Dagur - 11.09.1991, Blaðsíða 7

Dagur - 11.09.1991, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 11. september 1991 - DAGUR - 7 Þjóðhagsstofnun: Afkoma fyrirtækja 1989 og 1990 Þjóðhagsstofnun hefur nú unnið úr ársreikningum 794 fyrirtækja úr flestum atvinnu- greinum fyrir árið 1990. Til samanburðar eru birtar niður- stöður sömu fyrirtækja fyrir árið 1989. Helstu niðurstöður eru þær að bókfærður hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir- tækjanna í heild sem hlutfall af tekjum hefur aukist um 4% frá árinu 1989, eða úr 1,2% árið 1989 í 5,2% árið 1990. Hér er um að ræða hagnað fyrir greiðslu tekju- og eignaskatta og ekki er tekið tillit til óreglu- legra tekna og gjalda. Eigin- fjárhlutfall fyrirtækjanna var 19% í árslok 1989 en hefur hækkað í 22% í árslok 1990. An banka- og tryggingastarf- semi er eiginfjárhlutfallið 36% í árslok 1990 borið saman við 33% í árslok 1989. Afkoman hefur batnað í öllum greinum nema í byggingariðnaði og hjá innlánsstofnunum og tryggingafélögum. Þegar afkoma ársins 1990 er skoðuð verður að hafa í huga að bókfærður vaxtakostnaður fyrir- tækja á því ári verður afar lágur þrátt fyrir hækkun raunvaxta af innlendum lánum milli áranna. Vextir og verðbreytingarfærsla sem hlutfall af tekjum lækkar úr 4% á árinu 1989 í 0,2% árið 1990. Ástæða þessa er tvíþætt. Annars vegar sú að almennar verðbreytingar eru lægri á árinu 1990, þannig að verðleiðrétting vegna birgða sem þarna er færð til gjalda er lægri. Hins vegar hef- ur verðlag innan ársins 1990 hækkað meira en gengisbreyting- ar að viðbættri erlendri verð- bólgu. Jafnframt eru reglur skattalaga, sent mörg fyrirtæki gera upp eftir, miðaðar við verðbreytingu milli ára sem er mun hærri en verðbreyting innan ársins. Af þessum ástæðum telur Þjóðhagsstofnun mikilvægt að endurmeta fjármagnskostnað beggja ára til þess að raunhæfari mynd fáist af afkomu ársins. Þetta er gert með því að áætla raunvexti bæði árin og er þá tekið tillit til þess að raunvextir hækk- uðu milli ára. Auk þess er gjald- færð sérstök verðleiðrétting birgða. Með þessum breytingum verður afkomubatinn l'/2% borið saman við þau 5% sem ársreikn- ingar sýna. Hrcinn hagnaður fyrirtækja af reglulegri starfsemi, % af tekjum 1989 1990 % % Samkvæmt ársreikningum fyrirtækja 1,2 5,2 Eftir endurmat á vöxtum og verðbreytingarfærslu 2,0 3,5 Hér er vissulega um lauslegt endurmat að ræða en nauðsyn- legt er að skoða niðurstöður árs- reikninga einnig í þessu ljósi. Einnig er rétt að geta þess að vegna breytinga á eftirágreiddum slysa-, lífeyris- og atvinnuleysis- tryggingagjöldum yfir í trygg- ingagjald, sem er samtímaskatt- ur, fellur gjaldfærsla á árinu 1990 niður að stórum hluta hjá fyrir- tækjunum. Áhrif af því gætu num- ið 0,5% af tekjum. Sé tekið tillit til þessara atriða er afkomubreyting í reglulegri starfsemi þessara 794 fyrirtækja sem hlutfall af tekjum um 1% samanborið við þau 4% sem ársreikningar sýna. Þær sveiflur í útreikningi vaxta sem hér hefur verið fjallað um og koma fram í ársreikningum fyrir- tækjanna ættu í raun að færast með óreglulegum tekjum og gjöldum. I einstökum tilvikum hefur það verið gert í ársreikn- ingum en við úrvinnslu úr þeim hefur það verið fært yfir í reglu- lega starfsemi til að gæta sam- ræmis. Rétt er að leggja áherslu á að hér er lýst afkomu þessara 794 fyrirtækja en ekki atvinnulífsins í heild. Fyrri athuganir af þessu tagi sýna að jafnaði nokkru betri afkomu þessara fyrirtækja en heildarinnar, t.d. munaði um 1% af tekjum í síðustu