Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						n*(
r\ft ..
Laugardagur 13. apríl 1991 - DAGUR - 9
Ágúst Sigurðsson:
Hofstaðakírkja í Skagafírði
- Samantekt vegna endurreisnar kirkjuhússins, sem á ný er tekið til helgrar notkunar
um sumarmál 1991 - Byggð á kirkjuskoðun 1982
Á Hofstöðum í Hofstaðabyggð
eða Hofstaðaplássi, en svo kall-
ast innsti hluti Víðvíkursveitar að
gamalli venju, var eitt af stórbýl-
um í Skagafirði, unz jörðin
komst á vald biskupsstólsins á
Hólum, sem brátt tók ríflega
hálflendu hennar til eigin
búskapar og afraksturs. Er þar
nefnt í Hofstaðaseli og er hin
fríðasta jörð. Einstaka prestur,
sem þjónaði Hofstaðaþingum,
sat á staðnum, endranær bændur
í leiguábúð stólsins og stundum
ráðsmenn. - Næstliðið tveggja
alda bil koma 2 ættir mest og
samfelldast við sögu á Hofstöð-
um.
Frá 1785-1844 bjuggu hér Páll
Jónsson og niðjar hans, en frá
1849 Pétur Jónsson, er keypti
jörðina, og afkomendur hans til
1933, en áttu hálfa Hofstaði
áfram, heimajörðina.
Stór og vel viðaður bærinn á
Hofstöðum hefur nú verið rifinn
og stóð óhrjáleg tóftin eftir lengi
til minja um merkan stórbænda-
garð á einhverju hinu víðsýnasta
og fegursta bæjarstæði í Skaga-
firði. Girðingarnefna var um
fornan grafreitinn fram til síðustu
ára, hrossatraðk í mesta máta og
órækt umhverfis kirkjuna, sem er
fágætlega fallegt smíði, hvar sem
á er litið, en fór mjög hnignandi,
enda brostið á viðhald í mörg ár,
unz til var tekið við þá endurnýj-
un, sem nú er lokið. Lætur því að
líkum, að nokkuð væri rætt um
framtíð Hofstaðakirkju, enda er
söfnuðurinn fámennur og endur-
byggingin fyrirsjánlega afar
kostnaðarsöm, þegar málin voru
skoðuð í lok niðurlægingartím-
ans. Kirkjusetur lagðist þó ekki
af á Hofstöðum, þar sem fyrrum
var víðkunn Maríuhelgi og fram
um miðja þessa öld virðulegur og
vel byggður kirkjustaður. Allt
um strjálbýli og hrörnandi
kirkjuhús og afræktan reit, var
ekki sléttað yfir verksummerki
fornhelgaðs kirkjustaðarins á
Hofstöðum, en snúizt fyrst til
varnar og síðan viðreisnar með
allri sæmd. Reyndust slíkar vonir
raunhæfari en áður, er sæmdar-
maðurinn   Björn   Egilsson   frá
Sveinsstöðum í Tungusveit færði
söfnuði kirkjunnar stórfé í reiðu,
ef verða mætti til upphvatningar
og nokkurs stuðnings þeim, sem
áhuga hefði á endurbyggingu
guðshússins, ekki sízt með það í
huga, að Hofstaðakirkja var,
vegna fornrar Maríudýrkunar og
áheitahelgi, alkunn með þjóð-
inni.
