfi með hreinan skjöld og í sátt við alla, sem voru með í samfylgd á langri leið, er ávinningur, sem máli skiptir og varðar að líkindum mestu við upp- gjör að ævilokum. Og einhvers virði er þakklæti, sem er verðskuldað og endist miklu lengur en ævilangt. Einar Kristjánsson. Hátíðahöldin Kröfuganga Kl. 13.45 Hefst leikur Lúðrasveitar Akureyrar undir stjórn Atla Quðlaugssonarframan við Alþýðu- húsið. Kl. 14.00 Er lagt upp í kröfugöngu. Útifundur Að lokinni kröfugöngu hefst útifundur framan við Alþýðuhúsið. Fyrsta maí-ávarp verkalýðsfélaganna flutt. Lúðrasveitin leikur. Fulltrúar þriggja stéttarfélaga flytja stutt ávörp. 1. maí 1990 Opið hús Að loknum útifundi verður boðið upp á kaffi-hlaðborð í stóra salnum á fjórðu hæð Alþýðuhússins. Þar verður leikið, sungið, lesið og fluttur leikþáttur. Jóhann Már Jóhannsson syngur við undirleik Kristins Arnar Kristinssonar. Kristinn Örn leikur auk þess léttklassiska tónlist. Þráinn Karlsson les upp. Logskerinn, hressilegur tveggja persóna leikþáttur, flutt- ur af gestum að sunnan. Barnagæsla í litla salnum verður barnanna gætt, og þar verða leik- föng og aðstaða til að lita og teikna. Einnig verða þar vel valdar teiknimyndir á skjánum. Fram nú verhakonur og verkamenn — Okkar er aflið Sýnum samstöðu - Höldum hátíð - Herðum hugann — Grípum geirinn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.