athugun. Rétt er að vekja athygli á að við þessa afkomuútreikninga er ekki reiknað með ávöxtun á eigið fé en sem dærni má nefna að mið- að við 8% ávöxtun eigin fjár fyrir skatta þyrfti hagnaður þessara fyrirtækja að vera um 3% af tekjum. Þjóðhagsstofnun mun síðar á árinu gefa út skýrslu um ársreikninga fyrirtækja 1989 og 1990. Þar verða bæði fleiri fyrir- tæki í úrtaki og nánari sundurlið- un eftir atvinnugreinum. Einnig mun nú á næstunni koma út Atvinnuvegaskýrsla fyrir árið 1989. Afkomutölurnar sem birtar eru í meðfylgjandi töflu eru allar unnar eftir ársreikningum fyrir- tækja sem í flestum tilfellum fylgja skattframtölum. Undan- tekning frá því er banka- og tryggingastarfsemi þar sem af- komutölur eru fengnar frá Banka- eftirliti Seðlabanka Íslands og frá Sambandi íslenskra trygginga- félaga. Myndlist Skagilrskir málarar í sambandi við heimsókn Forseta Islands, frú Vigdísar Finnboga- dóttur, til Skagafjarðar í ágúst var sett upp talsvert viðamikil sýning á málverkum skagfirskra listmálara í Safnahúsinu á Sauð- árkróki. Verkin á sýningunni eru fjörtíu og fimm að tölu og eftir fimm listamenn. Þau sóma sér vel í hinum ágæta sýningarsal Safna- hússins og er snyrtilega fyrir komið. Jón Stefánsson er væntanlega þekktastur þeirra listamanna, sem eiga myndir á samsýningunni í Safnahúsinu, enda einn af fremstu listamönnum þjóðarinn- ar. Eftir Jón er einungis ein mynd á sýningunni og ber hún heitið Furðustrandir og er unnin í olíu. Yfir henni er fremur létt yfir- bragð og í henni skemmtileg dýpt. Sigurður Sigurðsson á þrjár Minning t Minning: Aldís Einarsdóttir frá Stokkahlöðum Fædd 4. nóvember 1884 - Dáin 31. ágúst 1991 Hurðin lokaðist hægt. Með ískri sem endaði í skelli. Gangurinn var dimmur. Brak- aði í gólfinu undan mörgum litl- um fótum. Og sumum stærri. Lyktin sagði sögur gamalla tíma. Stofuhurðin, með gluggum í, ískraði líka. Þar inni sat hún. Og prjónaði. í þögn stofunnar sem einungis var rofin af taktföstum smellum prjónanna og tifinu í klukkunni. Þangað til við réðumst til inn- göngu í þessa friðsælu stofu ásamt mæðrum okkar. En þó að þögnin væri fyrir bí gat ekkert fleygt burtu friði hússins. Hann var gróinn við veggi þess,. hús- gögnin, allt blómahafið og hana sjálfa. Öllu gömlu. Og þegar mæður okkar höfðu skrafað við Öllu um stund fórum við að ókyrrast. Og læddumst burt. Skoðuðum húsið sem var heill heimur af ósköpuðum ævintýrum. Og við gátum látið þau gerast. Kannski uppi á lofti. Þar sem leyndust margskyns koppar og kyrnur til að gægjast í. Og svo hlupum við aftur niður stigann í kaffi. Stundum pönnu- kökur. Og mæður okkar fengu sér jólakökusneið. Svo var hler- anum í eldhúsgólfinu lyft. Og við príluðum niður tréstigann. Niður í kjallarann. Litlir gluggarnir vörpuðu skuggalegri birtu á gráa steinveggi sem virtust næstum svartir í rökkrinu. Og það var vissara að vera ekki síðastur upp stigann aftur. Hver vissi hvað leyndist í skuggum hornanna þarna niðri. Kannski myndi það grípa með stórum krumlum í afturendann á síðasta manni og draga hann niður aftur. Og þegar upp kom var hlaupið út í garðinn hennar Öllu. Og þvílíkur garður. Malarbornir smástígar hlykkjuð- ust inn á milli blómanna og runn- anna og tréin slúttu yfir í reisn. Og mæður okkar gengu út og fræddust um jurtir garðsins af listamanninum sem skóp hann. Og við skildum það smám saman að það var meira lagt í þennan garð en flesta aðra. Alla gamla. Viðbætirinn „gamla“ var oftast með þegar hana bar á góma því hún var eldri en flestir aðrir sem