Kirkjuhús þetta, sem hér er
skoðað, var reist sumarið 1905 í
einu skipi, 6,50x5,35 m að innan-
máli. Grunnur grjóthlaðinn og
var hann furðu heill, þegar af
framkvæmdum varð og kjallari
steyptur og sökkull. Hæð af
krikjugólfi undir lausholt 2,60 m,
en undir miðja panelhvelfingu
3,80 m. Á hvorri hlið eru 3 smá-
rúðugluggar í jámgrind með
rómverskum boga og 1 litlu minni
ofan kirkjudyra á sérbyggðum
turni, sem er 1,80x1,85 m að'
gólffleti, en nær 6 m hár. Allt var
húsið vatnsklætt utan og hvítmál-
að, en listar á hornum, laufskorn-
ar tréskreytingar undir upsum,
einnig á turni og um þveran stafn
og umhverfis turn í veggjahæð og
prýðilegar gluggaumgerðir og
dyraumbúnaður, rauðmálað eins
og járnklætt þakið. Yfir valma-
þaki á turni haglega gerð turn-
spíra, sexstrend með kúluhöfði á
súlum, og hvílir á renndum,
háum tréstólpum. Fornar klukk-
urnar eru undir valmaþaki, en
ekki í opinni turnspírunni. Á
aðra er letrað B 50 Rotterdam,
en hina B.V. og er hún með afar
gömlu lagi. Úr forkirkju, sem
nýtur birtu af bogaglugga yfir
spjaldahurðum í kirkjudyrum, er
stigi á turnloft. Ber loftið mjög frá
um það, að það er byggt innan
panel, sem raunar allt húsið, og
málað í hólf og gólf, en þilbekkir
umhverfis með 8 sætum. Inn í
kirkjuna er rúmt op við hvelf-
ingu, og sér vel til altaris og stóls
af loftinu. Á kirkjugólfi eru 7
bekkir hvorum megin, sem taka
alls um 70 fullorðna í sæti. Eru
þeir með afbriðgum vönduð og
hagleg smíði, en svo rúmt í milli,
að ekki þrengir að jafnvel leggja-
lengstu kirkjugestum. Væri kirkju-
bekkirnir á Hofstöðum af hinni
alkunnu og óþægilegu sparsemd-
argerð með mjóu seti og beinni
brík og bekkjarfjöl, gæti kirkjan
rúmað þriðjungi fleiri. Þilbekkir
eru ekki í kór og því rúmt þar um
hljóðfæri og söngflokk að norð-
anverðu, enda kolaofn farinn og
rafofnar með þiljum fyrirferðar-
litlir. Harmoníum kirkjunnar er
tveggja radda, gamalt og að
fyrstu gerð svo gott, að hlaut
gullverðlaun í harmonía sam-
keppni 20 framleiðenda skömmu
eftir almamót. Er það frá K.A.
Andersson í Stokkhólmi. Á þ ví
stóðu 2 tinstjakar, hinar mestu
gersemar, sem áður voru í kirkj-
unni „í Hollte", þ.e. Holtskirkju
í Fljótum. Nýlegt kirkjuhús þar
fauk litlu eftir aldamótin og sókn-
inni síðan skipt milli Barðs- og
Knappstaðasókna. Eftir þá
atburði hafa stjakarnir verið seld-
ir að Hofstöðum, en þeir höfðu
þá verið á þriðju öld í kirkjunni í
Holti sem áletrunin vottar:
„Þessar kertapípur hefur vel-
æruverðugur herra Einar Þor-
steinsson gefið kirkjunni í Hollte
Guði fil dýrðar en henni til heið-
urs 1694." Hafa stjakarnir líkast
til verið gjöf Einars Hólabiskups
til kirkjunnar á vígsludegi
hennar, en venja var, að biskup
léti nokkuð af hendi rakna, er
vígði kirkju. Herra Einar Þor-
steinsson var auðugur, en reynd-
ist hinn mesti risnumaður og
höfðingi í framgöngu í sínum
skamma biskupsdómi, sem varði
frá vori 1693 til haustnótta 1696,
er hann lézt, ný kvæntur öðru
sinni. Var brúðurin ekkja Gísla
biskups Þorlákssonar, frú Ragn-
heiður Jónsdóttir frá Vatnsfirði,
sem að þessu sinni varð biskups-
frú á Hólum í aðeins tæpar 4
vikur. Hefur svo vikið á riæsta
vori aftur út að Gröf á Höfða-
strönd.
Um altari, sem er fremur lftill
skápur, er gott flauelsklæði,
rautt, en yfir heklaður dúkur
með laufaskrauti, sem minna á
tréskurðarskreytingar hússins
utan. Á altari eru 2 háir og vel
unnir koparhúðaðir stjakar á
þrístrendri stétt, fyrir eitt kerti,
verðmætir kirkjumunir. Hvorum
Sr. Ágúst Sigurðsson.
megin altaris eru á bleikmáluðum
panelþiljunum kertaliljur, ella
var komin raflýsing í kirkjuna, 4
tvöföld ljós á þiljum og 6 perur í
gömlum ljósahjálmi. Yfir altar-
inu merkileg tafla, 67,05x60 cm,
í einföldum, grænförfuðum
ramma með gylltum lista. Er
myndin máluð á tréspjöld,
kvöldmáltíðarmynd og e.t.v.
innlent verk, aðeins tekið að
upplitast af síðdagssól. Hefur
málverk þetta nú verið í kirkju á
Hofstöðum í meir en 200 ár, en
það var gefið til hennar árið 1782
(ekki 1727 eins og sums staðar er
skráð). Gefandinn var Jón Árna-
son frá Bólstaðarhlíð, þáverandi
Hólaráðsmaður, faðir síra
Björns, er sat einn presta í Ból-
staðarhlíð og var sjálfseignar-
bóndi á óðali ættar sinnar.
