Dagur - 28.05.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 28.05.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Mánudagur 28. maí 1990 , Sauðárkrókur: Otvíræður sigur Framsóknar Sveitarstjórnarkosningarnar 1990 úrslit Urslit bæjarstjórnarkosning- anna á Sauðárkróki lágu fyrir um eittleytið á aðfaranótt sunnudags. Af þeim 1712 kjós- endum sem voru á kjörskrá greiddu 1464 atkvæði eða 85,5%. Ekki urðu breytingar á fulltrúafjölda þeirra flokka sem í framboði voru. Sem fyrr hefur Framsóknarflokkurinn þrjá menn, Sjálfstæðisflokkur- inn einnig þrjá, K-listi óháðra einn mann, Alþýðubandalag einn mann og Alþýðuflokkur einn mann. Að kosningum loknum skipa eftirtaldir fulltrúar bæjarstjórn Sauðárkróks; Fulltrúar Fram- sóknartlokks: Stefán Logi Har- aldsson, Viggó Jónsson, Herdís Sæmundsdóttir, fyrsti varamaður er Gunnar Bragi Sveinsson. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks: Knútur Aadnegard, Steinunn Hjartardóttir, Björn Björnsson, fyrsti varamaður er Gísli Hall- dórsson. Fulltrúi óháðra: Hilmir Jóhannesson, fyrsti varamaður Björgvin Guðmundsson. Fulltrúi Alþýðubandalags: Anna Kristín Gunnarsdóttir, fyrsti varamaður Ólafur Arn- björnsson. Fulltrúi Alþýðuflokks: Björn Sigurbjörnsson, fyrsti varamað- ur, Pétur Valdimarsson. Að kosningum loknum stendur hinn gamli meirihluti Sjálfstæðis- flokks, Alþýðuflokks og Óháðra. Framsóknarflokkurinn bætir þó við sig fylgi á kostnað allra flokka og verður því að teljast sigurveg- ari í kosningunum á Sauðár- króki. Hlýtur það að teljast nokkuð merkilegt þegar miðað er við að nýtt fólk skipaði efstu sæt- in á lista Framsóknar. Ekki vant- aði mörg atkvæði upp á að fjórði maður á lista Framsóknar, Gunn- ar Bragi Sveinsson, slægi út þriðja mann á lista Sjálfstæðis- flokks og þá hefði meirihlutinn í núverandi bæjarstjórn fallið. kg/SBG Stefán Logi Haraldsson: Skilaboð um forustu framsóknar „Við framsóknarmenn erum ótvíræðir sigurvegarar í kosning- unum hér á Sauðárkróki. Ég vil' koma á framfæri þakklæti til kjósenda sem veittu okkur sinn stuðning. Ég þakka þessi úrslit mikilli samstöðu um framboð Fram- sóknarflokksins. Að mínu viti höfum við framsóknarmenn framar öðrum flokkum verið málefnalegir í okkar kosninga- baráttu og ég tel að það hafi kjós- endur kunnað að meta. Kosningabarátta hinna flokk- anna bar þess merki að þeir voru hræddir við okkar framboð og málflutningur þeirra einkenndist af því. Úrslitin eru að mínu viti skilaboð til okkar framsóknar- manna um forustuhlutverk í bæjarstjórn." Knútur Aadnegard: Við héldum okkar fulltrúum „Við sjálfstæðismenn getum ver- ið nokkuð ánægðir með úrslitin, við héldum okkar fulltrúum og bættum frekar við fylgið ef eitthvað var. Hinsvegar var okk- ur spáð meira fylgi og við töldum fulla ástæðu til að ætla að við myndum bætta við okkur meira en raunin varð. Við töldum að við hefðum sterka málefnastöðu og sterkan lista. Um fylgisaukningu Framsókn- arflokksins er það að segja að sá áróður sem þeir ráku síðustu dagana fyrir kosningar skilaði þeim þeirri uppskeru sem þeir sáðu til. Um fylgi Sjálfstæðisflokksins á landsvísu má segja að við séum mjög sterkir á stöðum þar sem við höfum verið í meirihluta á síðasta kjörtímabili." Anna Kristín Gunnarsdóttir: Fólk setur ekki málefiiin á oddinn „Ég get ekki sagt að úrslitin legg- ist vel í mig. Við átturri von á meira fylgi miðað við þær undir- tektir sem við höfðunt fengið við málflutningi okkar. Mér sýnist augljóst að fólk tekur ekki afstöðu eftir málefnaumræðu heldur einhverju