Dagur - 01.12.1990, Blaðsíða 23

Dagur - 01.12.1990, Blaðsíða 23
Laugardagur 1. desember 1990 - DAGUR - 23 Kammerhljómsveit Akureyrar: „Dagskrá sem höfðar til sem flestra" - segir Örn Óskarsson, stjórnandi hljómsveitarinnar Kammerhljómsveit Akureyrar heldur tónleika í Akureyrar- kirkju í dag kl. 17 og á morgun kl. 16 mun hljómsveitin skemmta Skagfírðingum á tón- léikum í Miðgarði. Stjórnandi á þessum tónleikum verður Örn Óskarsson og er þetta í fyrsta sinn sem hann stjórnar Kammerhljómsveit Akureyr- ar. Við fengum Örn í stutt spjall til að leyfa Norðlending- um að kynnast honum aðeins og einnig til að kynna efnisskrá tónleikanna. Örn Óskarsson er Norðfirðing- ur en hann hefur ferðast víða og verið búsettur erlendis. Nú er hann kominn heim aftur og gripu forsvarsmenn Kammerhljóm- sveitarinnar tækifærið og fengu hann til að stjórna hljómsveit- inni. - Hvernig kom það til að þú varst fenginn til að stjórna Kammerhljómsveit Akureyrar? „Við Jón Hlöðver höfum þekkst í mörg ár. Ég starfaði sem skólastjóri í 10 ár, fyrst í Austur- Húnavatnssýslu í tvö ár og síðan í átta ár í Njarðvík. Á þeim tíma hafði ég mikil samskipti við Jón Hlöðver. Eftir þetta skólastjóra- tímabil fór ég út í sex ára nám og lauk því á síðasta ári. Ég var búsettur í Seattle í Bandaríkjun- um en fluttist heim í ágúst og stofnsetti hljómsveitina Kamm- erata. Þá frétti Jón af mér og hafði samband við mig.“ Líst vel á Kammerhljómsveitina - Hvernig líst þér svo á Kamm- erhljómsveit Akureyrar? Þetta er ekki ýkja gömul hljómsveit. „Mér skilst að hljómsveitin sé fimm ára gömul og mér líst mjög vel á hana. Það er mikið af ungu fólki í henni og ég tel að Kammer- hljómsveitin eigi bjarta framtíð fyrir sér. Þarna eru líka mjög hæfir kennarar sem spila með henni og miðað við margar hljómsveitir sem starfa á sama grunni má segja að Kammer- hljómsveitin sé óvenjuleg að því leyti að þar starfa kennarar og nemendur hlið við hlið. Ég tel líka að Kammerhljóm- sveit Akureyrar hafi mikilvægu hlutverki að gegna í bænum, menningarlegu hlutverki fyrir Akureyri og raunar alla lands- byggðina, og tilvist hennar skap- ar mótvægi við höfuðborgarsvæð- ið. Fyrir utan tónleika hjá hljóm- sveitinni sjálfri er það mikilvægt fyrir alla menningarstarfsemi að hafa slíka hljómsveit starfandi, svo sem ef settir eru upp söng- leikir eða óperur. Þá er hægt að leita til tónlistarmanna í bænum í stað þess fá þá eingöngu að sunnan. Þetta eykur heimamönn- um sjálfstraust og gleði.“ - Mig langar að koma aðeins inn á dvöl þína erlendis. Mér skilst að þú hafi stjórnað Fíl- harmoníusveit í Mexíkó á fjöl- mörgum tónleikum á síðasta ári. Örn Óskarsson. „Meðan ég var í námi í Banda- ríkjunum stjórnaði ég nokkrum hljómsveitum í Seattle, hálf- atvinnuhljómsveitum: Ég komst inn á tónlistarhátíð í Aspen sum- arið 1988 og kynntist þar Mexíkó- manni. Um haustið skrapp ég í kurteisisheimsókn til Mexíkó og sá þá auglýsta stöðu stjórnanda Fílharmoníuhljómsveitar Bajio. Ég sótti um og fór í prufu ásamt fjölmörgum öðrum stjórnendum og við vorum tveir ráðnir til að stjórna á fimm tónleikum. Eftir það var ég ráðinn til starfa." Stundum heitt í kolunum Örn stjórnaði Fílharmoníusveit- inni á um 60 tónleikum víðs veg- ar í Mexíkó á síðasta ári og þessu ári einnig. Hann stjórnaði að jafnaði 12 tónleikum á mánuði og er því kominn með mikla reynslu á þessu sviði. „Þetta var hljómsveit að svip- aðri stærð og Sinfóníuhljómsveit fslands og hún hélt eitthvað á annað hundrað tónleika á ári. í henni voru