í suðausturhorni á kórgólfi og
við innsta glugga er gamall og
fagurlega skreyttur sexstrendur
predikunarstóll á marmaramál-
uðum, strendum fæti. Sams kon-
ar málningu hafði verið klúðrað á
yfirfjöl     altaristöflunnar.      Til
Hofstaðakirkja í Skagafirði. Myndin er tekin 1959.
Mynd: Á.S.
óprýði og röskunar á einfaldleika
umbúnaðar hins gamla málverks.
Á 5 spjöld stólsins, sem Sigurður
Gíslason gaf kirkjunni 1723, en
afbökuð áletrun ber dönskum
eða þýzkum listamanni vitni, eru
myndir í gylltum ramma af
Jóhannesi guðspjallamanni með
fjöðurstaf og bók næst stóldyrum
að norðan, þá af Mattheusi, er
ritar á bók við lespúlt, og er
vængjuð vera að baki, á þriðja
spjaldreit er Markús sýndur með
fjöðurpenna og bók og ljónið við
fætur sér. Á hinu fjórða er
Saluter, helgimyndin óljós af sól-
bruna við stóran suðurgluggann,
en krosstáknið greinanlegt. Loks
er á fimmta spjaldinu mynd af
Lúkasi með nautið og hið sama
tákn guðspjallamannanna, fjöður
og bók.
Auk venjulegs skrúða, graf-
skrifta í dýrum umbúnaði á kór-
þiljum og ýmissa smærri muna,
er hér aðeins ótalinn kaleikurinn,
gamall og fallegur og víð skálin,
nokkuð máður, en með patínu
við hæfi. Listilega gerður
korporaldúkur fylgir.
Maríudýrkun katólsks siðar, er
svo var sterk, að næst gekk helgi
Kaldaðarnesskrossins suður í
Ölfusi, virðist mörgum, að bjarg-
að hafi Hofstaðakirkju á öld
þessi eins og fyrr er greint um
gjöf hins lútherska áhugamanns
um helgi- og sögustaði, Björns
Egilssonar, og efalaust fleiri, sem
þó er ekki tíundað að sinni. í
endurbyggingu kirkjuhússins
hefði naumast verið ráðizt aðeins
vegna hinna dýrmætu, gömlu
listaverka, sem hana prýða, -
varla heldur talin nauðsyn á, en
skammt að sækja að nútíðarhætti
til nágrannakirknanna inn að
Flugumýri og að Viðvík. Fyrir
utan hina sagnlegu Maríuhelgi er
það hið brábæra smíði kirkju-
hússins, fallegt og vandað, sem
vakti þá, er málið var skyldast tii
varnaraðgerða og viðreisnar á
hinum auða heimastað höfuðbóls
fortíðarinnar í Hofstaðabyggð.
Þeir, sem hér unnu að í aldar-
byrjun af svo miklu listfengi,
voru Jón Björnsson frá Ljótshól-
um, og var hann yfirsmiðurinn,
og Jónas Jónsson frá Syðri-
Brekkum í Hofstaðasókn. Ábú-
andi og eigandi jarðarinnar, sem
hvergi sparaði til byggingarinnar,
var Björn Pétursson, er bjó á
Hofstöðum 1861-1912.
Þegar kirkjuhúsið, sem nú
stendur, bætt vel og endurnýjað á
Hofstöðum, var vígt, voru Hof-
staðir útkirkja í Viðvfkurpresta-
kalli, en prestur þá í Viðvík síra
Zóphónías Halldórsson prófastur
Skagfirðinga, og mun hann hafa
vígt kirkjuna. - Fram til 1861
! voru s.n. Hofstaðaþing við lýði,
Hofstaða- og Flugumýrarsóknir,
og var lénsjörð prestsins á
Hjaltastöðum. Báðar eru sókn-
irnar nú í Miklabæjarprestakalli,
Flugumýrar- allt frá 1861 og
Hofstaða- með lögum frá 1970,
er komu til framkvæmda, er síra
Björn Björnsson prófastur á Hól-
um lét af embætti 1975. - Um
skeið var prestsetrið í Viðvíkur-
brauði á Vatnsleysu í Hofstaða-
sókn, 1941-1952, en síðan fært
heim að Hólum. Hafði Hóladóm-
kirkja þá verið annexía í full 90
ár.
Ágúst Sigurðsson
á Prestbakka.
Höfundur er prestur í Prestbakka-
sókn.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20