Dagur - 23.08.1991, Blaðsíða 1

Dagur - 23.08.1991, Blaðsíða 1
74. árgangur 158. tölublað Akureyri, föstudagur 23. ágúst 1991 Rækjuvinnslurnar Dögun og Særún: Óvíst hvort upp- sagnir taka gildi - „höldum líklega áfram,“ segir Kári Snorrason hjá Særúnu Eins og flestir muna eftir þá var nær öllu starfsfólki rækju- vinnslanna Dögunar á Sauðár- króki og Særúnar á Blönduósi sagt upp frá 1. júlí sl. Upp- sagnirnar eiga að taka gildi 1. október nk. en að sögn for- ráðamanna fyrirtækjanna er óvíst hvort svo fer. Kári Snorrason, framkvæmda- stjóri Særúnar, sagði í samtali við Dag að nóg væri að gera í rækju- vinnslunni en rækjuverð hefði lítið hækkað. Um 40 tonn af ferskri rækju eru unnin á viku hjá Særúnu og einnig er eitthvað búið að vinna úr frystu Rússarækj- unni sem var keypt fyrr í sumar. Særún tekur við rækju frá fjórum bátum. Öllu starfsfólki Særúnar, um 20 manns, var sagt upp og Kári sagði að ákvörðun um hvort uppsagnirnar taki gildi verði tek- in fyrir 10. september nk. „Mér finnst líklegast að við höldum áfram því vonandi fer rækjuverð að hækka. Eftirspurnin er orðin meiri og allar birgðir í landinu eru að verða búnar. Einnig fer framleiðslan minnkandi þegar líður á haustið þannig að maður lifir í voninni," sagði Kári. Hjá Dögun var 19 manns sagt upp 1. júlí og Ómar Þór Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Dögunar, sagði það ekki ljóst hvort til uppsagna kemur 1. október. „Auðvitað vonum við að uppsagnirnar taki ekki gildi. Þetta fer rnikið eftir rækjuverð- inu en vonandi getum við tekið ákvörðun um miðjan september um framhaldið,“ sagði Ómar og tók undir það með Kára að rækjuverð eigi líklega eftir að hækka. „Annars mun sú hækkun ekki vega upp á móti þeirri miklu verðlækkun sem varð á rækju í fyrra. Við þurfum að fá töluvert upp í þann taprekstur sem rækju- vinnslan hefur verið í,“ sagði Ómar ennfremur. -bjb „Ert þetta þú Bob?“ Mynd: Golli Hjónaskilnaðarmálum íjölgar á Akureyri: „Vandræði í pemngamálum aðal orsakavaldur“ „Sr. Þórhallur Höskuldsson, sóknarprestur á Akureyri, seg- ir mér að hann geri vart annað þessa dagana en að tala milli hjóna. Hjónaskilnaðarmálin brenna heitast á prestunum en hér hjá bæjarfógetaembættinu á Akureyri er búið að ganga segir sr. Pórhallur Höskuldsson Reykj ahlíðarflugvöllur: „Aðnugsvita var ekki lofað í í‘yrra“ - segir Jóhann H. Jónsson „Ég lýsi yfir furðu minni vegna ummæla Leifs Hallgrímssonar, framkvæmdastjóra Mýflugs í Mývatnssveit, í Degi í gær. Allt tal um vanefndir Flug- málastjórnar á ekki við rök að styðjast,“sagði Jóhann H. Jónsson, flugvallastjóri Flug- málastjórnar. Að sögn Jóhanns eru allir flug- vellir meira og minna í uppbygg- ingu á íslandi. Svo er einnig með Reykjahlíðarflugvöll sem í raun var endurbyggður vegna þess atvinnuflugs er þar er rekið yfir sumarmánuðina. „Ekkert er sjálfgefið. Fjárveit- ingavaldið ræður för. Flugmála- stjórn hefur undanfarin ár gert tillögur um töluvert háar fjárveit- ingar til flugvallarins í Mývatns- sveit. Aðflugsvita var ekki lofað í fyrra, því hann er á áætlun í ár. Vitinn er kominn til landsins og verður settur upp í haust. Ég er furðu lostinn vegna ummæla Leifs. Flugmálastjórn hefur stað- ið fast að málum hvað Reykja- hlíðarflugvöll varðar og þá sér- staklega er þær raddir heyrðust að ekki skyldi endurbyggja völlinn," Jónsson. sagði Jóhann H. ój frá 22 hjónaskilnaðarmálum og 27 sambúðarslitum það sem af er árinu,“ sagði Guðjón Björnsson, bæjarfógetafull- trúi. Að sögn fulltrúans er hér um mikla aukningu að ræða. Fyrstu sjö mánuði ársins var gengið frá 22 