við þekktum. Og það var ekkert neikvætt við það að við kölluðum hana „gömlu“. Þvert á móti. Víst var hún gömul að árum. Eldri en flestir. En það sást ekki á þeim verkefnum sem hún tók sér fyrir hendur. Og við virtum hana fyrir það að vera gömul og dáðum hana fyrir það að vera eins og unglamb að grisja rófur og setja niður kartöflur fram undir hundr- að ára aldurinn. Við vorum stolt af því að eiga svona merkilega konu í ætt við okkur og skildum að hún var ekkert venjuleg. Og nú gulna ágúststráin og vind- urinn leggur þau til hvíldar. Tré- in í garðinum hennar Öllu gömlu skarta litagleði haustsins og brátt fjúka laufin þeirra út í buskann. Kannski svífur hún með þeim á síðasta áfangastað. Við sem eftir sitjum á tréi lífsins gleðjumst með henni að vera komin heim og þökkum þær stundir sem hún varpaði ljósi á veginn okkar. Eiki, Helgi, Rósa, Binni, Balli, Kamilla Þ, Emilía, Kamilla Rún og Dóra. myndir á sýningunni. Tvær unnar í olíu og eina pastelmynd. í þeim er skemmtilegur leikur að léttum litum, ekki síst í olíumyndinni númer 2, Af Holtavörðuheiði, sem túlkar á talsvert sannfærandi hátt breiður heiðagróðursins og heiðríkju víðáttunnar. Aðrar þrjár myndir eru eftir Magnús Jónsson og eru þær allar unnar í olíu. Yfir myndum Magnúsar er mikill þróttur, sem kemur fram jafnt í myndefni sem meðferð þess. Sérlega má nefna ntynd núrner 5, Landslag. Hrólfur Sigurösson á flestar myndir á sýningunni í Safnahús- inu á Sauðárkróki, tuttugu og níu að tölu. Þær eru flestar unnar í olíupastel, en átta í olíu og ein í pastel. Mikil fjölbreytni er í myndum Hrólfs, svo sem vænta má í slíkum fjölda mynda. Á meðal verka hans eru til dæmis einu óhlutlægu myndirnar á sýn- ingunni og eru þær númer 10 og 15. Af olíuverkum Hrólfs vakti mesta athygli undirritaðs mynd númer 9, sem er önnur tveggja mynda, sem bera heitið Sauðár- krókur. Olíumyndir Hrólfs ein- kennast nokkuð almennt af djarf- legri litanotkun og af iðulega nokkuð þungri myndferð. Skemmtilegt er, hve mjög annar blær er yfir olíupastelmyndum Hrólfs á þessari sýningu. í þeim ber mikið á léttum og skærum litaleik og allt að því gáskafullum blæ. í mörgum þessara mynda nær listamaðurinn talsvert sterk- um áhrifum, svo sem í mynd númer 17, Frá Þingvöllum, og mynd númer 34, Eiðavatn. Fimmti listamaðurinn, Jóhann- es Geir Jónsson, á níu myndir á samsýningunni í Safnahúsinu. Fjórar eru unnar í olíu, tvær í olíupastel og þrjár í pastel. Olíuverk Jóhannesar Geirs vöktu mesta athygli undirritaðs, sér- staklega mynd númer 37, Borg- arljós, þar sem listamaðurinn notar ljós á áhrifamikinn hátt, og mynd, sem er utan verkaskrár sýningarinnar og ber heitið Berg- þórugata, náttregn, þar sem beitt er sterkri og nokkuð grófri myndáferð á áhrifaríkan hátt. Heildarbragur samsýningar- innar á verkum hinna skagfirsku málara, er skemmtilegur. Verkin eru yfirleitt góð og flest verulega ofan við meðallag. Sýningin er mjög þess virði, að farið sé til þess að skoða hana. Það er því gott til þess að vita, að til stendur að hafa hana uppi enn um sinn meðal annars til þess að nemend- um skóla á Sauðárkróki gefist kostur á að sjá hana í fylgd kennara sinna. Slíkar sýningar- ferðir þyrftu að vera fastur liður í starfsemi skóla og ættu að vera á starfsskrá að minnsta kosti grunnskóla landsins, þar sem slíks er kostur. Haukur Ágústsson. Nýkomnar dömuúlpur B E T T E R W E A R 3 litir stærðir s-xl. Verð kr. 5900.- UJ EYFJÖRÐ Hjalteyrargötu 4 - Sími 22275 li

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.