Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						Þriðjudagur 14. apríl 1992 - DAGUR - 9
Stuttgart efst
Eyjólfur Sverrisson og
félagar í Stuttgart settust í
toppsæti þýsku úrvalsdeild-
arinnar í knattspyrnu þegar
þeir sigruðu Níirnberg 2:0 á
Iaugardaginn.
Liðið er í efsta sæti eftir
sigurinn með 43 stig, jafnmörg
og Dortmund en hagstæðara
markahlutfall. Dortmund sigr-
aði Bayern Munchen 3:0.
Frankfurt gerði 1:1 jafntefli
við Borussia Mönchengladbach
og er í 3. sæti með 42 stig.
Eyjólfur lék með Stuttgart
allan leikinn og stóð sig vel.
Hann átti eitt skot sem hafn-
aði í höfði eins leikmanna
Niirnberg og rotaði hann.
í Beigíu vann Ekeren, lið
Guðmundar Benediktssonar,
stórsigur á Liege, 7:2. Guð-
mundur kom inná þegar 2
mínútur voru til leiksloka.
JÚdÓ:
Gauti og
Vernharður
í 2. umferð
Sex íslendingar voru meðal
þátttakenda á opna breska
meistaramótinu í júdó sem
fram fór um helgina. Þeirra
á meðal voru tveir KA-
menn, þeir Freyr Gauti Sig-
mundsson og Vernharður
Þorieifsson, og komust þeir
báðir í 2. umferð en féllu
þar úr leik.
Sigurður Bergmann náði
bestum árangri íslendinganna
en hann hafnaði í 5. sæti í +95
kg flokki. Bjarni Friðriksson
hafnaði í 7. sæti í -95 kg
flokki. Freyr Gauti og Vern-
harður sigruðu báðir Breta í 1.
umferð en töpuðu síðan báðir
fyrir ísraelsmönnum í 2.
umferð og fengu ekki upp-
reisnarglímu.
Jón Gunnar Björgvinsson
og Halldór Hafsteinsson féllu
báðir úr keppni í 1. umferð.
Fyrsta umferð úrslitakeppni 1. deildar í gærkvöld:
Frábær byrjun hjá KA-mönnum
- sigruðu ÍBV 28:21 - óvæntur sigur Stjörnunnar á FH
KA-menn unnu fyrstu lotu
gegn ÍBV í úrslitakeppni 1.
deildar íslandsmótsins í hand-
knattleik sem hófst í gærkvöld.
Liðin mættust þá í troðfullu
KA-húsinu í geysilegum bar-
áttuleik þar sem KA hafði yfir-
höndina frá fyrstu mínútu og
sigraði 28:21. „Þetta var kær-
kominn sigur liðsheildarinn-
ar," sagði brosmildur Alfreð
Gíslason, þjálfari og leikmað-
ur KA eftir leikinn. Og hann
óttast ekki leikinn í yest-
mannaeyjum: „Það er alltaf
gaman að spila í Eyjum. Þar
verða þeir undir pressu og
verða að vinna en við eigum
annan heimaleik í bakhöndinni
ef illa fer og getum hugsað um
að gera góða hluti."
Það var geysileg stemmning í
KA-húsinu í gærkvöld enda
áhorfendur rúmlega 950 talsins
og létu öllum illum látum. Hópur
Vestmannaeyinga setti svip sinn
á leikinn með lúðrablæstri og
trumbuslætti og hávaðinn var
ærandi frá fyrstu mínútu. Leik-
menn voru greinilega tauga-
spenntir, enda mikið í húfi, og
handknattleikurinn ekki sá áferð-
arfallegasti. KA-menn komust í
3:1, Eyjamenn jöfnuðu 3:3 en þá
skoruðu KA-menn þrjú mörk í
röð og héldu forystunni eftir það.
Munurinn varð nokkrum sinnum
fimm mörk í fyrri hálfleik en
staðan í hléi var 13:9. í seinni
hálfleik var staðan fljótlega orðin
16:10 en Eyjamenn sýndu mikið
baráttuþrek og minnkuðu tví-
vegis muninn í tvö mörk, 17:15
og 20:18 en þurftu mikla orku í
það og KA-menn náðu í bæði
skiptin að breikka bilið á nýjan
leik. Þegar staðan var orðin 20:18
skoruðu þeir þrjú mörk í röð og
eftir það var aðeins spurning um
hvað sigurinn yrði stór.
Körfuknattleikur, 2. deild:
Laugaskóli sigraði
en fékk á sig kæru
Laugaskóli tryggði sér um
helgina sigur í 2. deild
íslandsmótsins í körfuknatt-
leik og þar með sæti í 1. deild
að ári. En þótt mótinu sé lok-
ið eru úrslitin ekki endanlega
ráðin þar sem Laugaskóli
fékk á sig kæru fyrir að nota
ólöglegan mann og verði
úrskurður liðinu í óhag missir
það 1. sætið og leikur áfram í
2. deild.
Úrslitakeppni 2. deildar fór
fram í íþróttahúsi Seljaskóla,
leikið var í tveimur riðlum og
léku síðan efstu liðin til úrslita.