hjónaskilnuðum á móti 27 allt árið í fyrra. Afgreidd sambúðar- slit í ár eru orðin 27 á móti 31 á síðasta ári. Sr. Þórhallur Höskuldsson staðfesti þessar háu tölur og sagði: „Mörg hjónaskilnaðarmál hafa verið á dagskrá og mörg eru nú til umfjöllunar. Um sambúð- arslit veit ég minna. Ástæður hjónaskilnaðar eru margar, en í dag eru vandræði í peningamál- um aðal orsakavaldur. Það er þungt í mér vegna fjármálastefnu ríkisins er rænir fólk hamingjunni og eignum. Lánskjaravísitalan leikur lausum liala. Hún er sú siðlausasta svívirða er við búum við og ieikur fjölskyldulíf og hjónabönd verr en nokkuð annað. Að láta svona sjáifvirkni vaða uppi er algjörlega óverjandi frá kristilegu sjónarmiði." ój V-Húnvetnskir sauðprbændur hyggjast selja fullvirðisrétt á síðustu stundu: Hér verður allt á fleygiferð í næstu viku - segir ráðunautur Búnaðar- sambands V-Húnavatnssýslu Þórarinsson, ráðu- Gunnar nautur hjá Búnaðarsambandi Undirbýr klifur á topp 7200 m íjalls í Himalayaijöllum: „Tilhlökkuuin kvíðanum yfirsterkari“ - lýsisflaskan verður tekin með, segir ijallagarpurinn Ari Gunnarsson „Ég veit að þarna verða aðstæður eins erflðar og frek- ast getur orðið. Þarna eru vond veður og mikil frost og menn verða að glíma við veik- indi og vanlíðan. Það er í manni blanda af kvíða og til- hlökkun fyrir þessa ferð þó til- hlökkunin sé yfírsterkari. Þetta verður ævintýri og mað- ur kann að meta lífíð þegar maður tekst á við svona raun- ir,“ segir Akureyringurinn og fjallagarpurinn Ari Gunnars- son sem leggur þ. 15. septem- ber upp í leiðangur með bresk- um fjallaklifursmönnum og er ferðinni heitið upp á topp fjallsins Pumori í Himalaya- fjöllum í Nepal. Fjallið Pumori, sem á íslensku þýðir Dótturtindur, er 7200 metra hátt og nánast við hliðina á sjálfu Mount Everest. Þessi breski leiðangur er undir stjórn Skotans Mal Duff, sem er þaul- vanur fjallamaður. Ari kynntist honum fyrir tilviljun í fyrra í Frakklandi en þar kleif Ari hið 5000 metra háa Mount Blanc. Þessi kynni urðu til þess að Ari fékk sæti í leiðangrinum. Ari hefur mikið gengið á fjöll á eftir rjúpum en klifuráhuginn og löngunin í sífellt erfiðari brekkur leiddu hann í ferðina á Mount Blanc í fyrra og sú varð stökk- pallur á það sem framundan er. Aðspurður um undirbúninginn segist hann þurfa að klífa í 1000 m hæð daglega en gæta þess jafn- framt að vera við góða heilsu. „Til þess borða ég hollan mat og ekki má gleyma íslenska lýs- inu en lýsisflöskuna mun ég taka með mér í ferðina. Hún getur reynst dýrmæt,“ sagði Ari. JÓH Vestur-Húnvetninga, segir að í næstu viku verði mikið að gera í samningum við sauðfjár- bændur á svæðinu um kaup ríkisins á fullvirðisrétti. Fram til þessa hafa engir slíkir samn- ingar verðir gerðir á svæðinu en frestur til frjálsrar sölu rennur út 1. september og kemur þá til flatrar skerðingar á fullvirðisrétti bænda á svæð- inu, hafí takmarkinu ekki ver- ið náð með frjálsri sölu. „Þetta er ekta sauðfjárræktar- svæði og menn ekki tilbúnir til að hætta. En menn ætla að selja skerðingarhluta sinn þegar í ljós verður komið hve hann verður mikill. Hér verður skerðingin að hámarki 9,6% en við vitum af frjálsri sölu á fullvirðisrétti sem breytir því þannig að skerðingar- hlutinn hjá mönnum gæti orðið 7- 8%,“ sagði Gunnar. „Ég hef ekki heyrt í neinum sem ætlar að láta skerða sinn rétt en hins vegar hef ég heyrt í mörg- um sem ætla að selja frjálsri sölu. Menn munu bíða fram á síðustu dagana þannig að hér verður allt á fleygiferð í næstu viku,“ sagði Gunnar. JOH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.