öðru. Ég geri ráð fyrir að ástand Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík og sú óvissa sem þar ríkti hafi haft sín áhrif hér úti á landi. Ég held að í Reykjavík hafi verið svipað uppi á teningnum og hér, fólk tekur ekki afstöðu eftir málefnum og finnst mér það mjög miður. Framsóknarmenn komu ekki vel út úr framboðsfundinum hér og raunar ekki heldur útvarps- umræðum. Skýringar á fylgis- aukningu þeirra er því að finna annars staðar." Björn Sigurbjörnsson: Urðum fyrir vonbrigðum „Ég verð að segja að við urðum fyrir vonbrigðum með úrslitin. Það er mín skoðun að Alþýðu- flokkurinn hafi verið að vinna að góðum málum í bæjarstjórn síð- astliðið kjörtímabil. Við áttum alls ekki von á þessum niðurstöð- um í kosningunum núna. Þegar litið er á fylgi Alþýðu- flokksins á landsvísu getum við hér á Sauðárkróki verið tiltölu- lega ánægðir. Engu að síður átt- um við von á meira fylgi, því við álitum kosningarnar dóm kjós- enda á unnin störf bæjarfulltrúa. Meirihluti bæjarstjórnar hefur þó haldið fulltrúafjölda sínum og að því leyti getum við vel við unað.“ Hilmir Jóhannesson: Ánægðir með okkar hlut „Við K-listamenn erum nokkuð ánægðir með úrslit kosninganna. Aðstæður voru okkur nokkuð erfiðar margra hluta vegna. Framsóknarflokkurinn verður að teljast ótvíræður sigurvegari kosninganna. Þeir ná þó ekki að bæta við sig manni. Okkur taldist til að þá vantaði um þrjátíu atkvæði til að fella þriðja mann Sjálfstæðisflokks. Ég tel rétt að það komi fram að K-listinn hér á Sauðárkróki er elsta óháða framboðið í landinu. Við höfum haft mann í bæjar- stjórn síðast liðin þrjú kjörtíma- bil. Það var mikil óvissa ríkjandi fyrir þessar kosningar nú og við stuðningsmenn K-listans erum mjög ánægðir með að halda okk- ar hlut.“ Blönduós: Óvíssa um áframhaldandi meirihlutasamstarf Þeir listar sem mynduðu meiri- hluta í bæjarstjórn á Blönduósi á liðnu kjörtímabili fengu aftur meirihluta atkvæða í kosning- unum í fyrradag. Ágreiningur er hins vegar uppi milli þessara tveggja afla og getur vel farið svo að næstu daga verði mynd- aður nýr meirihluti í bæjar- stjórn. Breyting varð ekki á fulltrúatölu listanna í stjórn sveitarfélagsins frá kosningun- um 1986. Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn á Blönduósi voru 697 manns á kjörskrá og kusu 644 eða 92,4%. Þessi kjörsókn er all miklu betri en í síðustu kosning- um á Blönduósi en þá voru 720 manns á kjörskrá í hreppnum en sem kunnugt er fékk Blönduós kaupstaðarréttindi á kjörtímabil- inu. Úrslit kosninganna urðu sem hér segir: D-listi Sjálfstæðis- flokks fékk 178 atkvæði, H-listi vinstri manna og óháðra fékk 277 atkvæði og K-listi félagshyggju- fólks fékk 165 atkvæði. Auðir og ógildir seðlar voru 24. Samkvæmt þessu fékk D-listi 27,65% greiddra atkvæða og tvo fulltrúa, H-listinn fékk 43,01% atkvæða og þrjá menn kjörna og K-listinn fékk 25,62% atkvæða og tvo menn kjörna. Samkvæmt þessu töpuðu D-listi og H-listi fylgi frá síðustu kosningum en K- listi bætti við sig. Fulltrúar í bæjarstjórn Blöndu- óss eru Óskar Húnfjörð og Páll Sveinbjörn Elíasson af D-lista, Vilhjálmur Pálmason, Sigrún Zophoníasdóttir og Pétur A. Pét- ursson af H-lista og Guðmundur Theódórsson og Unnur Krist- jánsdóttir af K-Iista. Varamenn í bæjarstjórn eru: Einar Flygenring og Svanfríður H. Blöndal fyrir D-lista, Guð- mundur Ingþórsson, Hilmar Kristjánsson og Zophonías Zophoníasson fyrir H-lista og Grétar Guðmundsson og Stefán Þ. Berndsen fyrir K-lista. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.