Laugaskóli vann sinn riðil, sigr-
aði Ungmennafélag Akureyrar.
Leikni og Bolungarvík og lagði
síðan Ungmennafélag Gnúp-
verja t' úrslitaleik, 97:49. Eftir
mótið lögðu Bolvíkingar fram
kæru á Laugamenn fyrir að hafa
notað ólöglegan mann, Svein-
björn Sigurðsson, og verði
úrskurður Laugamönnum í
óhag teljast þeir hafa tapað
leiknum 2:0. Það þýðir að Bol-
víkingar verða í efsta sæti í riðl-
inum og þurfa að leika annan
lírslitaleik gegn Gnúpverjum.
Kæran verður tekin fyrir hjá
dómstóli Körfuknattleiksráðs
Reykjavíkur, Bolvíkingar höfn-
uðu í 3. sæti í mótinu, sigruðu
Árvakur 100:80 í úrslitaleik um
það sæti.
Ungmennafélag Akureyrar
sigraði Leikni en tapaði fyrir
Laugum og Bolvíkingum í
framlengdum leik. Liðið lék til
úrslita um 5. sætið við Ung-
mennafélag Selfoss og tapaði
74:76.
KA-menn einum færri
í 10 mínútur
KA-menn léku af gífurlegum
krafti í vörninni, voru fastir fyrir
og stundum allt að því grófir.
Þetta hreif, Eyjamenn voru hik-
andi og fundu ekki taktinn í
sóknarleiknum en þetta kostaði
líka það að KA-menn fengu að
hvíla í samtals 14 mínútur en
Eyjamenn í 4. „Við vorum of
harðir á köflum en mér fannst
munurinn ekki svona mikill.
Dómararnir dæmdu yfirleitt
mjög vel en það er synd að segja
að þeir hafi verið heimadómarar
og úrslitin eru bara ennþá
skemmtilegri fyrir það," sagði
Alfreð um þetta.
í sókninni fór KA-maðurinn
Stefán Kristjánsson á kostum,
skoraði glæsileg mörk og átti
gullfallegar           línusendingar.
Alfreð var traustur, Erlingur tók
af skarið á mikilvægum augna-
blikum en Sigurpáll sýndi ekki
sitt rétta andlit fyrr en undir
lokin. í markinu stóð svo Axel og
varði frábærlega þegar mest á
reið. „Mér fannst allt liðið standa
sig vel, sérstaklega var ég ánægð-
ur með varnarleikinn og mark-
vörsluna og svo sýndi liðið góð-
an „karakter" í seinni hálfleik
þegar þeir fóru að saxa á okkur,"
sagði Alfreð um frammistöðu
sinna manna.
Eyjamenn léku alls ekki vel og
er þá nánast sama hvar á liðið er
litið. Þeir geta betur og hafa sýnt
það, m.a. á Akureyri fyrr í vetur
og það er hætt við að það verði á
brattann að sækja fyrir KA ann-
að kvöld. „Ég var hræddur fyrir
þennan leik og úrslitin komu mér
ekki á óvart. Við getum varla
spilað verr en þetta og hefðum
tapað fyrir flestum liðum með
svona leik. Við þurfum að bæta
okkur um 15-20% fyrir leikinn
heima til að vinna og gerum það.
Það verður ekkert frekar pressa á
okkur en þeim, þeir þurfa að
klára dæmið," sagði Sigurður
Gunnarsson, þjálfari og leikmað-
ur ÍBV.
Stefán Kristjánsson átti frábæran Ieik í sókninni hjá KA og skoraði 7 mörk.
Myndir: Golli
Önnur úrslit í gærkvöld urðu
þau að Stjarnan vann óvæntan
stórsigur á FH í Hafnarfirði,
28:21, Selfoss sigraði Hauka
34:27 og Víkingur sigraði Fram
26:21. Önnur umferð úrslita-
keppninnar fer fram annað kvöld
og mætast þá ÍBV og KA í Vest-
mannaeyjum. Ef til þriðju
umferðar kemur fer hún fram á
laugardag.
Mörk KA: Stefán Kristjánsson 7, Sigur-
páll   Árni   Aðalsteinsson   7/3,   Alfreð
Gíslason 5, Erlingur Kristjánsson 4, Árni
Stefánsson 2, Jóhann Jóhannsson 2, Pét-
ur Bjarnason 1. Axel Stefánsson varði 10
skot.
Mörk ÍBV: Sigurður Friðriksson 5/2,
Zoltan Belany 4, Sigurður Gunnarsson
4/1, Guðfinnur Kristmannsson 3/1, Gylfi
Birgisson 2, Sigbjörn Óskarsson 1, Erl-
ingur Richardson 1, Jóhann Pétursson 1.
Sigmar Þröstur Óskarsson og Ingólfur
Arnarsson vörðu 3 skot hvor.
Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og
Hákon Sigurjónsson. Dæmdu þokka-
lega. Gerðu sín mistök en héldu nokkurn
veginn haus í mjög erfiðum leik.
Eitt af þrumuskotum Alfreðs Gíslasonar í uppsiglingu. Sigbjörn Óskarsson og Gylfi Birgisson til varnar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20