Bandaríkjamenn, Pólverjar, Ungverjar og Mexí- kómenn. Þetta var skemmtileg reynsla en gífurlega mikil vinna. Skipulagsleysið var óskaplegt þarna í Mexíkó og það var ekki óalgengt að ég fengi verk með nokkurra daga fyrirvara, enda var stundum heitt í kolunum." - Víkjum að öðru. Nú kemur þú fyrir sjónir sem ósköp venju- legur maður, en eru stjórnendur ekki oft settir á stall sem hálf guðlegar verur? „Ég held að stjórnendur séu eins og annað fólk og þeim er hollt að hafa önnur áhugamál en starfið. Hitt er rétt að þeir hafa löngum verið settir á stall og það er skiljanlegt að sumu leyti. Starf hljómsveitarstjóra er tiltölulega einangrað. Hann vinnur mikið einn og hefur aðeins fagleg sam- skipti við hljómsveitina. Hann kemur með hugmyndir og mótar hljómsveitina eins og leir og virk- ar því oft éins og einræðisherra. En það er líka auðvelt að skjóta hann í kaf ef hann er ekki ineð skýrar hugmyndir.“ Mynd: EHB Fjölbreytt dagskrá Að lokum bað ég Örn að lýsa efnisskrá tónleika Kammer- hljómsveitar Akureyrar: „Þetta er fjölbreytt dagskrá sem ætti að höfða til sem flestra. Við byrjum á verki eftir Respighi sem heitir Þrjár myndir Bottic- elli. Það er samið 1927 fyrir kammerhljómsveit og hefur tónskáldið til fyrirmyndar þrjár myndir eftir endurreisnar- málarann Botticelli. Fyrsta myndin heitir Vor og við getum heyrt það í tónverkinu. Þessi kafli er mjög fjörlegur. Önnur myndin sýnir vitringana þrjá er þeir koma að vöggu barnsins í Betlehem og er annar þátturinn því alvarlegur nokkuð og tónlist- in trúarlegs eðlis. Síðasta myndin sýnir fæðingu Venusar þar sem hún stendur í skel úti á hafi. Við heyrum öldugang og Respighi notar tvo rytma sitt á hvað, þunga undiröldu og yfirborðs- öldu sem takast á. Annað verkið er Konsert fyrir klarinett eftir Johann Stamitz. Hann var fiðluleikari og hljóm- sveitarstjóri í Mannheim, kom þangað 1741. Undir hans stjórn var hljómsveitin sú albesta í Evrópu. Þetta er einn fyrsti konsert sem skrifaður er fyrir klarinett og hann er mjög falleg- ur. Akureyringurinn Sigurjón Halldórsson leikur einleik á klarinett. Eftir hlé byrjum við á Pavane pour une infante défunte eftir Ravel. Verkið var upphaflega samið fyrir píanó 1899 en síðan útsetti Ravel það fyrir hljóm- sveit. Síðan ljúkum við tónleikunum með því að spila nokkra þætti úr Vatnasvítu Hándels. Þetta er mjög vinsæl og skemmtileg tónlist, líklega samin í kringum 1717. Sagt er að tónlistin hafi ver- ið samin í bátsferð niður ána Thames, a.m.k. er öruggt að hún var spiluð í slíkri ferð. Við bjóðum upp á tónlist sem á að geta höfðað til allra og viljum bara hvetja sem flesta til að mæta,“ sagði Örn að lokum. SS Jólafúndur Styrktarfélags vangefinna verður haldinn að Hótel KEA miðvikudaginn 5. des- ember kl. 20.30. Stjórnin. Leiðalýsing St. Georgsgildið stendur fyrir leiðalýsingu í kirkju- garðinum eins og undanfarin ár. Tekið á móti pöntun- um í síma 22517 og 21093 fram til föstudagsins 5. desember. Verð á krossi er kr. 1.000. Þeir sem vilja hætta tilkynni það í sömu símum. Óskum eftir að ráða starfsmann á verkstæði okkar Helst vanan viðgerðum á bílarafmagni. Uppl. á staðnum eða í síma 22411. Nýtt Norðurljós hf. Akureyri. 7 tímar hjá okkur k aðeins 1.400 í desember. Sólstofan Glerárgötu 20, II. hæð, sími 25099. ENGINN A AÐ SITJA ÓVARINN í BÍL, ALLRA SÍST BÖRN. yUMFERÐAR RÁÐ Opið laugardaginn 1. des. frá kl. 10-16 10% iíSlUafálktti ir Ui eyfjorb I | Cw L Wa HJALTEYRARG0TU 4 S,MI 96-22275

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.